Alþýðublaðið - 17.01.1978, Blaðsíða 1
i
ÞRIÐJUDAGUR 17JJANÚAR
13. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
I^H^EHIHIHHflSEIBHHHHI^HEHfllHaGHHHHHHMniHHBHI^KflHBHHMÍ^^M
Jtitstjórn bladsins er
til húsaí Sfdumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (9i) 81979
VIAa rekast menn á húsbóndalaus dýr sem annað hvort hafa víllzt frá forráða-
mðnnum sínum/ eöa hreinlega verið hrakin út í hina miskunnarlausu veröld.
Ljósmyndari blaðsins frétti af þessum hvolpum fyrir nokkrum dögum. Þeir
eiga sér engan húsbónda. Ef einhver dýravinur vill taka þá að sér þá getur hann
haft samband viðokkur hérna í ritstjórninni. AB — mynd KIE
Samband málm- og skipasmidja:
Fagnar málshöfdun
á hendur sér!
//Framhaldsþing Sam-
bands málm- og skipa-
smiðja fagnar þeirri
ákvörðun ríkissaksóknara
að höfða mál á hendur
samtökunum fyrir útgáfu
útsölutaxta fyrir timabilið
júli-desember 1977", segir í
ályktun framhaldsþingsins
sem haldið var sl. laugar-
dag 14. jan.
Þess er getið að með
málshöfðun þessari gefist
samtökunum loksins tæki-
færi til þess að fá hlutlaust
mat dómsvalda á meðferð
verðlagsyf irvalda á verð-
ákvörðun útseldrar vinnu
samkvæmt verðlagslögum
og áðurgerðum kjara-
samningum, svo og loforð-
um stjórnvalda að taka til-
lit til rekstrarkostnaðar
fyrirtækjamálmiðnaðarins
með hliðsjón af könnun
sem gerð var að tilhlutan
stjórnvalda árið 1976.
8-20%
haekkun á
brauðum
— flugfargjöld og niðursoðnar
fiskafurðir hækka einnig
verulega
Kristján Andrésson á
skrifstofu verðlagsstjóra
tjáði blaðinu í gær að tekið
hefðu gildi nýjar verð-
hækkanir á brauði og nið-
ursoðnum fiskafurðum/
auk þess sem flutnings og
fargjöld i innanlandsflugi
hækkuðu nú um 10%.
Þær hækkanir á niðursoönum
fiskafurðum, sem hér um ræðir
eiga við eins kilós dósir af fisk-
bollum og fiskbúðingi, en bollurn-
ar hækka úr 346 kr. dósin i 394 og
búöingurinn úr 502 í 572 kr.
Rúgbrauð hækkar (1500 gr.) úr
175 kr. i 190 kr. og maltbrauð (675
gr.) úr 85 kr. i 84 kr. Franskbrauð
og heilhveitibrauð hækka loks úr
79 kr. i 96 kr.
Þá hefur orðið 10% hækkun á
flugfargjöldum og farmgjöldum
með flugvélum og tók hún gildi i
gær. Þessi hækkun á aðeins við
innanlandsflug, en millilandaflug
fylgir ákvæðum IATA.
— AM.
Nú geta allir
talid rétt fram
til skatts
i dag eru i blaðinu leiðbeiningar rikisskatt-
stjóra fyrir útfyllingu skattframtals. Leiðbein-
ingar þessar eru mjög itarlegar, nálægt 4 sið-
um i lesmáli, og ætti því engum að verða skota-
skuld úr þvi að telja rétt fram i þetta sinn.
Sjá bls. 7,8,9 og 10.
Verkalýdsfélögin í Hafnarfirdi:
Mótmæla afkastaskrán
ingu hjá BÚH
— framleiðslueftirlit segja forráöamenn BÚH
,/Nú hefur verið tekin
upp sú tilhögun í fiskiðju-
veri Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, að skrá
afköst starfsmanna og
hafa verkalýðsfélögin
her á staðnum mótmælt
þeirri skráningu harð-
lega", sagði Hallgrimur
Pétursson, formaður
verkamannafélagsins
Hlifar í viðtali við AB í
gær.
Forsögu þessa máls kvað
Hallgrimur þá að forráðamenn
útgerðarinnar hafa verið þess
mjög fýsandi að svokallaö á-
kvæðisvinnufyrirkomulag, eða
„bónuskerfi” yrði tekið upp i
fiskiðjuverinu.
Þegar frystihúsið rar opnað.
eftir endurbætur uj fyrir jólin
varð mestur hluti starfsmanna
að sækja þar um vinnu á ný. Til
þess fengu þeir þar til gerð
eyðublöð. A blöðum þessum var
meðal annars spurt um hvort
menn vildu ákvæðisvinnufyrir-
komulagið, eða ekki. Verka-
lýösfélögih mótmæltu þessu og
hvöttu félagsmenn sina til að
svara ekki þessari spurningu.
Forráðamenn félaganna álitu
að þaö væri i verkahring félag-
anna en ekki fyrirtækisins að
kanna hugi verkafólks til vinnu-
fyrirkomulagsins. 1 þvi skyni
var haldin kynningarfundur um
ákvæðisvinnu 3 janúar sl. A
fundinum fór einnig fram at-
kvæðagreiðsla meðal starfs-
fólks fiskiðjuversins um hvort
taká ætti upp hina nýju skipan.
Að sögn Hallgrims greiddi
mestur hluti verkafólks i fisk-
iðjuverinu atkvæði. 43 sögðu
nei, en 28 já, tveir seðlar voru
auðir og einn ógildur.
Hallgrimur sagði að forráða-
menn bæjarútgerðarinnar hefðu
enn fullan hug á þvi að koma
ákvæðisvinnunni á. Teldi hann
aö afkastaskráning sú er nú fer
fram i fiskiðjuverinu sé til þess
gerð að geta sýnt verkafólkinu
hvað það hugsanlega hefði haft
mikið upp hefði ákvæðisvinnan
komið til.
„Sráning þessi kemur harðast
niöur á kvenfólkinu”, sagði
Hallgrimur, „þvi það er auð-
veldast að fylgjast með hverju
þær afkasta. Hann sagði að
verkalýðsfélögin i bænum stæðu
einhuga saman i þessu máli og
hefðu mótmælt sameiginlega.
Aðspurður kvaðst hann ekki
geta um það sagt til hvaða að-
gerða verkalýðsfélögin kynnu
að gripa önsuðu forráðamenn
útgerðarinnar mótmælum i
engu, ,,.... en maöur getur ekki
endalaust staðið og mótmælt”,
sagöi Hallgrimur að lokum.
Framleiöslueftirlit
segja forráðamenn BÚH
„Þessi skráning er fram-
leiðslueftirlit og stjórntæki af
okkar hálfu, sem við teljum að
rúmist innan marka samning-
anna, sagði Guömundur
Ingvarsson hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar i viðtali við AB.
Aðspurður kvaðst Guð-
mundur ekki álita að skráningu
þessari hefði verið mótmælt viö
sig. „Það hafa veriö gerðar um
þetta fyrirspurnir”, sagði hann
„en formleg mótmæli hafa ekki
borist”.
Guðmundur kvað þá forráða-
menn útgerðarinnar ávallt hafa
lýst þvi yfir, að þeirra skoðun
væri aö fiskiðjuverið yrði rekið
með ákvæðisvinnufy rir-
komulagi, „en viö getum
náttúrulega ekki haft áhfir á úr-
slit atkvæðagreiðslunnar sem
fór fram um daginn sagði hann
aö lokum”.
ES