Alþýðublaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 22. október 1977 sísr alþýöu- tltgefandi: Alþýöuflokkurinn. " — ~r Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, sími 81866. Augiýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónúr i lausasölu. — — Þegar blöð Sjálfstæðis manna ráða ferðinni Um þessar mundir eru Norðmenn og Svíar að kanna hvort ekki skuli taka inn í stjórnarskrá þeirra ákvæði, er tryggi betur en áður skoðana- og tjáningarfrelsi. Fjallað er um það hvernig unnt sé að tryggja útgáfu dag- blaða, sem túlka hvers- konar stjórnmálaskoðan- ir og koma í veg fyrir að auðmagnið geti ráðið blaðakostinum. ( Svíþjóð og Noregi er ríkisstuðningur við blöðin meiri en þekkist á byggðu bóli. Þar er afstaða lang- flestra stjórnmálaf lokka sú, að þessi stuðningur sé fyllilega réttlætanlegur og eðlilegur. Hægri stjórnir hafa engu breytt, enda frjáls og öflug blaðaútgáfa talin undir- staða þess lýðræðis, er þessar þjóðir kjósa að búa við. í þessum tveimur lönd- um geta nánast öll dag- blöð þrifizt. Þar hefur verið komið í veg fyrir að auðmagnið einoki dag- , blaðamarkaðinn. Auk ríkisstyrkjanna eru at- vinnurekendur ósínkir á fé til hægri blaðanna, en verkalýðshreyfingin veit- ir blöðum jafnaðar- manna f járstuðning. Þannig eiga norski Verkamannaf lokkurinn og norska Alþýðusam- bandið 43 dagblöð. Þar og í Svíþjóð og Danmörku lítur verkalýðshreyf ingin á blöðin sem sitt helzta baráttutæki. Undanfarna daga hef- ur íslendingum orðið Ijóst hvernig blöð Sjálfstæðis- f lokksins hafa notað vald sitt. Morgunblaðið, Vísir og Dagblaðið eru öll í eigu Sjálfstæðismanna og koma út í um það bil 80 þúsund eintökum dag- lega. Á sama tíma eru t.d. Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn sem bæði styðja laun- þegahreyf inguna, gefin út í 12 til 14 þúsund ein- tökum daglega. Morgunblaðið hefur purkunarlaust verið not- að til að ráðast gegn Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Það hefur dregið upp hinar hroða- legustu myndir af áhrif- um verkfallsins og haft í hótunum við verkfalls- menn, beint og óbeint. Jafnvel hörðustu Sjálf- stæðismönnum hefur blöskrað hvernig Morg- unblaðið hefur beitt sér gegn verkfallsmönnum, og má með nokkurri vissu telja, að Sjálfstæðismenn innan BSRB muni hugsa sig um tvisvar áður en þeir kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í næstu kosning- um. Þeir atburðir, sem les- endur dagblaðanna hafa orðið vitni að síðustu daga, hljóta að vekja menn til umhugsunar um þá yf irburðaaðstöðu, er blöð Sjálfstæðisflokksins hafa hér á landi. Þau hafa óspart notfært sér það ástand, að ríkisfjöl- miðlarnir eru lokaðir, og dregið upp skrumskælda mynd af þróun verkfalls- málanna. Þetta dæmi hlýtur að renna stoðum undir þær kenningar, að ríkisvaldið verði að tryggja sem jafnasta upplýsingamiðl- un með stuðningi við dag- blöðin. Blöð, sem ekki njóta aðstoðar auð- magnsins, eiga í vök að verjast. Þau geta ekki orðið baráttutæki launa- manna, nema þeir sjálfir styðji þau. Ríkisvaldið verður að tryggja það, að allar skoðanir eigi greiða leið til landsmanna, en þeir munu síðan ákveða hvað þeir vil ja lesa. Það á að vera eini mælikvarð- inn á útbreiðslu dagblað- anna. Annars er tjáning- ar- og skoðanaf relsi hætta búin. — AG Nú hitnar í kolunum í f ramboðsraunum Alþýðubandalagsins —— —^ Eyjólfur Sigurðsson skrifar I hringiðunni Þjóðviljinn hefur nú um alllangt skeiö skrifað skitkasts- pistla um prófkjör Alþýðu- flokksins, og reynt að gera þvi skóna, að prófkjör væru engin lausn á vali frambjóðenda. Það sem fyrst og fremst fer i þá Þjóðviljamenn, er sú mikla þátttaka sem almennt er i prófkjörunum og sýnir að Alþýðuflokkurinn er i sókn. Alþýðubandalagið i Reykja- neskjördæmi hefur reynt að fara til móts við óskir hins almenna félaga i flokknum, með þviað bjóða til „forvals” eins og þeir kalla það. Þetta svokallaða „forval” nær þó ekki til kjósenda almennt, heldur til flokksmanna eingöngu. Það verður nú að segjast, að þótt ekki sé nú fyrir að fara trausti á kjósendum almennt, þá er þó i þessu tilfelli flokksmönnum gefinn kostur á að setja mannanöfn á blað. Það er nefnilega ekki venja á þeim bæ aö gefa flokksmönnum kost á að velja, aöeins þrwigum klfk- um. Hvað gerast kann i framboðs- raunum Alþýðubandalagsins hér I Reykjavik er þó allt önn- ur og vafalaust meira spenn- andi saga. Sagt er að enginn þeirra sem nú sitja á Alþingi úr Reykjavik fyrir Alþýðubanda- lagið sé tilbúinn til að draga sig i hlé. En vilji hins almenna flokksmanns stendur i þá átt, að hann vill breytingar. „Forval” og ég tala nú ekki um prófkjör er bannyrði sem forustumenn flokksins i Reykja- vik hafa ekki mátt heyra. Öbreytt skal framboð vera, hvort sem mönnum likar það betur eða ver. Sagt er að Guðmundur J. sækist stift eftir sæti Eðvarðs Sigurðssonar,en Eðvarð sé ekki kominn i þær buxurnar að sleppa þvi. Kjartan ölafsson hafði fullan hug á þvi að ná sæti Magnúsar Kjartanssonar, en lenti þá i kapphlaupi við kollega sinn Svavar Gestsson ritstjóra. Þegar haft var eftir Magnús Kjartanssyni i Visi ekki alls fyrir löngu, að hann hefði fullan hug á þvi að halcTa sinu sæti, þá sá Kjartan sitt óvænna og hélt aftur til Vestfjarða, hélt 15 manna fund og lét tilnefna sig i fyrsta sæti i Vestfjarðakjör- dæmi. En Svavar ritstjóri biður og vonar að þingsæti reki á fjör- ur hans. Allmiklar deilur hafa skapast i Alþýðubandalaginu, milli hópa úr verkalýðshreyfingunni ann- ars vegar og menntamanna i flokknum hins vegar. Hefur þetta valdið miklum vandræð- um sérstaklega i flokknum hér i Reykjavik og er ekki útséð um það, hvernig þeirri deilu lýkur. Horfur eru þó taldar á þvi að verkalýðshópurinn verði undir i baráttunni, enda hefur sá hópur orðið fámennari seinni ár, eftir að menntamennirnir fóru að láta að sér kveða. Kannske er það nokkuð sýnis- horn af þvi hvernig er að fara fyrir verkalýðsarmi Alþýðu- bandalagsins hér i Reykjavik, að nú við kjör fulltrúa á flokks- þing Alþýðubandalagsins, en þá vorukjörnir 31 fulltrúar, þá eru aðeins tveir sem kallast geta fulltrúar úr verkalýðshreyf- ingunni. Framundan er og hafa reyndarveriðum alllangt skeið, hatröm átök um eftirmann Ragnars Arnalds i formanns- stöðu, og hefur nú keyrt svo um þverbak að talið er að eina lausnin sem komi til greina sé, að Lúðvik Jósefsson verði kjör- Framhald á bls. 10 Kjartan: Hélt til Vestfjarða. Eðvarð: Fer ekki fet. Vilborg: Komin að norðan. — Guðmundur: Ég er formaður Verkamannasambandsins og á þvi sæti Eðvarðs. Svava: óttast um sig. Magnús: Verð áfram. Svavar: Ég er næstur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.