Alþýðublaðið - 30.09.1977, Page 8
8
um sjálfan sig sem einn af stór-
um hópi, ^ þjóöfélaginu, og þar
varö jafnt yfir alla aö ganga.
Hér skal ekki fariö mörgum
oröum um æviferil Gunnars,
þar sem ég veit aö því veröa
gerö skil af öörum.
Gunnar Vagnsson fæddur 13.
júli 1918 aö Horni i Arnarfirði og
var þvi liðlega 59 ára er hann
féll frá. Hann varö stúdent frá
Menntaskólanum i Reykjavik
1940 og lauk prófi i viöskipta-
fræðum frá Háskóla Islands
1945. Næsta áratuginn eöa lið-
lega það, gegndi hann ýmsum
störfum, var m.a. fram-
kvæmdastjóri Landssambands
iðnaðarmanna 1945-46, bæjar-
stjóri á Siglufirði 1946-1953 og
var fulltrúi i aðalskrifstofu
Sambands isl. samvinnufélaga
1953-1958.
Hinn 1. júli 1958 geröist Gunn-
ar fulltrúi isamgöngu- og iðnað-
armálaráöuneytinu, deildar-
stjóri 1. júni 1962 þar til haustið
1966er hann varð framkvæmda-
stjóri fjármáladeildar Rikisút-
varps og gegndi þvi starfi til
dauöadags.
Hinn 4. ágúst 1945 kvæntist
Gunnar eftirlifandi konu sinni,
Sigriöi Bjarnadóttur og eignuð-
ust þau fjögur börn. Þau hjónin
voru mjög samhent og sambúð
þeirra öll hin ástúðlegasta, svo
þar bar aldrei skugga á.
Sem samstarfsmaður Gunn-
ars i erilsömu starfi kynntist ég
mjög vel hinum fjölbreyttu
hæfileikum hans. Hann var
mikill afkastamaöur til vinnu,
afburöa stæröfræöingur, ritfær i
bezta lagi og smekkmaður á is-
lenzkt mál og siðast en ekki sizt
frábær samningamaöur. Þá var
starfsfólk fátt, i ráðuneytinu,
eins ogenner,og þvi var ofterf-
itt aö fá tóm til aö ljúka verki
ótruflaöur. Þó var Gunnar alltaf
i góöu skapi, þannig aö bjart-
sýni hans og manngæska geröi
honum oft kleift að anna ótrú-
lega miklu starfi á skömmum
tima. Störf hans i ráðuneytinu
voru mörg og mikilvæg svo of
langt yrði upp aö telja. Nafn
hans og verk lifa i skjölum ráðu-
neytisins og verður ekki fram-
hjá þeim gengið, er saga mál-
anna veröur rakin, sem ein-
hvemtima veröur.
Starfsfólk samgönguráöu-
neytisins vottar eiginkonu
Gunnars og börnum dýpstu
samúð.
Á stundum sem þessum verða
þau orð allajafna vandfundin, er
verða megi þeim til hugarléttis,
sem um sárast eiga aö binda.
Torráðin er sú spurning, er á
hugann leitar, þegar f svo
skjótri svipan er bundinn endir
á lif manns sem enn virtist
mega mikils af að vænta.
Römm viröast þau rök, er kalla
eiginmann og föður brott héðan
úr heimi frá þeim, sem heitast
unnu honum og þyngstan bera
harminn.
Skilningi okkar mannanna
eru takmörk sett. Við rýnum i
sortann, en sjáum eigi. Þó er
okkur í vanmætti okkar rétt sú
hönd, er liknar þeim, sem harö-
ast er leikinn, reisir þann við, er
örmagnast hefur, leysir vanda
þess, er efasemdir þjá. Við er-
um ekki ein á ferð, ekki ein á
skammvinnri göngu frá vöggu
til grafar. 1 myrkri getuleysis
okkar skín ljós þess, er gaf okk-
ur lifið og þennan heim, sem
okkur er svo óræð gáta. 1 þögn
óvissunnar og umkomuleysisins
hljómar rödd meistarans: Sjá,
ég er meö yður alla daga. Og
andspænis dauðanum nemur
hugur okkar það fyrirheit, sem
ávallt er uppspretta hins dýpsta
fagnaðar: Ég erupprisan og lif-
ið: sá, sem trúir á mig, mun
lifa, þótt hann deyi.
1 bjarma þessa boðskapar
öðlast lif okkar hér á jörð og
handan grafar eitt og sama
innihald. Hinn örðugi skilnaöur
varir aðeins skamma hrið. Og
hvert, sem okkur ber, erum við
falin i' hendi skaparans, einnig
sá sem við kveðjum i dag með
svo sárum trega.
Megi þetta lausnarorð verða
ástvinum huggun i þungum
harmi og veita þeim styrk til að
horfa við ókomnum dögum.
Brynjólfur Ingolfsson.
Föstudagur 30. september 1977 biaðiö
Neyðarsímar
Slökkvilið
Slökkvilið og sjúkrabilar
i Reykjavik — simi 11100
i Kópavogi — Simi 11100
1 Hafnarfirði — Slökkviliðið simi
51100 — Sjúkrabill simi 51100
Lögreglan
Lögreglan i Rvik — slmi 11166
Lögreglan i Kópavogi — simi
41200
Lögreglan i Hafnarfirði — simi
51166
Hitaveitubilanir simi 25520 (utan
vinnutima simi 27311)
Vatnsveitubilanir simi 85477
Simabilanir simi 05
Rafmagn. I Reykjavík og Kópa-
vogi i sima 18230. í Hafnarfirði i
sima 51336.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: simi 81200
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100, Hafnar-
fjöröur simi 51100.
Reykjavik — Kópavogur
Dagvakt: Kl. 08.00-17.00. Mánud.
föstud. ef ekki næst I heimilis-
ladcni, simi 11510.
Læknar
Tannlæknavakt I Heilsuverndar-
stöðinni.
Slysadeild Borgarspitalans. Simi
81200. Siminn er opinn allan
sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varsla, slmi 21230.
Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00-
08.00 mánudag-fimmtud. Simi
21230. A laugardögum og helgi-
dögum eru læknastofur lokaðar
en læknir er til viðtals á göngu-
deild Landspitalans, simi 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfja-
búðaþjónustu eru gefnar i sim-
svara 18888.
Hafnarfjörður
Upplýsingar um afgreiðslu i apó-
tekinu er i sima 51600.
Hafnarfjörður — Garðahreppur
Nætur- og helgidagagæsla:
Upplýsingar á Slökkvistöðinni
simi 51100.
Kópavogs Apótekopiööll kvöld til
kl. 7, nema laugardaga kl. 9-12 og
sunnudaga lokað.
i Hafnarfirði — Slökkviliö simi
51100 — Sjúkrabill simi 51100
51166, slökkviliðið simi 51100.
Sjúkrabifreið simi 51100.
Tekiö við tilkynningum um
bilanir á veitukerfum borgar-
innar og i öðrum tilfellum sem
borgarbúar telja sig þurfa að fá
aðstoð borgarstofnana.
Ýmislegt
Mæðrafélagið.
Basar og flóamarkaður, verður
laugardaginn 1. okt. kl. 2.00— 6.00
að Hallveigarstöðum.
Góðfúslega komið gjöfum föstu-
dag 30. sept. eftir kl. 8 að Hall-
veigarstöðum eða hafið samband
við þessar konur:
Rakel sini 82803.
Karitas simi 10976.
Gallerí Stofan
Kirkjustræti 10
opin frá kl. 9-6 e.h.
Kvenfélag Óháða safnaðarins.
Kirkjudagur safnaðarins er næst-
komandi sunnudag og hefst með
guðþjónustu kl. 2. Félagskonur
eru góðfúslega beönar að koma
kökum laugardag 1-4 og sunnu-
dag 10-12 i Kirkjubæ.
Föstudagur 30. sept. kl. 20.00
Rauðafossafjöll 1230 m. — Kraka-
tindur 1025 m.
Laugardagur 1. okt. kl. 08.00
Þórsmörk i haustlitum.
Farmiðasala og nánari upplýs-
ingar á skrifstofunni.
Sunnudagur 2. okt. kl. 13.00
Esja — gengið á Kerhólakamb 852
m.
Fjöruganga á Kjalarnesi.
Ferðafélag islands.
it
íjjj
UTlVISTARFERÐiP
Vestmannaeyjar um næstu helgi,
flogið á föstudagskvöld og laug-
ardagsmorgun. Svefnpokagist-
ing. Gengið um Heimaey. Farar-
stj.: Jón I. Bjarnason. Farseðlar
á skrifstofunni Lækjargötu 6,
simi: 14606.
Útivist.
Prófkjör Alþýðuflokksins
til borgarstjórnarkosninga
í Reykjavík
a) Kjörstaðir eru sem hér segir:
1. Fyrir Árbæjar- og Breiðholtshverfin: Fáksheimilið.
2. Fyrir allan austurbæ austan Snorrabrautar: Síðu
múli 37, 1. hæð.
3. Snorrabraut vestur að Seltjarnarneskaupstað: Iönó
uppi, gengið inn frá Vonarstræti.
b) Kjörstaðir verða opnir sem hér segir:
Laugardag 1. október frá kl. 13 til kl. 19
Sunnudag 2. október frá kl. 10 til kl. 19
c) 1 prófkjörinu á að kjósa um 1. og 2. sæti.
Eftirfarandi till. hafa borizt um skipan fyrsta sætis:
Björgvin Guðmundsson Hlyngerði 1, Reykjavik.
Bragi Jósepsson, Skipasundi 72, Reykjvik.
Eyjólfur Sigurðsson, Tungubakka 26, Reykjavik.
Eftirfarandi tillögur hafa borizt um skipan annars
sætis:
Elias Kristjánsson, Alftahólum 6, Reykjavik
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Keilufelli 8, Reykjavik.
d) Rétt til að greiða atkvæði I prófkjöri Alþýðuflokksins
hefur hver sá sem lögheimili á i kjördæminu, er orðinn
fullra 18 ára 2. október 1977 og er ekki flokksbundinn i
öörum stjórnmálaflokk.
e) Engin utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram.
f) Niðurstöður prófkjörs eru þvi aöeins bindandi um
skipan sætis á framboöslista, að frambjóðandi hafi
hlotið minnst 1/5 hluta þeirra atkvæða, sem fram-
boðslisti Alþýðuflokksins i kjördæminu hlaut i siöustu
kosningum, eða hafi aöeins eitt löglegt framboð borist.
g) Kjósandi merkir með krossi við nafn þess fram-
bjóðanda, sem hann velur I hvert sæti. Eigi má á
sama . kjörseðli kjósa mann nema i eitt sæti, þótt hann
kunni að vera i framboði til fleiri sæta Eigi má kjósa
aðra en þá, sem I framboði eru. Við prófkjör skal hvert
það atkvæði talið gilt, þó aðeins sé merkt við einn fram-
bjóðanda.
Reykjavik 20. sept. 1977
KJÖRSTJÓRN
( Hohhsstarfld ,
Simi
flokks-
skrifstof-
unnar
i Reykjavik
er 2-92-44
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur
Nú hafa verið auglýst prófkjör um frambjóðendur
Alþýðuflokksins til Borgarstjórnarkosninga (i október) og
Alþingiskosninga (i nóvember) i Reykjavik og er allt
flokksbundið fólk þvi hvatt til að mæta og gera skil hiö
allra fyrsta.
Samkvæmt leiðbeiningum um prófkjör, sem birtar _
voru i Alþýðublaðinu 5. júli s.1., lið 10, segir svo: „Með-
mælendur: Einungis löglegir félagar I Alþýðuflokknum 18
ára og eldri, búsettir á viðkomandi svæði, geta mælt með
framboði”.
Höldum félagsréttindum okkar — greiðum árgjöldin.
Félagsgjöldum er veitt mottaka á skrifstofu flokksins i Al-
þýðuhúsinu, 2. hæð.
Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavlkur.
Fundur kjördæmisráðsins í
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins i Vesturlandskjördæmi
er boðað til fundar I Hótel Borgarnesi sunnudaginn 2.
október næst komandi klukkan 14. — Fundarefni:
1. Prófkjör um val frambjóðenda við Alþingiskosning-
ar.
2. önnur mál. Stjórnin.
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi.
Prófkjör um skipan 2ja efstu sæta á lista
Alþýöuflokksins í Reykjaneskjördæmi í næstu
alþingiskosningum fer fram laugardaginn 8.
okt. og sunnudaginn 9. okt. n.k. Á laugardegin-
um verður kjörfundur frá kl. 14 til 20, en á
sunnudeginum frá kl. 14 til 22.
Frambjóðendur eru þessir, sem gefa kost á
sér í neðangreind sæti:
Hilmar Jónsson, Hátúni 27, Keflavík, i 1. og 2. sæti.
Gunnlaugur Stefánsson, Austurgötu 29, Hafnarfirði, I 2.
sæti.
Jón Armann Héðinsson, Kópavogsbraut 102, Kópavogi, i
1. sæti.
Karl Steinar Guðnason, Heiðarbrún 8, Keflavik, 11 og 2.
sæti.
Kjartan Jóhannsson, Jófriðarstaðavegi 11, Hafnarfirði,
I 1. og 2. sæti.
Ólafur Björnsson, Drangavöllum 4, Keflavik, i 1. og 2.
sæti.
örn Eiðsson, Hörgslundi 8, Garðabæ, i 2. sæti.
Kjörstaðir verða eftirgreindir og er formaður undirkjör-
stjornar á hverjum stað tilgreindur með kjörstaðnum:
Brúarland, Mosfellssveit: Kjörstaður fyrir ibúa Kjósar-
sýslu, utan kaupstaða. Form. Kristján Þorgeirsáon.
Hamraborg 1, Kópavogi: Form. Steingrimur
Steingrimsson.
Melabraut 67, Seltjarnarnesi. Form. Guðmundur
Illugason.
Gamli gagnfræðaskólinn við Lyngás, Garðabæ. Form.
Rósa Oddsdóttir.
Alþýðuhúsið, Hafnarfirði. Form. Sigþór Jóhannesson.
Glaðheimar, Vatnsleysustrandarhreppi. Form. Simon
Kristjánsson.
Stapi, Njarðvikum. Stapi er jafnframt kjörstaður fyrir
ibúa Hafna hrepps. Formaður Guðjón Helgason
Tjarnariundur, Keflavik. Formaður Guðleifur Sigur-
jónsson. Tjarnarlundur er jafnframt kjörstaður fyrir
Ibúa Gerðahrepps.
Leikvallahúsið, Sandgerði. Form. ölafur Gunnlaugs-
son. Vikurbraut 21, Grindavik. Formaður Svavar
Arnason.
Atkvæðisrétt hafa allir íbúar Reykjaneskjör-
dæmis 18 ára og eldri, sem ekki eru flokks-
bundnir i öðrum stjórnmélaf lokkum.
Kjósendum ber að kjósa á kjörstað í því
sveitarfélagi, sem þeir eru búsettir, sbr. þó
undantekningar um ibúa þeirra sveitarfélaga,
þar sem ekki er opinn kjörstaður, sbr. hér að
ofan. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er
óheimil
Hverjum kjósanda ber að kjósa frambjóðend-
ur i bæði sætin. Óheimilt er að kjósa sama
frambjóðanda í bæði sætin. Ekki má kjósa
aðra en þá, sem í framboði eru.
Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi um
skipan 2ja efstu sæta listans, ef frambjóðandi
i hvort sæti fær a.m.k. 1/5 hluta þeirra at-
kvæða, sem framboðslisti Alþýðuflokksins í
kjördæminu, hlaut í siðustu alþingiskosning-
um. Reykjaneskjördæmi, 26. sept. 1977,
Kjörstjórnin.