Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 17. janúar 1978 i jMaiia alþýðu* i Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. , Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81S66. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftaverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. inhT'lT'M Þegar tillögur minnihlut ans náðu fram að ganga Nokkra athygli hefur vakið framtakssemi Birgis fsleifs Gunnars- sonar, borgarstjóra, er hann fyrir nokkrum dög- um lagði fram „stefnu- skrá borgarst jór nar Reykjavíkur" í atvinnu- málum. Þessi stefnuskrá hef ur að vísu ekkert verið rædd í borgarstjórn, en það kemur ekki að sök, enda skammt til kosn- inga. Ástæðulaust er að gera litið úr þessu framtaki, sem er góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. En óneitanlega er nokkur kosningalykt af tiltækinu og vonandi að hin góðu áform gufi ekki upp eins og græna byltingin forð- um daga. Fulltrúar allra minnihlutaf lokkanna í borgarstjórn R-víkur eru vel kunnugir ýmsum þeim tillögum, er borgar- stjóri lagði fram, enda hafa þeir hvað eftir ann- að reynt að fá borgar- stjórnarmeirihlutann til að samþykkja þessar sömu tillögur eða svipað- ar á undanförnum árum. Borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, Björgvin Guð- mundsson, benti réttilega á, að höf uðeinkenni til- lagnanna væri það, að ekkert yrði aðhafst á næstu mánuðum eða þessu ári. Þá væri ekki gert ráð f yrir því, að hlúð yrði að útgerð í Reykja- vík, sem hefði verið að drabbast niður á undan- förnum árum. Svipað væri upp á teningnum varðandi iðnaðinn í borg- inni. Björgvin taldi athyglis- vert, að í tillögum borgarstjóra væru teknar upp nokkrar af þeim til- lögum, sem Alþýðuflokk- urinn hef ur f lutt í borgar- stjórn á liðnum árum. Nefndi hann sem dæmi fyrirætlanir um að koma á fót iðngörðum. Hér er átt við að borgin reisi og leigi út húsnæði til iðnaðarstarfsemi. Björg- vin flutti tillögu um þetta efni árið 1976, en þá felldi borgarstjórnarmeirihlut- inn hana. Björgvin nefndi einnig tillögur um að bæta að- stöðu til skipaviðgerða og nýsmíði skipa, sem Al- þýðuf lokkurinn hefði beitt sér fyrir. Nú birtust þær í tillögum borgar- stjóra, en sá böggull fylg- ir skammrif i, að ekkert á að gera í málinu á næst- unni. Fleiri dæmi um nota- drjúgar tillögur Alþýðu- flokksins í borgarstjórn nefndi Björgvin, þ.e. notadrjúgar fyrir borgar- stjóra. ( tillögum hans kemur f ram, að hann get- ur hugsað sér að borgin taki tímabundinn þátt í stofnun og rekstri fyrir- tækja. Þetta er enn ein tillaga Alþýðuf lokksins, sem ekki hefur náð fram að ganga. Svo er einnig um þá hugmynd, að út- hluta stórum bygginga- fyrirtækjum heilum svæðum, þar sem þeim yrði falið að ganga frá öllum verkþáttum, svo sem smíði húsa, skolp- lögnum, götum og úti- vistarsvæðum. Þessa til- lögu flutti Björgvin, en henni var vísað frá. Hið alvarlegasta i til- löguf lutningi borgar- stjóra er þó það, að út- gerð í Reykjavík verður áfram vanrækt. Borgin hefur dregist aftur úr á þessu sviði, svo og í skipasmíðum, ef miðað er til dæmis við Akureyri. Stálskipasmíðar hófust fyrr í Reykjavík en á Akureyri. Nú eiga Akur- eyringar stórt og blóm- legt fyrirtæki í þessari grein. Otgerð frá Akur- eyri er mjög öf lug á sama tíma og togurum BÚR hefur farið fækkandi. — En það fer að styttast í kosningar og þá er heilla- ráð fyrir borgarstjórrtar- meirihlutanna að flagga því sem til er, þótt hug- myndir séu fengnar að láni. —AG. ÚR YMSUM ÁTTUM Islenskur gestur f Klna „Nýlega heimsótti blindur maöur frá lslandi Þjóöarstofn- un bændahreyfingarinnar sem stofnuö var af Maó formanni i Kwangchow áriö 1926”, segir i nýlegu hefti af kinverska frétta- ritinu Peking Review, sem dreift er á mörgum tungumál- um um allan heim. Segir þar frá heimsókn sendinefndar Kinversk-islenska menningar- félagsins á íslandi — KIM — til Kina, en formaöur hennar var Arnþór Helgason, formaöur KtM, en hann er sá sem talaö er um hér aö framan. 1 greininni I Peking Review segir siöan: „Arnþór Helgason tapaöi sjóninni I misheppnaöri augna- aögerö þegar hann var drengur. Þrátt fyrir fötlun sina, hefur hann unniö þrotlaust starf siö- ustu 10 árin viö aö efla skilning og vináttu milli þjóöanna á Is- landi og i Kina. Ariö 1966 heyröi hann islenskan blaöamann segja frá þvi þremur heimsókn- um sinum til Kina I útvarpsviö- tali. Hann hreifst af lýsingum blaöamannsins af byltingar- sinnaöri bjartsýni og óbeisluö- um krafti kinversku alþýöunn- ar. Siöar hlustaöi hann á bylt- ingarsinnaöa kínverska tónlist og hreifst af krafti hennar. Þá fór hann aö hlusta á útsendingar útvarpsins I Peking á ensku og las kinversk útgáfuefni meö aö- stoö vina. Eftir því sem áhuginn á Kina óx, efldist vinátta hans i garö þessa lands. A slöustu árum hefur hann unniö mikiö starf viö aö kynna kinverska tónlist i Islenska rikisútvarpinu, og hefur oft tal- aö um kinverska tónlist og flutt hana sjálfur. Hann hefur einnig flutt erindi og skrifaö greinar um pólitiska, efnahagslega og, menningarlega þróun I Nýja Kina, auk þess hefur hann fjall- aö um afstööu Klna á alþjóöa- vettvangi. 1 mars siöastliönum var hann svo kjörinn formaöur Kinversk-Islenska menningar- félagsins. A meöan á heimsókninni i Kina stóö, heimsóttu Arnþór og félagar hans i sendinefnd KIM, verksmiöjur, kommúnur, skóia og sjúkrahús tii aö kynnast llfi og starfi Kinverja. Hann tók flest samtöl sin viö Kínverja upp á segulband. Þegar heim á hótel kom eftir heils dags ferö, fórnaöi hann hvíldartimanum til þess aö ræöa viö aöra meö- limi sendinefndarinnar um þaö sem þau sáu og heyröu. Arnþór og félagar hans hittu Wang Chen, vara-forsætisráö- herra Kina, i Alþýöuhöllinni I Peking. Hann afhenti Wang Chen eintak af Göngunni miklu ljóöum Maós Tsetungs i Islenskri þýöingu, sem hann haföi fariö yfir og skrifaö inn- gang aö. „Mér er heiöur af þvi aö fá tækifæri til þess aö færa gamalreyndum kinverskum byltingarmanni, sem tók þátt I Göngunni miklu, þessa bók”, sagöi hann. Wang Chen lýsti mikilli ánægju meö aö fá þessa verömætu gjöf, sem væri tákn- ræn fyrir vináttu þjóöanna, og hann baö Arnþór og aöra sendi- nefndarmenn um aö árita bók- ina”. Fram- sóknar- popp Og nú eru þaö Framsóknar- menn sem sitja i prófkjörssúp- unni og mun vera talsvert hart barist um bitana serr i boöi eru, aö þvi er fréttir herma. Eins og venja er viö svona tækifæri er heföbundnum aöferöum beitt I baráttunni i Framáokn: loforö- um um gull og græna skóga, gróusögum, rógi um andstæö- inginn, o.fl. o.fl. Poppari einn I Reykjavik fékk um helgina upphringingu frá öörum poppara, en sá siöar- nefndi er sonur eins af þeim sem sækir um aö komast á jötuna hjá Framsókn. Sonurinn hringdi náttúrulega I þeim erindagjörö- um aö mælast til þess aö kollegi hans spanderaöi atkvæöi á pabba gamla I prófkjörinu og þegar handhafi. atkvæöisins puröi út I þaö hverju þaö myndi breyta fékk hann svariö: „Hann ætlar aö beita sér fyrir umbót- um I stúdíómálum á tslandi”! Hver sagöi svo aö pólitíkusarnir i Framsókn fylgdust ekki meö timanum? _ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.