Alþýðublaðið - 17.11.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1977, Síða 3
aar Fimmtudagur 17. nóvember 1977 3 Gódur markaður fyrir rækjuna — Kolmunnaveiðum hætt í bili — Ágætur markaöur er fyrir rækjuna okkar um þessar mund- ir. Viö höfum selt hana til Þýska- lands, Hollands og Belgiu fyrir mjög gott verð. Eins er veröiö gott i Sviþjóð, þótt þaö jafnist ekki á við það sem er i hinum löndunum þremur, sagði Ingi- mundur Konróösson hjá Islenzku útflutningsmiðstööinni, i samtali við Alþýöublaöið i gær. — Eins er markaður fyrir rækj- una að opnast i Englandi, vegna tollalækkana sem verða nú á næstunni. Rækjan þykir mjög góð og mikil eftirsprun eftir henni, sagði Ingimundur ennfremur. — Tilraunir með að þurrka kol- munnan til manneldis hafa reynst vel. Við sendum það sem við átt- um, til Suður Evrópu og vitum ekki annað en að kolmunninn hafi þótt ágætur þar. I þessar tilraun- ir munu hafa farið um 50 tonn. Kolmunnaveiðar liggja reynd- ar niðri núna, og verða ekki tekn- ar upp aftur fyrr en næsta vor eða sumar. En byrjunin lofar góðu, sagði Ingimundur að siðustu. öb Bæjarstjórn Seltjarnarness: 100 ár liðin frá upphafi funda 1000 fundurinn haldinn f gær i gær afhenti bæjar- stjórn Seltjarnarness Mýr- arhúsaskóla að gjöf lista- verkið ,/Trúarbrögðin" eftir Ásmund Sveinsson, í tilefni 100 ára afmælis skólans hinn 1. október sl. Er afhending gjafarinnar liður I þvi, að Seltirningar minnast nú merkra timamóta i sveita- stjórnarmálum sinum, þar sem rétt 100 ár eru liðin frá upphafi reglulegra og bókaðra funda i I7NOV..Á ára afmæli Samvinnubankans opnum við nytt útibú að Suðurlandsbraut 18 'i AFGREIÐSLUTÍMI ÚTIBÚSINS ER FRÁ 9.30-12.00 OG FRÁ 12.30-16.00 ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARD. STARFSFÓLK ÚTIBÚSINS ER PÁLMI GÍSLASON, KRISTÍN KÁRAD. OG SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR. SÍMINN ER 82977 Samvinnubankinn Þakkir fluttar Nú, að loknu prófkjöri Alþýðuf lokksins til Alþingiskosninga í Reykjavík, eru mér efst í huga innilegar hjartans þakkir til allra þeirra f lokkssystkina minna, velunnara flokksins og ekki sízt persónulegra vina minna, sem af heil- um hug og fullum dreng- skap studdu framboð mitt í prófkjörinu. Ollu þessu fórnfúsa starfi, sem óumbeðið og af fúsum og frjálsum vilja var af hendi látið til stuðnings framboði minu i aðdraganda prófkjörsins og kjördaganna mun ég aldrei gelyma. Það væri að sniðganga sannleikann að segja, að við getum verið ánægð með úrslitin, en lærdómar eru ávallt mikil- vægir og svo lengi lærir, sem lif- ir. Þá vil ég ennfremur flytja yfirkjörstjórn kosninganna og sér i lagi formanni hennar, Þor- steini Sveinssyni hdl., sem við mjög erfiðar aðstæður unnu frá- bært brautryðjendastarf, inni- legar þakkir fyrir öll þau störf, er þau leystu af hendi af sam- vizkusemi og hinni mestu prýði. Reykjavik, 16. nóv. 1977 EggertG. Þorsteinsson. Tungumál og tölvunotkun Fyrirlestur í Norræna húsinu Listaverkiö „Trúarbrögöin”, eft- ir Ásmund Sveinsson, sem Mýrarhúsaskóla var afhent i gær. Verkiö er 4.50 metrar á hæö, unn- iö í eir og hiö fegursta á aö lita. sveitastjórnSeltjarnarness. í gær var einnig haldinn 1000 fundur sveitastjórnar Seltirninga. A hátiðarfundi, sem haldinn var 4. þessa mánaðar, var ákveð- ið, að minnast þessara merkisat- burða með þvi, að skrásetja sögu byggðar og skóla á Seltjarnar- nesi. Einnig var samþykkt, að færa Mýrarhúsaskóla fyrrgreint listaverk að gjöf, og var það af- hent f gær, sem fyrr sagði. Þá var ákveðið, að efna til sam- keppni um endurskoðun aðal- skipulags Seltjarnarness. Er þvi lokið og hafin vinna eftir verð- launatillögu Arkitektastofunnar Siðumúla 32. Loks lýsti bæjarstjórn stuðningi við þá hugmynd, að koma upp minjasafni i Nesi við Seltjörn og um leið að stuðla að verndun bygginga þar. Þetta hefur verið framkvæmt, að hluta og hefur rikið keypt helming hússins og land umhverfis. Er vonast til, að fljótlega semjist um kaup á hin- um hluta eignarinnar. —JSS Prófessor við Gauta- borgarháskóla, dr. Sture Allén, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefn- ist „Spraaket, datorn och vi" (tungumálið, tölvan og við). Sture Allén er sérfræðingur i nýtingu tölva I þágu málvisinda og er forstöðumaður tölvumálvis- indadeildar Gautaborgarháskóla. Hann dvelst hér á landi i boði Skýrslutæknifélags tslands og Norræna hússins og flytur einnig erindi i Háskóla tslands. I fyrir- lestri sinum i Norræna húsinu segir hann frá starfsemi tölvu- málvisindadeildarinnar i Gauta- borg og skýrir málvisindalega tölvuvinnslu með dæmum. Enn- fremur ræðir hann hagnýtt gildi slikra rannsókna svo sem við út- gáfu orðabóka og i sambandi við nýjar aðferðir i prentlist, gerð hjálpartækja fyrir fatlaða og sjóndapra o.fl. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirspurn frá Björgvin Guðmundssyni f borgarstjórn . Hvernig ganga framkvæmdir B.O.R. við fiskiðjuver og i Bakkaskemmu miðað við áætl- anir, er gerðar höfðu verið um þær framkvæmdir? Hvenær er nú áætlað, að framkvæmdum ljúki? . Hver var áætlaður kostnaður við framangreindar fram- kvæmdir? Hve miklu fjar- magni hefur verið varið til þeirra? Sundurliðun óskast. Hver er nú áætlaður heildar- kostnaður framkvæmdanna? 3. Hvernig hefur fjármagni þvi, er fengizt hefur við sölu Þor- móðs goða, verið varið? Sundurliðun óskast. Happdrætti herstöðva- andstæðinga: Drætti frestad Ákveðið hefur verið að, seldum miðum 14. þessa fresta drætti í Happa- mánaðar þ.e. i fyrradag, drætti Herstöðvarand- stæðinga til 15. desember n.k. Upphaflega var fyrirhugað, að draga úr hið fyrsta. en af þvi gat ekki orðið. Er umboðsfólk um land allt hvatt til að gera skil Breyttur afgreiðslutímh FRÁ 17.NÓV. VERÐUR BANKINN OPINN FRÁ 9.30-15.30 OG INNLÁNSDEILDIR EINNIG FRÁ 17.00 17.45 ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARDAGA Samvinnubankinn BAN K ASTRÆTI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.