Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 29. nóvember 1977 æar taki á okkur stundum, en ef stil- að er til dæmis Arnar — Þór- hildur, Alþýðuleikhúsið, Óðins- götu 9,Reykjavik, þá ætti allt að komast til skila fyrr eða siðar, sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri að lokum. Norðurlandaferð Alþýðu- leikhússins 1977 Leikhópur Alþýðuleikhússins kom til landsins 21. október sl. úr 6 vikna sýningaferð um Norðurlönd. Haföi þá Skolla- leikur eftir Böðvar Guðmunds- son verið sýndur tuttugu sinnum á 15 stöðum i Færeyjum, Nor- egi, Finnlandi, Sviþjóð og Dan- mörku. Norræni menningarsjóðurinn veitti Alþýðuleikhúsinu styrk til þessarar farar, sem hófst 10. september er 6 manna hópur, 5 leikarar og leikstjórinn, Þór- hildur Þorleifsdóttir, lagði frá bryggju á Seyðisfirði með Smyrli. Fyrstu sýningarnar voru i Þórshöfn i Færeyjum en siðan var siglt áfram meö Smyrli til Bergen og sýnt þar. Næstu vikurnar var leikið á eft- irtöldum stööum: Oslo, Helsing- fors, Vasa, Uppsölum, Stokk- hólmi, Taby, Gautaborg, Málm- ey, Lundi, Arósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn, en siðasta sýningin var i Linköping i Svi- þjóð 19. október. Sýningarnar i Linköping og i TSby, sem er út- hverfi Stokkhólms, voru liðir i Norrænum menningarvikum. 1 Helsingfors tók leikhópurinn þátt i Islandskvöldi, þar sem einnig voru höfundarnir Þráinn Bertelsson, Þórarinn Eldjárn og Böðvar Guðmundsson, en þeir lásu upp úr verkum sinum og svöruðu spurningum. Borgar Garðarsson, sem starfar við Lilla Teatern i Helsingfors, flutti finnsk ljóö um ísland og finnskur dansflokkur sýndi atr- ~ iði úr nýjum ballett sem saminn er eftir bók Laxness, Sölku Völku. 1 Vasa var sýningin á Skolla- leik liður i Islandsviku, þvi þar var einnig verið aö sýna Skjald- hamra Jónasar Arnasonar, haldið var rithöfundakvöld með Þórarni og Þráni og sýndur ballettinn Salka Valka. Farartæki Alþýðuleikhússins i þessari ferð var G.M.C.-sendi- ferðabill meö kerru i togi og var ■honum ekið tæpa 6.000 km þess- ar 6 vikur, en auk þess var siglt með ferjum I 72 klukkustundir. Skollaleikur er annað verk- efni Alþýðuleikhússins og var frumsýndur 17. október 1976. Það ár var leikritið sýnt 24um sinnum á Austfjörðum, Akur- eyri og i Reykjavik. Um siðustu áramót var gert hlé á leikstarf- semi leikhússins Vegna veikinda eins leikarans, en 4. ágúst sl. hófust sýningar á Skollaleik að nýju og var sýnt viða um Norðurland, á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og á Suðurlandi þar til Norðurlandaferðin hófst. Eru sýningar nú orðnar 69 tals- ins. Leikarar i Skollaleik eru: Arnar Jónsson, Evert Ingólfs- son, Jón Júliusson, Kristin A. ólafsdóttir og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er eins og áður sagði Þórhildur Þorleifsdóttir , leik- mynd, búninga og grimur gerði Messiana Tómasdóttir, en höf- undur tónlistar i verkinu er Jón Hlöðver Áskelsson. öb. — Fólk hefur tekið okkur hreint ágætlega , og við finnum það á undirtektum fólksins að sýningarnar ná vel til þess/ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og ballettkennari í sam- tali við blaðið. — En það er erfitt og dýrt að ferðast um landið með sýningu á borð við þetta. Við setjum erfið- leikana reyndar ekki fyr- irokkur, en f jármálin eru illviðráðanlegri. Eins og er vantar leikhúsið þrjár milljónir til þess að það beri sig. Við gerum okkur lengi von um að alþingis- mennirnir blessaðir yrðu okkur hliðhollir, en sú von ætlar að verða sér til skammar, sagði Þórhild- ur ennfremur. —■ Þegar mál Alþýðuleik- hússins voru tekin fyrir á þing- inu, á sinum tima, kom i ljós að margir þingmenn voru fjúkandi reiðir út i okkur, héldu aö við værum aðgera allt aðra hluti en við erum að gera. Það kom sið- an upp úr dúrnum að fæstir þeirra höfðu séð sýningarnar. Þetta þykir okkur að vonum leiðinlegt, sagði Þórhildur. — Við veltum því fyrir okkur að bjóða þingmönnum öllum i einu lagi á Skollaleik, ég veit ekki enn hvað verður úr þvi, en það er greinilegt að eitthvað þarf að gera til þess að efla fjár- hag Alþýðuleikhússins. Við skorum á allt fólk sem vill að Alþýðuleikhúsið haldi áfram að vera til og ferðast um landið, að sina hug sinn með þvi að láta eitthvað af hendi rakna til leik- hússins. Viö erum reyndar hálf- gerðir flakkarar og erfitt aö ná Það eru næg verkefni fyrir hendi, en leikhúsið stendur illa fjárhags lega um þessar mundir, sagði Þórhildur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.