Alþýðublaðið - 23.12.1977, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 23.12.1977, Blaðsíða 17
Föstudagur 23. desember 1977 JÓLABLAÐ 17 dagblöðin n 1947 þaö naprara af þvi aö stormur var allmikill. Svo er hitalögnin viöa bógborin og hitunartæki lé- leg. Ég gæti trúaö þvi aö kalt hafi veriö i mörgum bragganum þessa jóladaga. TÖLUVERÐAR AHVGGJUR gerðu vart viö sig hjá fólki þessa jóladaga. Þær stöfuöu fyrst og fremst af eignakönnuninni og peningaskiptunum. Ahyggjurn- arkomu þó ekki af þvi hjá þorra fólks aö þaö ætti erfitt meö aö fela eitthvaö þeir eru víst fóir sem hafa áhyggjur af þvi. Hins vegar skilur fólk að þvl er viröist illa hvernig eigi aö fara aö þvi aö skipta peningunum. Þaö erhrætt um aö þaö geri ein- hverjar vitleysur. PENINGASKIPTIN byrja á gamlársdag. Þau fara fram 1 öllum bönkunum og i barna- skólunum og þau standa til 8. janúar að þeim degi meötöld- um. Enginn má skipta pening- um nema einu sinni. Fyrstu þrjá dagana 31. desember, 1. og 2. janúarmá fólk nota fimm og tiu króna seöla auk smærri myntar aö kaupa fyrir brýnustu lifs- nauösynjar, einnig má nota seöla á veitingahúsum á gamlársdag. MAÐUR FER á skiptistaöina meö peninga sina og nafn- skírteini sin færir upphæöina inn samkvæmt þvi sem stendur á skjalinu og skrifar þetta i tvl- riti. Peningana veröur maöur aö hafa taliö áöur en maöur kemur á staöinn til þess aö valda ekki töfum. Fyrir pening- ana fær maöur svo nýja seöla. MADUR FÆRIRaöeins inn á skjölin þá peninga sem maöur er meö i höndunum. Engar á- hyggjur þarf maöur aö hafa af öllum þeim peningum, sem standa i sparsjóðsbókum. Þeir peningar veröa ekki skráöir fyrr en maöur hreyfir bókina i næsta skipti. Ég vona að þetta sé nógu skýrt svo aö fólk skilji og áhyggjum sé létt af þvi. Hannes á horninu Alþýöublaöið 28. des. 194 ☆ þaö súrt i broti. En heldur mun hafa hlakkaö i leynivlnsölum sem höföu náö I vln. Segir sagan aö seinnipart dags I gær hafi brennivinsflaskan verið komin upp 1200 kr. Ástæöan fyrir þess- ari lokun var sú aö veriö var aö undirbúa skömmtun áfengis og voru vinbúðirnar opnaðar kl. 7. Núvarviniö skamtaö. Af brend- um vinum 5 flöskur af ljettum vinum 10 flöskur og af borðvini 20 flöskur. Engin fær þó vin af- hent nema hann framvísi nafn- skirteini sinu. Afgreiðslu- mennirnir skrifa nöfn kaupenda og númer nafnskirteina þeirra. Ekki er blaöinu kunnugt hve lengi skömtunin veröur i gildi. Taliö var vist aö vinbúöimar yröu opnar til hádegis I dag”. Frétt i Morgunblaðinu 24. des. 1947. Bissness og hugsjón „Blaöaútgáfa veröur aö grundvallast aö miklu leyti á auglýsingum — hugsaöi Bæjar- pósturinn. Þaö er þvi veigamik- iö atriöi að blaöiö geti birt og fengið borgaö fyrir allar þær auglýsingar sem þvi bjóöast og þó aö fátt fari eins mikiö I taugarnar á Bæjarpóstinum og þessar auglýsingar, þetta sjálf- hæliraus bisnismennskunnar^þá sá hann sem var aö hér kom til greina peningaspursmál blaös- ins og hann stóö upp og lét aug- lýsingunum eftir sæti sitt”. Bæjarpóstur Þjóöviljans 24. des. 1947. ☆ ☆ Áfengisvandamál „I gær kl. eitt eftir hádegi var Afaigisútsölunum I Nýborg og viö Hverfisgötu lokaö alveg fyrirvaralaust. Þótti mörgum Kvennasiða Moggans ÞÖTT fáar konur vilji viður- kenna þaö eru þær margar sem hugsa sjer aö bæta mann sinn eftir giftinguna. Það er eins og kona nokkur sagöi. ,,Hann er dálltiö hrjúfur á köflum en jeg verö ekki lengi aö bæta þaö”. Hvers vegna konur giftast manni sem þær ætla sjér að betrumbæta eftir hjónavigsluna hefir altaf veriö ráögáta. Tvær ástæöur geta legiö til þess. — Þaö getur veriö að konan sje aö upphefja sjálfa sig meö því aö benda á galla manns sins éöa þaö getur verið aö hún vilji aö- eins sýna honum að hún sje hon- um fremri. Eins gæti þaö hugsast(aö hún hafi ekki nógu mikla persónu til aö bera —- eigi ekki hæfileika til aö elska mann. Hún er aö leita aö hálfgeröu barni eöa hálf- geröum manni — einhverju sem hún getur hjúkraö kennt eöa stjórnað. Þaö er dagsanna aö fáireigin- menn eru fullkomnir. Og það er oft hægt aö bæta þá meö þvi aö kona sje þeim fyrirmynd. En þvimiöurvill þaö brenna viö, aö margar konur gleymi þvi. — Hversu oft hughreystiö þjer mann yöar eöa dragiö úr hon- um, skammist af ástæðulausu og fáið hann þar með til að sjá eftir þvi að hann skyldi nokkru sinni hafa gifst yður? Hjer fara á eftir 20 aðferðir sem eru til þess fallnar að eyöi- leggja hjónabandið. Sumar þeirra geta komið yöur aö liöi ef þjer viljiö þá ekki fela sannleik- ann: 1) Segiö honum aö hann ,,taki yður sem sjálfsagðan hlut” i hvert sinn sem hann sýnir ann- ari konu eöa einhverjum af fjöl- skyldunni sjálfsagða kurteisi. 2) Fáiö hann til aö hætta aö lesa blaöiö eftir matinn eða venjiö hann af einhverju sem hann var búinn aö venja sig á löngu áöur en hann giftist. 3) Sýniö greinilega afbrýöi- semi og „eignarrjett” i hvert sinn sem þiö hittiö einhverja sem hann þekti áöur en þiö gift- ust. 4) Rlfist og skammist svo alt ætlar um koll aö keyra ef hann hættir viö einhverja fyrirfram- ákveöna skemtun til þess aö hitta húsbónda sinn. 5) Sýnið kaldhæðna kurteisi ef hann dansar viö einhverja aðra á dansleik. 6) Minniö hann á aö þaö sje meira gaman aö fara i dýrt veitingahús ef hann stingur upp á þvl aö sjá kvikmynd sem hon- um hefir lengi langaö til aö sjá. 7) Leyfiö fólki úr yöar fjöl- skyldu aö ráöa og ráska á heim- ili ykkar en segir fjölskyldu hans aö þeim komi ekki ykkar heimili viö. 8) Minniö hann á hvaö þaö sje leiöinlegt aö gera verkin heima og þaö sje þó munur aö þurfa ekki aö gera annaö en aö fara i skrifstofuna á hverjum morgni. 9Hættið aö halda yöur til eftir aö þjer hafiö „klófest hann”. 10) Hættið aö fara á snyrti- stofu nema einu sinni i mánuði, i stað einu sinni i viku áður. 11) . Hættið að halda við and- litinu nema þegar þið ætlið að fara i boð eða hitta annað fólk. þjer getið á meðan þjer eruð að vinna húsverkin og skiptið ekki um föt fyrir kvöldið vegna þess að „það kemur enginn i heim- sókn”. 13) Látiö sem yöur komi hreint ekki neitt við heimilisút- gjöldin. 14) Sýniö hvaö yöur' þykir drepleiöinlegtaö vera ein heima hjá honum. 15) Eyöiö timanum meö aö segja honum slúöursögur af ná- grönnunum en skrúfið frá út- varpinu þegar hann byrjar aö segja frá skrifstofunni. 16) Neitiö algerlega aö setja yður inn I tómstundadund hans svo sem iþróttir og þess háttar. 17) Munið eftir að segja hon- um aö þar sem þjer hafið búiö til matinn sjeekki ofverkiö hans aö þvo upp diskana. 18) Mæliö ykkur mót viö kunningjana án þess að spyrja hann ráöa. 19) Gætiö þess aö hafa aldrei neitt til af mat er hann getur náð til að fá sér aukabita. 20) Látiö yður aldrei detta i hug sú spurning hvort hann myndi kæra sig um aö þjer skiftuð um framkomu I einu eöa neinu. Ef þjer gerið eitthvað af þessu þá lltur illa út. Sumt kann aö koma fyrir einstaka sinnum óafvitandi. En sje þaö vani þá liöur ekki á löngu þar til hjóna- bandiö fer út um þúfur. Morgunblaöiö 24. des. 1947. HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00 Aðfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ 19:00-22:00 Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. ttHOTELtt ju*-rac.. Vinsamlegast geymiö augiýslnguna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.