Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 8
8 HEYRT, SÉD OG HLERAÐ Hætt ad sofa hjá I tékkneskri kristal- verksmiðju voru afköstin eitthvað farin að minnka. Kommisarinn kallaði verkafólkið á fund og sagði/ að nú yrði að herða róðurinn. Þá rétti einn fundar manna upp vinstri hönd og sagði: „Ég legg til að við vinnum öll á laugardag/ kauplaust." Þetta var samþykkt með lófaklappi. Þá rétti annar upp vinstri hönd og sagði: „Tillaga mín er sú, að við vinnum einnig á sunnu- dag, kauplaust". Sam- þykkt með lófaklappi. Þá rétti sá þriðji upp hægri höndina og sagði: „Ég legg til að allir karlmenn hér í borg hætti að sofa hjá konum sínum". Þögn sló á hópinn, og kommis- arinn spurði l H Hvers vegna". „Jú", svaraði maðurinn, „til þess að tryggja, að fávitar eins og þessir tveir, sem hér hafa taiað á undan, fæð- ist ekki". Óvenjulegur borgari í Eyjum Vestmannaeyjablaðiö Brautin birti þessa klausu: „L. Murdoch hef- ur óskað eftir því við bæj- aryfirvöld að fá að hafa kú i Lyngfelli i vetur. Bæjarráð hefur sam- þykkt beiðnina fyrir sitt leyti, og við bjóðum nýjan innflytjanda velkominn til Eyja, en kýr hefur ekki verið hér á „manntali" frá gosi". ☆ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEF fclk í fréttum Ný kynslóð Kennedya + Þetta er Joseph Patrick Kennedy III, elsti sonur Roberts heitins Kennedy. Hann er 25 ára og elstur nýrrar KennedykynslóSar sem nú er að vaxa upp. Það ' vakti athygli þegar hann skipulagði kosningaherferð föðurbróður slns, Teds, á siðastliðnu ári. Stjórnmála leiðtogar I Bandarlkjunum fylgjast með Joe af miklum áhuga en sjálfur segist hann ekki enn sem komið er hafa áhuga á pólitlskum völdum. Hann segist vilja fá sér vinnu. vera virkur þátttakandi i þjóðlífinu. En það eru margar leiðir til að verða virkur þátttakandi i þjóðlifinu og að taka þátt i stjórnmálabaráttunni er ein þeirra. Eins og flestir með- limir Kennedyfjölskyldunn- ar hpltir^Joe miknlH"*l«ja á-fpróttum. Hann leikur fóc'' bolta. klýfur fjöll og hefur mikinn áhuga á siglingupa^ Hann hefur ibúð i Boston en þangað er aðeins nán- ustu vinum og fjölskyldu boðið. Einu sinni i mánuði heimsækir hann móður sina og yngstu systkin i Hickory Hill. Joe er litið fyrir að vera i sviðsljósinu og berst harðri baráttu fyrir að vernda einkalif sitt fyrir forvitnum fréttasnápum. Þvi efast margir um að hann muni nokkurn tima fyrir alvöru gefa sig að stjórnmálum. Ja, þessir Kennedyar Það hafa menn lengi vitað að þeir Kennedy- bræður voru engir aukvis- ar. Ekki virðast Kennedyar af yngri kyn- slóðinni vera neinir ætt- lerar. Morgunblaðið gat um það í hinum gagn- merka dálki „Fólk í frétt- um" i fyrradag að elzti sonur Roberts Kennedys, Joe, þyki hinn vænsti pilt- ur. Hann hafi líkt og margir ættingjar hans mikla ánægju af íþróttum margs konar. Þá segir orðrétt: Hann leikur fótbolta, klýfur fjöll og hefur mikinn áhuga á siglingum. .Fótbolta og siglingar þekkjum við islendingar mæta vel en sú iþrótt að kljúfa fjöll dó út með tröllum hér á landi. Laugardagur 10. september 1977 SlaSiA1' Mcydarsimar \ FMoKKsstarfió Slökkvilið Simi flokks- skrifstof- unnar i Reykjavik er 2-92-44 Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Nú hafa verið auglýst prófkjör um frambjóðendur Alþýðuflokksins til Borgarstjórnarkosninga (í október) og Alþingiskosninga (i nóvember) i Reykjavik og er allt flokksbundið fólk þvi hvatt til að mæta og gera skil hiö allra fyrsta. Samkvæmt leiðbeiningum um prófkjör, sem birtar voru i Alþýðublaðinu 5. júli s.l., lið 10, segir svo: „Meö- mælendur: Einungis löglegir félagar i Alþýðuflokknum 18 ára og eldri, búsettir á viökomandi svæöi, geta mælt meö framboði”. Höldum félagsréttindum okkar — greiðum árgjöldin. Félagsgjöldum er veitt móttaka á skrifstofu flokksins i Al- þýðuhúsinu, 2. hæð. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur. Prófkjör i Reykjaneskjördæmi Alþýöuflokkurinn efnir til prófkjörs i Reykjaneskjördæmi um val frambjóðanda á lista flokksins viö næstu Alþingis- kosningar og mun prófkjöriö fara fram hinn 8. og 9. októ- ber næstkomandi. Kjósa ber i prófkjörinu um tvö efstu sæti á væntanlegum framboöslista Alþýðuflokksins. Kjörgengi hafa aliir þeir sem kjörgengi hafa til Alþingis, og hafa meömæli minnst 50 flokksbundinna og atkvæöis- bærra Alþýðuflokksmannai kjördæminu. Tiikynningar um framboö skulu sendast formanni kjördæmisráös Hrafn- keli Askelssyni, Miövangi 5, Hafnarfiröi, og veröa þær aö hafa borizt honum eöa veriö póstlagöar til hans fyrir 10. september næstkomandi og veitir hann jafnframt allar nánari upplýsingar. 1 fjarveru llrafnkels Ásgeirssonar geta menn snúiö sér til Ólafs Haraldssonar, Hrauntungu 36 Kópavogi slmi 40397. Hann tekur og viö framboöum. Slökkviliö og sjúkrabflar i Reykjavik— simi 11100 i Kópavogi— Simi 11100 í Hafnarfirði — Slökkviliðið simi 51100 — Sjúkrabill simi 51100 Lögreglan Lögreglan I Rvik — simi 11166 Lögreglan i Kópavogi — simi 41200 Lögreglan I Hafnarfiröi — simi 51166 Hitaveitubilanir simi 25520 (utan vinnutima simi 27311) Vatnsveitubilanir simi 85477. Slmabiianir simi 05. Rafmagn. I Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði i slma 51336. Herilsuðæsia u —----------- ■'— Slysavaröstofan: slmi 8120*0 Sjúkrabifreiö: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 08.00-17.00. Mánud. föstud. ef ekki næst i heimilis- lækni, simi 11510. Læknar Tannlæknavakt i Heilsuverndar- stöðinni. Slysadeild Borgarspitalans. Simi 81200: Slminn er opinn allan sólar- hringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla, slmi 21230. ! Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00- 08.00 mánudag-fimmtud. Simi 21230. A laugardögum og helgi- dögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngu- deild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. Hafnarf jörður Upplýsingar um afgreiðslu i apó- tekinu er i sima 51600. Hafnarfjöröur — Garöahreppur Nætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöðinni simi 51100. Kópavogs Apótckopið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga kl. 9-12 og sunnudaga lokað. Hafnarfjörður: Lögreglan sii. 51166, slökkviliöið simi 51100.' Sjúkrabifreið simi 51100. Tekið við tilkynningum um bilan- ir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum sem borgarbúa • telja sig þurfa að fá aðstoð borg- arstofnana. Ýmrislegt Kvennaskólinn i Reykjavik. Nemendur skólans komiö til viö- tals I skólanum mánudag 5. sept. Uppeldisbraut og 9. bekkur kl. 10. 7. og 8. bekkur kl. 11. Asgrimssafn. Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriöjudaga og fimmtudaga. Frá kl. 1.30 — 4. Að- gangur ókeypis. Hjálparstörf Aðventista fyrir þróunarlöndin. Gjöfum veitt mót- taka á giróreikning nr. 23400. Flóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra verður innan tiðar. Viö biðjum velunnara að gá i geymslur og á háaloft. Hvers konar munir þakk- samlega þegnir. Simi 11822 frá kl. 2-5 daglega næstu vikur. Tæknibókasafniö Skipholti 37, er opiö mánudaga til föstudaga frá kL 13-19. Slmi 81533. Kirkja óháða safnaðarins messa kl 11. Séra Emil Björnsson. Arbæjarprestakall. Guðþjónusta I Arbæjarkirkju kl. 11 á.d. (Haustfermingabörn eru beðin að koma til kirkju og til við- tals eftir messu). Séra Guðmundur Þorsteinsson. Laugarneskirkja. Messa kl 11. Sóknarprestur. Skrifstofa Félags einstæðra for- eldra er opin alla daga kl. 1-5 e.h. aö Traöarkotssundi 6, simi 11822. Aöstandcndur drykkjufólks. Reykjavik fundir: Langholtskirkja: kl. 2 laugar- daga. Grensáskirkja: kl. 8 þriðju- daga. Simavakt mánudaga: kl. 15-16 og fimmtudaga kl. 17-18. Minningarkort Styrktarfé- lags vangefinna fást i Bókabúð Braga, Verzlunar- höllinni, Bókaverzlun Snæbjarnar i Hafnarstræti og i skrifstofu fé- lagsins. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum i sima 15941 og getur þá innheimt upphæðina i giró. Frá Hússtjórnarskóia Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Skóiinn býður upp á eftirtalin mámskeið í vetur: I. Saumanámskeið 6 vikur 1.1: Kennt verður þriöjud. og föstud. kl. 14-17 1.2: Kennt verður miðvikud. kl. 14-17 1.3: Kennt verður fimmtud. kl. 14-17 1.4: Kennt veröur mánud. og miövikud. kl. 19-22 I. 5: Kenntverður þriöjud.og fimmtud.kl. 19-22. II. Vefnaðarnámskeið, 8 vikur. Kennt veröur þriðjud., miövikud. og fimmtud. kl. 14-17. III. Matreiðslunámskeið, 5 vikur. Kennt veröur mánud., þriöjud. og miðvikud. kl. 18.30-22 IV. Matreiðslunámskeið, 5 vikur, Kennt veröur tvö kvöld i viku kl. 18:30 — 22 . Ætlaö karlmönnum sérstaklega. Stutt matreiðslunámskeið Kennslutlmi kl. 13:30—16:30 Gerbakstur 2dagar Smurtbrauö 3 dagar Sláturgerð og frágangur i frystigeymslu 3 dagar Glóöarsteiking 2dagar Grænmetisréttir og frysting grænmetis 2 dagar Fiskréttir 3dagar Innritun og upplýsingar i sima 11578 kl. 10-14. Skólastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.