Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 29. nóvember 1977 Ungt fólk í Hafnarfirði Félag ungra jafnaðarmanna i Hafnarfirði heldur almennan umræðufund i Alþýðuhúsinu i kvöld kl. 21.00 um bæjarmál — jlandsmál og stefnumótun F.U.J. á þeim vettvangi. Málshefjandi verður Gunnlaug- ur Stefánsson. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. Formaður. Ákerrén-styrkurinn 1978 Dr. Bo Ækerrén, læknir í Sviþjöö og kona hans tilkynntu Islenskum stjórnvöldum á sinum tima, að þau hefðu I hyggju að bjóða árlcga fram nokkra fjárhæð sem feröa- styrk handa tslendingi er óskaði að fara til náms á Noröurlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur sextán sinnum, I fyrsta skipti vorið 1962. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni 2.160 sænskum krónum. Umsóknum um styrkinn, ásamt upp- lýsingum um náms- og starfsferil, svo og staöfestum afrit- um prófskírteina og meðmæla, skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. febrúar n.k. t umsókn skal einnig greina, hvaða nám um- sækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. — Um- sóknareyðublöö fást I ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 23. nóvember 1977. G«ilu|v SUfáMMB 9 tonna bátur til sölu 9tonna dekkbátur til sölu. Smíðaár 1976, með alveg nýrri vél. Eignatalstöð. Radar og fisk- leitartæki. Báta og Bílasalan. Sími: 22950 — Box 465. Akureyri. Hef til sölu trillur og báta af ýmsum stærðum. Verð og skilmálar við allra hæfi. Óskum eftir bátum og trillum á söluskrá. Báta- og Bílasalan. Sími 22950 — Box 465 Akureyri. Starfsmann — fóstru vantar á dagheimilið Egilsstöðum, frá 1. jan. 1978. Umsóknir sendist á skrifstofu Egilsstaða- hrepps, fyrir 15. des. n.k. Upplýsingar i sima (97)1166. Dagheimilið Egilsstöðum. Vetrarferðir Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag við Samvinnuferðir hf. um eftir- taldar ferðirtil Kanaríeyja: 11. febrúar 1978, 2ja eða 3ja vikna ferðir. 29. apríl 1978, 3ja vikna ferð. Hópafsláttur verður fyrir félagsmenn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og fjölskyldur þeirra. Upplýsingar um þessar ferðir gefa Samvinnu- ferðir h.f. Austurstræti 12, sími 27077. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Frumvarp 3 myndi skapast i landbúnaðar- málum — sá vandi, að ekki yrði með nokkru móti unnt að losna við verulegan hluta af fram- leiðslu búvara, einkum sauðfjár- afurða, sem yrði að sjálfsögðu óskaplegt áfall fyrir islenzka bændastétt”....„Einmitt vegna þess hversu lengi menn hafa látið viðvaranir Alþýöuflokksins um hvert stefndi i landbúnaðarmál- unum með óbreyttu útflutnings- bótakerfi sem vind um eyru þjóta er nú komið út i þær ógöngur, sem raun ber vitni, þar sem ekki verð- ur snúið á rétta braut nema með mikilli varúð og á talsverðum tima”, segir m.a. f greinargerð með frumvarpinu. Breytingar í áföngum 1 greinargerðinni er itarlegur kafli um núverandi skipulag verðlagsmála landbúnaðarins og einnig er i sérstökum kafla gerð grein fyrir stefnu frumvarpsins i þessu máli: „Frumvarpið eins og það er úr garði gert gerir ráð fyrir þvi, að þær breytingar verði gerðar á 12. grein laganna um framleiðsluráð þeirri grein sem fjallar um verð- ábyrgð rikissjóðs vegna útfluttra landbúnaðarafurða (útflutnings- bætur) — að miða ekki verð- ábyrgðina við samanlagt heildar- verðmæti allrar landbúnaðar- framleiðslunnar að hlunnindum meðtöldum heldur aðeins við framleiðsluverðmæti þeirra aðal- búgreina tveggja — nautgripa- ræktar og sauðfjárræktar — sem útflutningurinn er einskorðaður við. Þannig er lagt til, að verð- ábyrgð rikissjóðs nái til útflutn- ings á afurðum hvorrar þessarar búgreinar um sig þannig að hún megi mest verða sem svarar 10% af heildarverðmæti nautgripa- afurða gagnvart útflutningi á afurðum þeirrar búgreinar og 12% af heildarverðmæti sauðf jár- afurða vegna útflutnings á afurð- um þeirrar búgreinar. Þannig yrðu útflutningsbæturnar gerðar upp fyrir hvora búgrein um sig, og ekki leyföur flutningur verð- ábyrgðar milli búgreina t.d. ef verðábyrgð yrði ekki að fullu not- uð gagnvart útflutningi afurða annarrar búgreinarinnar, en út- flutningur á afurðum hinnar yrði meiri en næmi verðábyrgð henn- ar. Þá er eigi heldur hægt skv. frv. að flytja verðábyrgðar- greiðslur milli ára frekar en nú á sér stað þannig aö verðábyrgð, sem ekki nýtist eitt árið, fellur þá niður. Flm. er ljóst, að hér er um að ræða tálsvert stórt skref i átt til eðlilegrar skipunar á þessum málum, sem m.a. myndi hafa haft það i för með sér að greiðslur vegna verðábyrgðar verðlagsárið 1976/77 myndu lækka um 1 millj- arð króna frá þvi sem nú er ef ekkert annað kæmi til. Ef slik breyting yrði gerö i einu vetfangi myndi sú ráðstöfun koma mjög harkalega við bændur — jafnvel lama að verulegu leyti sauðfjár- búskapinn i landinu. Einmitt þess vegna er lagt til i frv. að sett verði bráðabirgðaákvæði i 1. um fram- leiðsluráð þannig, að markmiði 12. gr. eins og hún yrði ef frv. yrði samþykkt væri náð i áföngum gagnvart þeirri búgrein — sauð- fjárrækt — sem erfiðast ætti með að una þessum breytingum. A verðlagsárinu 1977/78 mætti verðábyrgð rikissjóös vegna út- fluttra sauðfjárafurða þannig nema allt að 20% af heildarfram- leiðsluverðmæti búgreinarinnar, á þar næsta verðlagsári lækkaði hámark ábyrgðarinnar niður i 18% og svo áfram koll af kolli uns hún yrði komin niður i 12% á 4 ár- um. Með þessu móti væri mark- inu náð i áföngum, sem ekki yrði eins tilfinnanleg breyting og ella. Að sjálfsögðu eru flm. reiðubúnir til þess að fylgja endurskoðun á áfangaskiptingunni og hlutfalls- tölum verðábyrgðarinnar ef sam- staða tækist um það i þinginu, enda skiptir slikt engum sköpum heldur hitt, sem er aðalatriði, að horfið verði til verðábyrgðar- kerfis, sem hefur ekki þau óæski legu og óeðlilegu áhrif á fram- leiðslustefnu i landbúnaöi, eins og það kerfi hefur haft, sem i gildi hefur verið s.l. 18 ár. Með sama hætti vilja flm. benda á, að i frv. felst ekki hin endanlega lausn þessara mála, heldur aðeins lausn um takmark- aðan tima til þess fallin að snúa af rangri braut yfir til réttari áttar. Sem framtiðarstefnu i þessum málum má t.d. benda á verð- ábyrgðarkerfi, sem yrði þannig hugsað, að áætlað yrði hverjar sveiflur i framleiðslumagni land- búnaðarafurða telja mætti eöli- lega með hliðsjón af árferðis- sveiflum og þörfum innanlands- markaðar og rikissjóður ábyrgð- ist siðan þann mismun, sem kynni að skapast vegna útflutnings inn- an eðlilegra umframframleiðslu- marka, á þvi verði, sem fengist fyrir útflutninginn annars vegar og innanlandsverðinu hins vegar. Takmarkið er auðvitað það, að iandbúnaðarframleiðslan sé ávallt fyrst og fremst i samræmi við innanlandsmarkaðsþarfir bæði hvað varðar magn, gæði og fjölbreytni og ráðstafanir hins öpinbera til stuðnings landbúnaði taki miöaf óskum neytenda, þörf- um atvinnuvegarins fyrir aukna hagræðingu, bætta hagkvæmni og aukna framleiðni ásamt með eðli- legum launakjörum bænda miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins fyrir þá miklu vinnu og ábyrgð, sem á þeim hvilir, en lúti ekki nær einhliða að þvi að auka aðeins framleiðsluna án tillits til þarf- anná innanlands, fjárhagsgetu þjóðarbúsins og gjaldþols neytenda og afkomumöguleika bænda. 25 ára 9 hafa á tónlist en vantar menntun ogaðstöðu. í þvi sambandi mætti nefna popp og jass. Ég held að nauðsynlegt sé að ganga út frá þjóðfðlagsveruleikanum eins og hann er og virkja áhuga nemenda á öllum tegundum tónlistar. Að siðustu mætti nefna fullorðinsfræðslu. Hugsanlegt væri t.d. að hafa námskeið fyrir foreldra sem eiga böm f skól- anum og gefa þeim innsýn i skóla starfið fyrir utan það að fræða þá um tónlist almennt með verk- kynningum, fyrirlestrum og umræöum. Einnig mætti virkja tónlistaráhuga fullorðinna með ýmiss konar tónlistarflutn. t.d. kórsöng. Foreldrar fá svolitla innsýn i skólastarfið vegna þess að við bjóöum þeim að koma i tima til að hlusta á kennsluna og ræða við kennarana. Hefur þetta reynst mjög jákvætt. Semsagt, verkefnin eru óþrjót- andi, spurningin er um það hvað er mögulegt og raunhæft við núverandi aðstæður. Viö trúum því hér, að tónlistar- nám sé ómissandi þáttur i almennri menntun hvers einstak- lings, hvort sem hann er sérstökum tónlistargáfum búinn eða ekki. Þeirri spurningu er enn ósvarað, hvað tónlistargáfa yfir- leitter. Það sem er mest um vert, er að örva tónlistaráhuga nemenda, efla tónskyn þeirra, gefa þeim tækifæri til að tjó sig sem flytjendur tónlistar og til að skapa tónlist. Með öllu þessu er verið að vinna að sama megin- markmiði: að gefa nemendum innsýn i heim tóniistarinnar, þroska fagurskyn þeirra og gera þá betur i stakk búna til að velja og hafna samkvæmt eigin gildis- mati. Geir Hallgr. 2 það að öryggis okkar sé gætt og sjálfstæði okkar tryggt.” BÓ: „Þú ert sem sagt með Morgunblaðinu og á móti kjós- endum þínum.” GH. „Ég er með Morgunblað- inu og á móti Aronskunni og ég er sannfærður um það að kjós- endur Sjálfstæðisflokksins eru með mér þegar þeir fá spurn- inguna rétt fram setta og heyra rök með og á móti.” Bó: „Nú, það er kannski hér...”GH gripur fram i: „Ann- ars skal ég segja þér i þessu sambandi að ég vil itreka það, að forvigismenn, þeir verða að mynda sér sjálfir skoðanir. þeir verða að hafa sannfæringu sjálfir og það er þeirra að sann- færa kjósendur. Ef kjósendur, fallast ekki á skoðanir forvigis- mannanna, þá eiga kjdsendurn- ir ekki að kjósa þá. Og þeir menn sem ætlast til þess aö ég berjist fyrir greiðslum af hálfu Atlantshafsbandalagsins eða Bandarikjamanna fyrir það öryggis- og gæzlustarf sem hér á tsland er innt af hendi, þeir eiga ekki að kjósa mig”. Bó: „Þú ert sem sagt að beina þvi til þessara rúmiega 7000 manna að kjósa einhvern annan flokk, heldur en Sjálf- stæðisflokkinn?” GH: „Ég held þvi fram að þetta sé ekki rétt skoðun, .. ekki rétt ályktun sem þú dregur af þessu prófkjöri. En ef það er rétt ályktun, þá er ég að beina þvi til allra kjósenda Sjálf- stæðismanna, að strika mig út af listanum i Reykjavik i kom- andi kosningum. Ef þeir ætlast til þessa af mér.” —GEK Frá Vm. 5 unar þessa árs leiddi til sömu niðurstöðu. Þar er ekki gert ráð fyrir greiðslu upp i viöskiptaskuldir á þessu ári. Þegar við gætum þess, að i árslok 1976 var lausafjárstaöan orðin öfug um 43,9 milljónir og þurfti þá að batna um 93 milljónir, til þess að vera hlut- fallslega svipuð og 1972, er spurning, hvort stætt er á öðru en að verja einhverju fé á þessu árí til lækkunar á lausaskuld- um. Frekari niðurskurður framkvæmdaá þessuárier ekki mögulegur, þvi yrði aö afla fjár til þess meö viðbótarlántöku. Skilmálar slíks láns þyrftu að vera áþekkir þvi, sem úttektar- nefnd gerði tillögu um.” „Hverjar voru tillögur út- tektarnefndar hér um?” „Fastlán, sem greiddist á ár- unum eftir 1981 og upphæð þess þyrfti að vera 45 milljónir” lauk Georg Tryggvason, bæjarlög- maðurog fjármálafulltrúi, máli sinu. HORNIÐ Skrifið eða hringid í síma 81866 Lokað i dag frá kl. 1-4, vegna jarðarfarar Ingi- bjargar Gissurardóttur frá Gljúfurholti. Gluggasmiðjan Siðumúla 20. Ritari óskast til starfa. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Viðskiptaráðuneytið 25. nóvember 1977.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.