Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 5
SS3SF Þriðjudagur 17. janúar 1978 5 tækifsri til þess aö afla sér framhaldsmenntunar. Meö þessu móti mætti auka tengslin millistétta og þjóðfélagshópa til muna og kannski koma i veg fyrir málfarslega og ekki hvað sist menningarlega einangrun þeirra. Hér er um að ræða aðeins eina tillögu sem i fram- kvæmd mætti stuðla að auknum menningartengslum milli stétta, en vafalaust mætti koma með margar fleiri og betri. Við þurfum ekki annað en lita til nágrannalandanna til þess að fullvissa okkur um það að með samskonar eða likri efnahags- þróun hér og þar, þá má tvimælalaust gera ráð fyrir málfars og -menningarlegum klofningi á likan hátt hérlendis sem erlendis. En jafnvel þótt möguleiki sé á þvi að sporna við slikri þróun með fyrrgreindum aögerðum verður það tæplega gert nema að til efnahagslegra ráöstafana sé gripið i samræmi viö vilja og þarfir fjöldans. Jóhannes Ágústsson íslenzkt mál og hinir ýmsu þjóðfélagshópar Ein er sú spurning sem ég velti oft fyrir mér, en hún er hvað sé i raun rétt eða gott mál. Að minu áliti hlýtur hér að vera um að ræða, i fyrsta lagi, smekksatriði þ.e. máltilfinning hvers og eins hlýtur að segja honum til um hvað sé „rétt” eða „gott” mál. Það er siðan hvernig þessi máltilfinning ein- staklingsins mótast og er mótuð sem er höfuðatriðið. í öðru lagi er hér um að ræða hagnýtt gildi málsins fyrir einstaklinginn i samskiptum hans við heildina. Mál hans hlýtur að vera þeim mun „réttara” og „betra” þvi auðveldara sem þeir er viðkom- andi einstaklingur vill ná sam- bandi við, skilja hann. Eins og málið horfir viö mér, þá hlýtur siðara atriðið að vera mun mikilvægara en það fyrra þ.e. að skilningur og hagnýtt gildi gangi fyrir smekk og til- finningu. En, hefur i umræðum um islenzkt mál alltaf verið gengið út frá þvi sem kalla mætti hagnýtt gildi málsins fyrir hvern og einn? Tæplega. Stundum hefur jafnvel verið reynt að sporna við þvi er nefna mætti eðlilega málþróun, eins og baráttan gegn flámælinu ber vitni um. En islenzk tunga verður ekki mótuð með reglu- gerðum, lagasetningu eða mál- farslegum krossferðum. Islenzk tunga, eins og reyndar öll önnur tungumál, mótast á vinnu- stöðum, heimilum, skólum o.s.frv. jafnt við færibönd frystihúsanna sem á kaffi- stofum Háskólans, og þá alltaf eftir þvi sem aðstæður og umhverfi gefa tilefni til. En er þá ekki hætta á mál- farslegri stéttaskiptingu hér á landi samskonar og hefur átt sér stað erlendis? Jú, vissulega. Eftir þvi sem menntamenn og verkafólk fjarlægjast hvort annað meir og meir eykst En það þarf fleira til þess að hindra málfarslega stéttaskipt- ingu en nýyrðagerð og opna fjölmiðla. Hættan yrði vissulega ekki heldur minni á menningar- legri stéttaskiptingu sem afleið- ing þeirrar málfarslegu. Það þarf þvi tvimælalaust að auka menningarleg samskipti hinna óliku stétta og þjóðfélagshópa t.d. með þvi að gera æðri menntun mun almennari þ.e. að hún verði sjálfsögð fyrir hvern og einn. Að opna skólakerfið og þá sérstaklega háskóla og menntaskóla (fjölbrautarskóla) fyrir alþýðufólki, gefa hverjum og einum, réttum og sléttum, hættan á málfarslegri einangrun, kannski hvoru- tveggja hvað varðar framburð en þó helst hva^ð orðaforða viðkemur. Náttúruíega má segja að hér sé um að ræða eðli- lega þróun i þvi stéttarþjóð- félagi sem það islenska er. Kemurkannski að þvi einhvern- tima að verkafólk hættir t.d. að gera sér fulla grein fyrir þvi máli sem ritað er i sum hver dagblöðin? Einsog danskur verkalýður getur nú i dag ekki stautað sig fram úr „Information” eftir þvi sem danir sögðu mér sjálfir. Það má segja að vissulega hafi verið reynt að sporna við þvi að málfarsleg gjá myndað- ist milli stétta og ólikra þjóðfél- agshópa hér á landi t.d. með til- búningi nýyrða eða þýðingu erlendra orða. Þannig að rit islenskra menntamanna eru ekki uppfull af erlendum tökuorðum torskilin islenskum almenningi. Þá hefur þáttur fjölmiðla verið mikilvægur hvað þetta varðar. Mikilvægi þeirra á þessu sviði er ekki hvað sist fólgið i þvi að i þá riti og fram i þeim komi fólk úr sem flestum stéttum og ólikustu þjóðfélags- hópum, sem og frá sitt hverju landshorninu. 12. hefti Hafrannsókna er komið út 35-80% loðnuhrogna sem losna við dælingu í skip frjóvgast og lifa úter komið 12. hefti rits- ins Hafrannsóknir, sem Hafrannsóknastofnunin gefur út. Meðal efnis er skrá um ritgerðir sér- fræðinga stofnunarinnar, eftir Eirík Þ. Einarsson, bókavörð og grein eftir Eyjólf Friðgeirsson, fiski- fræðing, um frjóvgun og klak loðnuhrogna. Grein Eyjólfs byggist á athug- unum, sem hann framkvæmdi um borð I nokkrum loönuskipum, en eins og kunnugt er, losna hrogn úr loðnuhrygnum við dælingu úr nót upp i skip. Beindust athug- anir hans að þvi hve mikill hluti hrognanna losnaði, hvort eggin frjógvuðust og klektust eðlilega út. Höfundurinn rekur gang athug- ana sinna en I ágripi i lok greinar- innar kemst hann að þeirri niður- stööu að við dælingu úr nót, geti hrygnurnar sennilega tapað allt að 2% af þunga slnum af hrognum (um 1/15 af hrognunum). Þau egg sem losna eru fullþroska. Við dælingu kreistast svil úr hængnum. Frjóvgun á sér stað á hluta eggjanna, sem kreistast úr hrygnunum og fara út með dælu- vatninu, einnig laskast hluti af eggjunum og deyr strax og ein- hver hluti frjóvgast ekki. Sá hluti, sem frjóvgast og lifir, var frá 35% til rúmlega 80% i 12 Húsnæði óskast til leigu fyrir lögregluvarðstofu á Akra- nesi. Þarf helst að vera á 1. hæð. Upplýsingar gefur undirritaður. Lögreglustjórinn á Akranesi, 13. janúar 1978 Björgvin Bjarnason. athugunum, sem gerðar voru 10. og 13. mars. Hlutfall eggja, sem lifir dælinguna af og frjóvgast viröist standa i öfugu hlutfalli við þrýst- ing, sem loðnan veröur fyrir. Þrýstingurinn getur stafaö frá dælingu, nót (aflamagn I kastinu og hve mikið er hert að) og sjó- lagi. Llmið á loönueggjunum storknar innan tveggja klukku- stunda, en á þeim tlma geta loðnuhrognin sokkiö 50-70 metra og limst við botninn. Sé dýpið meira eru likurnar á þvl að eggið festist minni, en þó hugsanlega talsveröar. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.