Alþýðublaðið - 17.11.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 17.11.1977, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 17. nóvembec- Svart eða önd- verðan við hvrtt //Hlýtur ekki stofnun Málfrelsissjóðs að gefa til kynna að málfrelsið sé í hættu hjá þjóðinni?" spurði einn kunningi minn í gærmorgun, þegar hann hafði lesið um það í blööum, að stofnaöur hefði verið Málfrelsis- sjóður. Það er sannarlega ekki að furða þótt menn velti fyrir sér slíkum spurningum. Tryggir ekki stjórnarskráin rétt manna til að segja skoðun sina á mönnum og mál- efnum, án þess að eiga það á hættu að verða sótt- ur til saka? Eru það ef til vill ekki mannréttindi að mega segja skoðun sína umbúðalaust, sé tilefni til þess gefið? Það skyldi maöur halda. „betta er kommadót, sem timir ekki að borga fyrir kjaft- inn á sér og vill nú fá aðra til þess,” sagði annar kunningi og hafði þá bersýnilega i huga VL- málin alræmdu. Munu það efa- laust nokkur tiðindi þeim Ágústi Þorvaldssyni á Brúnastöðum, séra Jakobi Jónssyni, Herði Zophaniassyni skólastjóra og séra Jóni Bjarman, auk fleiri stofnenda, að vera kommúnist- ar. Hins vegar eru þessi um- mæli nokkuð dæmigerð fyrir þá sem vilja afgreiða málin á snaggaralegan hátt, án þess að velta þvi fyrir sér sém að baki liggur. En það ætti að gefa auga leið, að þegar svo breiður hópur stofnar Málfrelsissjóð, hlýtur það að vera af einhverjum öðr- um hvötum en þeim, að þeir séu kommadót sem timir ekki að borga fyrir kjaftinn á sér. Eðlilegar umræður Það er staðreynd, að Mál- frelsissjóður er stofnaður vegna VL-málaferlanna, enda segir i stotnávarpi þeirra 78 einstakl- inga sem sjóðinn stofna, aö svo sé. Það hafi mörgum einstakl- ingum verið gert að greiða háar fjárhæðir i málsbætur og miskabætur handa stefnendum. Segja stofnendur, að þeir telji nauðsynlegt að tryggt veröi fyllsta frelsi til umræðu um málefni sem varða almanna- heill. Um þaö verður sennilega ekki deilt, að umræður um erlendar herstöðvar á tslandi varða al- mannaheill. Það hljóta allir að samþykkja, hvort sem þeir eru með eða á móti þessum her- stöðvum. Að þvi gefnu, hlýtur það einnig að varða almanna- heill, þegar fámennur hópur mánna hefur undirskriftasöfnun meðal almennings, þar sem beðið er um að erlendar her- stöðvar verði um kyrrt á íslandi um komandi framtið, hvað sem islenzk stjórnvöld segi. Þegar menn fara út i slika undir- skriftaherferð hljóta þeir að gera sér grein fyrir þvi, aö þeir eru að gefa tilefni til vægðar- lausrar gagnrýni. Sérstaklega með tilliti til þess, að slikur verknaður er i hrópandi mót- sögn við skoðanir stórs hluta þjóöarinnar. III nauðsyn Umræður um þjóðmál hafa yfirleitt ekki á sér sérstakan blæ kurteisi, gætilegs orðavals eða dulinna meininga. Slikt væri enda fáránlegt. Og þegar um- ræður eru komnar út i það, hvort biðja eigi um að erlendar herstöðvar verði á íslandi um langa framtið, þá er sannarlega við þvi að búast að menn taki hressilega upp i sig, enda fylli- lega ástæða til, að minu mati. En þegar menn, sem neita aö taka þátt i opinberum umræð- um hvað eftir annað, um slikar beiðnir sinar, höfða meiðyrða- mál fyrir að vera kallaðir mannvitsbrekkur eða vegna annarra orða og setningarhluta, þá er mælirinn að verða fullur. Einkum þó þegar i ljós kemur að meiðyrðalöggjöfin hér á Is- landi er slik að unnt er að dæma menn til fjársekta og jafnvel fangelsis fyrir ummæli um þessa menn og atferli þeirra. Þá er sannarlega kominn timi til að gera annað tveggja. Gera meiðyrðalöggjöfina þannig úr garði að unnt sé að ræða þjóð- mál öðru visi en með loðin- barðalegu orðaskrúði holta- þokukjaftæðis sem engan botn er hægt að fá i, — eða stofna Málfrelsissjóð sem geri mönn- um kleift að stunda óheftar um- ræður um mál sem „hafa al- menna samfélagslega eða menningarlega skirskotun,” eins og segir i ávarpi 78-menn- inganna. Það er sem sagt skitt, en engu að siöur staðreynd, að stofnun þessa sjóös er nauðsynleg. Kurteisi? Þvi hefur verið varpað fram, að menn eigi að geta skrifað um þjóðmál rétt eins og allt annað af kurteisi og einnig að ef menn geti ekki valið orð sin i fyllsta samræmi viö almenna manna- siði, þá séu þeir einfaldlega ekki ritfærir og eigi að halda sér á mottunni. Kurteisi er vissulega dyggð, mikil skelfing. Ekki siður er það áreiöanlega indæll eiginleiki að geta skrifað vammir og skammir um náungann þannig, að gert sé eftir ýtrustu manna- siðum og útilokað áð höfða meiðyrðamál á ritarann. En mikil lifandis ósköp held ég að slik ritverk væru hrútleiðinleg. Og vonlaus til árangurs, ef rit- arinn hefur ætlað sér að koma skoðunum sinum á framfæri. Þjóðmálaumræða á að vera umbúðalaus og hressandi, þannig að fólk taki eftir henni og geti áttað sig á þvi hvað verið er að tala um. Um dónaskap þarf auðvitað ekki að vera að ræða, enda hygg ég aö hann hafi ekki komið við sögu i umræddum VL- málum. Og vissulega held ég að enginn geti haldið þvi fram i blákaldri alvöru að menn eins og Einar Bragi rithöfundur og Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur kunni ekki að skrifa. Þeir hins vegar, eins og aðrir sak- borningar VL-málaferlanna, héldu þvi fram að svart væri svart, en reyndu ekki að gera mál sitt kurteisislegt með þvi að segja aö það væri öndverðan við hvitt. Haukur Már Málfrelsi landsmanna ógnað Stofnaður mál frelsissjóður Nú er svo komiö fyrir málfrelsi i landinu/ að nauðsynlegt þykir að stofna sérstakan mál- frelsissjóð/ svo jafn réttur landsmanna sé tryggður/ til þess að segja skoðun sína í hinum ýmsu dægur- málum/ sem upp kunna að koma hverju sinni. Þykir mörgum/ og það að vonum, litið leggjast fyrir hina stoltu lýðræðisþjóð. I fréttatilkynningu um stofnun sjóðsins/ segir m.a. Tilgangur sjóðsins er að tryggja fyllsta frelsi til umræðu um málefni/ sem varðar almannaheill, og til óheftrar listrænnar tján- ingar. Tilgangi sjóðsins og tilefni til stofnunar hans er lýst i Avarpi, sem undirritað er af stofnendum sjóðsins, 78 að tölu. Sjóösstofnun var formlega ákveðin á fundi stofnenda sem haldinn var á Hót- el Esju 8. nóvember. Þá var sam- þykkt skipulagsskrá sjóðsins, sem er sjálfseignarstofnun, og honum kosin stjórn úr hópi stofn- enda. 1 stjórninni eiga sæti: Jóhann S. Hannesson mennta- skólakennari, Jónas Jónsson frá Ystafelli ritstjóri, Páll Skúlason prófessor, Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag. og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Eins og fram kemur i ávarpi stofnenda er hið beina tilefni þess, að sjóðurinn er stofnaður nú, dómar kveðnir upp i Hæstarétti nýlega vegna um- mæla sem fallið hafa i umræðu um herstöðvamál. Fyrirsjáanlegt ér að miskabætur og málskostn- aður i þeim málum munu nema milljónum og má af þvi sjá aö efla þarf sjóöinn skjóttog mynd- arlega. Stjórnin vill þó leggja áherslu á að hlutverk sjóðsins er engan veginn bundið þessum málum heldur er honum ætlað að starfa áfram meðan þörf krefur og þangað til meiðyrðalöggjöfin eða framkvæmd hennar hefur breyst þannig að engin þörf sé fyrir slikan sjóö. Grundvallarvið- horf stofnenda er.að ekki sé siður mikilvægt að tryggja fyllsta mál- frelsi i stjórnmálaumræðum en vernda æru þeirra manna, sem taka þátt i opinberu lifi, og eink- um sé það mikils virði að tryggja að þátttaka i slikum umræðum sé óháð efnahag manna. Þvi er sjóðnum ætlað það hlutverk að greiða fyrir sakborninga i slikum málum málskostnað og miska- bætur til stefnenda. Rétt er að taka fram að úr honum verða ekki greiddar sektir. Stjórn Málfrelsissjóös hefur þegar hafið undirbúning að al- mennri fjársöfnun. Girónúmer sjóðsins er 31800-0, en heimilis- fang hans að Laugavegi 31, simi 29490. Ávarp málfrelsissjóðs vegna stofnunar Allt frá timum frönsku stjórnarbyltingarinnar hefur skoðana- og tjáningarfrelsi verið einn af hornsteinum þess lýöræð- is, sem þjóðir um norðanverða Evrópu og Ameriku hafa hyllt og leitast viö aöfesta i sessi. Réttar- þróuni þessum efnum hefur mjög gengiðiþá áttaðrýmka málfrelsi i stjórnmálaumræðum. Samkvæmt stjórnarskrá Is- lands eiga þessi réttindi að vera tryggð íslendingum, en með framkvæmd gildandi lagaákvæöa um meiðyrði er hætta á að þess- um réttindum verði i raun settar óæskilegar og ónauðsynlegar skorður. Tilefni þessa ávarps eru dómar þeir sem nýlega hafa verið kveðnir upp i Hæstarétti vegna ummæla sem fallið hafa i um- ræðu um hersetuna, eitt heitasta deilumálþjóðarinnarsiðustuþrjá áratugi. Með þeim hefur mörgum einstaklingum verið gert að greiöa háar fjárhæöir i máls- kostnaö og miskabætur handa stefnendum. Undirritaöir telja nauösynlegt, aö tryggt verði fyllsta frelsi tií umræðu um málefni, sem varða almannaheill, og til óheftrar list- rænnar tjáningar. Meðan þetta frelsi er ekkiótvirætttryggt, telj- um við höfuðnauösyn að slá skjaldborg um málfrelsið og höf- um í þvi skyni ákveðið aö beita okkur fyrir stofnun Málfrelsis- sjóðs. Málfrelsissjóði veröur ætl- að það hlutverk að standa straum af kostnaði og miskabótum vegna meiöyröamála, þegar stjórn sjóðsins telur að með þeim séu óeðlilega heftar umræður um mál, sem hafa almenna sam- félagslega eða menningarlega skfrskotun. Skorum við á Islendinga aö styrkja sjóðinn með fjárframlög- um. Aöalheiður Bjarnfreösdóttir, formaöur Sóknar. Agúst Þorvaldsson, fv. alþingismaöur, Arnessýslu Andrés Kristjánsson, fv. fræöslustjóri, Kópavog Andri Isaksson, prófessor. Ami Björnsson, læknir Atli Heimir Sveinsson formaður Tónskáldafélags íslands, Björn Bjarnason, rektor M.S. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, Brynja Benediktsdóttir, leikhússtjóri,Akureyri Böðvar Guömundsson, menntaskólakennari, Akureyri, Davið Daviösson, prófessor, Séra Einar Sigurbjörnsson, dr. theol, Reynivöllum, Kjós Eysteinn Tryggvason, dósent, Guömundur Arnlaugsson, rektor, M.H. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands tslands, Guðmundur Pétursson læknir, Guðmundur Steinsson, rithöfundur, Guðmundur Sveinsson, skólameistari, Guöný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, Guörún Helgadóttir, deildarstjóri, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Halldór Pálsson, búnaöarmálastjóri, Hannes Kr. Daviðsson, arkitekt,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.