Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 3
bSaSfð1 Miðvikudagur 14. september 1977 3 Sellóleikur í Norræna húsinu annað kvöld Annaö kvöld kl. 20.30 leikur hinn kunni danski sellóleikari Asger Lund Christiansen i Norræna húsinu við undirleik Þorkels Sigurbjörnssonar. A efnisskránni eru verk eftir Sammartini, Beethoven, Vagn Holmboe og Peter Heise. Asger Lund Christiansen, er fæddur árið 1927 i Kaupmanna- höfn og er af gamalli tönlistar- ætt. Hann nam sellóleik við konunglega tónlistarháskólann i Kaupmannahöfn hjá Paulus Bache og við Accademia Chig- iana i Siena, Italiu hjá Caspar Cassado árin 1943-1948. Eftir fyrstu tónleika sína i Bern 1947 hefur Asger Lund Christiansen verið einleikari i Danmörku og Evrópu, m.a. leikið með Fil- harmóniusveit Berlinar. Hann lék um tiu ára skeið með Erling Bloch kvartettinum og fyrsta Danska kvartettinum og 1956 tók hann þátt i stofnun hins heimsfræga Strokkvartetts Kaupmannahafnar (Köben- havns Strygekvartet), sem hef- ur leikið viða i Evrópu og Ameriku. Kvartettinn hefur spilað inn á fjölda hljómplatna, og þess má geta að hann er væntanlegur hingaö til lands á Listahátið 1978. Vagn Holmboe, hið þekkta tónskáld Dana, hefur tileinkað kvartettinum fjóra af strokkvartettum sinum. Asger Lund Christiansen var nokkur ár sellóleikari i „Det kgl. Kapel”, en varð siðan prófessor við Det jydske Musik- konservatorium i Arósum. Hann hefur samið nokkur hljómsveitarverk og verk fyrir kammersveitir. Hann var á sin- um tima ritstjóri timaritsins Musik, er félagi i tónlistarráði rikisins og einn forvigismanna að hinni nýju mótandi tónlistar- löggjöf i Danmörku. Námskeid um gigtar- sjúkdóma í Reykjavfk: Greint frá nýjum rannsóknum á gigt á íslandi Siðastliðinn mánudag hófst i Keykjavik námskeið um gigtar- sjúkdóma á vegum Námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélag- anna og Gigtsjúkdómafélags islenzkra lækna og lýkur þvi á morgun. Námskeiðið verð verður haldið i Domus Medica og munu alls verða flutt 30 erindi um ýmsa þætti gigtar- sjúkdóma. t>ar veröa m.a. birtar athuganir Hjartaverndar á liðverkjum meðal Islendinga, einnig mun Alfreð Arnason, dó- sent. birta nýjar rannsóknar- niöurstöður á erfðaþáttum gigtarsjúkdóma á tslandi. Læknafélag tslands og Læknafélag Reykjavikur hafa gengizt fyrir fræöslunámskeiði fyrir lækna undanfarin ár, en i tilefni alþjóðlegs gigtarárs 1977, er námskeiðið að þessu sinni eingöngu helgað gigtarsjúk- dómum Þrir fyririesarar erlendis frá munu flytja erindi á námskeið- inu. Þeir eru: prófessor Erik Allender frá Stokkhólmi, sem tala mun um áhrif gigtarsjúk- dóma á þjóðfélagið: prófessor W. Watson- Buchanan frá Glas- gow, sem fjalla mun um áhrif Framhald á bls. 10 kemur í marz Keramiksýning Sólon íslandus Ekkja Allendes: Hortensia Allende Hortehsiá Bussi de AUende, ekkja Salvadors Allendes fyrr- um Chileforseta, hefur þegið boð um að koma i heimsókn til tslands i marz>.;ánuði nk. Var frá þessu skýrt á fundi sem haldinn var sl. sunnudag vegna fjögurra ára afmælis valdaráns herforingjanna i Chile og morðsins á Salvador Allende. Það eru Menningar- og friðar- samtök islenzkra kvenna sem standa að þessu boði og er samþykki Hortensiu Allende nýkomið til stjórnar samtak- anna. Ilortensia Bussi de Allende hel'ur dvalizt i útlegð í Mexikó, en feröazt viða um heim á veg- um samtaka chilenzkra útlaga og friðarsamtaka kvenna. Hefur verið litið á hana sem eins llortciisia Bussi de Ailende. konar sameiningartákn fyrir baráttu chilenzku þjóðarinnar gegn ógnarstjórninni i Chile. —hrn Þar ber að líta marga glæsilega hluti unna úr steinleir, svo sem vasa, skálar og allskonar skemmtilegar figúrur. w Rúmlega 1000 manns hafa séð keramik sýningu Jónínu Guðnadóttur í Sólon islandus, en sýn- ingin hefur staðið i rúma viku. Jónina Guðnadóttir stundaði nám við Myndlista og handiða- skóla Islands, Myndlistarskól- ann i Reykjavik og Konstfac i Stokkhólmi þar sem hún lauk prófi sem hönnuður fyrir kera- mik og gler á árið 1967 og starf- aði hún sjálfstætt i eitt ár i tengslum við skólann. Hún hefur kennt við MHl frá þvi að keramikdeild var komið þar á fót 1969 að undanskildurn árunum 1972-1974 er hún dvaldist i Danmörku. Ilún hefur rekið eigið verkstæði frá 1969. Sýningm er opin alla daga frá kl. 14-22 oglýkur 19. september. —KIE Vinningar í stuðnings- happdrætti Alþýðu- leikhússins Prófdeildir Fyrirhugað er að starfrækja eftiríarandi kvölddeildir við Námsflokka Reykjavíkur veturinn 1977-1978 — Kvölddeildunum lýkur með prófum. Fimmtudaginn 8. sept- ember sl. var dregið i stuðningshappdrætti Alþýöuleikhússins. Vinningar féllu á eftirtalin númer: 1. vinningur. Málverk eftir Þor- björgu Höskuldsdóttur, nr. 3819. 2. vinningur. Málverk eftir Guð- laug Bjarnason, nr. 1369. 3. vinnningur. Teikning eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur, nr. 6226. 4. og 5. vinningur. Bækur að eigin vali frá Máli og menningu fyrir 20.000 kr. hvor, nr. 3431 og 4588. 6. til 15. vinningur. Bækur að eigin vali frá Iöunni fyrir 3000 kr. hver, nr. 1441, 1726, 80, 6095, 3148, 1750, 3331, 166, 777 Og 3. Gefendum vinninga og miða- kaupendum færum við kærar þakkir fyrir stuöning við Alþýðu- leikhúsið. Grunnskóladeild, sem kemur i stað gagnfræða- prófs og 3. bekkjar gagnfræðaskóla. Væntanlegir nemendur komi til viðtals fimmtudagskvöld kl. 20 i Miðbæjarskóla, Fri- kirkjuvegi 1. Forskóli sjúkraliðanáms. Inntökuskilyrði: gagnfræðanám eða hliðstætt nám, aldurslág- mark 23 ára. Nemendur komi til viðtals mið- vikudagskvöld kl. 20-22 i Miðbæjarskóla. Námskeið i Hagnýtum verslunar- og skrif- stofustörfum. Kennslugreinar: Vélritun, bók- færsla,vélreikningur, skjalavarsla, færsla toll- skjala, verðútreikningar, launaútreikningar, islenska, enska. Forskóladeild fyrir þá sem endurbæta þurfa grunnskólapróf sitt eða gagnfræðapróf. Væntanlegir nemendur komi til viðtals i Mið- bæjarskóla miðvd. og fimmtud. kl. 20-22. 1. ár framhaldsskóla. Verslunarsvið og hjúkr- unarsvið. Nemendur komi til viðtals i Mið- bæjarskóla miðvd. og fimmtud. kl. 20-22. Endurtökunámskeið til undirbúnings fyrir Hjúkrunarskóla. Nemendur komi mánud. 19. sept. kl. 20 i Miðbæjarskóla. Upplýsingar verða gefnar i Miðbæjarskóla miðvd. og fimmtud. kl. 14—18, simar 14862 og 14106. Innritun i almenna flokka fer fram 24. og 25. sept.. Happdrættishópurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.