Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 3
bSaSfö* Laugardagur 23. júlí 1977. 3 BENZIN HEFUft SJOFALDAST FRA ARINU 1970: Bróðurpartur hækkunarinnar til almennrar ráðstöfunar ríkissjóðs — opinbert skattrán segir FÍB Frá árinu 1970 hafa benzinverðhækkanir hér á landi verið um það bil 25% meiri en hækkanir á almennu verðlagi i landinu. Arið 1970 kostaði benzinlit- erinn 12 krónur en er nd kominn upp i 80 krónur op á næstu dqgum mun siðan koma til 8 krónu verðhækkun og verða bíleigendur að greiða heilar 88 krónur fyrir hvern litra. Þetta kem- ur fram í frétt sem Alþýðublaðinu hefur borizt frá Félagi ís- lenzkra Bifreiðaeig- enda. Þar er fyrirhug- aðri benzinverðhækk- un harðlega mótmælt og þess getið að hækk- anir þær sem orðið hafa á benzinverði á undanförnum árum stafi aðallega af inn- lendum skattahækk- unum, en einungis litill hluti sé vegna erlendra verðhækkana. 68 krónur á 7 árum eða sjöföldun verðsins. Frá árinu 1970 hefur benzínlít- erinn þvi hækkaö um litlar 68 krdnur og hefur veröiö sjöfald- ast á þessum tíma. FIB hefur sundurliöaö þessa veröhækkun meö tilliti til af hverju hún stafar. Samkvæmt þe irri sundurliöun hafa erlendar verö- hækkanir og gengislækkun is- lenzku krónunnar orsakaö 18 krónu h'óekkun á útsöluveröi benzinlitra hérlendis. Allar inn- lendar kostnaöarhækkanir þ/r meö talinn launakostnaöur og annar dreifingakostnaöur hafa á þessum sjö árum valdiö hækk- un sem nemur 13 krónum á hvern Jitra. Hiö opinbera hefur aftur á móti seilst heldur dýpra i vasann og hefur á þessum sjö árum valdiö hækkun, sem nem- ur hvorki meira né minna en 37 krónum á hvern litra, sem er meira en helmingur þeirrar 68 króna hækkunar sem oröiö hefur frá árinu 1970. Hærri skattar en af annarrinauðsynjavöru. 1 frétt FIB kemur fram aö rikisvaldiö hefur um margra ára skeiö réttlætt auknar skatt- tekjur af benzinsölu meö yfir- lýsingum þess efnis aö stórátök væru framundan i vegagerö. Staöreyndin sé hins vegar sú aö litill hluti tekna rikissjóös af benzinsölu rennur til Vegasjóös oe fer hann stööugt minnkandi. 1 upplýsingum FIB kemur fram aö Vegagjald er markaöur tekjustofn Vegasjóöa. Ariö 1970 var vegagjald 47% af útsöluverö benzinlitra, en vegna þess að á siöustu árum hefur stööugt hærri hluti benzinskatts fariö til almennrar ráöstöfunar hjá rikissjóöi hefur þessi markaöi tekjustofn rýrnað allmikiö og er nú oröin innan viö 25% af útsölu- verði hvers benzinlitra. Verötollur, sem nemur 50% af innflutningsveröi er innheimtur af öllum benzíninnflutningi. Þetta er sérskattur á bifreiöa- eigendum, en leggst ekki á annaö eldsneyti svo sem flug- vélabenzin, þotueldsneyti, svartoliu og hitaorku til húsa- hitunar, sem eru sáralitiö toll- aöir. FIB krefst þess aö tolla- reglur bifreiöabenzins og ann- ar.ra orkugjafa veröi sam- ræmdar. Söluskattur sem innheimtur eraf benzingjaldi eftiraö öörum sérsköttum hefur veriö bætt við. Telur FIB aö söluskatturinn sé i sjálfu sér ekki véfengjanlegum en þær tekjur sem koma til af þviaö innheimturerskattur af öörum skatti séu óeölilegar og ættu þvi frekar aö renna i Vega- sjóö. Aörir tekjustofnar hins opin- bera af benzini eru leyfisgjald, vörugjald og landsútsvar og þrátt fyrir aö hér sé aöeins um 1.7% af útsöluveröi hvers ben- zinliters að ræöa voru heildar- tekjur ríkissjóös á siöasta ári af þessum tekjustofni rúmar 120 miiljónir króna. Félag islenzkra bifreiöaeig- enda mótmælir þvi að hlutfall tekna vegasjóös af heildartekju af benzinverði hafi rýrnaö verulega, eöa úr 70% i 43% frá árinu 1973-1976. 1 lokaorðum fréttar FIB er mótmælt harölega yfirvofandi benzinveröhækkunum, og þvi opinbera skattráni sem rikis- stjórnin fremur nú á bifreiöa- eigendum. Ennfremur krefst FÍB þess aö þær reglur sem gilda um ákvöröun benzinverös verði teknar til endurskoöunar og þaö ranglæti, sem nú rikir i þeim málum, upprætt. ES Pólýfónkórinn kominn frá Ítalíu „Móttökurnar með ólíkindum” - segir Ingólfur Guðbrandsson, sem sæmdur var riddaranafnbót ítalska lýðveldisins í ferðinni Pólýfónkórinn er kom- inn heim úr ítalíuferð sinni, eftir ,,stórkostlega hljómleikaför", eins og segir í frétt frá stjórn kórsins. Alls tóku 180 manns þátt i ferðinni, söngvarar og hljóðfæraleikarar og fluttu Messías eftir Handel, Gloria eftir Vi- valdi ásamt f iðlukonsert- inum og Magnificat eftir Bach. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir að kvöldi 25. júní í dómkirkjunni í Si- ena, að viðstöddum 2000 áheyrendum. Var kórn- um mjög vel tekið og hann beðinn að koma f Ijótt aftur. Tveimur dög- um siðar voru tónleikar í Flórens í Santa Groche kirkjunni, að viðstöddum 4000 áheyrendum, þar á meðal mörgu tónlistar- f ólki. Þar næst var sungið á tónlistarhátíð í Vicenza og Markúsarkirkjunni í Feneyjum, þar sem kór- inn hlaut frábærar mót- tökur. Eftir það var sung- ið á þrennum tónleikum í Lignano og Aquileia. — Móttökurnar sem viö feng- um voru meö ólikindum, sagöi Ingólfur Guöbrandsson, stjórn- andi Pólýfónkórsins á fundi með blaðamönnum i gær. — Ymsir af flytjendunum, og þar á meöal ég sjálfur, hafa sótt tónleika á ftaiiu, og það er óhætt aö segja aö það telst til stórviö- burða ef fólk lætur i ljósi slika hrifningu og þaö geröi á tónleik- um okkar. Mikið var skrifað um kórinn i itölsk blöö og fékk kórinn alls staöar mjög góöa dóma aö sögn Ingólfs. Gagnrýnendur höföu yfirleitt ekki mikið út á flutning- inn að setja og var gagnrýnin yfirleitt samfellt lof i öllum blööum. Meðal þess sem Ingólf- ur sagöi aö sagt heföi veriö i itölskum blöðum, og kæmi is- lenzkum gagnrýnendum kannski spánskt fyrir sjónir, var aö stjórnandinn kynni greinilega sitt fag, þvi kórnum heföi veriö stjórnaö mjög vel og kórinn væri þjálfaöur i ná- kvæmum vinnubrögöum. Einn- ig fengu einsöngvarar mikið lof, svo og hljóöfæraleikarar, sér- staklega systurnar. Rut og Maria Ingólfsdætur, og Lárus Sveinsson trompetleikari. — Ég kveið i upphafi svolitið fyrir að fara meö Messias út, þar sem verkið er svo langt. Þaö er nefnilega oft á tónleikum á Ný flugvélategund kynnt á Reykjavíkurflugvelli I gær gafst gestum kostur á aö kynna sér nýja flugvél af gerö- inni DASH 7Quiet Stol, sem hér var stödd á vegum kanadisku flugvélaverksmiöjanna De Hai- villand, sem meöal annarseru þekktar fyrir hinar ágætu Twin Otter skrúfuþotur. Flugvélin sem hér haföi viö- dvöl veröur aö teljast all merki- leg þar eö hún varfyrstaeintak- iö, sem verksmiöjurnar fram- leiddu og hóf hún sig til flugs i fyrsta skipti fyrir um tveimur árum. Siöan þá hafa verksmiðjurnar sifellt veriö aö endurbæta vélina og var hún sýnd ekki alls fyrir löngu á mikilli flugvélasýningu i Frakklandi. Siöan þeirri flugsýningu lauk hefur vélin veriö á sifelldu sýn- ingarferöalagi um Evrópu og héöan fer vélin til Grænlands. Á stuttum kynningarfundi, sem haldinn var áöur en gestum var boöiö i flugferö, kynntu for- svarsmenn verksmiöjunnar helztu kosti vélarinnar fram yf- ir aðrar flugvélar af sambæri- legri stærö. Meöal annars full- yrtu þeir aö þessi vél væri sú hljöðlátasta sem framleidd hefði veriö til þessa dags. Helztu kostir DASH 7, sem gera það aö verkum aö hún virðist henta einkar vel viö Is- lenzkar aöstæöur eru þó hve stutta flugbraut hún þarf til lendingar og flugtaks. Þá er vél- in einnig mjög sparneytin, þannig aö þrátt fyrir aö hún sé knúin tveimur hreyflum um- fram þá tvo sem prýöa Fokker Friendship skrúfuþotur Flug- leiöa, þá er benzineyösla þess- arar vélar litlu meiri. Svo haldið sé áfram aö tíunda kosti þessarar Kanadisku vélar þá má geta þess aö hún er gædd frábærri hæfni til lendinga i sterkum hliöarvindi. Siöast taldi eiginleikinn kom skýrt i ljós á Reykjavfkurflugvelli i gær þegar flugmenn vélarinnar léku þaö hvaö eftir annaö aö fljúga henni til lendingar i sterkum hliöarvindi og stöðva hana síöan nánast á punktinum. — GEK Italiu og fólk er búiö aö fá nóg i hléinu og helmingur áheyrenda fer heim. En viö sáum ekki bet- ur en allir sætu út tónleikana okkar og oftast mikiö lengur. A þessa leiö sagði Ingólfur um tónleika kórsins á tónlistarhá- tiðinni I Licenza. I lokahófi Pólýfónkórsins i Lignano var Ingólfur sæmdur riddarakrossi og nafnbót hins ítalska lýðveldis, „fyrir tviþætt starf hans i þágu lista- og feröa- mála, Italiu til heilla”. Ferðin til ítaliu var aö vonum mjög dýr, og gizkaöi Ingólfur á aö eftir feröina skuldaöi kórinn á milli 5 og 6 milljónir. Aö sögn kórstjórnarinnar má rekja þaö aö mestu til þess að aðsóknin aö siöustu tónleikum kórsins hér heima brást. Heföi oröiö hús- fyllir I þau tvö skipti sem kórinn söng áöur en hann hélt út, heföi það farið langt meö aö jafna þá upphæð sem hann skuldar núna, en miðarnir á þá tónleika kost- uöu tvö og þrjú þúsund krónur. Þó sagöist stjórnin þakklát fyrir þær undirtektir sem kórinn fékk hér heima. Um áframhald á starfsemi Pólýfónkórsins, kvaö stjórnin allt óákveðiö ennþá, þar sem ekki væru alveg allir kórmeö- limir komnir heim aftur, og máliö þvi ekki verið rætt. Ing- ólfur Guöbrandsson hefur sem kunnugt er lýst þvi yfir aö hann væri hættur stjórn kórsins, eftir þessa utanför. Þessa dagana gefst fólki kost- ur á aö skoöa myndir úr Italiu- feröinni og umsagnir um kórinn úr itölskum blöðum. Sýningin er i skrifstofu Útsýnar og er öllum heimill aögangur á venjulegum skrifstofutima. — AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.