Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 7
6 Föstudagur 19. ágúst 1977 niaAiö blaSuS*' Föstudagur 19. ágúst 1977 7 Ólöf Harðardóttir söngkona, er nýlega komin heim eftir árs- dvöl i Vin i Austurriki, þar sem hún lagði stund á söngnám. Ekki er mjög langt siðan Ólöf hóf að koma fram opinberlega, og þvi engan veginn vist að landsmenn allir þekki deili á henni. Hún útskrifaðist úr Tónlistarskóla Kópa- vogs vorið 1973, eftir að hafa stundað söngnám hjá Elisabetu Erlingsdóttur, frá 19 ára aldri. Hún hefur sungið viða siðan, með- al annars komið fram bæði i útvarpi og sjón- varpi, og sungið með Sinfóniuhljómsveit ís- lands, svo eitthvað sé nefnt. Ólöf er kennari við Söngskólann i Reykjavik, enfékk árs- leyfi frá störfum, til að fara út til Austurrikis. Nýlega kom hún fram i sjónvarpi, ásamt fleiri kennurum skólans, i óperunni Mál fyrir dómi, en þar söng Ólöf eitt aðalhlutverkið. Okkur tókst að fá Ólöfu til að fórna svo- litlu _af tima sinum fyrir okkur, og byrjuð- um á þvi að spyrja hana út i námið i Vin. — Byrjunin var að ég fór i fyrra á fimm vikna námskeið sem haldið var á vegum Kammeróperunnar i Vfnar- borg. Námskeiðið var auglýst hérheimai fyrraveturog ég var sú eina sem sótti um og fékk ég 50 þúsund króna styrk frá Menntamálaráðuneytinu til far- arinnar. Ég sótti söngtima hjá itölskum ópersöngvara1, Renato Capecchi, en auk þess lærðum við að vinna á sviði. Við unnum að uppsetningu óperunnar Rak- arinn i Sveilla, eftir Paesiello, og mér var falið að syngja eina kvenhlutverkið i óperunni, Rosinu. Við æfðum þetta verk upp, en sýndum það aldrei, þvi þetta var gert meira til aö við fengjum að fylgjast með, það voru siðan aðrir söngkraftar sem fluttu óperuna á sviði. Það kom reyndar til greina að gefa okkur tækifæri á að sýna hana, en ég gaf ekki kost á mer í það. Eftir fimm vikur komstu sfð- an heim? — Ég kom heim, og fór aftur út til Vin i lok ágúst, þar sem ég þurfti að taka inntökupróf i Tón- listarháskólann. Þegar ég fór út, setti ég markið hátt, og ákvað að ég skyldi komast inn i þrjár deildir, söngtæknideild ljóða-óratóriudeild og óperu- deild. Til að komast inn I allar þessar deildir, varð ég að kom- ast á 6. ár. Ég tók þvi söngpróf og það var mikill spenningur að vita hvort ég hefði staðizt próf- ið. Og ég komst inn, sem betur fer, þviannarshefðimérfundizt allt unnið fyrir gig. Ef ég hefði verið sett á 5. ár, eöa jafnvel lægra, hefði ég aðeins getað stundað söngtima og nokkur aukafög.og þá hefði mérfundizt ég hafa farið til einskis. Þú hefur haftnóg að gera, að stunda nám i þremur deildum. — Já, þetta þýddi, að ég varð að halda mér við efníð, frá klukkan niu á morgnana til klukkan fimm á daginn. En ég vissi, að i upphafi var aöeins Held aðaimenningur sé loks aökveikja á perunni... „Hann á alveg heiminginn i öllu sem ég hef gert hingaö til”. gert ráð fyrir að ég yrði eitt ár, svo að ég hafði ekki ótakmark- aðan tima. Og til þess var leik- urinn gerður, að hafa sem mest út úr þessu, og ég er bara ánægð með árangurinn, þannig séð. Kunnirðu vel við þig i Vin? — Já, mér likaði vel, þó það væri reyndar eitt og annað sem ég ekki felldi mig við. Vin er ákaflega gömul og ihaldssöm borg, og það er eins og hún hafi ekki fylgt timanum. Það er ein- hvern veginn eins og fólk lifi i þvi að þarna var einu sinni há- menning tónlistarinnar. Borgin varmiðpunktur alls tónlistarlifs á sinum tima, en henni hefur farið aftur, það er eins og hún hafi staðnað og ekki þróast með öðrum borgum. Þaö er sérstakt andrúmsloft þarna, og það eittað geta gengiö um og sagt, þarna var Bach eða þarna var Beethoven, er vissu- lega merkilegt út af fyrir sig. VinarbUar lifa og hrærast i þessu. Þeir segja einfaldlega, Við einir getum þetta eða hitt. Útlendingunum sem stunda nám i Vin er vel tekið, en það er sagt við þá eitlhvað á þá leið: Jú, þig getið komið hingað og lært, en þið verðið aldrei eins góðir og við, af þvi að þiö eruð ‘ekki fæddir og uppaldir hérna. Þeir gera sem sagt mjög mikið úr þvi hvað borgin var fræg og mikilvæg á sinum tima, og vissulega hefur maður gott af þvi að kynnast þessu andrúms- lofti. Þú hefur kynnst mörgu tón- iistarfólki meðan þú varst þarna? Já, Vin er ennþá miðdepillinn i Evrópu aö vissu marki. Þarna kemur tónlistarfólk hvaðanæva að úr heiminum og heldur tón- leika, ogþað er óskaplega mikið framboð af tónleikum. Maður hafði tækifæri til að kynnast óskaplega mörgu og hlusta á marga beztu tónlistarmennina. En borgin er eftir sem áður mjög ihaldssom og það á viö um skólana lika. Þeir eru mun ihaldssamari en venjan er um skóla i dag almennt. . Er dýrt að lifa I Vin? — HUsaleiga er eiginlega ná- kvæmlega jafnmikil og hér heima, nema hvað húsnæði Uti er miklum mun lélegra en hér. 011 hUsin eru mjög gömul, þaö hefur litið sem ekkert veriö byggt nýtt. Allar heimilisað- ljóða- og óratóriudeildinni, og þá yrði auðvitaö minna úr hinu. En ég vil frekar dreifa tima og kröftum i þetta allt jafnt. Hvað tekur þá við hér heima, ef þú ferö ekki út? — Ég myndi alltaf geta haldi áfram aö kenna, og svo eru nú alltaf tónleikar hér, sem útaf fyrir sig er spennandi að taka þátt i. Þú ert þá ekkert að hugsa um að fara út og reyna fyrir þér þar? Hef ekki löngun til að starfa lengi erlendis segir Ólöf Harðardóttir söngkona, sem nýkomin er heim frá námi í Vínarborg stæður voru lika allt aðrar en við Sttum að venjast héðan að heiman, til dæmis þurftum við að hita vatnið upp með gasi, notast við kolaeldavél og fleira i þeim dúr. En við vorum heppin. Við fesigum á leigu litið tveggja her- bergja hús, sem við bjuggum siðan út meðf eldunaraðstöðu. Við höfðum plass fyrir pianó, og það var mikill munur að vera i einbýlishúsi og geta æft sig hve- nær sem maður vildi. Það er mjög mikið af sambýlishúsum i Vin, og það eru alltaf einhver vandræði með tónlistarfólk. Það má ekki æfa sig nema á vissum timun á daginn, tilað valda ekki ónæði. Hvernig fjármagnaðirðu ferð- ina til Vin? — Eftir að ég lauk prófi frá Tónlistarskólanum i Kópavogi, var ég ákevðin i að fara i fram- haldsnám, og ég hef eiginlega verið að safna alveg siðan. Ég kostaði mig nær eingöngu sjálf til fararinnar núna, utan aö ég fékk styrk úr sjóði Kjartans Sigurjónssonar, krónur 90.000, sem ég er mjög þakklát fyrir. En þar sem maðurinn minn var með mér þarna úti, i árs- leyfi á fullum launum, fékk ég engan námsstyrk, þvl hjón eru jú eitt, er það ekki? Ætlarðu aftur út i haust? — Það er allt óakveðið hvort ég .fer aftur. Kennarinn minn úr ljóða og óratótiudeild, Eric Werba, bauð mér að koma aftur og ljúka námi næsta ár, sem venjulega er klárað á þremur árum. Ef af þvi yrði, myndi ég verða að vinna nær eingöngu að „Fékk engan námsstyrk, þar sem eiginmaðurinn var á launum, hjón eru jú eitt, ekkisatt?” — Auðvitað gæti það orðið spennandi að vera úti og reyna að hasla sér völl, og ég segi ekki að það hefi ekki hvarflaö að mér. En ég hef bara svo óskap- lega lftinn áhuga á að starfa er- lendis. Ef þú ferð út og gefur kostá þér, þýðir það að þú verð- ur að binda þig i vissan tlma, og ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Það er svo fjarri mér að starfa lengi erlendis, ég hef einfaldlega ekki löngun i það. Áhuginn er sem sagt aliur heima fyrir? — Já, ég held að það sé mögu- leiki á að reyna að byggja eitt- hvað upp hér heima. Það er hér mikið af hæfileikafólki i tónlist, ekki sizt ungu fólki, sem er til- búið að gera eitthvað. Aðal- atriðið er að fólk standi saman, og mér finnst það lágmark, þvi viðgetum gertsvo mikið. Við er- um engin stórþjóð, og það er ekkert skrýtið að við skulum ekki eiga starfandi óperu. En við eigum mikið af góðu tónlist- arfólki, samanber alla þessa kóra sem starfandi eru. Við megum vera ánægð meö það sem við erum, við erum vel stæð. Við getum boðið upp á fyrsta flokks tónlistarfólk og Uppbygging mcnningarmála er aldrei gróðafyrirtæki, og þvi verður að kosta einhverju til. Ólöf Haröardóttir ásamt manni slnum Jóni Stefánss^tónmcnntakennaraen hann stundaði nám f kirkjumúsikdeild f Tónlistarháskólanum I Vinarborg lika verið lengi að vakna, en ég held að hann sé að kveikja á perunni og koma með. Það sést til dæmis á aðsókninni á tón- leika undanfarin ár. Hún hefur aukizt mjög mikið. Fáum við ekkert að heyra i þer á næstunni? Ég veit ekki um Reykjavik ennþá, en ég er að bræða það með mér að halda tónleika hér i September. Það er samt allt óvist ennþá hvort það verður. En ég er á förum norður i land, og mun halda tónleika á Raufarhöfn og i Mývatnssveit um helgina. Ferðu það alveg ein? — Ég hef undirleikara með mér sem er maðurinn minn. Það hefur ekki litið að segja að hafa hann alltaf nálægt sér, og ég'á honum mikið að þakka. Hann er alltaf tilbúinn að styðja við bakið á mér i öllu sem ég geri, og hann á alveg helming- inn i öllu sem ég hef gert hingað til. Það er ómetanlegt að eiga góða að,þetta gengi aldrei öðru- visi. Fólk hér heima, söngvarar og annað tónlistafólk sem hefur haldiðuppi tónlistarlifi i landinu hingað til, tekur manni svo vel. Það er mjög gott að vinna með þessu fólki og finna sig velkom- inn i hópinn, það munar öllu. Söngvarar hafa I rauninni ekki nema vissan árafjölda, og árin líða auðvitaö. Nú langar mig til að fara að gera eitthvað með það sem ég hef lært. Ef við höldum áfram að segja að ekkert sé fyrir Ökur að gera heima, verður aldrei neitt gert. þurfum alls ekki að skammast okkar. Og þó ýmislegt vanti á, hefur margt verið gert i upp- byggingu menningarmála. Slik uppbygging er aldrei gróða- starfsemi, þá er hún orðin nei- kvæð, og þess vegna verður alltaf að kosta einhverju til. Ef við sem úti erum, höldum áfram að segja sem svo: Nei, ég fer ekki heim til Islands, þar er ekkert fyrir mig að gera, þá verður aldrei neitt gert herna. Það hefst ekkert með þvi að við bara stöndum og kvörtum um að við höfum engin tækifæri, það verður að gera eitthvað. Ég ætla mér ekki að reyna að gera neitt stórátak ein, til þess er ég víst engin manneskja, en ég vildi mjög gjarnan sameinast öðrum i að reyna að byggja eitt- hvað upp. Það hefur skort sam- eiginlegt átak, en ég held að nú sé að vakna áhugi meðal tón- listarfólks. Almenningur hefur Texti: Aðalheiður Birgisdóttir Ljósmyndir: Kristján Ingi Einarsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.