Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 12
alþýðu
blaöió
(Jtgcfandi Alþýöuflokkurinn
Ritstjórn Alþýðublaösins er aö Sföumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsimi 14900.
FOSTUDAGUR
19. ÁGÚST 1977
Afsláttur sklpafélaganna til innflytjenda:
Svara vænzt frá
innflytjendum
Eftir Hauk Má
Eins og rakið var hér í
blaðinu í gær virðist sem
verð vöru til neytenda sé í
mörgum tilvikum reiknað
út frá röngum forsend-
um. Þetta byggist á því,
aö verð vörunnar er
reiknað út frá þeim
kostnaði sem á hana er
fallinn í flutningum til
landsins. Meðal þessara
kostnaðarliða er farm-
gjald, sem greitt er þeim
skipafélögum sem flytja
vöruna til landsins.
Sá galli er hins vegar á
gjöf Njarðar, að stórum
og reglulegum viðskipta-
vinum skipafélaganna er
veittur afsláttur, sem
ekki er reiknaður jafnóð-
um, þegar flutningarnir
fara fram. Heldur er
greitt fullt gjald fyrir
flutningana og verð vör-
unnar síðan reiknað út
f rá þeirri forsendu að um
fullt framgjald hafi verið
að ræða.
Eftir árið eru síðan við-
skipti innffytjendanna við
skipafélagið tekin saman
og innf lutningsfyrirtæk-
inu greidd til baka fimm
prósent í afslátt.
Þessi fimm prósent af-
sláttur af farmgjöldum
kemur þannig ekki fram
þegar vöruverðið er
reiknað, heldur telst vera
hreinn ágóði innflytjand-
ans. Neytandinn verður
hins vegar að greiða á-
lagningar og söluskatt
eins og um fullt flutn-
ingsgjald hafi verið að
ræða.
Eins og fram kemur í
viðtali við Halldór Frið-
riksson hjá Hafskip hf.,
taka sumir viðskiptavina
fyrirtækisins þennan af-
slátt jafnóðum, og þá
kemur hann auðvitað
fram i vöruverði. Sá hátt-
ur mun þó ekki tíðkast hjá
Eimskipafélaginu, — þar
er afslátturinn alfarið
greiddur eftir árið.
Eins og hér hefur verið
rakið i blaðinu, er þetta
fyrirkomulag látið af-
skiptalaust af verðlags-
yfirvöldum, og hjá
starfsmanni á skrifstofu
verðlagsstjóra fékk
blaðamaður þær skýring-
ar að litið væri á þessar
endurgreiðslur sömu
augum og umboðslaun.
Sami starfsmaður viður-
kenndiþó, aðafslátturinn
væri i sjálfu sér ekki líkj-
anlegur við umboðslaun,
en þó hefði þetta verið
látið afskiptalaust. Sami
skilningur kemur fram í
viðtalinu við Halldór
Friðriksson hjá Hafskip
hér á síðunni.
Hvernig unnt er að líta
á þennan, afslátt af
flutningsgjöldum og um-
boðslaun sömu augum, er
þeim/sem þetta skrifar,
ráðgáta. En hitt er einnig
ráðgáta, og við þeirri
spurningu verður að fá
svör, hvort innflytjendur
gera ráð fyrir þessum ár-
vissa afslætti sínum hjá
skipafélögunum, þegar
verðlagning vörunnar fer
fram, — eða hvort hér er
um að ræða hreinar auka-
tekjur.
Við þessari spurningu
krefst Alþýðublaðið
svars.
Islands:
Gert fyrir
opnum tjöldum
— Þeir sem hafa ver-
ið viðskiptavinir fé-
lagsins i ára raðir, hafa
fengið þennan afslátt i
vissum tilvikum, en
það er ekki algilt, sagði
Sigurlaugur Þorkels-
son blaðafulltrúi Eim-
skipafélagsins, þegar
blaðamaður ræddi við
hann i gær. Ekki náðist
samband við Óttar
Möller forstjóra, þar
sem hann er enn i sum-
arleyfi.
—Ég geri ekki ráö fyrir aö um
hærri prósentu en 5% geti veriö
aö ræöa i tilvikum semþessu,
bætti Sigurlaugar viö, — en auö-
vitaö kemur fyrir aö viö bjóöum
i flutninga fyrir einstök fyrir-
tæki, en þá er auövitaö ekki um
neittslikt endurgreiösluform aö
ræöa.
Ég veit raunar ekki hvort
hægt er aö ásaka neinn i þessu
tilviki, fyrir þennan viöskipta-
hátt. Þetta er á vissan hátt gert
fyrir opnum tjöldum. Og þetta
hefur samkeppnin neytt okkur
til aö gera og þaö er gert meö
vitund viö þá aöila sem fara
meö verölagsmálin hér á landi.
— Veiztu hver var fjöldi slikra
viöskiptamanna á siöasta ári og
hve mikil endurgreiöslan var?
•©Nei, ég hef engar slikar
tölulegar upplýsingar i höndun-
um.
Hafskip hf.:
Algild regla
Það má segja að hjá
okkur gildi þessi fimm-
prósentregla. Hana
þekkja allir. Hún er gegn-
umgangandi hjá okkar
stærstu viðskiptavinum,
sagði Halldór Friðriksson
hjá Hafskip hf., þegar
hann var spurður að því í
gær, hvort fyrirtækið
veitti afslátt af farm-
gjöldum. — Við köllum
þetta bara umboðslaun og
það er farið með það sem
slikt.
— Sumir viðskiptavin-
anna taka afsláttinn
jafnóðum, og þá kemur
hann auðvitað fram í
vöruverðinu. Aðrir
geyma þetta, til þess að
það verði eitthvað, eins
og þeir segja. Við setjum
engin skilyrði um það,
hvernig menn fá þennan
afslátt greiddan.
Kjaradeila verkfrædinga og Borgarinnar
Midum kröfur okkar vid
ff
almennan vinnumarkað”
segir Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur
,,Við byggjum okkar
launakröfur á samn-
ingi, sem undirritaður
var við verkfræðinga á
stofum i júli sl. Jafn-
framt viljum við vekja
athygli á, að kröfur
okkr gera ráð fyrir 4%
lægri launum en þeir
hafa skv. ofangreind-
um samningi, sagði
Gunnar H. Gunnarsson
verkfræðingur og
blaðafulltrúi Stéttarfé-
lags verkfræðinga i
viðtali við Alþýðublað-
ið.
' Við erum i sama
stéttafélagi og verk-
fræðingar á stofum, og
greiðum i sama lífeyr-
issjóð. Borgin verðbæt-
ir hins vegar ekki þann
sjóð. Við höfum ekki
æviráðningu, og yfir-
leitt ekki réttindi og
skyldur opinberra
starfsmanna. En við
viljum gjarnan miða
okkur við almenna
vinnumarkaðinn.”
Aö sögn Gunnars gildir samn-
ingur við stofurnar frá l.júlisl.,
til 1. febrúar 1978. Launahækk-
unin skv. þeim er 21.4% ofan á
júnilaunin. Laun almennra
verkfræöinga eru þvi á bilinu
frá rúmum 185 þús. króna tii
tæpra 260. þús. króna. Laun
verkfræðinga borgarinnar eru
frá kr. 144 þús. til 207 þús.
króna. Deildarverkfræðingar,
sem gegna að jafnaöi einhvers
konar stjórnunarstörfum, taka
laun á bilinu 297—389 þús.
króna.
En eins og blaðið skýrði frá I
gær, verða vegin meðallaun
borgarverkfræðinga kr. 247 þús.
samkvæmt nýju kröfugerðinni,
og hafa þau þá hækkað um
20.7% skv. útreikningum verk-
fræöinga.
Gunnar var að þvi spurður,
hvort það væri rétt, að verk-
fræðingar hjá Reykjavlkurborg
hefðu á sinum tima fengiö 15%
ofan á laun sin gegn þvi, að
vinna ekki fyrir aðra aðila en
borgina.
„Jú, 15 prósentin komu inn 1
samning 1966. Þetta var hugsað
sem viss iaunauppbót, en ef við
ætlum aðtaka að okkur verkefni
fyrireinhverja aðra, þá verðum
viö að spyrja yfirmenn okkar
leyfis. Þessi 15% eru innifalin I
okkar launum þannig aö þetta
er ekki oröiö neitt annaö en átt-
hagaf jötrar á okkur hérna, því
okkur er uppálagt aö leita leyfis
til að vinna fyrir einhverja aðra
á kvöldin og um heigar. Þetta er
einsdæmi, aö slikt sé sett I
samninga og þannig hægt, aö
svipta menn þessari launaupp-
bót ef þeir láta undir höfuð
leggjast að biöja um leyfi.”
Gunnar kvaðst vilja leggja á-
herzlu á, að þetta væri I fyrsta
sinn sem borgin beitti launþega
sina verkbanni. Enda væri þetta
afskaplega óalgeng aðgerð á ís-
landi. Það mætti þá heimfæra
þær upp á öll átök á vinnumark-
aðinum, þannig að vinnuveit-
endur gætu sifellt beitt þessu
vopni og sett á verkbanna.
Skv. upplýsingum forsvars-
manna borgarinnar hefði verk-
bannið berið sett á til að koma f
veg fyrir lamandi verkfali.
Þetta væri eins órökrétt og
hugsast gæti, þvi með verk-
banninu væri aliur hópurinn
stöðvaður.
Með verkfalli þessara fjög-
urra verkfræðinga höfðum við
það I huga, að láta kjaradeiluna
bitna sem minnst á almenningi,
en með þessum aðgerðum á hún
eftir að koma viöa fram.
Ástæöan fyrir þessari verk-
failsákvörðun okkar var sú, að
einungis voru haidnir þrír
samningafundir. Sá fyrsti stóð f
korter, næstif 40 min. og siðasti
stóð f 35 min. 1 lok þess fundar
lýsti formaður launamála-
nefndar þvi yfir, að okkur yrði
ekki boðiðmeiri hækkunenþessi
7.5%, að óbreyttum aðstæðum.
Það má þvi búazt við, að eitt-
hvert þóf eigi eftir að standa um
samninga, en enginn fundur
hefur veriö boðaður enn, sagði
Gunnar H. Gunnarsson.
't -JSS