Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER Norðurland í samband við Landsvirkjunarsvæðið: ,, Merkisár í sögunni” segir Ingólfur Árnason, rafveitustjóri á Akureyri — Þaðertalaöum að viö komumst í samband við Landsvirkjunarsvæðið í nóvember n.k., en nú er unnið við raflínu að Grundartanga í Hvalfirði og frá Grundartanga upp í Andakil. Þetta verk tekur 2—3 mánuði, sagði Ingólf- ur Árnason, rafveitustjóri á Akureyri, i stuttu spjalli við Alþýðublaðið í gær. Eins og kunnugt er hafa Norð- lendingar átt oft i miklum erfið- leikum hvað raforkumálin varðar á vetrum og hefur rafmagn frá Laxárvirkjun þótt fremur ótraust, ef illa viðrar. Nú hillir hins vegar undir traustari ljós- bera Norðlendinga i vetur viö tenginguna við suðurlinuna. Auk þessa má ef til vill reikna með Ingólfur Arnason. einhverri týru frá Kröfluvirkjun, þannig að óhætt er að segja að bjartara sé nú framundan i raf- orkumálum Norðurlands en verið hefur um langt skeiö. Einu sinni var talað um að tengja Skeiðfossvirkjun i Fljótum viö Laxársvæðið með linu frá Ölafsfirði til Dalvikur. Ingólfur var að þvi spurður, hvort horfið hafi verið frá þessum áætlunum. — Nei, þetta er enn á áætlun, en aldrei hefur verið veitt fjár- magni til ' framkvæmdanna. begar hefur verið mælt fyrir raf- linunni, en það er yfir fremur erf- iðan fjallgarð aö fara með hana. Annar möguleiki er sá aö tengja hana Skagafirðinum, enda tel ég aö það sé orkunotendum Skeið- fossvirkjunar talsvert kappsmál að komast i tengsl viö byggðalin- una vegna öryggisins sem þvi er samfara. En i heildina er bjartara fram- undan hjá okkur nú og þetta verður að teljast merkisár i sög- unni fyrir Norðlendinga, sagði Ingólfur Arnason. • —ARH Geirfugl til sölu! Nú er tækifærið komið fyrir áhugamenn um geirfugla að eignast einn slíkan (dauðan, að yisu) eftir rétta viku, en n.k. miðvikudag, 21. septem- ber, verður einn fugl upp- stoppaður af þessari löngu útdauðu fuglateg- und boðinn upp hjá Sothe- by's í London. Síðast þeg- ar geirfugl var seldur hjá Sotheby's, var hann sleg- inn á 9.000 pund, eða 2.340.000 ísl. króna. Af þvi bezt er vitaö, var sið- asti geirfuglinn drepinn á brezku yfirráðasvæði árið 1840, en fjórum árum siðar var svo tegundinni endanlega útrýmt og gerðist sá atburöur i Eldey hér við land. Saga geirfuglsins, sem nú biö- ur þess að skipta um éiganda fyrir nokkur þúsund sterlings- pund, er i stutt máli sú, að hann var gefinn háskólanum i Dur- ham i Englandi við stofnun skól- ans 1934. Gefandinn hafði keypt hann 1930 fyrir fimm pund af manni sem enn áður hafði keypt fuglinn i Hamborg. Upphaflega var einungis hamurinn varðveittur óupp- stoppaður, en um 1880 var hann látinn i hendur Howland nokkr- um Ward. Ward haföi numið uppstoppunarlistina af föður sinum og setti á stofn eigið upp- stoppunarfirma við Piccadilly 1879. Glæsilegt útlit geirfuglsins fyrrnefnda er þakkað sérstakri tækni sem Ward þróaði við upp- stoppun fugla og dýra, sem fólg- in var i þvi að setja haminn utan um tilbúið likan af viðkomandi dýri. Talið er að til séu um 12 aðrir raunverulegir uppstoppaðir geirfuglar i Bretlandi, þannig að það veröur að teljast til tiö- inda þegar slikt fyrirbæri lendir á uppboði. \ Prófkjör Alþýðuflokksins: Sjö fara í prófkjörið í Reykjaneskjördæmi Um siðustu helgi rann út frestur til að skila framboðum fyrir prófkjör Alþýðuflokks- ins i Reykjaneskjör- Gunnlaugur Stefánsson dæmi vegna Alþingis- kosninganna. Hrafnkell Asgeirsson formað- ur kjördæmisráðs sagði i viðtali vfð Alþýðublaðið i gær að prófkjörið mundi fara Hilmar Jónsson Örn Eiðsson fram helgina 8. og 9. októ- ber næstkomandi og veröa kjörstaðir i það minnsta sjö talsins. Nú þegar hefur verið ákveðið að hafa kjörstaði i Mos- fellssveit, á Seltjarnarnesi, i Kópavogi, Hafnarfiröi, Grinda- Karl St. Guönason vik, Njarðvikum, Keflavik og Sandgerði. Hrafnkell sagði að hugsanlegt væri , að fleiri kjör- staðir yrðu ákveðnir og mundi það mál liggja fyrir næstu daga. Ekki hefur enn veriö endan- lega ákveðiö hve lengi kjörstað- Kjartan Jóhannsson ir verða opnir hvorn daginn um sig, en þó má telja lfklegt að kjörfundir standi yfir allt frá þvi fyrir hádegi og fram á kvöld. 1 prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi verður kosið um menn i tvö efstu sæti listans. Frambjóðendur eru þessir: 1 1. sæti eihungis, Jón Ármann Héðinsson. 1 1. og 2. sæti, Karl Steinar Guðnason, ólafur Björnsson, Kjartan Jóhannsson og Hilmar Jónsson. 1 2. sæti einungis, Gunnlaugur Stefánsson og Orn Eiðsson. —BJ Ólafur Björnsson Prófkjörsseðill Reykjaneskjördæmi 1. sæti 2. sæti Gunnlaugur Stefánsson Hilmar Jónsson Hilmar Jónsson Jón Armann Héðinsson - . Karl St. Guðnason Karl St. Guðnason Kjartan Jóhannsson Kjartan Jóhannsson Ólafur Björnsson Ólafur Björnsson örn Eiðsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.