Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. janúar 1978 9 8. Elli- og slysabætur almannatrygginga Hér skal telja til tekna ellilíf- eyri og örorkulífeyri frá al- mannatryggingum. Llfeyrishækkun vegna lágra tekna (svonefnd „tekjutrygg- ing”) og fekari uppbót á elli- og örorkullfeyri, ef greidd var, skal talin til tekna meö llfeyrinum. Ororkustyrk skal hins vegar ekki telja hér til tekna heldur I töluliö 13, III., á framtali. Tryggingastofnun rlkisins og umboösmenn hennar um land allt munu nú I janúar senda bótaþeg- um upplýsingar um bóöagreiösl- ur til þeirra frá almannatrygg- ingum á árinu 1977 á þar til gerö- um miöum. A miöunum veröa uppbætur á elli- og örorkulífeyri, þar með heimilisuppbót og svo- nefnd „tekjutrygging” ef greidd- ar voru, taldar meö llfeyrinum. Þaö athugist aö llfeyrisgreiösl- ur og greiöslur meö börnum úr llfeyrissjóöum á vegum Trygg- ingarstofnunar rlkisins skulu all- ar taldar til tekna I töluliö 13, III., enda þótt upp séu gefnar á bóta- mibum frá Tryggingastofnuninni. Sjúkra- og slysa- bætur (dagpeningar) Hér skal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum, sjúkra- samlögum eöa úr sjúkrasjóöum stéttarfélaga koma þeir einnig til frádráttar I töluliö 11, V, á fram- tali. 10. 50% af fengnu með- lagi eða barnalifeyri Hér skal færa helmíng fengins meölags eöa barnalffeyris á árinu 1977 meö börnum til 17 ára aldurs, þó aö hámarki 50% barnalífeyris skv. 14. gr. almannatrygginga- laganna sem á árinu 1977 voru 84.186 kr. Þessar meölagsgreiöslur og barnallfeyrir teljast þó ekki til tekna hjá einstæðu foreldri. Ef foreldrar barns búa saman I óvlgöri sambúö telst hvorugt þeirra einstætt foreldri, þótt þau framfæri á heimilinu barn eöa börn sem þau hafa ekki átt saman, og skal meðlag eöa barnalífeyrir meö þvi eöa þeim börnum að hálfu taliö til tekna hjá sambýl- ismanninum, hvort sem hann er faöir barnsins (barnanna) eöa ekki. 11. Tekjur barna Hér skal færa I kr. dálk samtölu skattskyldra tekna barna, yngri en 16 ára, I E-lið, bls. 4, 1 sam- ræmi vib leiöbeiningar um útfyll- ingu hans. 12. Laun eiginkonu Hér skal færa launatekjur eig- inkonu, þ.m.t. greiöslur frá at- vinnuleysistryggingarsjóöi. I les- málsdálk skal rita nafn launa- greiöanda og launaupphæö I kr. dálk. Athuga skal, aö þótt helm- ingur eöa hluti af launatekjum gifrar konu sé frádráttarbær, ber aö telja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur Hér skal færa til tekna hverjar þær skattskyldar tekjur sem áöur eru ótaldar, svo sem: (1) Eftirlauna- eöa lífeyris- greiöslur, þ.m.t. barnalffeyri, úr eftirlauna- eöa lffeyris- sjóöum eöa frá öörum aöil- um, þ.m.t. lífeyrisgreiöslur og greiðslur meö börnum úr llfeyrissjóöum á vegum Tryggingastofnunar rikisins, gefnar upp á bótamiöum frá henni. (2) Skattskyldar bætur frá al- mannatryggingum, aðrar en þær sem taldar eru I töluliö- um 8,9 og 10, III, og skulu þær nafngreindar, svo sem ekkju- og ekklabætur, llfeyrir til ekkju eöa ekkils, lífeyrir vegna maka og barna örorku- lífeyrisþega, makabætur og örorkustyrkur. Enn fremur mæöralaun greidd ekkjum, ó- giftum mæörum og fráskild- um konum sem hafa börn, yngri en 16 ára, á framfæri slnu. Sama gildir um sam- bærileg laun sem greidd hafa veriö einstæöum feörum eöa einstæöu fósturforeldri. Einn- ig skal færa hér barnalífeyri sem greiddur er frá almanna- tryggingum vegna örorku eöa elli foreldra (framfæranda) eöa meö barni manns sem sætir gæslu- eöa refsivist. Tryggingastofnun rlkisins og umboösmenn hennar um land allt munu nú í janúar senda bótaþegum upplýsingar um bótagreiöslur til þeirra frá al- mannatryggingum á árinu 1977 á þar til geröum miöum. (3) Styrktarfé, þ.m.t. námsstyrki frá öörum aðilum en rlkis- sjóöi eöa öörum opinberum sjóöum, innlendum ellegar erlendum, gjafir (aörar en tækifærisgjafir), happdrætt- isvinninga (sem ekki eru skattfrjálsir) og aöra vinn- inga svipaös eölis. (4) Skattskyldan söluhagnaö af eignum, afföll af keyptum veröbréfum og arö af hluta- bréfum vegna félagsslita eöa skattskyldrar útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. (5) Eigin vinnu viö eigiö hús eöa íbúö aö þvl leyti sem hún er skattskyld. (6) Flutningskostnaö milli heim- ilis og vinnustaöar sem laun- þegi fær greiddan frá at- vinnuveitanda. (7) BifreiOastyrki fyrir afnot bif- reiöar framteljanda. Skiptir þar eigi máli f hvaöa formi bifreiðastyrkur er greiddur, hvort heldur t.d. sem föst ár- leg eöa tímaviömiöuö greiðsla, sem kílómetragjald fyrir ekna km eða sem greiösla á eöa endurgreiösla fyrir rekstrarkostnaö bifreiö- arinnar aö fullu eöa hluta. Enn fremur risnufé og endur- greiöslu feröakostnaöar laun- þega, þar með talda dagpen- inga þegar launþegi starfar utan venjulegs vinnustaöar á vegum atvinnuveitanda. Um rétt til breytinga til lækkunar vegna þessara framtöldu tekna vlsast til leiðbeininga um útfyllingu töluliöa 3, 4 og 5 I IV. kafla. Breyt ingar til lækkun ar áf ram töldum tekjum sam kv. III 1. Skyldusparnaður skv. lögum um Húsnæðis- málastofnun rikisins. Hér skal færa þá upphæö sem framteljanda á aldrinum 16—25 ára var skylt aö spara og innfærö . er I sparimerkjabók áriö 1977. Skyldusparnaöur er 15% af launatekjum eöa sambærilegum atvinnutekjum sem unniö er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær. 2. Frádráttur frá tekjum bama skv. F-lið bls. 4. Hér skal færa I kr. dálk samtölu frádráttar I F-lið, bls. 4, I sam- ræmi viö leiðbeiningar um útfyll- ingu hans. 3. Rekstrarkostnaður bifreiðar sbr. bifreiða- styrk. Hér skal færa sannanlegan kostnaö vegna rekstrar bifreiöar I þágu vinnuveitanda, enda hafi bifreiöastyrkur veriö talinn til tekna I töluliö 13, III. tJtfylla skal þar til gert eyðu- blaö „Bifreiðastyrkur og bif- reiöarrekstur á árinu 1977”, eins og form þess og skýringar segja til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveitanda um ástæöur fyrir greiöslu bif- reiöastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heildarrekstrar- kostnaöar bifreiöarinnar er svar- ar til afnota hennar í þágu vinnu- veitanda, þó eigi hærri upphæö en nemur bifreiöastyrk til tekna I töluliö 13, III. Frá kröfunni um útfyllingu og skil greinds eyöublaös er þó falliö hafi framteljandi I takmörkuöum og tilfallandi tilvikum notaö bif- reiö sína I þágu vinnuveitanda slns að beiðni hans og fengiö end- urgreiöslu (sem talin er til tekna eins og hver annar bifreiöastyrk- ur) fyrir hverja einstaka ferö. 1 slikum tilvikum skal framtelj- andi leggja fram akstursdagbók- aryfirlit eöa reikninga sem sýna tilgang aksturs, hvert ekiö og vegalengd i km ásamt staöfest- ingu vinnuveitanda. Sé þessum skilyrðum fullnægt og taliö aö hér sé um raunverulega endur- greiðslu afnota aö ræöa I þágu vinnuveitanda, enda fari þau ekki I heild sinni yfir 1.500 km á ári, má leyfa til frádráttar fjárhæö sem svarar til km notkunar margfaldaörar meö: 32kr.fyrirtlmabil- iö 1/1 —31/1 ’77 33 kr. fyrir tímabil- iö 1/2 —31/5 ’77 37kr.fyrirtimabil- iö 1/6 —30/9 ’77 40 kr. fyrir tlmabil- iö 1/10—31/12’77 Þó aldrei hærri f járhæö en talin var til tekna. 4. Risnukostnaður sbr. risnufé Hér' skal færa sannanlegan risnukostnaö, þó eigi hærri upp- hæö en nemur risnufé sem taliö hefur veriö til tekna I töluliö 13, III. Greinargerö um risnukostnaö skal fylgja framtali ásamt skýr- ingum vinnuveitanda á risnuþörf. 5. Kostnaður vegna ferða á vegum atvinnu- rekanda Hér skal færa: a. Sömu upphæö og talin hefur veriö til tekna I töluliö 13, III, sé um aö ræöa feröakostnaö og annan kostnaö sem framtelj- andi hefur fengiö endurgreidd- an vegna fjarveru frá heimili sínu um stundarsakir vegna starfa i almenningsþarfir. b. Beinan kostnaö framteljanda vegna fjarveru frá heimili sínu um stundarsakir vegna feröa á vegum vinriuveitanda hans, annarra en um ræöir I a-liö, þó eigi hærri upphæö en endur- greidd hefur veriö af vinnuveit- andanum og talin til tekna I töluliö 13, III. 6. Laun undanþegin skv. 6. gr. og H-lið 10. gr. skattalaganna Hér skal færa sömu upphæö launa og talin hefur veriö til tekna I töluliö 6, III, falli launin undir á- kvæöi 6. gr. skattalaganna um undanþágu frá tekjuskatti eöa undir ákvæöi H-liðar 10 gr. skattalaganna. 7. 50% af greiddu með- lagi sbr. á bls. 1. Hér skal færa helming þess meölags sem framteljandi greiddi með börnum, yngri en 17 ára, sem upplýsingar eru gefnar um á bls. 1, þó aö hámarki sem svarar hálfum barnallfyeri úr al- manna tryggingum'á árinu 1977 eöa mest 84.187 kr. fyrir hvert barn. Frá dráttur 1. Kostnaður við ibúðar- húsnæði sbr. tekjulið 3. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, brunabótaiö- gjald, vatnsskatt o.fl. gjöld sem einu nafni eru nefnd fasteigna- gjöld. Enn fremur skal telja hér meö 90% af iögjöldum svo- nefndrar húseigendatrygging- ar, svo og iögjöld einstakra vatnstjóns-, gler-, fok-, sót- falls-, innbrots-, brottflutnings- og húsaleigutapstrygginga. Hér skal þó eingöngu færa þann hluta heildarupphæöar þessara gjalda af fasteign sem svarar til þess hluta fasteignarinnar sem tekjur eru reiknaöar af skv. töluliö 3, III. b. Fyrning: Hér skal færa sem fyrningu eftirtalda hundraðs- hluta af fasteignamati þess Ibúöarhúsnæöis, aö meötöldum bllskúr, sem tekjur eru reikn- aöar af skv. tölulið 3, III: Af ibúöarhúsnæöi: úr steinsteypu 0.20% hlöönu úr steinum 0.26% úr timbri 0.40% (Ath: Fyrning reiknast ekki af fasteignamati lóöa). c. Viöhald: Hér skal færa viö- haldskostnaö þess Ibúöarhús- næöis, aö meötöldum bflskúr, sem tekjur eru reiknaöar af skv. töluliö 3, III. Tilgreina skal hvaöa viöhald hefur veriö framkvæmt á árinu. 1 liöinn „Vinna og efni skv. launamiö- um” skal færa greidd laun, svo og greiöslur til verktaka og verkstæöa fyrir efni og vinnu skv. launamiöum. I liöinn „Annaö efni” færist aökeypt efni til viöhalds annaö en þaö sem innifaliö er I greiöslum skv. launamiöum. Vinna húseiganda viö viöhald fasteignar færist ekki á viö- haldskostnaö nema hún sé þá jafnframt færö til tekna. 2. Vaxtagjöld Hér skal færa I kr. dálk mis- munartölu vaxtagjalda I C-liö, bls. 3,1 samræmi viö leiðbeining- ar um útfyllingu hans. 3. A. og b. Greitt iðgjald af lifeyris tryggingu. Færa skal framlög framtelj- anda sjálf I a-liö.en f b-liö framlög eiginkonu hans til viöurkenndra llfeyrissjóða eöa greidd iögjöld af llfeyristryggingu til viöur- kenndra vátryggingarfélaga eöa stofnana. Framlög launþega I líf- eyrissjóöi eru öll lögboöin og þvl án hámarkstakmarkana. Nafn llfeyrissjóösins, vátryggingarfé- lagsins eöa stofnunarinnar færist I lesmálsdálk. Frádráttur vegna framlaga þeirra, sem hafa meö höndum sjálfstæöa starfsemi eöa atvinnu- rekstur, er háöur hámarkstak- mörkunum bæöi skv. D-liö 13. gr. skattalaganna og undanþágu- heimild fjálmálaráöuneytisins frá þvi hámarki sem fram kemur I fyrrnefndri lagagrein. Reglur hinna ýmsu llfeyrissjóöa eöa' tryggingaraöila um hámarksfrá- drátt þeirra, sem hafa meö hönd- um sjálfstæöa atvinnu eöa at- vinnurekstur, eru mismunandi og er því rétt fyrir þá framteljendur, sem eru þátttakendur í þessum sjóöum eöa hafa annars konar líf- eyristryggingu, aö leita upplýs- inga hjá viökomandi stofnun ef þeim er ekki ljóst hvaöa upphæö skuli færa til frádráttar. Þegar aöili aö llfeyrissjóöi greiöir bæöi iögjald sem launþegi og sjálf- stæöur atvinnurekandi er hann háöur ákvöröun fjármálaráö- herra um hámarksfrádrátt iö- gjalda skv. D-liö 13. gr. skattalag- anna sem sjálfstæöur atvinnurek- andi. en lögboöiö framlag hans sem launþega er allt frádráttar- bært, 4. Iðgjald af lifsábyrgð Hér skal færa greitt iögjald af llftryggingu. Hámarksfrádráttur er 74.200 kr. (Rétt er þó að rita I lesmálsdálk raunverulega greidda fjárhæö ef hún er hærri en hámarksfrádráttur.) 5. Stéttarfélagsgjald Hér skal færa iögjöld sem laun- þegi greiöir sjálfur beint til stétt- arfélags sins, sjúkrasjóös eöa styrktarsjóös, þó ekki umfram 5% af launatekjum. 6. Greitt fæði á sjó dagar Hafi Aflatryggingarsjóöur greitt framlag til fæöiskostnaöar framteljanda skal tilgreina viö hve marga daga greiöslur sjóös- ins miöuðust. Slöan skal marg- falda þann dagafjölda meö töl- unni 64 og færa útkomu í kr. dálk. Greiðslur Aflatryggingarsjóös til útvegsmanna upp I fæöiskostn- aö skipverja á bátaflotanum skal framteljandi hvorki telja til tekna né frádráttar. Hafi Afla tryggingarsjóöur ekki greitt framlag til fæöiskostnaöar framteljanda á þilfarsbát undir 12rúmlestum, opnum bát eöa bát á hrefnu- eöa hrognkelsaveiöum skal margfalda fjölda róörardaga meö tölunni 600 og færa útkomu I kr. dálk. 7. Sjómannafrádráttur. Sjómaður, lögskráöur á ís- lenskt skip, skal tilgreina hér þann vikufjölda sem hann var háöur greiöslu slysatryggingariö- gjalda hjá útgeröinni,enda ráöinn sem sjómaður. Ef vikurnar voru 18 eöa fleiri skal margfalda viku- fjöldann meö tölunni 8.165 og færa útkomu I kr. dálk. Hafi vikurnar veriö færri en 18 skal margfalda vikufjöldann meö tölunni 1.114 og færa útkomu f kr. dálk. (Skýring: 1.114 kr. á viku, hvort sem vikurnar voru fleiri eöa færri, dragast frá vegna hlfföar- fatakostnaöar en þeir, sem voru lögskráöir á Islensk skip ekki skemur en 4 mánuöi á árinu, fá auk þess sérstakan frádrátt 7.051 kr. á viku eöa samtals 8.165 kr. fyrir hverja viku sem þeir voru lögskráöir.) Hlutaráönir menn skulu og njóta sama frádráttar þótt þeir séu eigi lögskráöir, enda geri útgeröar- maöur fulla grein fvrir hvernig hlutaskiptum er ffriö og yfir hvaöa tlmabil launþegi hefur tek- iö kaup eftir hlutaskiptum. 8. 10% af beinum tekjum sjómanna Hér skal færa 10% af beinum tekjum sjómanns af fiskveiöum á islenskum fiskiskipum, þ.m.t. hvalveiðiskipum. Sama gildir um beinar tekjur hlutaráöins land- manns af fiskveiöum. Sjómaöur, sem jafnframt er útgeröarmaöur fiskiskipsins, skal njóta þessa 10% frádráttar af hreinum tekj- um fiskiskipsins af fiskveiöum eða hlut, hvort sem lægra er. Þessi frádráttur reiknast ekki af öörum tekjum sem sjómaöur eöa hlutaráöinn landmaöur kann aö hafa frá útgeröinni. 9. 50% af launum eigin- konu Hér færast 50% þeirra launa eiginkonu sem talin eru I töluliö 12, III, enda hafi hún aflað þeirra sem launþegi hjá vinnuveitanda sem á engan hátt er tengdur henni, eiginmanni hennar eöa ófjárráöa börnum rekstrarlega eöa eignarlega. Sama gildir um laun sem eiginkonan hefur aflaö sem launþegi hjá hlutafélagi þótt hún, eiginmaöur hennar eöa ófjárráöa börn eigi eignar- eöa stjórnaraöild aö hiutafélaginu, enda megi ætla aö starf hennar hjá hlutafélaginu sé ekki vegna þessara aöilda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.