Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 14. september 1977 SSSSr Bárður Breiövik talar ekki út I bláinn. I Augliti til auglitis á Kjarvalsstödum: j Sýning sem kemur róti á hugann Listamenn og forsvarsmenn sýningarinnar. Þessa dagana stendur yfir norræn myndlistasýning á Kjarvalsstööum, „Augliti til auglitis", og stendur hún til 25. september. Meöal islenzkra þátttakenda i þessari sýningu eru: AgUst Petersen, Hildur Hákonar- dóttir, Hringur Jóhannesson, Oskar MagnUsson og Blómey Stefánsdóttir. Syningin kemur hingað á vegum Norræna myndlistar- bandalagsins og Félags islenzkra myndlistarmanna, sem er aöili að þvi, en banda- lagið hefur mörg undanfarin ár gengizt fyrir samsýningum myndlistarfólks frá Noröur- löndunum fimm. Fyrst voru þessar sýningar haldnar i höfu&borgunum og nokkrum öðrum stærri borgum. Siðasta strjra sýningin af þessu tagi var haldin á Kjarvalsstöðum 1972 i tengslum viö Listahátið I Reykjavfk. NU hefur verið tekinn upp nýr háttur i þessari sýningarstarf- semi, og er þessi sýning sU fyrsta „sinnar tegundar", ef svo má segja, sem haldin er hér á landi. Sú fyrsta var opnuö i Stokkhólmi i nóvember i fyrra. Markmið sýningarinnar er, „að sýna myndlist og form- mótun i viðara samhengi en tiðast hefur verið gert, vikja frá hinum sérfræöilegu sjdnar- miðum og taka mið af umhverfisvandamálum siöustu ára og áratuga," eins og komist er að orði i sýningarskrá. lýst sýningunni, sem „norrænni ringulreið". A blaðamannafundi sem haldinn var rétt fyrir opnun sýningarinnargafstkostur á, að ræða við nokkra af forsvars- mönnum þessa listviðburðar og einnig listamenn, sem þarna sýna. Eirikur Smith listmálari, sem unnið hefur við uppsetningu sýningarinnar, sagði, að mikil vinna hefði farið i aö koma þessu öllu fyrir. Hér væri um merkan listviðburð að ræða, en að sjálfsögðu væru deildar meiningar um einstök verk og einstaka listamenn. Bárður Breiövik (Bard Brei- vik) frá Noregi er tvimælalaust i hópi þeirra listamanna, sem hvað mesta athygli vekur. I viðtali við AB sagði Bárður, „að listin væri hluti af umhverf inu sjálfu." t það minnsta ætti hún að vera það. „Sumir bua til listaverk til að selja. En öl þess að hægt sé að selja listaverk þarf að vera hægt að hengjaþau upp á vegg. Þannig hefur það verið. Min skoöun er sú, að listamaðurinn eigi aö skapa listaverkið vegna listarinnar sjálfrar. Hann á að geta skapaö listaverk, sem hægt er>að koma fyrir, þannig að fólk geti notið þess, án tillits til þess, hvort hægt sé að koma þvi nokkurs staðar fyrir eftir að sýningu lýkur.'' Þegar litiö er á listaverk Bárðar fer ekki á milli mála, að maðurinn talar ekki út i bláinn. Virðing þessa unga listamanns fyrir efninu og forminu er I AB myndir ATA slikum sérflokki, að ekki getur farið fram hjá nokkrum manni sem stigur inn fyrir dyr á þessari sýningu. Ef litið er á heildina má ætla að þessi sýning hljóti að koma nokkru róti á huga listunnenda og listafólks • Þarna eru á ferð- . inní listamenn af beztu sort, og sýningin i heild eykur verulega hróður Kjarvalsstaða, sem hik- laust má telja i flokki fremstu sýningarsala myndlistar i Evrópu og þótt viðar væri leitað. -----BJ Verk eftir Óskar Magnússon „Hvað skyldi vera gert við svona listaverk þegar sýningunni lýk- ur?" eða „Hvað skyldi þetta nú vera?" Dæmi um áleitar spurning- ar sem sýningargestir hljóta aö velta fyrir sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.