Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. nóvember 1977 Vaka beitir sér fyrir aðgerd í námslánabaráttunni: Stúdentar sendi þingmönnum áskorun Stúdentafélagið Vaka í Háskóla íslands er þessa dagana að senda út bréf til allra þeirra sem skrásettir eru til náms í Hl og er farið fram á að stúdentar sendi einhverjum af þingmönn- um f járveitinganef ndar Alþingis áskorun sem hljóðar svo: „Agæti þingmaður! Ég undirritaður stúdent við Háskóla íslands skora á yður að beita áhrifum yðar til þess, að fjárhæð sú, sem ætluð er Lána- sjóði islenzkra námsmanna i frumvarpi til fjárlaga 1978, verði hækkuð, þannig að unnt verði að fullnægja lánsþörf námsmanna eins og hún er metin af Lána- sjóðnum. Með von um skjót við- brögð, (undirskrift)”. Vaka hefur gert ráðstafanir til að hafa lokaða kjörkassa i flest- um byggingum Háskólans þar sem hægt verður að skila áskor- unum þriðjudaginn 29. nóv., mið- vikudaginn 30. nóv. og föstudag- inn 2. des. Kassarnir með áskor- ununum verða opnaðir i viðurvist þingmanna eða þingvarða og bréfin afhent hverjum þing- manni. Hvetur Vaka stúdenta til þess að taka almennt þátt i þess- ari aðgerð. Lánin brúa ekki fjárþörf námsmanna A blaðamannafundi i gær sögðu talsmenn Vöku, að i fjárlaga- frumvarpi fyrir 1978 væri gert ráð fyrir að skera hvert námslán nið- ur um 15%, miðað við þörf náms- manns á láni samkvæmt reglum Lánasjóðs isl. námsmanna. Vant- ar um 270 milljónir upp á áætlað framlag til sjóðsins til að hann geti sinnt hlutverki sinu til fulls. Þá var og á það bent, að i lögum um námsaðstoð segi, að stefnt skuli að þvi, að opinber aðstoð við námsmann skuli nægja hverjum námsmanni til aö standa straum af eðlilegum náms- og fram- færslukostnaði. Ef Alþingi sam- þykki nú 85% hlutfallið þ.e. að lán verði skert um 15%, þá sé. það sama hlutfall og i fyrra. Þar með fylgi Alþingi ekki framangreindu lagaákvæði. Þvi mætti svo ekki gléyma, að i umræðum á Alþingi 1971 hafi þingmenn allra flokka lýst þvi yf- irað 100% námslánamarkinu yrði náð ekki siðar en 1974-75. Um helgina: Skoðanakönnuní tveimur kjördæm um hjá Framsókn Um helgina fóru fram á vegum Framsóknar- flokksins skoðanakannanir um skipan efstu sæta á lista flokksins við næstu Alþingiskosningar í tveim- ur kjördæmum, Norður- landi vestra og Vestur- landi. 1 framboði á Vesturlandi voru þau Alexander Stefánsson odd- viti, Ólafsvik, Dagbjört Höskuldsdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi, Halldór E. Sigurðs- son, ráðherra, Borgarnesi, séra Jón Einarsson, Saurbæ, Jón Sveinsson, dómarafulltrúi, Akranesi, og Steinþór Þorsteins- son, kaupfélagsstjóri, Búðardal. t Norðurlandskjördæmi vestra voru i framboði þau Bogi Sigur- björnsson, skattendurskoðandi, Siglufirði, Brynjólfur Sveinbergs- son, oddviti, Hvammstanga, Guðrún Benediktsdóttir, kennari, Hvammstanga, Magnús ólafs- son, bóndi, Sveinsstöðum, Ólafur Jóhannesson, ráðherra, Reykja- vik, Páll Pétursson, alþingismað- ur, Höllustöðum, Stefán Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki. Siðdegis i gær var byrjað að telja atkvæði i Vesturlandi og var búizt við að talningu lyki fyrir miðnætti, en i Norðurlandi vestra verður ekki talið fyrr en 1. des. og er það vegna utankjörstaða- atkvæða. —GEK Stúdentarád ályktar einróma: Þingmenn standi við gefin fyrirheit Stúdentaráð Háskólans samþykkti á dögunum ályktun sem samþykkt var einróma og send öllum Alþingismönnum. Ályktun- in hijóðar svo: „ Stúdentaráðsf undur haldinn 8. nóv. 1977, lýsir yfir eindreginni óánægju með þann niðurskurð á f járlagabeiðni Li N, er fram kemur i fjárlaga- frumvarpi því sem liggur nú fyrir Alþingi. Ef sú upphæð sem þar er inni verður samþykkt, þá hafnar f járveitinganefnd þeirri stefnu sem fram kemur i beiðni stjórnar LÍN að úthlutað skuli 100% lánum til námsmanna í stað 85% lána. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir að Alþingismenn samþykki þennan niðurskurð, ef haft er í huga, að samkvæmt þeirra eigin orðum á þing- inu veturinn 1970-71 átti að vera hafin úthlutun 100% lána árið 1975. Stúdentaráðsf undur minnir Alþingismenn á að hrinda nú í framkvæmd þessari stefnu og standa þannig við löngu gef in fyr- irheit. Jafnframt hvetur Stúdentaráð Háskóla Is- lands alla stúdenta til að fylgjast vel með þróun þessa máls og vera tilbúna til aðgerða ef með þarf". Tveir af talsmönnum Vöku, Bergiind Asgelrsdöttir og Steingrimur Ari Arason. í Dvalið í Selva — Wolkenstein í Dolomiten fjöllunum Við bjóðum góð hótel, með hálfu fæði, skíðapassa og margt fleira. Reyndir fararstjórar. BROTTFARARDAGAR: 20. DES. 20. DAGAR 15. JAN. 12. DAGAR 12. FEBR. 15. DAGAR. 26. FEBR. 15. DAGAR. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. sími 27077 V .. ■■■■ .. —...■■■■ inmuJN ^+purr/ujr: bestarí blindhríö Þvf þá fyrst kemur styrkur þeirra í Ijós. Þær eru úr svörtu þrælsterku plasti sem þolir — 40° C og + 145° C. Við hönnun þeirra var sérstaklega tekið tillit tii aðstæðna sem skapast við mikið rok og úrkomu. Niðurstaða varfrábær hreinsivirkni við verstu skilyrði. Fæst á öllum (fsso) bensínstöðvum Trídon þurrkur- tímabær tækninýjung

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.