Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 14. september 1977 SSS" Umsagnir ítalskra blada um söngför Pólýfónkórsins Eftirfarandi um- sagnir italskra blaða úr ferð Pól ýfónskórsins hefur blaðinu borizt. En eins og kunnugt -er söng kórinn i 7 itölskum borgum við góðan orð- stír eins og sjá má á dómum itölsku blað- anna. LA NAZIONE, Florens, 29. júnl: „Þau koma frá Islandi og eru á hljómleikaferð um Italiu með viðkomu i mörgum borgum, eiga m.a. að syngja I MarkUsar- kirkjunni i Feneyjum. Þau eru komin tilaðflytja okkur nokkur snilldarverk tónlistarinnar, svo sem Messias eftir Hdndel. Þau, sem hér eru á ferð eru Pólýfón- kórinn og Kammersveit Reykjavikur, alls um 180 manns undirstjórn hins trausta ttínlist- armanns Ingólfs Guðbrands- sonar. Hann stóð fyrir hljöm- leikum i Santa Croce, er hlutu afbragðsgóðar viðtökur, en efn- isskráin var eftir Vivaldi og Bach. Ingólfur Guðbrandsson kann mjög vel að stjórna, en hann er einnig prýðilegur þjálf- ari. Um það ber Pólýfónkórinn i Reykjavik, sem Ingólfur hefur stjórnað frá stofnun, glöggan vott, þvi að auk sönghæfileika einstakra kórfélaga sýnir kór- inn það öryggi og nákvæmni i efnismeðferð, sem einungis næsthjá fullkomlega samstilltri heild, þjálfaðri í vönduðum vinnubrögðum og mótaðri af vakandi og næmu tónlistar- skyni. En auk þeirrar hæfni, sem kórinn sýndi i erfiðum verkum eins og Gloria eftir Vivaldi og Magnificat eftir Bach, þar sem einsöngvarar skiluöu sinum hlut einnig vel og sýndu umtalsverða færni i raddbeitingu, þ.e. Kathleen Livingstone sópran, Ruth L. Magnússon alto, Neií Mackie tenór og Michael Ripp- onbassi, þá gaf þátttaka ágætra hljóðfæraleikara i hinni litlu Is- lenzku hljómsveit góða hug- mynd um tónlistarmenningu, sem sannarlega er athyglis- verð. Nægir að hafa i huga fyrsta og annan fiðluleikara, systurnar Mariu og Rut Ingólfs- dætur, er léku frábæran einleik i Konsert i d-moll eftir Bach, flautuleikarana, óbóleikarann (Kristján Þ. Stephensen) og trompetleikarana — hinn fyrsti (Lárus Sveinsson) var skinandi góður i Magnificat. 011 verð- skulda þau hinar hjartanlegu viðtökur áheyrenda. Sigurinn var kórónaður, er flytjendur voru kallaðir fram hvað eftir annað.” IL GIORNALE DI VICENZA, 30. júni: Listavori lýkur með góðum tónleikum „I Santa Corona lauk vorhátið i hljómlist með flutningi is- lenzkra hljómlistarmanna á Messiasi eftir Handel. Þetta val menningarmálaráðsins hefur áreiðanlega verið samkvæmt einhverri guðlegri visbendingu, ef dæma má eftir hinum glæsi- legu undirtektum, sem féllu flytjendum i skaut og þeim gif- urlega fjölda, sem viðstaddur var. Þetta val var lika fullkom- lega eðlilegt miðað við þann ein- staka áhuga, sem almenningur I Vicenza hefur sýnt á slðari ár- um á stórkostlegri kirkjutónlist barokktimabilsins. Messias Handels er óumdeil- anlega eitt stórfenglegasta verk sinnartegundarog sinstima, og nýtur einnig vinsælda, sem eiga sér enga hliðstæðu á sviði óra- torfunnar. Islendingarnir sýndu i túikun sinni á þessu mikilfenglega verki ótviræða hæfni. Sennilega gerði kórinn það bezta — bæði vel samhæft og vel sjórnað. Dynamiskur sveigjanleiki hans var athyglisverður, skýr fram- setning kontrapunktsins og ótrúleg samstilling, þegar tekið er tillit til að i honum eru yfir 130 flytjendur. Hljómsveitin, sem stjórnað var af öryggri hendi Ingólfs Guðbrandssonar gerði undirleiknum lofsamleg skil með næmri tilfinningu fyrir hrynjandi i skýrum spikkato- leik. Einsöngvarar voru Micha- el Rippon, bassi, sem féll okkur vel i geð vegna hinnar áköfu sannfæringar, sem hann lagði i hlutverk sitt, Neil Mackie tenór, Ruth L. Magnússon alto og Kathleen Livingtone sópran. Eins og bent var á i upphafi var Santa Corona troðfull og margir áheyrendur stóðu eða sátu, hvar sem þeir gátu komið sér fyrir á þrepum hliðaraltar- anna. Viðtökurnar voru með eindæmum, lófatakið dynjandi, einnig meðan á flutningnum stóð, og i lokin ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna.”” Cesare Galla IL PICCOLO —Trieste — 5. júll Tær flutningur á Messiasi i Aquileia Fyrsti flutningur Messiasar minnir okkur á hið kaþólska ír- land, en þessi stórkostlega óra- tori'a Handels var frumflutt 1 Dublin 13. april 1742. En flutn- ingur óratoriunnar nú á iaugar- dagskvöldið i kirkjunni i Aquileia, sem gerður var af mikilli nákvæmni og innlifun, voru jafnframt fyrstu kynni okkar af tónlistarlifi hins fjar- læga lýðveldis íslands, þar sem flestir ibúanna eru mótmælend- ur. A siðari timum höfum við oft- ar en einu sinni fengið að njóta þessa mikilfenglega og bjarta verks Handels og dást að hinu altæka samspili tónviddanna og hinu frábæra jafnvægi i sam- setningu verksins. Sérstaklega erhrifandi aria altraddarinnar, „Hewas despised”, sem túlkar átakanlega innlifun. Ruth Magnússon kunni að gera þessu hlutverki góð skil með fremur dimmri rödd sinni og óaðfinnan- legriframsögn. I heild voru hin- ir tignu og stundum kraftmiklu kórþættir — allt fram að hinni mikilfenglegu lokafúgu — Amen — tdlkaðir af mikilli færni af hinum vel agaða islenzka Pólý- fónkór, sem nú heldur hátiðlegt 20 ára starfsafmæli. Aðrir ein- söngvarar voru Neil Macie ten- ór, Kathleen Livingstone sópr- an, —-stundum dálitið hlédræg I túlkun sinni — og Halldór Vil- helmsson bassi. Kammerhljóm- sveit Reykjavikur, sem er frá- bærlega samsett fyrir þessa tegund tónlistar, lék af miklum þokka og hljómaði glæsilega. Stjórn kórs og hljómsveitar var mjög örugg og sannfærandi og túlkunin risti djúpt I höndum Ingólfs Guðbrandssonar. Hin fornfræga kirkja i Aquileia var eins troðfull af fólki og frekast varð viðkomið. Aheyrendur voru yfir sig hrifnir og ósparir á-að sýna það með margendurteknu lófataki fyrir stjórnandanum Ingólfi Guð- brandssyni, einsöngvurunum fjórum, svo og fyrir hinum frá- bæru forystuleikurum hljóm- sveitarinnar.” E.G. STRALIGNANO — 9. júli: Verðskuldað lófatak Föstudaginn 1. og sunnud. 3. júli voru haldnir i Lignano hljómleikar, sem beðið hefur verið eftir, hljómleikar islenzka Pólýfónkórsins og Kammer- hljómsveitar Reykjavikur. Hin- ar glæsilegu móttökur, er gest- irnir hlutu, má marka af hinu mikla fjölmenni tónlistarfróðra áheyrenda, sem fögnuðu lengi og innilega söngvurum og hljóð- færaleikurum, en þó einkum söngstjóranum Ingólfi Guð- brandssyni. Þessir hljómleikar voru frábærir og sérstakir einn- ig fyrir þá sök, að einmitt i Lignano vildi Ingólfur Guð- brandsson ljúka tuttugu ára söngstjóraferli sinum, en það var reyndar Ingólfur, sem stofnaði Pólýfónkórinn á sinum tima. Þetta val söngstjórans minnir óhjákvæmilega á annan þátt i lifsstarfi hans þ.e. skipu- lagningar- og brautyrðjandá- starf hans á sviði ferðamála. Sem forstjóri Ferðaskrifstof- unnar Útsýnar hefur hann nú i mörg ár tekið Lignano fram yfir alla aðra baðstaði á ítaliu fyrir íslendinga, sem vilja eyða sum- arleyfinu i sólinni hér. Aður en kórinn og hljómsveit- in héldu brott frá Lignano, var þeim haldin veizla, þar sem auk allra þátttakenda, nærri 200 manns, komu margir af fyrir- mönnum héraðs og bæjar. Þar afhentirikisstjórinn iUdine, dr. Spaziante, Ingólfi Guðbrands- syni riddarakross italska lýð- veldisins f yrir tviþætt starf hans i þágu lista og ferðamála, landi voru til heilla. Að loknum flutningi Messias- ar i Lignano voru söngstjórinn sjálfur, sópransöngkonan K. Livingstone og tenórinn Mackie tekin tali af starfsmönnum út- varpsstöðvarinnar, sem m.a. hljóðritaði hljómleikana. Hér á eftir fer viðtalið við Ingólf Guð- brandsson.: Söngstjórinn, Ingólfur Guðbrandsson — Vilduð þér segja frá helztu erfiðleikunum við flutning þessa meistaraverks Handels? — Stílhrein túlkun og jafn- Framhald á bls. 10 Hver vill skoða iðnfyrirtaeki? Vegna fyrirhugaðrar iðnkynningar gefst al- menningi kostur á að heimsækja nokkur iðn- fyrirtæki og kynnast framleiðslu þeirra und- ir leiðsögn sérfróðra manna. Gefinn er kost- ur á þrem mismunandi ferðum og inniheldur hver ferð heimsókn i 3 fyrirtæki. Eftirtaldar ferðir standa til boða. Hópur I. 1. Sportver h.f., Skúlagötu 26. Föt. 2. Harpa h.f., Skúlagötu 42. Málning. 3. Sól h.f./Smjörliki h.f., Þverholti 19. Matvæli. Allir út að mála! Mtretex plastmálning utan húss og innan Hempel’s malning og lökk á tré og jám Cuprinol niayamarefni S/ippfélagið íReykjavíkhf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Símar 33433 og 33414 Timi ferða: Mánudag 19. september. miðvikudag 21, september. fimmtudag 22. september liópur II. 1. Gamla Kompaniið h.f., Bilds- höfða 18. lnnréttingar. 2. Plastprent h.f., Höfðabakka 9. Plastvörur. 3. Glit h.f., Höfðabakka 9 Steinefni. Timi ferða: þriðjudag 20. september. miðvikudag 28. september. fimmtudag 29. september. Hópur III. ^l. Kristján Siggéirsson h.f., Lágmúla 7. Húsgögn. 2. Kjötiðnaðarstöð SIS, Kirkju- sandi. Matvæli. 3. Kassagerð Reykjavikur h.f., Kleppsvegi 33 Pappirsvörur. Timi ferða: þriðjudag 20. september. miðvikudag 21. september. fimmtudag 22. september. Farið verður frá happdrætti- húsi iðnkynningar i Lækjar- götu kl. 13.00 Stundvfslega ofantalda daga. öllum eru opnar þessar ferð- ir. Þeir, sem hafa áhuga á að fara þær eru beðnir um að hafa samband við Iðnkynn- ingu I Reykjavik, s: 24473 sem fyrst, þar sem aðeins um 20 manna hópar fara i hverja ferð. Lagt verður af stað I kynnisferðir milli fyrirtækja frá happdrættis- vinningi Iðnkynningar við Lækjargötu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.