Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 2
albýdti" Föstudagur 19. ágúst 1977 blaófd Sýningin HEIMILIÐ 77 hefst 26. ágúst: Sýnt flest sem við- kemur heimilishaldi Undirbúningur fyrir 10. sýn- ingu Kaupstefnunnar h/f er kominn vel af stað og eftir helg- ina munu sýnendur taka við þeim sýningarbásum og -svæð- um sem þeim hefur verið út- hlutað. „Sýning Kaupstefnunn- ar, Heimilið '77, tekur svo að segja til alls sem til heimilis- nota getur talizt og þar sýna nær 200 innlendir og erlendir aðilar framleiðslu og/eða söluvöru sina", sagði Halldór Guð- mundsson, blaðafulltrúi sýning- arinnar, við Alþýðublaðið i gær. Sýningarsvæðið i ár er alls um 6.000 fermetrar, bæði úti og inni i Laugardalshöllinni. Úti verða t.d. sýndar 13 tegundir bíla, hjólhýsi og fleira. Einnig verður Landssamband hjálparsveita skáta með útisvæði. Er framlag þess óbeint tengt meginefni sýn- ingarinnar og að sögn mest ætl- að til að skapa lif á svæðinu. Munu skátarnir sýna hjálp í við- lögum, verða með björgunar- sýningar o.fl. Inni í Höllinni verða tízkusýn- ingar tvisvar-þvisvar dag hvern, en þar verða einnig margvisleg önnur skemmtiatr- iði og þar verður og veitinga- sala. Þá gilda aðgöngumiðar gesta sem happdrættismiðar og eru vinningar sagðir afar glæsi- legir, en frá þeim verður samt ekki skýrt fyrr en i næstu viku. ,,Við teljum þetta kjörið tæki- færi til vóru- og verðsaman- burðar fyrir verzlunarfólk og ein- staklinga. Þarna verður t.d. kynningarverð á sumum vöru- tegundum og sumt verður hægt að kaupa á staðnum", sagði Halldór Guðmundsson. Sýningin Heimilið '77 verður opnuð kl. 15 föstudaginn 26. ágúst og er opin daglega kl. I>óra Baldursdóttir, á leiknistofu Gfsla B. Björnssonar, vinnur nð gerð auglýsingaspjalds fyrir sýninguna. 15-22, en um helgar er opið frá kl. 13-22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 11. september. I sýningarstjórn eru eftirtald- ir: Gisli B. Björnsson, Ragnar Kjartansson, Haukur Björns- son, og Bjarni Ölafsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri sýningarinnar. — ARH Dönsk sýning í listasafni íslands Laugardaginn 20. september n.k. verður opnuð sýning á verkum danska listamannsins Roberts Jacobsen i Listasafni Islands. A sýningunni verða 13 högg- myndir, vatnslitamyndir og grafik, eða alls 52 verk. Hér er ekki um farandsýningu að ræða, heldur er hún sérstaklega feng in til landsins og sett upp fyrir Listasafn Islands. Robert Jacobsen er fæddur 4. janúar 1912. Hann hefur haldið fjöldamargar sýningar, og er nú vel þekktur, einkum fyrir högg- myndir sinar. Jacobsen verður viðstaddur opnun sýningarinn- ar, sem er kl. 2 n.k. laugardag. Sýningunni lýkur sunnudaginn 11. september. — JSS Samnorræn myndlistarsýning: „Augliti til auglitis" að Kjarvalsstöðum — góð sýning, — eða norræn ringulreið Dagana 10. — 25. september verður á Kjarvalsstóðum Nor- ræna myndlistarsýningin „Aug- liti til auglitis". Sýningin kemur hingað til lands á vegum Nor- ræna myndlistarbandalagsins og Félags islenzkra myndlistar- manna, sem er aðili að banda- laginu. Allt frá árinu 1946 hefur Nor- ræna myndlistarbandalagið staðið fyrir meiri háttar sam- sýningum myndlistarmanna frá Norðurlóndunum fimm. Fyrst i stað voru sýningar þessar haldnar á hverju ári i höfuð- borgum landanna, en siðan ann- að hvert á til dæmis Bergen, Gautaborg og öðinsvéum. Siðasta stóra samsýningin var á Kjarvalsstöðum i tengsl- um við Listahátið 1972. Að henni lokinni var ákveðið að fresta sliku sýningarhaldi um sinn og leita nýrra leiða. Árið 1974 var ákveðið að sett yrði saman ný norræn samsýn- ing af nýrri gerð. Verkið var fal- ið Staffan Gullberg, listfræðingi i Stokkhólmi. Þessi sýning var lengi i mótun. Gullberg, sem var algjörlega einráður um skipulagningu hennar, val verka og höfunda, ferðaðist milli landannafimmárin 1975 og 76 kynnti sér liststefnur sýning- ar og höfunda. Hingað til lands kom hann tvivegis i þessu skyni. Arangur starfs Gullbergs er sýningin Augliti til auglitis. Gullberg vill með samsetn- ingu sýningarinnar sýna áhorf- andanum myrtdlist og formmót- un i viðara samhengi en tiðkast hefur og vikur hann þá gjarnan frá hinum sérfræðilegum sjón- armiðum. Sýning þessi hefur hlotið mjög misjafna dóma, en islenzku þátttakendurir eru yfirleitt lof- aðir. Liklegast hefur sýningin vakið einna mesta hrifninu i Sviþjóð, en Danir eru ekki eins uppverðraðir og i Politiken er sýningunni lýst sem norrænni ringulreið. Þeir Islendingar sem eiga verk á sýningunni eru Agúst Petersen, Hildur Hákonardótt- ir, Hringur Jóhannesson, Óskar Magnússon og Blómey Stefáns- dóttir. ES 1.... : SYSTIR SIÐLOKKA 5 Kínverskar þjóðsögur Kínverskar þjóðsögur á íslenzku Systir siðlokka heitir litil bók, sem okkur barst i gær. 1 henni eru fimm kinverskar þjóð- sögur, sem Guðrún Guðjónsdóttir hefur þýtt úr ensku, en Letur gefur út. Sögur þessar eru úr þjóð- sagnasöfnum ýmissa minni- hlutahópa i Kina og fylgir örlitill bókarauki þar sem hópar þessir eru kynntir i stuttu máli. Myndirnar við sógurnar eru eftir Chang Kuang-yu, en kápu- mynd bókarinnar er gerð eftir ofinnimynd af stúlku meðltítus- bltím. Bókin er i'kiljubroti og fjöl- rituð i Letri. Hagnýt bók fyrir Spánarfara Bókaútgáfan Búkolla hef ur nú sent f rá sér aöra bókina í bókaflokki þeim um Spán og Spánverja, sem örnólfur Árnason hefur saman sett. Bók þessi nefnist ,,Costa Brava — Costa Bianca — Mallorka— Ibiza. I fyrra kom út bók i sama f lokki og nefndist hún „Costa Del Sol — Andalusia". I haust er svo von á þriðju bókinni í þessum bóka- flokki og nefnist hún Kanarieyjar. Höfundur bókanna, örnólfur Árnason, hefur árum saman dvalizt á Spánarströndum og starfað sem leiðsögumaður ferðafólks, sem þangað sækir. Hann veit þvi af reynslu hvaða spurningar það eru sem menn vilja helzt fá svör við. 1 bókinni er fjallað um land og þjóð, stikl- að á stóru i sögu Spánar og siðan eru staöháttalýsingar frá þeim stöðum sem bókin fjallar um. Einnig er i bókinni kafli sem ber nafnið Hagnýt ferðafræði og er þar að finna margvislegar hagnýtar upplýsingar fyrir til- vonandi sólarlandafara. Þá er i bókinni litið og þægi- legt orðasafn islenzkt-spánskt og spánskt-islenzkt. Bókin er 148 blaðsiöúr að stærð og i mjóg þægilegu broti. Bókin fæst i helztu bókaverzlun- um i Reykjavik en einnig i út- sölustöðum sólarlandaferða. Vetrarstarf TBR að hefjast Haust og vetrarstarfsemi Tennis og Badmintonfélags Reykjavikur fer nú senn að hefjast. Æfingar I húsi T.B.R. byrja 1. september, og er tima- leiga þar hafin. Þeir sem áttu fasta tima i húsinu i fyrra, eiga forgang að sömu timum i vetur, ef þeir greiða timaleigu og fé- lagsgjald fyrir 20. ágiist n.k. Eftir þann tima verða lausir timar leigðir öðrum. Tekið er á móti greiðslum og pöntunum i T.B.R. —húsinu alla virka daga frá kl. 20 til kl. 22. A undanförnum árum hafa fé- lagsmenn oftkvartað yfir þvi að þurfa að greiða alla vallarleig- una I einu, enda var oft um stór- ar upphæðir að ræða. Nú er mönnum gefinn kostur á að greiða félagsgjaldið og helming timaleigunnar pegar völlurinn er tekinn á leigu, en hinn helm- inginn geta menn greitt með vixli, sem fellur I gjalddaga rétt eftir áramótin. Vextir verða reiknaðír2% á mánuði. Til að bæta nýtingu hússins verða timar á bilinu frá kl. 13.00 til 17.10 leigðir út með 20% af- slætti, en unglingar innan T.B.R. geta fengið þá með 50% afslætti. Fyrir þá sem keppa að stað- aldri fyrir T.B.R. mun félagið hafa samæfingar tvo tima á þriðjudgs- og fimmtudags- kvöldum, og einnig um helgar, ef ekki eru mót. Þess er vænzt aö Garðar Alfonsson þjálfi keppnisfólkið I þessum timum. Einnig er hugsanlegt, að i viðbót við þetta verði valinn ákveðinn hópur manna til frekari þjálfun- ar, og mun sú þjálfun þá verða & miðvikudögum, svo og um helg- ar, þegar ekki eru mót. Að sjálf- sögðu er stef nt að þvi að hafa út- halds- og þrekæfingar með 1 dagskránni, en eftir er að tíma- setja þær. Unglingastarfsemin mun einnig byrja strax i september. Samæfingatimar unglinga verða að öllum likindum á svip- uðum timum og I fyrra, en eins og að framan segir, geta þeir einnig fengið einkatima á dag- inn með 50% afslætti. Félagið mun fá nokkra tima i Laugardalshöllinni I vetur. Þeir hefjast mun seinna en i T.B.R. —húsinu, og hefur verð á þeim timum þvi ekki verið ákveðið enn. Að lokum skal þess getið, að þeir Garðar Alfonsson og Sigfús Ægir Arnason munu verða um- sjónarmenn T.B.R.—hússins I vetur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.