Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Blaðsíða 5
5 MmCm1' Föstudagur 19. ágúst 1977 SKOÐUN Þann 3. ágúst s.l. ritaöi Ólafur Björnsson, útgeröarmaður 1 Keflavík, grein i Alþýðublaðið. Eins og fyrirsögn greinarinnar gaf I skyn — Athugasemt við hundasund Sighvats Björgvins- sonar — mun tilgangurinn hafa veriö aö svara skrifum, sem birzt höfðu eftir mig i Dagblaö- inu nokkrum dögum áöur. Ólafi Björnssyni lá vissulega mikið á hjarta. Minnst af þvi mun hins vegar vera frá mér komið, þvi tilefni skrifa sinna sækir Ólafur Björnsson eitthvað annað en i umrædda Dagblaðsgrein eftir mig. Sennilegast þykir mér, að Ólafur hafi aldrei lesiö hana sjálfur, heldur hafi einhver óvandaður maður skrökvað þvi að honum hvaö þar hafi staðið, þvi á þeim raunar fáu stöðum i grein sinni, sem Ólafur vitnað I skrif min, þá er hann að gera mér upp skoöanir á grundvelli orða, sem ég hef aldrei látið falla. Þvi miöur á ég ekki lengur eintak það af Dagblaðinu, sem umrædd grein min birtist I, en ef einhver góöviljaöur maöur kynni aö hafa það undir höndum væri vel ef hann vildi gauka þvi aö Ölafi. Við Ólafur getum svo rætt saman, þegar hann er bú- inn að lesa umrædd skrif sjálfur — og gætum þá alveg losnað við leiöiniegar rangfærslur, mis- skilning, tilbúning og úrslettur úr klauf svo sem eins og viö sé- um aö skrifa I blööin tii þess að drýgja bágar tekjur okkar. Skit- kast er fáum ánægjuefni nema e.t.v. þeim, sem skemmtun hafa af þvi að standa hjá og horfa á. Jafnvel sá, sem kastar, upp- sker ógjarna annað en að óhreinka sjálfan sig. Hitt skal ég fúslega upplýsa ef Ólafur telur það skipta ein- hverju máli, aö ég mun tvivegis á ævinni hafa látið þaö henda mig aö rita greinar I önnur blöö, en Alþýöublaöiö (ef undan er skilinn SKUTULL, flokksblað okkar I Vestfjarðakjördæmi), og I hvorugt skiptið þegiö fé fyrir. Hvað það kemur fisk- veiðimálum við er hins vegar fyrir utan minn skilning. Eg veit ekki til þess að menn þurfi að láta ritfrelsi I skiptum fyrir félagsskirteini I Alþýðu- flokknum. Um það erum við Ólafur Björnsson hins vegar sammála, aö nauðsyn ber til að Alþýðuflokksmenn styöji Alþýðublaðið m.a. með þvi að beina skrifum sínum frekar til þess, en til annarra blaða. örþrifaráðið. Grein sú, sem ég ritaöi I Dag- blaðið og Ólafur Björnsson hef- ur haft spurnir af, fjallaði eink- upi og sér i lagi um tvö atriöi i fiskveiði- og verndunarmál- um. Fyrra atr.var.iaðégbentiá, að sú veiðistöðvun, sem gripið hefur verið til nú I haust varð- andi þorskveiöar, væri nánast örþrifaráö. Ég dró slöur en svo úr þvi aö minnka þyrfti sókn I þorsk m.a. með veiðitakmörk- unum en lagöi áherzlu á, aö bannið, eins og það er fram- kvæmt nú,hefðim.a. þann stóra galla að taka ekki sjálfsagt tillit til eölilegra jafnræöissjónar- miða milli veiðiaðferöa og landshluta. í þvi sambandi benti ég á, að veiðibann á þorsk, sem framkvæmt er utan vetrarver- tiðar, hefði sáralitil eöa engin áhrif á fiskveiðar og fiskvinnslu á suður og suð-vesturhorni landsins þar sem sáralitill þorskur er veiddur á þeim árs- tima, sem bannið gildir. Hins vegar kæmi það af fullum þunga niður á ibúum ýmissa annarra landshluta, s.s. eins og Vest- fjarða, þar sem þorskur keiyur að landi jafnt og þétt allt arið um kring og sumarið er auk þess athafnatimi handfærabát- anna, sem viða eru mjög margir og gegna talsvert veigamiklu hlutverki bæði i hráefnisöflun og I atvinnumálum yfirleitt. Vakti ég einnig sérstaka athygli á, að það færi ekki vel saman á einu og sama árinu að hafa ekki einu sinni eftirlit með að reglum um hámarksfjölda neta i sjó sé Sighvatur Björgvinsson, alþm., skrifar framfylgt á netasvæöunum á vetrarvertið en rjúka svo til sið- ustu mánuöi ársins og reka I land lengri tima þá sjómenn, sem fengsælastir eru og skila a.m.k. sumir hverjir bezta og / verðmætasta hráefninu. Ólafur Björnsson gerir enga sérstaka athugasemd viö þetta atriði i grein minni og vil ég gjarna mega skoöa þögn hans þar um sem samþykki. Miklu stærra mál. Hitt atriðið I grein minni fjall- aði raunar um miklu stærra mál — sem sé það hvort og þá hve- nær móta eigi stefnu I fiskveið- um og fiskvinnslu i samræmi við þá nýorðnu staðreynd, að fiskurinn á Islandsmiöum er takmarkað hráefni á borö við hver önnur takmörkuð náttúru- gæöi s.s. eins og koi, oilu, málma, jarövarmaorku, vatns- orku, gróðurlendi o.s.frv., o.s.frv. Ég varpaöi fram þeirri spurningu, hvort við þær aö- stæður væri ekki sjálfsagt aö halda I heiðri sömu lögmálum um veiöar og vinnslu á fiski — m.a. varöandi staðarval — og gilda um hagnýtingu annarra takmarkaðra gæða: hráefnis orku, o.s.frv. Hvers vegna var álver staösett við Hafnarfjörð? Vegna þess að það var talinn vera hagkvæmasti staöurinn fyrir slikan rekstur. Hvers vegna var áburðarverksmiðja reist I Gufunesi? Sama svar. Eða sementsverksmiöja viö Akranes, en ekki Patreksfjörð, og nú málmblendiverksmiðja i Hvalfiröi? 011 þekkjum við þau rök, sem hér liggja til grund- vallar. Og ég leyfði mér aö spyrja hvort ekki væri rétt aö hafa algerlega sambærilegar röksemdir I huga varðandi staöarval fyrir útgerð og fisk- vinnslu, eftir aö fiskurinn er orðin takmörkuð, raunar ofnýtt auölind. Þetta segir Ólafur Björnsson að sé smjaður fyrir Vestfiröingum, er nálgist háö. Hvergi voru Vestfiröir eöa Vest- firöingar nefndir i þessu sam- hengi I grein minni. Hins vegar er Ólafur Björnsson manna kunnugastur málefnum fisk- veiöa og fiskvinnslu — mun kunnugri en ég — og ef honum koma strax Vestfiröir i hug þeg- ar hann les upptalningu á atriö- um, sem þurfa aö vera fyrir hendi til þess að útgerð og fisk- v.innsla standi sig vel og skili þjóðarbúinu mestum^.arði, þá má hann þaö átölulaust af mér. Ég haföi hinsvegar haldið, að þótt Vestfiröingar reki útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki sin með mun betri árangri og meira arði en meöaltallnu nemur, eins og opinberar skýrslur sýna, þá séu þó ýmsir aðrir staðir á iand- inu, sem sýni ekki öllu lakari af- komu. Um það sem ólafur Björnsson segir vera „rnlna kenningu” um einkaleyfi Vest- firðinga til þorskveiða og siðan útleggingu hans á þeim texta, vil ég ekki segja annaö en það, aö ég veit ekki hvað maöurinn er aö fara. Ég þekki ekki þessa kenningu — allra sizt frá sjálf- um mér. Kannski er ólafur þarna aö rugla Dagblaösgrein minni saman við frétt, sem birt- ist raunar I Alþýðublaöinu um samþykkt aðalfundar kjör- dæmisráðs Alþýöuflokksins á Vestfjörðum þess efnir m.a., að reynslan hafi sýnt að hagkvæm- ast sé fyrir þjóöarbúið ef Vest- firðingar nýti vestfirzku miöin. Altént itreka ég þá ósk mina, að Ólafur Björnsson lesi nú sjálfur þá Dagblaðsgrein mina, sem hann vill vera að vitna til — ekki siður til þess að komast að raun um hvað ekki stendur þar en til aö fræðast um hvaö þar var sagt. Um samþykkt aðalfundar kjördæmisráös Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, sem áðan var vitnað til, er litið annað að segja, en að öllum er ljóst, að hún er rétt. Hver sem vill má bera saman útlit og hráefnis- verömæti þess fisks, sem t.d. Vesfjarðatogararnir koma meö heim af Vestfjarðamiðum og þess, sem önnur togskip leggja upp af sömu miðum og svo það verðmæti, sem fæst úr hráefn- inu I vinnslu annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á ýmsum öðrum stööum. Ef það er rétt, sem ég hygg rétt vera, að þessi samanburöur sé Vest- fjöröum hagstæöur, þá er eðli- legt aö á það sé bent og athygli vakin á , aö þjóðin beri mest úr býtum meö þvi að vestfirzk mið séu sem mest nýtt meö þeim hætti. Aö sjálfsögðu er slik ábending verðugt innlegg I þær umræður, sem fram fara um fiskverndunarmál og mótun stefnu um hagnýtingu fiski- miöa. í henni er hins vegar siöur en svo fóigin nein árás á aðra. Leyfum staðreyndunum að tala. Ég lit á þessi orð min, sem hreinar staðreyndir og raunar nauðsynlegt aö sem fyrst verði gerð nákvæm könnun á stöðu fiskveiða og fiskvinnslu á land- inu öllu i þeim tilgangi aö kom- ast að raun um hver er afkoma hinna ýmsu greina I veiöum og vinnslu eftir landshlutum og i beinu framhaldi af þvi hvernig nýta megi fiskimiöin til mestra hagsmuna fyrir þjóöina. Þessi orð min má enginn misskilja. Þau eru ekki árás á einn eða neinn — hvorki einstakling né landshluta — fremur en t.d. at- huganir um staðarvel sem end- uðu með staösetningu álvers við. Hafnarfjörð var árás á Norð- lendinga eða sambærilega athugun, sem endaði með ákvörðun um staðsetn- ingu sementsverksmiðju við Akranes var árás á Vestfirö- inga. Hér er aöeins um þaö að ræöa að notast við sambærileg- ar aðferðir varðandi hagnýtingu á: fiskimiðunum sem tak- markaöi auðlind og notaðar hafa verið-viö hagnýtingu á öör- um takmörkuðum auölindum þjóöarinnar og engum hefur dottið I hug að véfengja — þ.e.a.s. aöferðirnar sjálfar. Þjóöin þarf nú á öllu sinu að halda til þess að vinna sig upp úr öldudalnum. Hvernig geta fiskimiöin orðið okkur mest að haldi i þvi sambandi, bæði nú og I framtiöinni? Svo einfalt er málið. Aö þjóönýta tapið. Um þessar mundir eru blikur á lofti í gjaldeyrismáium. Margt bendir til að um þessar mundir sé beinlinis veriö aö keppa aö þvi að gengi islenzkra gjaldmiöilsins veröi fellt rétt eina ferðina enn. Sama viðbár- an er nu upp höfö og oft áður. Otflutningsatvinnuvegirnir, einkum þó og sér I lagi fisk- vinnsla.teljasig ekki getagreitt þau laun, sem þeir hafa þó á sig tekiö I frjálsum samningum. Einasta ráðið sé að fella gengið. Fyrir þvi er barizt undan- bragðalaust og fyrir opnum tjöldum og virðast eigendur fiskverkunarstöðva á Suður- landi og Suðurnesjum standa þar fremstir i flokki m.a. með beinum hótunum um að reka starfsfólk sitt heim og hætta starfrækslu sé gengi ekki fellt, þvi þrátt fyrir tal um aukna fyrirgreiðslu bankakerfisins er öllum þó ljóst hvert er hið raun- verulega markmið með öllu saman. Nú skal ég ekki draga I efa, að afkoma frystihúsa og fisk- verkunarstöðva sé jafn slæm og sagt er — ég hef ekkert i hönd- unum til þess að geta sannaö hiö gagnstæöa. Hitt veit ég, aö af- koman er ákaflega misjöfn. Ég veit það lika, að gerðir verða heilmiklir útreikningar, sem sýna munu, að meðaltalsaf- koma fiskverkunarinnar sé svona og svona langt fyrir neð- an núllpuktinn og á þeim meðaltalsútreikningum verða væntanlegar aögeröir reistar. Með slikum aðferðum er að sjálfsögðu verið að löggilda undirmálsmennskuna og þjóö- nýta tapiö, þvi engin atvinnu- grein hvort heldur hún heitir landbúnaöur, sjávarútvegur, verzlun eöa iðnaður er sjálf- bjarga ef si og æ er veriö að taka mið af fyrirtækjum, sem aldrei geta staöiö á eigin fótum sakir hráefnisskorts, vanstjórnunar, fjármagnsskorts, rangrar stað- setningar eða annara illvið- ráðanlegra atriða. Við höfum engin efni á þvi lengur að berjast viö að halda meö stöðugum blóögjöfum llfinu i undirmálsmennsku I undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar — þeim atvinnurekstri, sem hart- nær öll önnur atvinnustarfsemi i landinu byggir á beint eða óbeint. Þvi siöur ef undirmáls- mennskan kostar oss það, að möguleikar þeirra aöila I þess- ari atvinnugrein, sem eru veit- endur en ekki þiggjendur á þjóðarbúinu, til þess að draga björg I búið séu skertir. Sá, sem lætur áhyggjur af sliku lönd og leið við þær aöstæður, sem nú rikja i efnahags- og fiskveiði- málum okkar Islendinga, er ekki bara barn. Hann er óviti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.