Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 19. ágúst 1977 Aiaöiö alþýðu' Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent tif. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. . Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i lausasölu. AÐ TREYSTA FÓLKI íöavangi Bfncdiki Sú kenning hefur verið sett fram í Alþýðublað- inu, að þeim mun óháðari sem fjölmiðlar séu f lokkavaldinu, þeim mun betri séu þeir. Undir þá kenningu hafa neytendur raunar tekið mjög ein- dregið, með því að halla sér meira að flokksóháð- um f jölmiðlum og minna að auvirðilegu flokka- þrasi. Þessu veldur ekki heimska neytenda eða lágkúra. Þessu veldur að t vaxandi mæli sér fólk í gegn um fingur sér við blekkingar pólitískra samtaka, sem eru bornar á borð fyrir það í nafni hlutlausrar frétta- mennsku. Við islenzkar aðstæður er það takmark í sjálfu sér, að pólitísk samtök, pólitískir flokkar, starfi fyrir opnum tjöldum. Fólk hefur réttilega haft ástæðu til að tortryggja pólitísku flokkana vegna óeðlilegra fjármálaum- svifa, brasks, banka- leyndar, f yrirgreiðslna af öllu tagi þar sem jafn- vel landslög eru virt að vettugi. Fólk hefur haft ástæðu til þess að tor- tryggja flokkana vegna þess hve ákvarðanataka þar er þröng og raun- verulegt lýðræði lítið. I þessum efnum hefur Alþýðuf lokkurinn þegar stigið mikilvæg spor í þá átt að svara kalli tím- anna. Benedikt Gröndal gerði á síðasta flokks- þingi flokksins grein fyr- ir fjármálum flokksins. Alþýðuf lokkurinn hefur lögbundið opið prófkjör til þess að velja fram- bjóðendur í kosningum. Stjórnmálaf lokkar eiga daginn þvælast flokks- þrasararnir fyrir fram- förum. Það er sorgleg staðreynd, en dæmin tala. Sá nafnlausi morgun- blaðsalfreð, sem þar rit- ar Staksteina, gerir þeim, sem starfa fyrir opnum tjöldum og ekki í skúma- skotum, upp annarlegar hvatir og óheilindi dag eftir dag. Þórarinn Þór- arinsson líkir gagnrýn- endum flokkakerfis við nasista. En lengra gekk og lægra lagðist þó Þjóð- viljinn í sóðadálki sínum, Klippt og skorið, í gær en nokkur flokkssnepill hef- ur gert um langa hríð. Al- þýðublaðið blandar sér ekki í þau skrif að öðru leyti en því að skora á fólk að kynna sér þau til fulltingis fyrri hugleið- ingum blaðsins um lág- kúru. Stjórnmálaf lokkar eiga að vera undirstaða heil- brigðrar landsstjórnar. Heilbrigð landsstjórn er hins vegar ekki fyrir hendi í landinu. Beinast liggur við að álykta að stjórnmálaf lokkarnir hafi brugðizf, þeir séu óravegu frá þorra þess fólks sem i þessu landi lifir. Staksteinar, víði- vangur og klippt og skorið fjalla ekki um áhugamál þess f ólks, sem hrærist og starfar i þessu landi. Slíkt þras er einasta hluti af gamaldags sálarlífi, sem er að ganga sér til húðar. Það sem koma skal er minni leynd, minna af skúmaskotum, minna brask, meira lýðræði, al- mennari þátttaka fólks- ins sjálfs í þeim ákvörð- unum sem máli skipta. Og þetta er að gerast. — VG að starfa fyrir opnum tjöldum. Fjármálaum- svif þeirra, eignamál og annað þvíumlikt á að vera hverjum aðgengi- legt, sem um slíkt vill vita. Það er einasta tryggingin fyrir heiðar- þátt í ákvörðun. Innri mál stjórnmálasamtaka á ekki að af greiða í skúma- skotum, ákvarðanir sem máli skipta á ekki að taka á fámennum klíkufund- um. Fólkið í landinu hef- ur þegar fengið nóg af stæður: Hann hefur opn- að sjálfan sig svo ræki- lega að raunverulegur vilji meirihluta getur brotizt þar f ram eðlilegar og áþreifanlegar en í nokkrum öðum stjórn- málasamtökum íslenzk- legu starfi, eins og æ fleira fólkr verður æ Ijós- ara. Ágreiningur um menn og málefni á að fara fram fyrir opnum tjöldum, og þar eiga allir þeir, sem ekki eru bein- línis flokksbundnir ann- ars staðar, að geta tekið skúmaskotapólitíkinni, enda blasir árangur hennar hvarvetna við. Það er í sjálf u sér óvið- komandi allri hugmynda- fræði og öllum hagsmun- um, en Alþýðuf lokkurinn hefur gert það eitt sem rétt var við íslenzkar að- um. Það er þó einasta fyrsta skref iðaf mörgum sem stíga þarf. Ef hér væri meira af flokksóháðum fjölmiðl- um, og minna af flokks- þrösurum, þá væru slik umbótaskrif auðgengnari en ella. En eins og fyrri OB YMSUM ATTUM Brögð í samninga taflinu? 1 viðtali við Dagblaðið i fyrra- dag, segir Arni Benediktsson, framkvæmdastjóri Kirkjusands h/f að i venjulegu þjóðfélagi myndu afleiðingar kjarasamn- inganna, sem gerðir voru i júni siðastliðnum, ekki þýða annað en samdrátt og atvinnuleysi. En það var annað sem Árni lét frá sér fara sem vakti öllu meiri undrun og athygli manna og þaö var að flestir þeir sem að samn- ingunum stóðu hafi treyst á að þeir yrðu ógiltir i raun. Verður ekki annað sagt en hér sé stórt upp i sig tekið. Ekki þurfti lengi að biða eftir harkalegum viðbrögðum við orðum Árna Benediktssonar. f sama blaði daginn eftir segir Björn Jónsson, forseti ASt, að öllu ósvifnari fullyrðingu hafi hann ekki heyrt og segist varla eiga orð til að lýsa þeim hugs- anagangi sem að baki liggi. Vist er hér um alvarlegar ásakanir aö ræða af hálfu Arna. Hann fullyrðir að þeir sem að samningunum stóðu hafi vfsvit- andi logið að umbjóðendum sin- um og verið þess fullvissir að sú kjarabót sem náðist mundi fljótlega mást út. Viðbrögð Björns Jónssonar eru þvi harla eðlileg. En orð Arna Benedikts- sonar i Dagblaðinu eru ef til vill ekki nægileg skýr. Hugsanlegt er að hann hafi einungis átt við sina eigin umboðsmenn, samn- ingamenn atvinnurekenda. Að minnsta kosti ætti hann að þekkja betur hugsanaganginn i þeim herbúðum. bvi væri e.t.v. ekki úr vegi að forráðamenn Vinnuveitendasambandsins létu i ljós álit sitt á ummælum Árna Benediktssonar. ES „Osvffín fullyrðing" —segir Björn Jónsson forseti ASÍ ,,£g hef varla heyrt öllu ösvífnari fullyrðingu og á varla orð til að lýsa vanþóknun minni á slikum ummæium og þeim hugsanagangi sem að baki þeim liggur," sagði Björn Jónsson forseti Alþýðusambands Islands i viðtali við DB í gær. Orð þessi viðhafði hann vegna ummæla Arna Benediktssonar forstjóra Kirkjusands hf. um afstöðu samningamanna í júlísamning- unum. Kom þetta fram i viðtali Arna við DB í gær og var þannig: „Kg tel þó víst að flestir þeir sem að samningunum um launin stóðu þá hafi treyst á að samningarnir yrðu meira og minna ógiltir í raun." „Við fulltrúar launþega töld- um okkur vera að semja um launakjörin við nokkurn veg- inn heiðarlega menn og vorum að sjálfsögðu f góðri trú um að verið væri að gera raunveru- lega samninga sem tryggja mundu umbjóðendum okkar raunverulegar kjarabætur," sagði Björn Jónsson. Hann benti á að útreikningar Þjóðhagsstofnunar hefðu sýnt fram á getu atvinnuveganna til að bera umsamdar kjarabætur í það minnsta þetta ár. Hins vegar hefðu verið deildar meiningar um framtfðina eins og eðlilegt væri. „Eg tel þess vegna afskap- lega furðulegt að fara allt i einu að rjúka í að fullyrða núna að allt sé að fara í kaldakol f at- vinnurekstrinum," sagði Björn ennfremur. Um afkomu sjávarútvegs sagði hann að ekki væri hans að svara um en hann cfaðist aftur á móti ekki um að sjávar- útvegur á Suðurnesjum stæði verr heldur en annars staðar á landinu. „Þetta er ekki nein ný bóla og hefur raunar verið augijóst mál undanfarin ár,“ sagði forseti ASl. Gengislækkunarkröfu for- ráðamanna sjávarútvegs sagðist Björn Jónsson telja vafasama, ekki sfzt fyrir sjávar- útveginn sjáifan. „Ég veit ekki betur en að mjög margir kostnaðarþættir við útgerð og fiskvinnslu séu af er- lendum toga að miklu leyti.auk þess sem flest lán eru gengis- tryggð. Gengisfelling er þvf engir. lausn fyrir sjávarútveg, f það minnsta ekki til langs tfma séð." ÓG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.