Alþýðublaðið - 17.11.1977, Page 5

Alþýðublaðið - 17.11.1977, Page 5
Fimmtudagur 17. nóvember 1977 5 ÚR LEIKHÚSINU Jónas Jónasson skrifar - Skrifrædisbáknið blómstrar: 357.000 m3verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á þremur árum Reykvíking- um fækkar! Athygli vekur við að fletta nýútkominni Árbók Reykjavikurborgar, að Reyk- vikingum fækkaði um 363 á bilinu 1. des. 1975 til jafnlengdar 1976. Fólksfjölgun á höfuð- borgarsvæðinu i heild reyndist aðeins um 0,4% á meðan fólks- fjölgun annars staðar á landinu varð að meðaltali 1,4%. A sama tima fækkar fólki 35-44 ára i Reykjavik, en öldruðu fólki fjölgar hins vegar verulega. 1 gömlu hverfunum i Reykjavik fækkar börnum. Meðalaldur i Reykjavik er langlægstur i Seljahverfi i Breiðholti, aðeins 20,50 ár. Næst kemur Breiðholtshverfi III með 21,28 ár og þriðjan lægsta meðalaldur hafa Breiðholtshverfi I & II, 23,12 ár. Elsta hverfið i Reykjavik er það sem afmarkast af Kringlumýrar- braut, Miklubraut og Snorra- braut. Þar er meðalaldur 41,37 ár, þannig að munur á meðal- aldri „elsta og yngsta” hverfis borgarinnar er rúmlega 20 ár! —ARH Öll aukning at- vinnutækifæra í þjónustu og viðskipta- greinum Nær. öll aukning atvinnutæki- færa i Reykjavlk á sfðasta ára- tug átti sér stað i þjónustu og viðskiptagreinum. Vinnuafls- notkun i öðrum greinum dróst ýmist saman, eða stóð að mestu leyti i stað. Mestur varð sam- dráttur i sjávarútvegi, bæði I fiskveiðum og fiskvinnslu, en vinnuaflsnotkun þessara greina minnkaði um 880 mannár á árunum 1965-1975. A sama ára- bili jókst vinnuaflsnotkun i þjónustu um 4.873 mannár, þar munar mest um aukningu við heilbrigðis- og velferðar- stofnanir. Mannaflanotkun viðskiptagreina jókstum 1.900 mannár á þessu 10 ára Umabili. ,,A liðnum árum hafa stjórn- vöid reynt, með beinum eða óbeinum aðgerðum, að hafa áhrif á það, hve mikið rými skuli ætla hverjum einstaklingi i nýju hús- næði. Má þar nefna reglur hús- næðismálastjórnar við úrskurð lánshæfni umsókna, þar sem kveðið er á um hámarksstærð þess húsnæðis, sem lán eru veitt út á. Miðað er við fjölskyldustærð og stærð ibúða i fermetrum. Ákvæði sem þessi hafa mikil áhrif á gerð húsnæðis i nýjum hverfum og þar með á ibúafjöida, en Ibúðimar ganga siðan kaupum og sölum án nokk- urra ákvæða um hámarksrými ætlað þeim, sem kaupa. Þannig hefur bein og hlutfallsleg fækkun orðiði gömlu borgarhverfunum á sama tima og ný hafa risið. Hag- kvæmara er að byggja en kaupa sambærilegt húsnæði fuilgert, hvortheidur tekið er tillittil verðs eða lánsfjármöguleika. Ungt fólk flyzt að heiman úr gömlu hverf- unum og kemur sér upp húsnæði i nýju hverfunum, en litil sem engin endurnýjun á sér stað meðal Ibúa gömlu hverfanna. Húsrými á hvern einstakiing vex yfirleitt eftir því sem hverfin eldast og nýtast ver”. Framangreindur kafli er úr þeim hluta Árbókar Reykjavikur- borgar 1976 er fjallar um byggingastarfsemi. Þar segir ennfremur, að þegar á heildina sé litið I húsnæðismálum Reyk- vikinga, þá hafi ástandið heldur batnað siðustu árin, sé miðað við húsnæðisrými á hvern einstak- ling, en auknar kröfur valdi þvi að ekki hafi dregið úr eftirspurn. Á siðustu 5 árum hefur alls verið komið upp 805 þúsund rúm- metrum iðnaðar- og verksmiðju- húsnæðis i Reykjavik, auk 357 þúsund rúmmetra verzlunar- og skrifstofuhúsnæðis. Að auki hafa ibúðarhús, einkum 1 kringum miðbæinn, vef ið tekin undir skrif- stofur og annað atvinnuhúsnæði. Hæstar brúttó- tekjur 1976 á ísafirði Árið 1976 voru áætlaðar meðalbrúttótekjur á framtelj- anda i Reykjavik kr. 1.458.365, eða Htið eitt lægri en meðal- brúttótekjur allra framteljenda á landinu, kr. 1.496.793. Meðal- brúttótekjur I Kópavogi voru I fyrra kr. 1.713.025, á Akureyri kr. 1.598.402, i Vestmannaeyjum 1.680.723, I Neskaupstað 1.732.016 og á isafirði 1.836.798. Froken Margrét Þegar heim kom, eftir setu i Þjóðleikhúskjallaraníim að sjá fröken Margréti, kennslukon- una, ætlaði ég að reyha að fara að ráðum hennar eða fyrirsögn: „Þiðskuluð i kvöld, þegar heim er komið, rifja upp orð fröken Margrétar.” Einhvernveginn virtist ég hafa gleymt þeim i kjallaranum, eða þau höfðu farið inn um annað eyrað og út um hitt, eins og gerðist á þeirri tið er ég sat I alvöru á skóla- bekk. En sjónminnið brást mér ekki þegar heim var komið. Herdis Þorvaldsdóttir í gerfi fröken Margrétar var mér oft til minnis. Hér glimir leikkonan við mikinn texta á vöxt, þarf að beita allri sinni tækni, allri ög- un, beita öllum þrótti sinum að leika einleik i þessu unga verki eftir Brasiliumanninn Roberto Athayde, sem okkur er sagt að hafi, með þessu verki, skrifað sig i ljós. Samband áhorfenda og flytj- enda þarf ætið að vera gott, svo báðum takist; öðrum að gefa, hinum að njóta, en i svona einleik, þarf mikið til að vel tak- ist. Ég hef reynt að skilja af hverju ég fór úr leikhúsinu, litið snortinn, hafði þó verið við- staddurátök, mikinn leik, heyrt langan texta um langa lifssögu i endursögn og var þó saga frök- en Margrétar ekki sögð að neinu marki, imprað á að hún væri bæði sorgleg og sár. Allur þessi texti for vel fram, stundum i mildi, stundum af hörku I ætt við sólajárn, stund- um slegið á glenstaugar, en alltaf i sárindum. Samvinna leikkonu og leik- stjórans, Benedikts Arnason- ar, hlýtur að hafa verið góð, af einlægni unnið, margt kemur af þvi gott, en sumt i túikun féll mér ekki, þó ég viti að hér verð- ur að tefla djarft þegar ekki er að fá raddir til samhljóms, einn likami til hreyfinga og timínn liður af miskunnarleysi og kröf- ur gesta um tilbreytingu eru án miskunnar frá upphafi kennslu- stundar, til loka. Fröken Margrét situr þó i huga, einkum þegar hún vildi sýnastgóð. Kannski kemur hér i bland gömul minning úr gamalli kennslustofu um gamla kennslukonu góða, sem ég man ekki að hlypi i grát i miðri stund, hvað þá hún tefldi i þá tvisýnu að lofa að fella föt sin ef við yrðum góð börn. I minum bekk var heldur ekki Guð og hann Jesús var i annari stofu. Þýðing úlfs Hjörvar er hon- um til góðs sóma, Birgir Engil- berts gerði kennslustofu sanna. Leikstjórn Benedikts viturleg og djörf. Samt hefði ég ekki viljað sitja eftir i bekk fröken Margrétar. Ég hefði yngri, óttast hana. Er þá ekki vel leikið? 14. nóv. 1977 Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.