Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 10. september 1977 MajM Leikfélag Reykjavíkur sýnir verk Allans Edwalls: Gary kvartmilljón Frá fréttamannafundi f fyrradag: Alian Edwall Jón Hjartarson blaöafulltrúi LR og Sigriður Hagalin aðstoðarleikstjóri. (AB-mynd: ATA) Leikurinn gerist á heimili Garýs, þar sem hann býr hjá foreldrum sinum ásamt systur sinni. Foreldrarnir eru fulltrúar gamla timans. Pabbinn er eyrarkarl hjá Eimskip og veit fyllilega hvers virði starf hans er, til hvers hann er aö vinna. Sama verður hins vegar ekki sagt um Garý, sem er skrif- stofumaður hjá stóru fyrirtæki, litið tannhjól i stórri vél fyrir- tækisins. Systirin aftur á móti er aö sýna smátilburði til sjálf- stæðis, er i róttækum samtök- um, berst á móti her og Nató. Allt þetta fólk og fleiri sem við sögu koma reyna svo að halda friðinn á heimilinu þótt óneitan- lega sé grunnt á óánægjunni. Þetta verk Edwalls hefur far- ið viöa um Norðurlöndin og að auki verður það tekið til sýninga i Royal Court i Lundúnum innan skamms. Hefur skrifað mikið Allan Edwall er enginn viö- vaningur á ritvellinum, þótt hér á landi sé hann frægastur fyrir hlutverk sin i Heimeyjar- fólkinu, Vesturförunum og Emil Framhald á bls. 10 Leikár Leikfélags Reykjavíkur hefst næst- komandi miðvikudags- kvöld með frumsýningu sænska leikritsins Garý kvartmilljón eftir Allan Edwalb leikarann góð- kunna úr ýmsum sænsk- um sjónvarpsmyndum. Þetta leikrit er að sögn forráðamanna Leik- félagsins orðið nánast sænsk-islenzkt/ vegna staðfærslu/ en höfundur leggur mikla áherzlu á að þetta verk hans sé fært til þess þjóðfélags sem það er flutt í. Og bæjarfélags raunar líka/ því þegar þetta verk hefur verið sýnt utan Stokkhólms í Svíþjóð/ hefur það verið staðfært þannig að það gerist i viðkomandi borg eða bæ. — Ég held að áhorfendur skilji betur um hvað verkiö fjallar, ef það er staöfært, sagði Allan Edwall á fundi meö fréttamönnum i fyrradag. — Þaö fjallar um vandamál, sem eru alls staðar fyrir hendi, er ádeila á iðnaðarþjóðfélagið og það fólk sem slíkt þjóðfélag fæð- ir af sér. ...spyr einskis/ kann að hneigja sig... Slikt afkvæmi iðnaðarþjóð- félagsins vinnur sitt starf án þess að spyrja til hvers það sé aö vinna, eöa hvaö gera skuli við það sem hann framleiöir. Gary er slikur maður. Góöur og vammlaus þjóðfélagsþegn sem spyr einskis, kann aö hneigja sig þegar það á viö. Slikir menn verða fleiri og fleiri eftir þvi sem timar liða, — þeir hætta að velta fyrir sér þjóðfélagslegu samhengi tilveru sinnar. Standa við sitt færiband og búa til litla hluti án þess að hafa hugmynd um hvort þeir eru notaðir i sima, útvarpstæki, sjónvörp eða barnavagna. Sviðsmynd úr Gary kvartmilljón: „Haraldur G. Haraldsson, Soffia Jakobsdóttir og Jón Hjartarson. (AB-mynd: ATA). rn Leikárið að byrja hjá LR: Skáld- Rósa eftir VÍSIR ... og textinn á aó vera svona "Get bætt við mig nokkrum vönum vikingum..." Allir þeir sem birta smáauglýsingu i VÍSI á meóan sýningin Heimilió’77 stendur yfir, veróa sjálfkrafa þátttakendur i smáauglýsingahappdraetti VÍSIS. Vinningurinn - Philips litsjónvarpstæki - veróur dreginnút 15-9-77 Smáauglýsing í VÍSI er engin sma auglýsing sími 86611 Birgi Sigurðsson verdur tekið til sýninga á árinu Leikár Leikfélags Reykjavikur fer nú að hefjast/ eins og fram kemur annars staðar á siðunni og hefst með leik- ritinu Garý kvartmilljón eftir Allan Edwall. Eftir þá frumsýningu verða Skjaldhamrar Jónasar Árnasonar teknir til end- ursýningar, Saumastofan Kjartans Ragnarssonar sömuleiðis og loks verður Blessað barnalán Kjart- ans einnig tekið til endur- sýningar, en verður f lutt f Austurbæjarbió vegna þrengsla í lðnó« Af öðrum leikritum má nefna verk Birgis Sigurðssonar, Skáld-Rósu.sem skrifað er sér- staklega fyrir Leikfélag Reykjavikur.’. Leikritið fjallar um þá frægu Skáld-Rósu og lif hennar á öndverðri siöustu öld. Leikstjóri verður Þorteinn Gunnarsson ien Steinþór Sig- urðsson gerir leikmyndii Þetta verk verður tekiö til sýiinga eftir áramót. Þá má nefna leikritið Refirn- ir, eftir Lilian Herman. Leik- stjóri þess verður Steindór Hjörieifsson. Leikrit fyrir börn og fullorðna eftir Böövar Guðmundsson verður tekið til sýninga á vetr- inum. Nefnist það Sæmundur á selnum og verður flut i sam- vinnu við. Leikbrúðuland með stangabrúðum sem eru á stærð við sjö ára börn, að sögn Vigdis- ar Finnbogadóttur leikhús- stjóra. Það er Guðrún Svava Svavarsdóttir, sem gerir brúðurnar. Að sögn Vigdisar eru „undir penna” leikrit eftir islenzka höf- unda, sem eiga má von á til sýn- inga á leikárinu. Ekki vildi hún gefa upp þá höfunda sem um væri að ræða, þar sem hún taldi, að það gæti verið til að draga úr þeim kraftinn við skriftirnar „Ég þekki mina höfunda,” sagði hún, þegar reynt var að telja henni hughvarf. —hm Kennara vantar strax Kennara vantar að Barnaskóla Isafjarð- ar. Upplýsingar gefur skólastjóri Björgvin Sighvatsson, i sima 94-3146. Skólanefnd. Starfsmenn í heimilishjálp Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir þvi að ráða starfsfólk til heimilishjálpar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður heimilishjálpar Tjarnargötu 11, simi 18800. Wl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.