Alþýðublaðið - 14.09.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Qupperneq 6
6 AAiðvikudagur 14. september 1977 Báröur Breiövik taiar ekki út í bláinn f N ^Augliti til auglitis á Kjarvalsstöóum: j Sýning sem kemur róti á hugann bessa dagana stendur yfir norræn myndlistasýning á Kjarvalsstöðum, „Augliti til auglitis”, og stendur hún til 25. september. Meöal islenzkra þátttakenda i þessari sýningu eru: Ágiist Petersen, Hildur Hákonar- dóttir, Hringur Jóhannesson, Oskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttir. Sýningin kemur hingað á vegum Norræna myndlistar- bandalagsins og Félags islenzkra myndlistarmanna, sem er aðili aö þvi, en banda- lagiö hefur mörg undanfarin ár gengizt fyrir samsýningum myndlistarfólks frá Noröur- löndunum fimm. Fyrst voru þessar sýningar haidnar i höfuöborgunum og nokkrum öörum stærri borgum. Siöasta störa sýningin af þessu tagi var haldin á Kjarvalsstööum 1972 i tengslum við Listahátið I Reykjavfk. NU hefur verið tekinn upp nýr háttur i þessari sýningarstarf- semi, og er þessi sýning sú fyrsta „sinnartegundar”, ef svo má segja, sem haldin er 'hér á landi. Sú fyrsta var opnuö i Stokkhólmi i nóvember i fyrra. Markmiö sýningarinnar er, ,,aö sýna myndlist og form- mótun i viöara samhengi en tiöast hefur veriö gert, vikja frá hinum sérfræöilegu sjónar- miöum og taka miö af umhverfisvandamálum siöustu ára og áratuga,” eins og komist er aö oröi i sýningarskrá. Mikiö hefurveriö rættog ritaö um þessa sýningu annars staöar á Noröurlöndum og hefur hún yfirleitt fengið góöa dóma þar sem hún hefur gengið yfir. Þó má benda á, aö Politiken hafi lýst sýningunni, sem „norrænni ringulreiö”. A blaöamannafundi sem haldinn var rétt fyrir opnun sýningarinnar gafst kostur á, aö ræöa viö nokkra af forsvars- mönnum þessa listviðburðar og einnig listamenn, sem þarna sýna. Eirikur Smith listmálari, sem unniö hefur viö uppsetningu sýningarinnar, sagöi, aö mikil vinna heföi fariö í aö koma þessu öllu fyrir. Hér væri um merkan listviðburö aö ræða, en aö sjálfsögöu væru deildar meiningar um einstök verk og einstaka listamenn. Báröur Breiövik (Bard Brei- vik) frá Noregi er tvimælalaust i hópi þeirra listamanna, sem hvaö mesta athygli vekur. 1 viðtalivið AB sagöi Báröur, „aö listin væri hluti af umhverfinu sjálfu.” 1 það minnsta ætti hún að vera það. „Sumir búa til listaverk til að selja. En til þess aö hægt sé aö selja listaverk þarf aö vera hægt aö hengja þau Verk eftir óskar Magnússon Listamenn og forsvarsmenn sýningarinnar AB myndir ATA upp á vegg. Þannig hefur þaö veriö. Min skoöun er sú, aö listamaöurinn eigi aö skapa listaverkiö vegna listarinnar sjálfrar. Hann á aö geta skapað listaverk, sem hægt er- að koma fyrir, þannig aö fólk geti notiö þess, án tillits til þess, hvort hægt sé aö koma þvi nokkurs staðar fyrir eftir aö sýningu lýkur.’1 Þegar litiö er á listaverk Báröar fer ekki á milli mála, aö maöurinn talar ekki út i bláinn. Viröing þessa unga listamanns fyrir efninu og forminu er I slikum sérflokki, aö ekki getur fariö fram hjá nokkrum manni sem stigur inn fyrir dyr á þessari sýningu. Ef litið er á heildina má ætla að þessi sýning hljóti aö koma nokkru róti á huga listunnenda og listafólks - Þarna eru á ferð- . inni listamenn af beztu sort, og sýningin I heild eykur verulega hróður Kjarvalsstaöa, sem hik- laust má telja i flokki fremstu sýningarsala myndlistar i Evrópu og þótt viðar væri leitaö. ----BJ Þekkt andlit á einu bretti „Hvaö skyldi vera gert viö svona iistaverk þegar sýningunni lýk- ur?” eöa „Hvaö skyldi þetta nú vera?” Dæmi um áleitar spurning- ar sem sýningargestir hijóta aö veita fyrir sér.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.