Alþýðublaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 22. október 1977 sssr
jjgjy Verkfræðingur —
tæknifræðingur
Siglufjarðarkaupstaður auglýsir hér með
eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi til
starfa hjá Siglufjarðarbæ og fyrirtækjum
hans. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri i
sima 96-71269.
Bæjarstjórinn Siglufirði.
Svar til 2
ábendingum, athugasemdum og
hreinum rangfærslum.
Forvigismennirnir segja
orðrétt: ,,A hitt ber einnig að
benda, að könnunin nær einung-
is til ákveðinna sjónvarpstækja
þ.e. þeirra, sem ætlað er að
standa á borði og hafa ákveðna
skermastærð”. Ennfremur:
„Tii viðbótar má benda á, að
könnunin nær eingöngu til
tækja, sem algengust eru (jæja,
svo þau eru það þá) á þýzkum
markaði en ekki islenzkum”. —
Þeir, sem kunna einhver skil á
sjónvarpstækjaframleiðslu,
Vmnmgur verour
dreginn út 21. nóv
Smáauglýsmgam óttaka<-^zrl<gaaaMB»iBte^^,,,....,...:....^«l^ g$t
er i sima 86611 W
virka daga kl. 9-22 áp
Laugard. kl. 10-12. , ,
sunnud. ki. i8 22 SMAAUGLYSINGAHAPPDRÆTTI
17. okt. - 20. nov.
Ein greidd smaauglysing
og þú átt vinningsvon!
®SANYO
20"utsjónvarrst/eki
að verðmœti kr. 249.500. —
frá GUNNARI ÁSGEIRSSYNI HF.
er vinningurinn að þessu sinni
SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS
Sími 86611
vita að flestir framleiðendur
nota sama grundvallarverkið i
sinar helztu gerðir og að megin
bygging og eiginleikar tækjanna
eru þeir sömu, hvort sem tækið
er ætlað til notkunar á borði eða
það er t.a.m. framleitt i skáp.
Auk þess, standa borðtæki fyrir
. miklum meirihluta framleiddra
og seldra tækja.. — Um siðari
fullyrðingu forráðamanna
neytendasamtakanna er það að
segja, að það er rétt, að þau
tæki, sem prófuð voru, eru þau
algengustu i Vestur-Þýzkalandi,
en það er rangt, að þau séu það
ekki á íslandi, þvi hvaða litsjón-
varpstæki eru algengust hér, ef
Blaupunkt, Grundig, Nord-
mende, Philips, Saba og
Telefunken eru það ekki?
Þessi fréttatilkynning
stjórnar neytendasamtakanna
"gefur tilefni til ýmissa
almennra hugleiðinga. Stjórnin
klykkir út með að segja: ,,Af
þessu gefna tilefni vilja
Neytendasamtökin eindregið
vara fólk við auglýsingum af
þessu tagi”. Hvar eru þau
neytendasamtök á vegi stödd,
sem vara við þvi málefnaleg-
asta og hlutlægasta sem fram
er sett, en leggja nánast blessun
sina yfir skrum og missagnir, ef
ekki hrein ósannindi? Þvi, með
að gera aðför að þessari aug-
lýsingu okkar og láta aðrar lit-
stjónvarpsauglýsingar óátald-
ar, er stjórn neytenda-
sam takanna — þó óbeint sé — að
leggja blessun sina yfir allar
aðrar litsjónvarpstækjaaug-
lýsingar, sem hér hafa birzt, en
þær eru sumar hverjar bæði
ómerkar og litilsverðar, jafnvel
með þvi lakara, sem fram hefur
komið i islenzkri auglýs-
ingamennsku. Frumhlaup
stjórnarinnar gefur tilefni til
fjölmargra annarra bollalegg-
inga um forvigismenn Neyt-
endasamtakanna og störf
þeirra, en ég læt hér staðar
numið, enda það fremur i ann-
arra verkahring en minum, að
gera úttekt á vinnubrögðum og
forsvarsmönnum þessara
samtaka. Ég get þó ekki stillt
mig um, að setja fram
eftirfarandi spurningu til
stjórnarmanna: Hverra hags-
muna þykist þið vera að gæta i
þessu máli???
Reykjavik 19. október 1977.
Óli Anton Bieltvedt.
Vaka__________________3
stúenta vill að þessu sinni helga
l.desember efninu: Menntun og
mannréttindi. Ein megin-
ástæðan fyrir vali Vöku á
umræðuefninu er, að á viðsjár-
verðum tfmum, er frelsi manns-
andans á undir högg að sækja,
bæði kúgandi rikisstjórna og
hótandi öfgahópa, skapast brýn
þörf á að standa vörð um þetta
frelsi.
Burt með
f jöldatakmarkanir:
Vaka telúr að það séu sjálf-
sögð mannréttindi i svoköll-
uðum velferðaþjóðfélögum, að
mönnum sé gert kleift að leggja
stund á það nám, sem hugur og
hæfileikar standa til. Fjöldatak-
markanir eru ekki mönnum
bjóðandi og þær er ekki unnt að
réttlæta.
Vaka leggur á það megin-
áherzlu að menntun einstak-
lingsins er vegna hans sjálfs.
Blaðinu barst ekki yfirlýsing
frá Verðandi.
Nú hitnar 4
inn formaður til eins árs, meðan
borin eru klæði á vopnin og
reynt sé til hlitar að sameinast
um nýjan formann.
Það er ljóst að miklar svipt-
ingar eiga sér stað þessa
dagana innan Alþýðubanda-
lagsins og mikið á enn eftir að
gerast áður en öll framboðsmál,
þar verða leyst. Að venju verður
reynt að halda þessum deilum
leyndum fyrir almenningi og
neitaö í Þjóðviljanum að um
átök sé að ræða, en áður en langt
um liður verður ljóst hvort
verkalýðsarmurinn hefur verið
endanlega ofurliði borinn eða
ekki.
BSRB 1
langsótt aö vinna upp það ára ef
ekki áratugasamsafn sem við
teljum okkur eiga inni.”
Ef samkomulag heföi tekist á
fundinum og sæmileg samstaða
hefði náðst um það er ekki ólik-
legt að verkfalli hefði verið frest-
að með fyrirvara og atkvæða-
greiðsla látin fara fram eftir á.
Fari hins vegar svo að gripa þurfi
til miðlunartillögu sáttasemjara
tekur þetta allt mikil lengri tima.
Verkfallið mun þá standa fram
yfir atkvæðagreiðsluna og taldi
Haraldur að BSRB myndi ætla
sér minnst 5 daga til að ganga frá
öllu er hanali varðaði.
1 dag kl. 1 e.h. var boðaður
samningafundur i samninga-
nefnd BSRB og búist var við að
fundur yrði með samninga-
nefndum deiluaöila kl. 4. ES
Áttafá
oröuna
Forseti Islands sæmdi i gær
eftirtalda islenzka rikis-
borgara heiðursmerki hinnar
islenzku fálkaorðu:
Benedikt Gröndal, fv. for-
mann Vinnuveitendasam-
bands Islands, stórriddara-
krossi, fyrir störf að félags-
málum.
Einar Bjarnason, prófessor,
stórriddarakrossi, fyrir -
embættis- og fræðistörf.
Gunnar Guðbjartsson, for-
mann Stéttarsambands
bænda, Hjarðarfelli, Snæfells-
nesi, riddarakrossi, fyrir störf
að landbúnaðarmálum.
Halldór Þorsteinsson,
útgerðarmann, Vörum i
Garði, Garðahreppi, riddara-
krossi, fyrir störf aö sjávarút-
vegsmálum.
Ingólf Guðbrandsson, for-
stjóra, riddarakrossi, fyrir
störf að tónlistarmálum.
Jóhann Gunnar ólafsson, fv.
bæjarfógeta, stórriddara-
krossi, fyrir embættis- og
fræðistörf.
Pál Þorsteinsson, fv. alþingis-
mann, Hnappavöllum,
öræfum, riddarakrossi, fyrir
störf að félagsmálum.
Þorvald Skúlason, listmálara,
stórriddarakrossi, fyrir
myndlistarstörf.
Stuðningsmenn Benedikts Gröndal hafa
opnað skrifstofu að Freyjugötu 1 i
Reykjavik. Skrifstofan er opin frá klukkan
17 til 22 virka daga, en 14 —18 um helgar.
Stuðningsmenn
&I0V W
POSTSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
Joli.iniics lciisson
æ-imi 10 200
Dúnn
Síðumtíla 23
/ími 04900
SteypustðdiR Hí
Skrifstofan 33600
Afgreiðslan 36470
Loftpressur og
traktorsgröfur
til leigu.
Véltœkni h/f
Sími á daginn 84911
á kvöldin 27-9-24