Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 14. september 1977 SKS? Af hverju ekki ad segja satt? alþýöu' Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla XI, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsími 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i lausasölu. Sigur norskra jafnaðar- manna Verkamannaf lokkur- inn undir forystu Odvars Nordli vann mikinn sigur í norsku þingkosningun- um. Flokkurinn bætti við sig 14 þingsætum og hef ur nú 76 þingmenn. Aðeins skortir herzlumuninn til að flokkurinn hafi einn meirihluta á þingi. Saga norskra jafnaðar- manna er saga mikillar baráttu og mikilla sigra. Á árunum 1920 til 1930 var norska alþýðuhreyfingin tvístruð, en undir forystu jafnaðarmanna tókst að sameina krafta hennar innan verkalýðshreyf- ingarinnar og i Verka- mannaf lokknum. Eftir 1930 fór verulega að kveða að Verkamanna- flokknum, og allar götur síðan hefur hann haldið um stjórnartaumana í Noregi, nema tvö stutt tímabil, þegar borgar- flokkarnir náðu völdum. í þessum kosningum er eftirtektarvert hvert af- hroð flokkur vinstri só- síalista galt. Þessi flokk- ur hefur verið einskonar kosningabandalag kommúnista og jafnaðar- manna, sem töldu sig of langttil vinstri til að geta átt samleið með Verka- mannaflokknum og öðr- um jaf naðarmönnum. Þessi f lokkur tapaði nú 15 þingsætum og á aðeins einn mann á þingi. Flokkur vinstri sósía- lista í Noregi er um margt svipaður Alþýðu- bandalaginu íslenzka. Hann ber einkenni kosningabandalags og byggir ekki á neinum raunverulegum pólitisk- um grunni. Stefnan hef- ur verið flöktandi og flokkurinn hefur átt erfitt með að fóta sig á tilteknu stjórnmálasviði. Hann hefur stöðugt leitað að pólitískri handfestu, ekki ósvipað og nú gerist með Alþýðubandalagið og Evrópukommúnismann. Talið er, að norskir kjósendur hafi meðal annars lýsf yfir van- trausti á vinstri sósíalista vegna óábyrgs og öfga- fulls áróðurs þeirra. — Kjósendur treystu betur jafnaðarmönnum og for- ystu þeirra, eins og kjós- endur í Danmörku gerðu fyrir skömmu og talið er fullvíst að sænskir kjós- endur myndu gera, ef kosningar færu nú f ram í Svíþjóð. Sigur norska Verkamannaflokksins er sigur jafnaðarstefnunnar og liður í stöðugri sókn. hennar. i leiðara Tímans í gær er komist svo að orði: ,,Ef litið er á stöðu islenzka þjóðarbúsins, er hún engan vegin slæm. Framleiðslan hefur farið vaxandi og útflutnings- verð fremur hækkandi". Þessi málf lutningur er dæmigerður fyrir þá menn, sem álita að þeir geti sagt þjóðinni hvað sem er: fólkið hvorki hugsi né fylgist með. Og hvernig skyldi svo staða íslenzka þjóðar- búsinsvera í raun. Látum Þjóðhagsstof nun tala: Verðbólgan á þessu ári verður um 35%, við- skiptahalli verður á utan- ríkisverzluninni, við- skiptakjör eru slakari en á fyrra ári. Þar munar mest um verðlækkun á fiskmjöli og lýsi. Óvissa er um saltfiskmarkað í Portúgal og skreiðar- markað í Nígeríu. Verð á Bandaríkjamarkaði er nú svo hátt að óvarlegt er að reikna með meiri hækkun þar. Verðbreytingar hér á landi hafa verið örari um hríð en áður, og þar eru ekki öll kurl komin til grafar. Örlítið er þetta nú önn- ur mynd en Tíminn dreg- ur upp. En hér er sem fyrri daginn reynt að telja fólki trú um, að ástandið sé betra en það raunverulega er. Ekki verður Tímanum láð þótf hann reyni að verja sinn flokk , aðgerðir hans og ábyrgð á efnahagsmál- unum. En það er bæði miklu farsælla og heíðar- legra að segja fólkinu í landinu hvernig ástandið raunverulega er. —ÁG— ..— OB ÝMSUM flTTUM Fyrsta prófkjöri Alþýðuflokksins lokið Nil um siðustu helgi fór fram prófkjör i Suðurlandskjördæmi á vegum Alþýðuflokksins. Þátt- takan i prófkjörinu var mikil og lofar góðu um framgang og áhrif þessa máls, sem Alþýðu- flokkurinn hefur nú bundið i lög- um. Prófkjörið á Suðurlandi er fyrsta prófkjör Alþýöuflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar, en samkvæmt niðurstöðum þess verða þrir efstu menn á lista flokksins i kjördæminu þeir Magnús H. Magnússon, Agúst Einarsson og Erlingur Ævar Jónsson. Alls tóku 644 þátt i prófkjör- inu, en af þessum atkvæðum voru 63 dæmd ógild söcum þess að þau bárust of seint til taln- ingar. Að visu mun ýmsum finn- ast sem kjörstjórnin hafi verið einum of grimm, aö taka svo hart á formlegheitunum, en þó munu aðrir vera þeirrar skoð- unar, aö mikilvægt sé að fylgja öllum reglum til hins 'ítrasta, ekki sizt i upphafi, meðan reyn'Sla er takmörkuð og menn eru enn að þreifa sig áfram um endanlegt og fast form á fram- kvæmd prófkjörs. Breytingar á kosninga- lögum Dagblaðið Visir ræðir um breytingar á kosningalögunum og prófkjörin i leiðara sinum i gær. Þar segir svo: ,Við núverandi aðstæður er útilokað fyrir kjósendur að hafa áhrif á val frambjóðenda i kosn- ingum. Með opnum prófkjörum hefur veriö komið til móts við óskir kjósenda að þessu leyti. En á það er að lita að einungis einn flokkur hefur viöhaft opið prófkjör og það aðeins I tak- mörkuöum mæli. Annar flokkur er að hefja prófkosningar um þessar mundir og hefur einn flokka sett bindandi reglur þar um, er gilda um val frambjóð- enda I öllum kjördæmum. Prófkjörin leysa þvi ekki all- an vanda að þvi er varöar per- sónubundið kjör. En flestir eru á einu máli um, að það horfi til aukins lýöræöis að gefa kjós- endum kost á að velja einstakl- inga um leiö og þeir gera upp á miiliólikra stjórnmálaviöhorfa. Eðlilegast væri því að gera nú þær breytingar á kosningahátt- um og kjördæmaskipan, er fullnægöu þessum tveimur meginmarkmiðum aö jafna kosningaréttinn og auka mögu- leika á persónubundnu kjöri. Alþingi má ekki skjdta sér undan þvi aö hreyfa við þessu máli I fuilri alvöru á komandi vetri. Verði það ekki gert núna, þegarkosningarstanda hvorteð er fyrir dyrum, er eins vist aö það dragist von Ur viti.” Síðan vikur Þorsteinn Pálsson ritstjóri að hugmyndum sem fram hafa komið um breytingar á kosningalögum, annars vegar einföldum iagabreytingum og hins vegar breytingar á stjórnarskrá. Um þetta segir I leiðara Vísis i gær: „Settar hafa verið fram hug- myndir um tvær leiðir i þessu efni. Ýmsir eru þeirrar skoð- unar að afnema eigi hlutfalls- regluna við Uthlutun uppbótar- þingsæta þannig að þau kæmu öll I hlut Reykjavikur og Reykjaness. Þetta má gera án stjórnarskrárbreytingar, þar sem Uthlutun uppbótarþingsæta er ákveðin með kosningalögum. Með þessu móti er unnt að ganga nokkuð i þá átt að jafna kosningaréttinn.En meginmein- semdin er i þvi fólgin, að kosningaréttur manna er orðinn mjög ójafn. Sumir kjósendur geta haft allt að þvi fjórfaldan atvkæðisrétt á við aðra. Þaö er ójöfnuður, sem ekki stenzt i lýöræðisþjóðfélagi. Skemmra verður ekki gengið i þessu efni en breyta gildandi reglum um úthlutun uppbótarþingsæta. A hinn bóginn er ljóst, að breyting af þvi tagi er aðeins takmörkuð lausn á þeim vanda, sem við er að etja. Með þess konar breytingu er einvörðungu unnt að breyta kosningaskipan- inni I átt til jafnari kosninga- réttar. Hin leiðin er sú aö breyta kjördæmaskipaninni með nýj- um stjórnarskrárákvæöum Sú leið er flóknariog krefst tveggja kosninga. En aðeins með þvi móti er unnt að koma til móts við þau almennu sjónarmiö, sem nú eru rikjandi og miða ekki aðeins að jöfnun kosninga- réttar, heldur einnig aö per- sónubundnari kjöri en verið hef- ur.” BJ -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.