Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 3
asr La ugardagur 10. september 1977 3 Aldrad fólk og Vals- menn á Heimilinu I fyrrakvöldi heimsóttu vistmenná Ellliheimilinu Grund og Hrafnistu sýninguna Heimiliö 77 í Laugardalshöll. Skoöaöi gamla fólkið sýninguna og varð meöal annars vitni aö þvf þegar Islandsmeistararnir [ knattspyrnu, Valsmenn, tóku þátt i tizkusýningu með þaulæföum sýningardömum og stóðu sig næstum þvi eins vel og á knattspyrnuvellinum. Dagskrá fyrradagsins lauk meö flugeldasýningu sem Hjálparsveit skáta stóð fyrir. _____~hm ^ RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á svæfingar- og gjörgæzlu- deild spitalans frá 1. nóvember n.k. i sex eða tólf mánuði eftir nánari samkomulagi við yfirlækni. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 10. október n.k. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar á skurðdeild Landspital- ans. Upplýsingar hjá hjúkrunarfor- stjóra, simi 29000. Kristneshælið HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til starfa á Kristneshæli nú þegar eða eftir samkomulagi. ódýr ibúð á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjórinn, simi 96-22300. Reykjavik9/9. ’77. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Laus störf Götun: Óskum að ráða vanan starfsmann á götunarstofu Akstur: Bifreiðastjóri óskast á sendibif- reið. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 15. sept. Skýrsluvélar irikisins og Reykjavikurborgar Útsending í lit á næsta leiti Unnið að þjálfun starfsfólks hjá Sjónvarpinu Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins sagði i viðtali við AB i gær, að nú væri verið að undirbúa nám- skeið og margvislega þjálfun starfsfólksins áður en byrjað verður að senda út i lit. ,,bað er búið að skipta um tæki og stilla, en ennþá er margt eftir ógert, og það er ekki hægt að segja um það að svo stöddu hvenær út- sending i lit getur hafizt,” sagði Pétur Guðfinnsson. „Það var i sjálfu sér orðið timabært að skipta um tæki. Þessi sem við erum nú með eru orðin 12 ára gömul. Þau verða nú tekin úr umferð og sett i geymslu. Að visu eru ýrpis þess- ara gömlu tækja enn nothæf. og sumt af þessu verður notað áfram.” Pétur Guðfinnsson sagði að starfsfólk Sjónvarpsins væri nú um 120 manns og hefði svo verið um nokkurra ára skeið. Engin fjölgun starfsfólks væri ráðgerð með tilkomu litsjónvarps. „Þessar nýju vélar sem við höfum fengið kosta um 75 milljónir en auk þess eigum við eftir að fá nýja kvikmyndasýn- ingarvél og framköllunarvél, sem munu kosta um 55milljónir til viðbótar. Til samanburðar við þessa fjárfestingu má geta þess að rekstrarkostnaður sjónvarpsins fyrstu sex mánuði ársins var um 60 milljónir á mánuði eða alls 360 milljónir og eru þá afskriftir ekki með 1 dæminu.” Pétur Guðfinnsson sagöi að norskir tæknimenn aðstoðuðu við uppsetningu tækjanna. Norðmenn héfðu verið þeir’sið- ustu á Norðurlöndum, að íslendingum undanskildum sem hefðu tekið upp litsjónvarp. Reynsla þeirra væri þvi ný, og einnig hefðu þeir öðlast reynslu af mistökum þeirra sem á und- an fóru. —BJ UTlVISTARFER'títP' Laugardagur 10 sept. kl. 13 20. Esjugangan. Gengið á Kerhólakamb (851m). Gengið frá melnum austan viö Esjuberg. Skráningargjald kr. 100. Bill frá Umferðamiðstöð að austanverðu. Verð kr. 800 v/ bilinn. Allir fá viðurkenningar- skjal. Fararstjóri: Mágnús Guðmundsson. Sunnudagur 11. sept. kl. 13. Hrómundartindur (551 m) Fararstjóri Böðvar Pétursson Lqus stoðo Halmagnsveitur rikisins óska aö ráöa \ íirumsjótiarmann ra t'magnsefíirlits- mála. Tæknifræöi eöa hliöstæö menntun nauösynleg. Umsóknir er greini menntun og iyrri störí' sendist til Raí'magnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik. ^pppR/P^' iSsaí Endurnýjið fyrir sumarfrí Endurnýjið fyrir sumarfrí, endurnýjið fram í tímann! Dregið 13. september. 9 flokkur Missið ekki af góðum vinningi fyrir það eitt, að þið voruð fjarverandi þegar endurnýjun fór fram. Nú er endurnýjun fyrir 9. flokk í fullum gangi hjá umboðsmönnum okkar. En umboðsmennirnir taka einnig við endurnýjunum einn, tvo, eða þrjá mánuði fram í tímann til þess að tryggja ykkur möguleika á vinningi á meðan þið eruð í sumarleyfi. HAPPDRÆTTI HÁSKOLA ÍSLANDS Tvö þúsund milljónir í boði 9 á 1.000.000,— 9 — 500.000,— 9 — 200.000.— 207 — 100.000,— 675 — 50.000,— 8.973 — 10.000,— 9.882 18 — 50.000 — 9.900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.