Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 9
sssr Föstudagur 19. ágúst 1977 ... TIL KVÖLDS 9 SEK EÐA SAKLAUS? eftir: D.Y.Cameron — Er hann kominn? — Ekki ennþá, en hann er á leiðinni! Hann býr á Feathers. — Hefur hann áhuga á frimerkjum? — Það veit ég ekki. — Dick er frimerkjasafnari, sagði Gavin frændi til útskýr- ingar, og spurði svo glaðlega: — Hver er Jack Millar? — Hann... hann er vinur Katys Lights. — Hvernig þekkir þú hann? Corinne kannaðist strax við „lögregluþjóns” tóninn. Þetta var nú lika starf Gavins. — Ég var af tilviljun i Blenheim Cottage, þegar hann hringdi þangað. Hún horfði á Dick Ellingham, þegar hún svaraði og hann sló glettnislega á heröarnar á Gavin frænda. — Alltaf aö leita að afbrota- mönnum, sagði hann. — Ég hefði nú haldið, að það þyrfti að búa þá til á svona friðsælum stað! — Æ, ég veit ekki, svaraði Gavin frændi. — Ég get alltaf flett upp í skjalasafninu okkar. Corinne og Tim gengu hlæjandi til hæðarinnar. Sólin var lágt á himni og varpaði rauðum, gulln- um og bleikum bjarma á skýin. — Hér hlýtur öllum ókunnug- um að þykja fallegt! sagði Tim. — Já! — Undarlegt, að hann minnist á Jack Millar. — Af þvi að þú ert lika að hugsa um hann? spurði hún. — Já, það er eitthvert undar- legt hlutverk, sem sá náungi leik- ur i lifi Katys. — Já... — Hvers vegna heldurðu, að hún sé hrædd við hann? Corinne óskaði, að hún vissi það. — Sagði hann eitthvað? Útvarp Föstudagur 19. ágúst. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnannakl. Sigurðardóttir les _ söguna „Komdu aftur, Jenný litla” eftir Margaretu Strömsted (4!þ Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Jörg Demus leikur á pianó Partiu nr. 4 i D-dúr eftir Bach / Loránt Kováks og Fil- harmóniusveitin i Györ leika Flautukonsert i D-dúr eftir Michael Haydn, János Sándor stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Föndrararnir” eftir Leif Panduro örn Ólafsson les þýðingu sina (10). 15.00 Miðdegistónleikar Filharmóniusveitin i Berlin leikur „Ugluspegil”, sinfóniskt ljóð eftir Richard Strauss, Karl Böhm stjórnar. Kornél Zemplini og Ungverska rikis- hljómsveitin leika Tilbrigöi um barnalag op. 25 fyrir pianó og hljómsveit eftir Ernö Dohnányi, György Lehel stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tiikynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjórtán ár i Kina” Helgi Eliasson bankaútibússtjóri les úr bók Oiafs Ólafssonar kristniboöa (3) 17.50 Tónleikar. Tilkynninar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fre'ttaauki. Tilkynningar. 19.35 Byrgjum brunninn Regina Höskuldsdóttir sérkennari tal- ar um slysahættu i heimahús- um. 20.00 Marcelle Mercenier leikur á pianó tónlist eftir belgiska tónskáldið Joseph Jongen. 20.30 Noregsspjall Ingólfur Margeirsson talar um Suðurland Norömanna. 21.00 Julian Bream og John Williams leika á gitara verk eftir Ferdinando Carulli, Enrique Granados,- Mauro Giuliani og Isaac Albeniz. 21.30 tltvarpssaga n : „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö. Þýðandinn, Einar Bragi, les (22). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðna- son les (32). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Föstudagur 19. ágúst1977 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Konungur sjófuglanna Breskheimildamynd um alba- trosinn. Vænghaf þessa tignar- lega fugls verður allt að fjórum metrum, og hann getur náð 80 ára aldri. Þýðandi og þulur Ell- ert Sigurbjörnsson. 20.55 Reykjavik og byggðastefn- an. Umræðuþáttur. Þátttak- endur: Borgarfulltrúarnir Al- bert Guðmundsson og Kristján Benediktsson, Bjarni Einars- son framkvæmdastjóri, Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur og Ólafur Ragnar Grimsson prófessor. Stjórnandi Bergur Guðnason lögfræðing- ur. 21.45 Otlaginn Bandarisk sjón- varpskvikmynd frá árinu 1975, byggð á sögu eftir Edward Everett Hale. Leikstjóri Del- bert Mann. Aöalhlutverk Cliff Robertson, Robert Ryan, Beau Bridges, Walter Abel og Peter Strauss. Myndin hefst i upphafi nitjándu aldar. Herréttur i Bandarikjunum dæmir ungan liðsforingja til ævilangrar út- legðar. Það sem eftir er ævinn- ar á hann að vera á herskipum, og skipsfélagar hans mega ekki segja honum tiðindi aö heiman. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.00 Dagskráriok — Nei, ekki beint... hann minntist eitthvað á eyðslusemi hennar. — En þú þekkir hana sjálf! Hvað finnst þér? — Ég þekki hana alls ekki svo vel. Við vinnum bara saman. — Er einhver ráðin þangað án fyrsta fiokks meðmæla? — Það er kannski hægt að sleppa þangað inn samteða bara falsa meðmælin. — Mérfinnstilla gertaf honum að segja þér frá þessum grunsemdum sinum... hann virð- ist ekki beint trygglvndur. — Ég hef ekkihitt hann, eins og þú veizt, og það er ekki hægt aö dæma mann, sem maður hefur aðeins talað við i sima... eða ég get það ekki. — Nei.nei... Tim hrukkaði enn- ið og horfði á sólarlagið — Það getur verið meira á bak við þetta, en við vitum Corinne. Kannski hefur náunginn eitthvert tangarhald á henni. — Ég er farin að halda það lika. Þau gengu áfram þegjandi um stund, en svo sagði Tim: — Ég hef áhyggjur út af fimmpunda seðlinum. Hvað heldurðu, að sá þjófnaður hafi átt að þýða? — Ég er viss um, að þjófurinn brauzt ekki inn til að stefla fimm pundum frá henni. Hann hefur veriö að leita að einhverju. — Já, og þar sem engin um- merki sáust um leitina liggur i augum uppi að álykta, að hann hafi fundið það, sem hann var að leita að. Corinne kinkaði kolli. — En hvers vegna tók hann fimm punda seðilinn og skildi töskuna eftir? — Vegna þess að hann leitaði meöal annars i töskunni, sá pen- ingana og stal þeim. Hann lifir sjálfsagt á innbrotum, svo að hann stóðs ekki aurana. — Það má vera, en við erum engu nærsamt. Heldurðu ekki, að slys Katys hafi komið sér illa fyrir einhvern? — Það litur út fyrir það, en ég held, að við eigum eftir að komast aö ýmsu fleira, og að það verði, þegar Jack Millar kemur loksins. Svo minntist hún þess, að hann hafði óskað eftir að búa heima hjá Katy og sagði Tim frá þvi. — Ég sagði, að það væri ekki hægt. — Gott, sagði Tim, sem enn hrukkaði ennið. — Það virðast vera tvenn spor i þessu máli. Það litur út fyrir að einhver sé.. eða hafi verið... aö leita að einhverju heima hjá Katy. Og svo er það þessi Jack Millar, sem hefur eitt- hvað tangarhald á henni, en það bendir aftur til þess, að eitthvað sé athugavert við hana. — Það geta verið tengsl milli þessa tvenns! — Ætliokkur hafi yfirsést? hélt Tim áfram og lét sem hann heyrði ekki i henni. — Það þekkir enginn Dick Ellingham. Corinne kinkaði kolli... Tim hafði sagt upphátt það, sem henni bjó i brjósti. — Já, og hann er i fríi... — Svo segir hann. Mér datt þetta nú I hug, en... Sólin var alveg að setjast, og himinn og haf ljómuðu i litadýrð. — Við skulum horfa á sólarlag- ið! Tim tók undir handlegg Corinne og þau stóðu og horfðu þögul á sólina setjast, en sifellt voru fleiri og fleiri litbrigði. — Ég verð að koma mér heim, sagði Corinne og var eitthvað svo óróleg, þviaðþað fórekki hjá þvi, að hUn fyndi, að þau Tim löðuðust hvort að öðru. HUn gekk hraðstig heim á leið og þaö var litið færi á að ræða meira saman. Þaö var heldur ekkert um Katy að segja lengur. Þau urðu að biða. Henni fannst ósjálfrátt, að hUn yrði að umgangast Tim sem minnst á meðan. — Ég hringi, ef eitthvaö breyt- ist, sagði hUn og veifaöi til hans i kveðjuskyni. Skömmu seinna fór hUn aftur út,of eyrðarlaus til að vera inni, og gekk fram hjá Blenheim Cott- age. Hún nam staðar á ströndinni og horfði á flóðið. Hún hugsaði um Tim og hjarta hennar sló hraðar vegna þess, að hann hafði vakið tilfinningar hennar þetta kvöld. HUn horfði yfirhafiðmeðþrá i augum. Henni gat þótt svo vænt um Tim. Hún stóð þar lengi, en svo kerrti hún hnakkann og andaði að sér sjávarloftinu og hugsaði um Harold, þegar hún sá ljósin á ein- um vélbátnum. Þeir Alec voru ekki á veiðum i kvöld, og hún þurfti að minna sjálfa sig á, aö Harold væri hluti af lifi sinu, þegar hún gekk heimleiðis... SJÓNVARP Engar fréttir að heiman það sem eftir er ævinnar — nýleg bíómynd á skjánum í kvöld Bíómynd kvöldsins er bandarísk frá árinu 1975 byggð á sögu eftir Edward Everett Hale. Það heyrir til undantekn- inga að sýndar séu bió- myndir um helgar, yngri en þritugar, en þessi er sem sagtall nýleg eða frá árinu 1975. Aðalleikarar í mynd- inni eru Cliff Robertson, Robert Ryan, Beau Bridges, Walter Abel og Peter Strauss en leik- stjóri er Delbert Mann. Myndin segir frá ung- um liðsforingja sem dæmdur er til ævilangrar útlegðar. Hann á að vera það sem hann á eftir ólif- að á herskipum, en má engar fréttir hafa af heimabyggð sinni, þvf skipsfélagar hans mega ekkert segja honum þaðan. (Það eina sem við þurfum ,að gera, er að f inna nokkur þúsund í viðbót, vef ja þau saman.... Bera leðju á stæðið, blanda leðjunni og stránum samanog láta það standa í 1-2 mánuði_________ Reynum að \ finna fuglahús!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.