Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 6
6. r Laugardagur 10. september 1977 Vængjum vildi’ ég berast I vinda iéttum blæ, djarft um fjöll og dali og djúpan reginsæ ... Þannig kveöur Steingrimur Thorsteinsson næstum öld áöur en fhigvélar uröu algengur far- kostur. Þessar ljóölinur koma mér í hug, þegar ég svif i sólar- birtu ofar skýjum í flugvél á leið- inni frá Keflavik til Winnipeg. Eldri kynslóöin kannast viö þetta erindi lir „íslenzku söngvasafni”. Oftvar þetta sungiö á mannfund- um á Suöureyri i Súgandafiröi. Ekki var laust viö, aö vesælir jaröarbúar legöu allt sitt i söng- inn, til þess aö túlka þá þrá, sem býr ierindinu.Þaöþóttiþvi mikill viðburöur i þessum þrönga firöi, þegar litil flugvél settist I fyrsta sinn á lognkyrra höfnina og flug- maöurinn renndi henni upp I fjöruborðið. En mikilhefir breyt- ingin oröiö á skömmum tima, ef miðað er viö mannsævina. Heimsstyrjaldir viröast vera vel fallnar til þess aö flýta fyrir af- rekum á sviöi visinda og tækni. Og nú er svo komið, aö mann- skepnan þarf aö athuga vel sinn gang, ef hún á ekki aö tortima þessum litla hnetti I sölkerfi okk- ar. — Hvaö tekur þá viö? — Vill nokkur hafa búsetu á tunglinu? Ferðahópurinn, rúmlega 100 manns, kveður Keflavik í rign- ingu. Samvinnuferðir skipuleggja feröina, flugvélin er frá Arnar- flugi og flugstjóri ungur Akureyr- ingur, Arngrimur Jóhannsson. Aætlaður flugtimi er 5 1/2 stund. Fararstjórar eru GIsli Guö- mundsson og kona hans Nanna Magnúsdóttir. Timinn liöur ótrú- lega hratt. Farþegar reyna aö skyggnast eftir jöröinni gegnum litla ljóra vélarinnar. Liprar flug- freyjur ganga um beina og borö- haldið tekursinn tima. Gisli Guö- mundsson haföi haldiö fund meö farþegum, áöur en lagt var af staö ogfrætt okkur um Vestur-ls- lendinga og landnámið. Gisli er röskur fararstjóri, segir mátu- lega mikiö i einu og gefur feröa- manninum tækifæri til aö hug- leiða þann fróöleik, sem hann veitir. Gísli hefur sjálfur dvaliö vestan hafs og kann þvi vel sitt hlutverk. Mikiö var ort á leiðinni og las GIsli skáldskapinn upp i hátalara, svo aö allir mættu hlýöa. Mér fannst ég umlukinn andriki, svo aö ég baröi saman ferskeytlu. En þvi held ég fram minum hlut, aö fararstjórinn virtist vel viö una. Allar leiöir undur greiöar, eflir heiöa sólin þor — vélin skeiöar brautir breiöar, birtu seiöir inn til vor. Þegar Winnipeg nálgast lita margir til jaröar. Viöa má sjá litlar flugvélar við bændabýli. Þær eru eign bænda eöa efnaöra þorpsbúa, tákn um þaö land vel- megunar, sem viö senn gistum. Lending tekst með prýöi á til- skyldum tíma. Greiölega gengur að komast gegnum tollskoöun. Þó verður eitthvert þóf I sambandi við íslenzka unglinga, eitthvaö áfátt um skilriki, svo aö verðir laga séu ánægöir. Ollum er þó aö lokum hleypt inn i landiö. Fyrsti dagurinn er æöi langur. Fimm stundir bætast við til þess aö timaskekkja sé úr sögunni. Ég var svo vel settur, aö próf. Har- aldur Bessason tekur á móti mér áflugvellinum.Meö honum Ibiln- um er Ami Björnsson þjóöhátta- fræöingur. Hefur hann dvaliö um skeiö I Winnipeg og viöar, til þess að afla sér efnis um hætti Vestur- Islendinga. Haraldur Bessason tók viö sinnistööu viöháskólann i Manitoba áriö 1957. Kennaraem- bætti viö háskólann var stofnaö áriö 1952. Fyrstur gegndi þvf dr. Finnbogi Guömundsson lands- bókavöröur. Islenzka deildin hef- ur þegar gegnt afar mikilsveröu hlutverki og eiga Vestur-lslend- ingar þakkir skildar fyrir sam- stööu og fjárhagslegan stuöning um stofnun kennarastólsins viö háskólann i Manitoba. Eins og I Bandarikjunum eru fjölmargir þjóðflokkar i Kanada, Isem eru meginstoðir i þjóöfélag- inu. Einna verst eru þeir settir, sem voru fyrir, þegar hviti kyn- stofninn fór að byggja landiö. Sli"ka harmsögu má kenna viðar MM tiKitHini ”*!!!!!! .nniimnnn*'"; immiiin nnnm -.innmnn in**11** •SKimiimiii fiiM**'* „ |«£§l li’i;;;;:::::: **,!liii*' Ráöstefnu- og sýningarhöllin i Winnipeg fljótt góö kynni. Hann var þarna aö kynna sérbækur eftir Kr. Jan- son. Eldri kynslóöin mun visast þekkja þennnan höfund, en þrjár bækur eftir hann voru þýddar á islenzku og gefnar út vestan hafs. Sr. Emil á aldraöa móður og tvo bræður, sem búa á Borg i Alfta- vatnsbyggö, skammt frá bænum Lundar. Sr. Emil bauð mér að dvelja hjá sér um helgi. Þáði ég boðið meö þökkum. Fróölegt var aö kynnast landsbyggðinni, bú- skaparháttum . Bærinn Lundar mun vera álika stór og Selfoss, snyrtilegur verzlunarstaöur byggðarinnar. Þarna var á- nægjulegt aö heyra fólk tala Is- lenzku, svo að líkt var dvöl heima. Ég gisti hjá frændfólki sr. Emils I Lundar, ágætum hjónum, Guörúnu og Guðna Mýrdal. Kyrrðin var ólikt meiri en i Winnipeg, þar sem umferöarys- inn lægir seint á nóttu. Sunnu- dag, sannnefndan sólardag, synt- um viö sr. Emil I Manitobavatni við svonefnda Lundarströnd. Vatniö er grunnt, en botninn grýttur. Þarna væri áreiðanlega kjörinn baöstaöur fyrir fjölda fólks. Vatniö er vel volgt, þegar .hitinn er um 30 stig dögum sam- an.A heimleiðinni komum við i Arborg og Gimli. Stanzað var ná- lægt Arborg á Islenzkum bónda- bæ, Breiðabliki. Þar búa hjónin Gunnar Sæmundsson og Margrét Halldórsdóttir. Þau eiga þrjú börn, sem öll tala islenzku. Eldri dóttir hjónanna flutti árið 1975 kvæði i islenzka sjónvarpinu. Á heimilinu er gott safn fslenzkra bóka. Fyrstu helgina sem ég dvaldi i Winnipeg kynntist ég Magna Guðmundssyni hagfræöingi; Bjó hann i næsta herbergi. Nafn Magna þekkti ég af greinum i blööum um efnahagsmál. Hann hafði nýlega lokiö doktorsvörn við háskólann i Manitoba. Efni rit- gerðarinnarer um danska löggjöf til þess að hindra áhrif auðhringa. Mér þótti þetta mikið afrék ’hjá Magna, sem er um sextugt. „Lærum meöan lifum”, gæti ver- iö orötak hans. Viö Magni röbbuö- um saman um heima og geyma. Ég er sannfærður um, aö dr. Magni hefur ýmis holl ráö, sem kynnu að duga i baráttunni gegn verðbólgunni. En hverjir vilja þiggja góö ráð? Eru stjórnmála- menn og bankastjórar I þeim hóp? Mágurminn og systirfrá Akra- nesi voru stödd i Winnipeg um þessar mundir. Nér tókst að hafa upp á heimilisfangi þeirra. Skoð- uðum við þennan fyrsta sunnudag minn i Winnipeg þinghús fylkis- ins, sem er hin veglegasta bygg- ing. Stytta af Jóni Sigurðssyni forseta stendur I fögrum garöi skammt frá þinghúsinu. Garður- inn er allmikiö stærri en sá, sem stendur bak við okkar Alþingis- hús. Kann aö vera aö hlutfalliö sé ekki mjög óhagstætt okkur, þar sem Manitoba fylki er sex sinnum stærra en Isl. og höfuðstaðurinn Winnipeg hefur um 560.000 ibúa. Er hún fjóröa stærsta borg Kan- ada. Akurnesingar fengu af til- viljun far meö flugvél sem flutti hóp aldraðra Haf nfiröinga. Brott- för átti að vera um kvöldið. Leiö- sögumaöur var sr. Bragi Bene- diktsson og voru allir ánægðir meö vel heppnaða ferð. Góð kynning vestur-íslenzkra rithöfunda hefst árið 1930 með en INoröur-og Suöur-Ameriku. — Viö hliö Islandsdeildar bóka- safnsins er slavnesk deild. Kanadamenn af slavnesku bergi brotnir eru miklu fleiri, en Vest- ur-lslendingar. Bókasöfnin eru álika stór, rúmlega 20.000 bindi, ogfaraþau aö sjálfsögöu vaxandi árlega. Bókavöröur islenzka safnsins heitir Sigrid Johnson, ættuö frá Arborg i Ardalsbyggö. Sigrid talar góöa Islenzku. Hún tók viö af frú Hrund Skúlason, sem gegndi embætti bókavaröar um tvoáratugi. — Tilgangur ferö- ar minnar til Winnipeg var athug- un á Islenzkum ritum, sem út eru gefin vestan hafs. Núna i septem- bereru 100 ár siöan Framfarivar gefinnúti Kanada. Hann kom út i Lundi i Fljótsbyggö i Nýja Is-, landi, 3 árgangar 1877-79. Rit- stjóri var Halldór Briem, siöar kennari og bókavöröur. Prent- verkiö haföi Sigtryggur Jónasson útvegað. Hann var eins og kunn- ugt er hin styrka stoö landnem- anna um langt skeiö og kemur viöa viö sögu. Þörf íslendinga vestra fyrir sameiginlegt mál- gagn birtist snemma á fyrstu landnámsárunum. Höföu þeir á undan útgáfu Framfara gefiö út handskrifaö blaö, sem nefndist Nýi þjóöviljinn. Blaðasaga Vest- ur-lslendinga veröur ekki rakin hér. Eins og allflestir þekkja, er nú gefiöúteitt blaö I staö tveggja, Lögberg-Heimskringla. Má af þessu glöggt greina, hve erfitt er að halda viö Islenzkri tungu, þeg- ar allt skyldunám fer fram á ensku. Eitt sinn geröi ég tölulega skýrslu um bókaútgáfu hér á landi frá 1887 til 1966. Ég merkti um leiö viö útgáfu islenzkra rita i Kanada og komst aö raun um, aö hlutur þeirra er mikill miöaö viö allar aöstæður. Islendingar vestra uröu snemma kunnir fyrir samheldni, löngun til þess aö mennta börn sín og metnað til þess aö standa sizt aö baki ööru þjóöerni efnahagslega. Erfiðleik- arnir sem þeir þurftu í fyrstu aö yfirstiga voru gifurlegir. Visa ég til Sögu íslendinga i Vesturheimi, fimm binda verk eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson rithöfund og Tryggva J. Oleson prófessor. Nafnaskrá væri nauösynleg til þess aö gera þetta mikla verk aö- gengilegra. Þaö væri þarft verk, ef þjóöræknisfélögin og Menning- arsjóður létu bæta úr þessari vöntun. Ég er sannfærður um, aö einstaklingar og bókasöfn mundu taka lykliaöverkinu feginshendi. Arni Bjarnarson bókaútgefandi og formaöur þjóöræknisdeildar á Akureyri hefur nú undirbúið ljós- prentaöa útgáfu af Framfara. Arni telur, aö einungis séu nú til sex eöa sjö heil eintök af blaðinu. Arni hefur tekiö miklu ástfóstri við Vestur-Islendinga og er mál- um þeirra gjörkunnugur. Atti hann m.a. gagnmerkar tillögur um samskipti íslendinga vestan hafs og austan áriö 1958. Árni gef- ur út hin sivinsælu ritverk Jó- legum myndum. Sr. Rögnvaldur Pétursson hafði einnig gefið Landsbókasafni prentaö mál að vestan og síðar einkasafn sitt. Eftir Davið hefur komið út ljóða- bókin Rósviðir i Winnipeg 1952. Sr. RögnvaldurPétursson var um langt skeiö prestur Unitara og umdæmisstjóri þeirra um árabil. Þorkell Jóhannesson rektor sá um útgáfu á ræðum sr. Rögnvalds árið 1952, Fögur er foldin. Svo undarlega bar við fyrsta daginn sem ég kom i háskólasafn- ið i Winnipeg, að ég hitti þar fyrir núverandi umdæmisstjóra Unit- ata i N-Ameriku, sr. Emil Guð- mundsson. Talar hann Islenzku, endastundaö nám við Háskóla ts- lands. Með okkur sr. Emil tókust ólafur T. Hjartar bókavöröur hanns Magnúsar Bjarnasonar. Þá lætur hann ljósprenta Al- manak Ólafs Thorgeirssonar, sem hefur aö geyma fyrstu drög að landnámssögu Vestur-íslend- inga. Aður en ég hélt vestur hafði ég skráð safn Daviös Björnssonar bóksala i Winnipeg, er hann haföi gefiö Landsbókasafni. Davið fluttist til Winnipeg árið 1924. Um langt skeið var bókabúð hans miðstöð fyrir söluislenzkra bóka i Ameríku. Voru viðskiptavinir Daviös viða i Vesturheimi. Nú er Davið á niræöisaldri. Ég ræddi við hann kvöldstund, þvi aö mér lék hugur á aö kynnast þessum manni, sem gefið haföi safn sitt á- samt ýmsum handritum og fróö- Varmir dagar í Winnipeg Ólafur F. Hjartar, bókavörður skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.