Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 1
Sjöstjarnan í Keflavík: Lokar í mánud — medan undirbúin er síldarfrysting — Nei, nei, við erum ekki að loka um alla framtlð eða hætta rekstri algerlega. Ég geri ráð fyrir að Pólstjarnan fari á síld I haust, hún er með sildveiðileyfi. Sú sild yrði fryst hér hjá okkur i Sjöstjörnunni. Auk þess erum við búnir að tryggja okkur sild frá öðrum bát, þannig að ef allt fer að óskum þá ættum viö að geta fengið um sjö hundruð tonn af síld til frystingar i haust, sagði Einar Kristinsson framkvæmdastjóri Sjöstjörn- unnar i Keflavik, þegar blaðið hafði samband við hann i gær vegna frétta um að fyrirtækið væri að hætta störfum. — En þiö hafið veriö aö selja skip undanfariö, er þaö gert til aö grynna á skuldum? — Já, það er rétt, við erum búnir að selja Hilmi til Vestmannaeyja og um miðjan næsta mánuð gerum við ráð fyrir að afhenda Dagstjörnuna, kaupendum, Miðnesi hf. i Sand- gerði. Þessar bátasölur eru til að létta á okkur, þvi að vaxta- byrði fyrirtækisins var geysil. mikil. Vextirnir hafa verið aö hækka, en fyrirtækið er það ungt að þessar ráðstafanir voru nauðsynlegar. Viö höfum haft einn togara ásamt bátum, en hefðum þurft annan togara auk rekstrargrundvallar, til þess að geta starfað. En eftir 1. júli er ekki rekstrargrundvöllur fyrir frystihúsin á landinu. Hinir landshlutarnir standa að visu betur heldur en við hér á Reykjanesinu, þar sem við höf- um búið við minnkandi afla með hverju ári og meira að segja er saltfiskurinn hættur að bera sig, sem þó hélt okkur hérna á svæðinu uppi lengi vel. Framhald á bls. 10 Vín er gömiil og íhaldssöm borg Ólöf Harðardóttir söngkona er nýlega komin heim eftir árs- dvöl i Vinarborg, þar sem hún lagði stund á söngnám. í blaðinu i dag er ýtarlegt viðtal við Ólöfu, þar sem hún segir frá dvöl sinni i þessari háborg tón- menntarinnar, námi sinu og framtiðar- áætlunum. Sjá opnu Gengisfelling — Aróður eóa nauðsyn?: Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum nú upp á siðkastið að hraöfrystihúsa- eigendur á Reykjanesi hafa kveinkað sér ákaflega undan rekstrarerfiðleikum og bent á aö þeir sitji ekki viö sama borð og frystihúsaeigendur vlöa annars staðár á landinu. Svo langt hefur þetta gengið að eitt hraðfrystihús, Sjöstjarnan i Njarövlk, sem á siöasta ári var afkastamesta frystihús á Suður- nesjum, hættir fiskvinnslu i dag. Meöal forráðamanna fryst- húsa á Suðurnesjum hefur Kom- ið upp sú hugmynd aö ekki sé annað ráð vænna en aö fella gengiö. Eftir fund alþingis- manna kjördæmisins með hrað- frystihúseigendum sagði Jón Skaftason alþingismaöur, að ekki væri unnt að skilja yfirlýs- ingar frystihúsaeigenda á ann- an hátt en þar væri fariö fram á gengisfellingu. Og það er ekkert smáræði, sem um er að ræöa. Frystihúsaeigendur hafa sagt að bandarikjadollar þyrfti að fara i sem næst 230 krónur, en þaö svarar um 16% gengisfell- ingu. Af þessu tilefni hafði Alþýöu- blaöið samband við forráða- menn aöila vinnumarkaöarins og fulltrúa Landssambands lslenzkra Utvegsmanna og innti þá um álit á hugmyndum hraö- frystihúsaeigenda. Björn Jónsson, ASÍ: Verkalýðshreyfing. in almennt á móti gengisfellingum — og telur þær leiða til aukinnar verdbólgu Blaöið hafði samband viö Björn Jónsson forseta ASl. Hver er afstaða Alþýöusam- bands islands til hugmynda sem komiö hafa frá eigendum hraö- frystihúsa um gengisfellingu? Það er nú litið um það að segja, við höfum ekki mótað neina afstöðu I þessu máli. Viö viljum biöa og sjá hverjar verða niöurstöður könnunar þeirrar sem nú er unnið að á málinu. Hins vegar sýnist mér persónu- lega að þetta komi afskaplega einkennilega fyrir sjónir þar eð engar forsendur hafa breytzt frá þvi að kjarasamningarnir voru undirritaðir. En við teljum sem sagt eðlilegt að biöa og sjá hvað kemur út úr þeirri könnun sem nú fer fram. Ef gripiö veröur til verulegrar gengisfeilingar er þá hugsan- legt aö samningnum veröi rift á forsendu ákvæöis i samningun- um sem kveöur á um aö deilu- aöilum sé þaö heimilt veröi verulegar gengisbreytingar á samningstimanum? Eins og oftast áður er ákvæöi i nýju samningunum sem veitir okkur rétt til uppsagnar ef veru- leg gengisbreyting verður á samningstimanum. Hins vegar er óvlst hver áhrif slikrar breyt- ingar yrðu ef ekki væri hróflaö viö verðlagsbótafyrirkomulag- inu, sem ætlað er til að tryggja kaupmátt launa og samkvæmt þvi myndu laun hækka sjálf- krafa við gengisfellingu. Ef á hinn bóginn yrði gripiö til einhverra hliðarráðstafanna, svo sem að fara i kring um verð- lagsbótafyrirkomulagið yrði þetta litiö öörum og mun alvar- legri augum. Við teljum máliö sem sagt ekki á þvi stigi að timi sé kom- inn til að taka afstöðu til þess, en þess er vert að geta að verka- lýðshreyfingin er almennt mjög á móti gengisfellingum og telur þær leiða til aukinnar verö- bólgu. ES. Alþýðublaðið haföi samband við skrifstofu Landssambands islenzkra útvegsmanna og ræddi við Agúst Einarsson. Hefur Landssamband fs- Jón H. Bergs: Aðrar leiðir en gengisfelling eru færar Blaðið ræddi við Jón H. Bergs, sem var formaður samninga- nefndar atvinnurekenda f sið- ustu kjarasamningum. Hver er afstaða Vinnuveit- endasambandsins til þeirra hugmynda ákveöinna einstakl- inga úr rööum hraöfrystihúsa- eigenda um gengisfellingu? Við höfum ekki tekið neina af- stöðu f þvi máli. Það er ljóst að vandamál atvinnurekstrarins i landinu eru misstór, eftir þvi hverjar aðstæður eru fyrir hendi. Þaö hefði ekki tekið okk- ur svona langan tima aö ganga frá samningum isumar ef menn heföu ekki almennt gert sér grein fyrir þvi, meðal atvinnu- rekenda, hvað þetta gæti haft mikla erfiðleika i för með sér. Má þá lita svo á aö atvinnu- rekendur hafi gert sér grein fyr- ir hvert stefndi þegar samning- arnir voru undirritaöir? Viö höfum marg varað við þvi að svo miklar stökkbreytingar eins og fólust i þessum kjara- samningum væru umfram getu atvinnurekstrarins, og það held ég aö mönnum hafi almennt veriö ljóst. Nú eru ákvæði i samningi aö- ila vinnumarkaðarins þess efnis aö Alþýöusambandiö geti sagt samningunum upp ef gripiö veröur til róttækra gengisbreyt- inga. Má ekkilita svo á aö hér sé ákveöin hópur innan Vinnuveit- endasambandsins aö fara fram á aö forsendum samninganna veröi rift? Agúst Einarsson, hjá LÍÚ: Gengislækkun án fiskverðshækkunar neikvæð fyrir sjávarútveginn lenzkra útvegsmanna mótaö einhverja afstööu til hugmynda um gengisfellingu sem komiö hafa frá einstökum hraöfrysti- húsaeigendum? Landssambandið hefur ekki mótað neina afstöðu i þvi máli. En þess er hins vegar rétt að geta aö gagnvart útgerðinni hefur gegngisfelling sem gerð væri án þess að til kæmi sam- svarandi fiskverðshækkun mjög' mikla erfiðleika I för með sér. Þetta stafar af þvi að mjög mik- iðaf aðföngum útgerðarinnar er háð erlendu gengi, til dæmis olia og veiðarfæri, mikið af við- haldskostnaði og svo mætti lengi telja. Nú þegar gripiö hef- ur verið til gengisfellinga hing- að til hefur fiskverðshækkun á- vallt fylgt i kjölfarið. Ef fisk- veröshækkun fylgdi ekki i kjöl- far gengisfellingar myndi það hafa mjög neikvæð áhrif fyrir útgerðina. — ES Þessar hugmyndir um geng- isfellingu eru bara komnar frá einhverjum einstaklingum, ég hef ekki oröið var viö aö nein samtök hafi sett fram neinar kröfur um þetta atriði. Það er ekki um það aö ræða aö nein slfk krafa hafi komið frá Vinnuveit- endasambandinu. Við teljum hugsanlegt að gripa til ýmissa annarra ráöstafana en gengis- fellingar. — ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.