Alþýðublaðið - 17.11.1977, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.11.1977, Qupperneq 2
Fimmtudagur 17. nóvember 1977 2 Þing Iðnnemasambandsins: Ræðir iðnnám og fjölbrautaskóla Á morgun hefst á Hótel Esju 35. þing Iðnnema- sambands Islands og lýkur því á sunnudag. Formaður sambandsins/ Sveinn Ingvason, mun setja þingið kl. 14, en auk hans munu boðsgestir ávarpa þing- fulltrúa, sem eru um 100 talsins frá 19 aðildarfélög- um um allt land. Að sögn forráöamanna INSI mun aðalmál þingsins vafalaust verða staða iðnfræðslunnar innan framhaldsskólans meö tilkomu frumvarps um samræmdan framhaldsskóla, og kjör iönnema sem ljúka iðnnámi án náms- samnings viö meistara. Er þar átt við nemendur framhaids- deilda iðnskóla og iönámsbrauta fjölbrautaskóla. Auk þessa máls verður svo rætt um iðnfræðslu almennt, kjara- mál, félagsmál, almenn þjóömál Einar Ágústsson utan- rikisráðherra hefur þegið boð utanríkisráðherra Danmerkur og Noregs um heimsókntil þessara landa um mánaðamótin naer,tu. I frétt frá Utanrikisráðuneytinu og fleiri málaflokka. Eins og fyrr er sagt lýkur þing- inu á sunnudaginn með stjórnar- kjöri og kosningum i aðrar trúnaðarstöður sambandsins fyr- ir næsta starfsár. —hm segir, að heimsókn til Kaup- manahafnar muni standa yfir dagana 28. og 29. nóvember. I framhaldi af Danmerkurheim- sókninni heldur utanrikisráð- herra til Oslóar og mun dvelja þar 1. og 2. desember. —jss Einar til Dan- merkur og Noregs Vinningur verður dreginn út 21. nóv Smáauglýsingamóttaka er i sima 86611 virka daga ki. 9-22 Laugard. ki. 10-12 Sunnud. kl. 18-22 SMAAUGL YSINGAHAPPDRÆTTI Dregið 21. nóv. Ein greidd smáauglýsing og þú átt vinningsvon! 20" LITSJÓNVARPSTÆKI að verðmœti kr. 249.500 frá GUNNARI ÁSGEIRSSYNI HF. er vinningurinn að þessu sinni SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS Sfmi 86611 Getraunaspá Alþýdublaðsins: „Potturinn” aldrei stærri Við höfðum ekki nema 7 rétta i siðustu viku og verðum þvi að fara að taka okkur tak. Að visu var nokkuð um óvænt úrslit, svo sem ósigur Aston Villa gegn Middlesbro, sigur Leicester gegn Ips- wich, ósigur Manchest- er City, svo nokkur dæmi séu nefnd. Það fór lika svo, að hæsti vinningur kom á 10 rétta og voru 12 raðir með 10 rétta. Hver röð fékk 48.500 krónur. 115 raðir fengu 9 rétta og kom 2100 krónur i hlut hvers. Potturinn i þetta skipti var sá hæsti i krónutölu frá þvi Get- raunir hófu starf vorið 1969. © The Footbal! League I Leikir 19. nóvember 1977 Birmingham - Leicester . Cheisea - Aston Villa . . Coventry - Q.P.R Derby - West Ham .... Ipswich - Everton Leeds - Nott’m Forest . . LiverpooJ - Bristol City .. Man. United - Norwich .. Middlesbro - Wolves .. Newcastle - Arsenal .... W.B.A. - Manchester City Luton - Stoke K 1 X 2 / X z / X l X & / X 7 Spá okkar birtist nú einnig i Morgunblaðinu auk spáa iþróttafrétta- ritara hinna fjölmiðl- anna. Þess skal getið, að þar birtist einfaldur seðill en við notum kerfisseðil áfram hér i Getraunaspá Alþýðu- blaðsins. Birmingham-Leicester. Leicester vann fremur óvæntan sigur á Ipwich á laugardaginn og þar með sinn annan sigur á þessu keppnistimatili. Hins vegar hefur liðinu enn ekki tekizt að vinna leik á útivelli, gert tvö jafn- tefli en tapað 5 leikjum. Heimasigur. ' Chelsea-Aston Villa. Villa ersigurstranglegra þó á útivellisé. Arangur liðsons á úti- velli hefur verið óvanalega góður í vetur og er því liklegt að liðinu takizt að vinna Chelsea, sem þó er á hraðri uppleið. Við segjum þvi útisigur en jafntefli til vara. (Fyrsti tvöfaldi leikurinn) Coventry-QPR. QPR hefur enn ekki tekizt að ná sigri á útivelli. Liðið er heldur „óstabilt”, á góða spretti en dettur svo niður á milli. Frammi- staða Coventry i vetur gefur hins vegar tilefni til að spá heima- sigri. Derby-West Ham. Lið West Ham á hreinlega ekki skilið að vera i þriðja neðsta sæti, liðið leikur of vel til þess. Það er þó athyglisvert, að enn hefur West Ham ekki tekizt að sigra á heimavelli sfnum. Við spá- um útisigri en jafntefli til vara. (Annar tvöfaldi leikurinn) Ipswich-Everton. Þrátt fyrir góða frammistöðu á heimavelli (hefur unnið 5 af 7 heimaleikjum) spáum við þvi.aðlpwich hafilitið að gera i hend- urnar á Everton, sem nú er i öðru sæti deildarinnar. Útisigur. Leeds-Nottingham Forest. Þetta verður leikur vikunnar. Stigin eru aldrei auðsótt til Leeds. Þeir munu berjast ágengum sóknarleikmönnum Forest fullum krafti og sennilega leika upp á jafntefli. Við spáum þvi, að minnst einu sinni takizt að splundra vörn Leeds og bæði stigin fari til Nottingham. Liverpool-Bristol City. Liverpool hefur verið í öldudal, tapáði núna siðast fyrir QPR. Þeir eru nú ákveðnir i að taka sig saman i andlitinu og á laugar- daginn taka þeir bæði stigin. Manchester United-Norwich. United er nú komið i neðri helming 1. deildarinnar og meist- aratignin er fjarlægur draumur. Norwich hefur staðið sig vel og aðeins heimavöllur bjargar United frá tapi, Jafntefli. Middlesbro-Wolves. Þetta er jafnteflislegur leikur, liðin eru bæði um miðbik deild- arinnar og leika knattspyrnu i meðallagi góða. Jafntefli en heimasigur til vara. (Þriðji tvöfaldi leikurinn) Newcastle-Arsenal. Það þarf vart að eyða orðum að þessum leik. Arsenal er mun sterkara lið og vinnur öruggan sigur. WBr^-Manchester City City er á hraðri niðurleið þessa dagana, er komiö i 8.-9. sæti. Liðið þarf að aka sig saman ef það á að hanga áfram i efri hluta deildarinnar. Róðurinn hjá City verður erfiður á laugardaginn þar sem þeir mæta WBA á heimavelli þeirra siðarnefndu. Við hljótum að spá heimasigri en jafntefli til vara. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn) Luton-Stoke. Ef litiö er á árangur þessara liða i annarri deildinni kemur i ljós, að um annað en heimasigur er varla að ræða. Af 14 stigum mögulegum á heimavelli hefur Luton fengið 12, en af jafnmörg- um stigum mögulegum hefur Stoke aðeins fengið 4 á útivelli. Heimasigur. -ATA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.