Alþýðublaðið - 21.01.1978, Page 7

Alþýðublaðið - 21.01.1978, Page 7
Laugardagur 21. janúar 1978 SSSr Laugardagur 21. janúar 1978 i7 m 'SL-ÁíaS?.; 1- .... . t J' 3f. "‘>a v. »*-:• 1W> ^ \ v> • ‘ •** - -•s •>. ; - 4 - 'V, *■»'V; “s^Éjp^S. - gllgSfc, - . - ...t -' , . , - .* -v vV*'ép| . -••> _ ' • "SM'J ■ -.-- -w;f; : ■■■'■"■ " rv ítv ■■ a.* - .. J'.'JSDL. ... •'-•: ■ V m,- f::^■ .'•' .' •;v„"»-, 5‘ J *• '.’•' . S - ' JL. ' . '., .«■ .. , W.V' ■".-' ■ á. ' ■"' •: - : -• ’ Steintökin á Djúpalónssandi. Ljósm.: Fáll Jónsson. Aflr aunasteinar i Árbæjarsafni í Reykja- vik I Árbæjarsafni i Reykjavik eru átta aflraunasteinar. Þeir standa þar úti á bersvæöi i trausti þess aö enginn hlaupis t á brott meB þá, enda ekkert barnameöfæri. Ég leitaöi mér upplýsinga um steinana á skrifstofunni i Arbæj- arsafni. Fyrir svörum varö Júli- ana Gottskálksdóttir safnvöröur. HUn haföi m.a. þetta um steinana aö segja: „Steinarnir eru átta talsins, þeir tveir stærstu eru tilhöggnir meö höldum, hinir sæbaröir og meira eða minna hnöttóttir. A þá hafa verið málaöar tölur, sem sumar eru farnar aö mást af, en úr þeim má lesa þyngd steinanna aö ég tel. Samkv. þvi vega þeir tilhöggnu 304 og 212 kg, en hinir sæböröu 142, 132 (tveir), 121, 90 og 80 kg. Lárus Salómonsson og Hafliði Jónsson sáu um flutning stein- anna upp i Árbæjarsafn, en áður höfðu þeir veriö á flakki, fyrst á túninu við Snorrabraut og siöan vestur við Melavöll, en vakiö of mikla athygli vegfarenda og þvi fluttir hingaö upp eftir fyrir u.þ.b. 20árum. Lárus sagöi mér, að Jón Asbjörnsson hæstaréttardómari hefði látiö höggva til stærsta steininn oghefðisá verið viö hann kenndur. Hafði steinninn lengi veriö viö Laugaveg 70, en mér skildist að þeir Hafliði hefðu rek- izt á hann i bingholtsstrætinu, rétt viö Farsóttarhúsið. Sæböröu steinana sagði Lárus vera utan af Seltjarnarnesi, en Hafliði taldi tvo þeirra vestan úr Selsvör. Hafliöi sagöi enn fremur, aö Lár- us heföi skrifað allýtarlega grein um steina þessa i Visi á árunum 1957 — 59”. Kviahella séra Snorra á Húsafelli o.fl. steinar A Húsafelli í Borgarfiröi eru þrir aflraunasteinar. Merkastur þeirra er Kviahellan, sem kennd hefur veriö viö Snorra prest Björnsson á Húsafelli. Um hana liggur fyrir meiri vitneskja en aðra aflraunasteina. Svo vel vill til, aö Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi i Borgarfiröi skrif- aöi grein i Eimreiöina áriö 1923, sem hann nefndi Kviarnar á Húsafelli og aflraunasteinar séra Snorra, þar sem hann rekur m.a. sögu Kviahellunnar. Eimreiðar- greinin birtist svo seinna i hinu stórmerka riti Kristleifs, Úr byggöum Borgarfjaröar. Veröur hér stuözt viö umrædda grein. Þar segir m.a.: „Snorri prestur Björnsson fluttist aö Húsafelli frá Staö i Aðalvik 1757. Varhann þá fjörutiu og sjö ára gamall. Séra Sigvaldi Halldórsson var prestur á Húsa- felli næst á undan Snorra. Hafði hann fylgt hinni fornu venju aö hafa æri seliá sumrum. Svo haföi verið gert þar á Húsafelli frá ómunatið. Engin þörf var þó til þess, þvi aö ágætt land fyrir málnytupening var umhverfis bæinn. Sel það, sem siöast var byggt af Sigvalda presti, var i fögrum grashvammi austan Selgils og gegnt Teitsgili. Heitir þaöNeörasel. Sjást þar vel tóftir þess. Sprettur þar enn töðugresi. Þegar séra Snorri kom að Húsafelli, tók hann upp þá nýjung aö láta reka ær heim til mjalta og lagöi seliö niöur. Byggði hann þá kviar fyrir austan og ofan túniö, rétt viö farveg Bæjargilsins, sem fellur beint niöur úr snarbröttu fjallinu. Var gott um grjót, sem gilið haföi kastaö á láglendiö i flóöum. Eru kviar þessar byggö- ar úr hinu mesta stórgrýti, og eru margir steinar þar stærri en svo, aö nokkur einn maður hræri slik björg. Eru þau talandi vottur þess, aö þar hafa veriö knáir menn aö verki. Veggur gengur i gegnum kviarnar miðjar og skiptir þeim i tvær jafnstórar krær. Þær eru tvldyraðar. Tekur hvor kró sextiu til sjötiu ær.Lang- stærsti steinninn er um miðjan noröurútvegg. 1 kömpunum við dyrnar eru lika svo stórir steinar, aö engu hefur þurft á þá að bæta til þess, aö þar væri hin fyllsta vegghæö”. ,,Eftir að séra Snorri haföi byggt kviar þær, sem hér er lýst og enn standa óhreyföar, eins og Gestur Guðfinnsson: Steinatök ogafl raunasteinar á íslandi samantekt Steinatök eða af Iraunasteinar hafa sjálfsagt lengi þekkzt á islandi. Samt er þau ekki ýkja víða að finna/ ef undan eru skilin svokölluð grettistök, kennd við Gretti Asmundarson, og hann talinn hafa lyft, en eru í raun og veru stóreflis björg borin fram af skriðjökli og skilin eftir á bersvæði hingað og þangað, og eiga ekkert skylt við hina eiginlegu afIraunasteina. Af Iraunasteinar voru, eins og ráða má af nafninu, til þess kjörnir að reyna afl sittá þeim,lyfta þeim frá jörðu, stundum upp á mittisháan stall. Aflrauna- steinarnir voru oftast þrír, stundum f jórir saman, og voru einatt valdir í embættið lábarðir, ísnúnir eða vatnssorfnir steinar, sem erfitt var að festa hönd á. Steinarnir voru misþungir og nöfn þeirra samkv. því: Amlóði, Hálf- drættingur, Hálfsterkur, Fullsterkur o. s. frv. Steinunum var einatt valinn staður í nánd við verstöðvar eða við fjölfarna ferðamannagötu. Ekki virðast aflraunír af þessu tagi hafa verið hátt upp skrifaðar af almenningi, ef marka má gamla málshætti, sem varðveitzt hafa. í bók Bjarna Vilhjálmssonar og óskars Halldórssonar, Islenzkir málshættir, er að f inna þrjá málshætti um steintök, sem raunar virðast allir einnar ættar: fáir verða sterkir af steintaki; fáir styrkna af steintaki; fár verður sterkur af steintakinu. Merkingin er hin sama F þeim öllum. Gamall Jökuldælingur, Baldur Sigurðsson prentari frá Aðalbóli, nú búsettur í Reykjavík, kann eitt tilbrigðið til viðbótar, heyrt fyrir austan, þar sem kveðið er énn fastar að orði: enginn verður sterkur af steintakinu. Hér á eftir verður vikið að helztu steinatökum eða af Iraunasteinum sem ég hef haft spurnir af, en vafalaust eiga f leiri eftir að koma í leitirnar. Eins og sjá má af upptalningunni hafa margir, einkum i verstöðvum, haft gaman af að glíma við af Iraunasteinana og reyna af I sitt á þeim, og svo mun enn vera. Jón Sigurösson i Hampiöjunni glimir viö myndarlegt steintak. Ljósm.: Pálina Guðfinnsdóttir. þær voru frá fyrstu höndum, færöi hann þangaö stein, er hann lét menn reyna afl sitt á. Er þaö blágrýtissteinn, hellumyndaöur. Steinn þessi hefur þar á Húsafelli alltaf veriö kallaöur Kviahella. Sú venja hefur haldizt á Húsa- felli frá dögum Snorra og til þessa tima, að menn skoöa Kviahell- una, og þá um leið reyna aflsitt á henni, þeir,sem treysta sér mik- ið. Þrjár voru þær þrautir, er menn skyldu inna af hendi viö þessa hellu til þess, að þeirra y rði að nokkru getiö. Fyrst aö Játa hana upp á norðurkamp hinna syöri kvía- dyra. Þaö hafa nokkrir menn leikiö á öllum timum. Samt mega þeir teljast mikiö knárri en meö- almenn, sem gera þaö skjótlega og þrautalitiö. önnur þrautin var aö láta hell- una upp á stein þann hinn stóra, sem er um miðjan noröurvegg kvianna. A þann stein er höggviö „Snorri”. Aður á timum þurfti næstum þvi að rétta sig upp meö helluna til þess aö láta hana á stóra steininn, en viö þaö hefur flestum orðiö aflfátt. Nú hefur jarövegur hækkaö mikiö um- hverfis kviarnar frá þvi, sem áö- ur var, fyrir áburö, sem út hefur veriö mokaö, og einnig komiö frá fénaöi, sem legiö hefur viö kvia- ból. Þriöja og þyngsta þrautin var aö taka helluna upp á brjóst án þess að neyta stuönings af kvia- veggnum, og bera hana umhverf- is kviarnar. Sagt hefur verið, aö séra Snorri hafi leikið sér aö þvi. Ekki er hægt að rengja slikt, þó aö hann væri af friskasta skeiði, er hann kom aö Húsafelli. 1 þessu sambandi vil ég lýsa tveim öörum og merkilegum steinum, sem menn hafa reynt afl sitt á. Eru þeir i Húsafellslandi. Grásteinn er út með fjallinu til hægrihandar,þegar heim er riö- iö, þéttviö veginn, nokkru utar en eyöibærinn Reyðarfell. Steinn sá hefur veriö fluttur þangaö til ein- hverra minja, sem nú er ókunn- ugt um. Hann er úr léttu grjóti, en svo stór, aö vonter aö ná útyf- ir hann. Hafa menn velt honum upp á stóran stein, er hann stend- ur hjá. Engan hef ég séö taka þann stein upp, enda reyna fáir viö hann. Steöjasteinn er þar litiö eitt heimar. Hann er við veginn til hægri handar, þegar heim er riö- iö. Hann er mjög merkilegur fyrir þaö, aö hann hefur veriö steöja- blökk i smiöju á Reyöarfelii. Fram á siðasta mannsaldur stóö steinninn viö hina fornu smiðju- tóft,sem þar erá háum hóli uppi I hlíöinni. Svo var honum velt þaö- anniöur aö veginum. Þessi steinn er næstum hnöttóttur, úr eygöu grjóti. 1 hann hefur veriö höggvin djúp hola fyrir steðjafótinn. Allir vel knáir menn taka þennan stein á bringu, ef þeir hitta rétt tök á honum. Heima viö húsasund eöa garö á Húsafelli hefur aldrei þekkzt Snorratak, Fullsterkur, Hálf- sterkur né Amlóði.” 1 lok greinarinnar getur Krist- leifur þess, aö „siöastliöiö vor” hafi Kviahellan veriö vegin og reynzt þrjú hundruð og sextiu pund aö þyngd. Samkvæmt framansögöu er nú (1977) um 220 ár siöan Snorri prestur f ærði þennan stein heim á kviabóliö á Húsafelli. Þar á grundinni liggur Kviahellan enn- þá og býöur þeim sem þangaö koma aö þreyta afl viö sig. Má iöulega sjá margan kappann þrútna þar af áreynslu við aö lyfta hellunniupp á kviavegginn. Varla er unnt aö skilja svo viö þetta efni, aö ekki sé minnzt á kvæði Grims Thomsen, Snorra- tak, en það er um séra Snorra og Kviahelluna. Grimur fer frjáls- lega með efniviöinn sem vænta má. Hann teflir saman getuleysi yngri kynslóöarinnar i glimunni við steininn og hreystiverkum öldungsins, séra Snorra, sem kominn er að fótum fram, en fer þó léttilega meö helluna. Skáldiö dregur dár aö ungu kynslóðinni, en gerir hlut öldungsins góöan, enda horfði Grimur mjög tíl for- tiöarinnar og var mikill aödáandi fornra afreka i kvæöum sinum. Steinatökin á Djúpalónssandi Á Djúpalónssandi á Snæfells- nesi voru upphaflega fjórir afl- raunasteinar: Fullsterkur, Hálf- sterkur, Hálfdrættingur og Am- lóöi. En Amlóöi er nú brotinn , og steinarnir þvi aöeins þrir. Steinarnir eru i fjörunni skammt frá Djúpalóni. Gatklettur er rétt ofan viö þá og mittishár kletta- stallur til aö hefja þá upp á. Sand- ur og möl hefur borizt aö stallin- um, svo hann er nú snöggtum lægrien áöur var. Steinarnir hafa verið vigtaöir, og var þyngd þeirra sem hér segir: Fullsterkur 310 pund, Hálfsterkur 280 pund, Hálfdrættingur 98 pund og Amlóöi 46 pund. Steinarnir eru brim- sorfnir hnullungar, afslappir og erfiðir átöku. 1 Þjóösögum Jóns Arnasonar segir svo um steinatökin: „Þaö er i sögnum aö skipverjar einir réri áDjúpalónssandier svo voru sægarpar miklir aö ekkert þótti sér ófært. Sýsluðu þeir um steintök aö reyna afl sitt. Liggja þeir enn á Djúpalónssandi, á leiö siAur til Einarslóns, litíö ofar en vegurinn. Heita þeir Fullsterkur, Hálfsterkur og Hálfdrættingur, og mátti sá enginn róa á Djúpa- lónssandi skipi þessu er óstyrkari væri en það að hann léti Fullsterk á stall; er stallur sá klettabelti mittishátt i stallinn. Enn nú eru þeir einstakir menn til er róa i Dritvik er koma FuIIsterk á stall, en ei allfáir Hálfsterk, en nálega allir Hálfdrættingi.” Aflraunasteinar i Haukadal 1 Haukadal i Dalasýslu eru þrir aflraunasteinar. Þeir eru á gras- eyri undir Kirkjufelli i Villinga- dalslandi i tungunni skammt frá ármótum Haukadalsár og Villingadalsár. Þar er nú fjárrétt Haukdælinga og heitir Kirkju- fellsrétt. Ekki er langt siðan réttin var flutt þangaö, en áöur var hún á Skaröi I Haukadal. Afl- raunasteinarnir undir Kirkjufelli eru miklu eldri en réttin á þessum staö og reyndar ekki vitaö hve þeir hafa veriö þarna lengi. Þeir" heita Fullsterkur, Hálfsterkur og Amlóði. Þeir eru nokkuö vatn- snúnir og erfitt aö festa hönd á þeim. Ekki er mér kunnugt um, þyngd þeirra. Fyrr á timum iá leið margra um Haukadal meöan Haukadalsskarö var fariö. 1 seinni tiö er þarna fáfarnara, nema menn eigi erindi i dalinn. Júdas og Brynjólfur á Brunnum A Brunnum i Látravik I Rauða- sandshreppi eru tveir aflrauna- steinar, Júdas og Brynjólfur. Á Brunnum var fyrrum verstöð, og sér þar enn fyrir sjö eða átta verbúðarústum ásamt til- heyrandi steinbitsgöröum, fisk- reitum og hrýgjugörðum. Breiö- firöingar stunduöu m.a. mikiö róðra frá Brunnum og voru margir vel að manni. 1 nánd viö búöarústirnar á Brunnum getur að Uta brim- sorfinn hnullung einan og út af fyrir sig. Hann heitir Júdas. Samkv. frásögn Bergsveins Skúlasonar fræðimanns var oft reynt að nota hann I hleðslu i búöarvegg, en lánaöist aldrei. Hvernig sem aö honum var búiö, skreiö hann jafnharöan úr veggnum. Af þvi kynni nafniö að vera dregiö. Hann sveik alltaf i hleðslunni. Júdas hefur hinsvegar eitthvað verið notaöur til afl- rauna, þótt hann reyndist alls ónýtur til annrra hluta, enda er hann afsleppur og erfiöur átöku, svo sem steintök voru aö jafnaöi. Júdas er ekki ýkja þungur og vitað er aö kvenfólk hefur fengizt við hannog getaö látið renna vatn undir hann, ef mikið þótti við liggja- A Brunnum er annar aflrauna- steinn, Brynjólfstak, mikill steinn og erfiður. Um hann segir B.Sk.: „Eitt sinn var vermaður á Brunn- um, er Brynjólfur hét. Hann var svo vel aö manni, aö hann tók steininn fremst i fjöru og bar hann i byrðaról sinni á bakinu upp að búð. Siöan liggur hann þar. Vermenn þreyttu afl sitt á Brynjólfstaki, og þótti sá vel lið- tækur sem gat látiö vatn renna undir það. Nú gera fáir betur en reisa steininn á rönd.” Steinatök i Tálknafirði Hallbjörn E. Oddsson getur um steinatök i Tálknafirðiiævisögu sinni, sem birtist i Ársriti Sögu- félags Isfiröinga á sinum tima. Þarsegir m.a.: „Þá voruiverun- um alltiöar bændaglimur, steina upptök, þvi hver verstöð átti sinn Fullsterk, Miölung og Aumingja, og margar voru æföar Iþróttir, þó minna væri af gumað en nú. 1 Arnarstapavikum voru þeir inn og upp á bökkunum fyrir ofan Miöþröngog oft heimsóttir i land- legum.” Aörar spurnirhef ég ekki af afl- raunasteinunum eöa steinatök- unum i Tálknafiröi. Aflraunir Jóns ósmanns ; fer jumanns A Noröurlandi hef ég ekki haft spurnir af neinum steintökum, hafa þar þó verið aflraunamenn ekki siöur en annarsstaöar á landinu. Nægir i þvi sambandi aö rif ja upp frásögn af Jóni Ósmann ferjumanni, sem birtist i bók Kristmundar Bjarnasonar um Jón og gefin var út áriö 1974, en hún er á þessa leið: Fallhamar, sem vó 250 kíló, var notaöur viö brúarsmiöina á Austur-Vötnin. Ýmsir höföu gaman af aö reyna á honum afl sitt; sumir gátu látiö vatna undir hann, fáir komið i knéhæö. Jón tók hamarinn upp á bringu sér og lét hægt niður. Aörar sagnir eru um fallhanciar i Sauðárkróksfjöru og viöureign Jóns við hann. Má vera, að allt sé þetta i rauninni sama sagan og Guðmundur i Asi skrásetti og nú var sögö. Þó þarf það ekki að vera. Fallhamar mun hafa verið notaður við gerð Gönguskarös- árbrúar um aldamótin. Lóöin lágu síöar i fjörunni á Sauöár- króki og vógu 360 pund. Ýmsir glimdu viö að taka þau upp, þvi aö krókur var i þeim ofan. „Jón, sem stundum var dálitiö barna- legur i hugsun, lyfti þeim meö annarrihendiogsegir: ,,ó,ó, ætli þeir v erði ekk i lúnir að ber ja m eð þessu allan daginn?”" Jóngeir Eyrbekk segir sögu þessa nokkuö á annan veg i minn- ingum sinum: „Einu sinni var ég niðri i fjöru með einhverjum strákum að rembast viö hamarinn. Þá kom þar fremur hár maður og feiki- lega þrekvaxinn meö mikiö jarpt hár. Við bárum allir mikla virð- ingu fyrir þessum manni. Hann tókhægri hendi i hölduna á hamr- inum og sagöi: ,Jesús minn, erþaö nú þetta, sem þeir berja meö’. ” Siðan vingsaði hann hamrinum svona meöannarrihendifram og aftur nokkrum sinnum og kastaöi honum loks frá sér. Þetta var Jón Ósmann.” Þorsteinshaf i Krossavik 1 Þjóösögum Sigfúsar Sigfússonar er sagt frá Guömundi Péturssyni, sýslumanni I Krossa- vik, sem kallaöur var hinn riki. Sonur af seinna hjónabandi var Þorsteinn sterki. Af honum eru ýmsar aflraunasögur og m.a. getið steins sem viö hann var kenndur og kallaöur Þorsteins- haf. Þessar aflraunasögur eru kannski ekki allar nema i meöal- lagi áreiöanlegar, en þykir þó rétt aö geta steinsins litiilega. 1 Þjóö- sögum Sigfúsar segir m.a.: „Þaö er ein sögn, aö Þorsteinn hafi æft afl sitt mjög á þvi, aö stökkva með vættarþungan stein i fang sér upp á eitthvað hátt, unz hann hefði létt sér meö hann upp á axlarháan vegg. Jafnan gekk Þorsteinn heima fyrir I blárri silfurhnepptri milli- fatapeysu. Einn dag hvarf hann lengi aö heiman. En er hann kom aftur, voru allir hnapparnir hrundir af peysunni. Hafði hann þá sett á hlóðir þár ofar-frá bjargstein þann, sem kallaöur hefur veriö Þorsteinshaf og hefir þótt undramikill. Skoðuöu margir hann, og var margt um hann talaö. Löngu siðar tókst gosa- mennum aö spyriia honum af hióöunum, en drengskaparmönn- um aö k om a honum á þæ r a ftur. Svo er mælt af sumum, aö Þóröur kanselliráö Björnsson hafi eitt sinn komiö útleiöina úr Héraöi I Vopnafiröi og fariö i hörku yfir fjallshrygg þann, er nefnist Búr, á milli Fagradals og Böðvarsdals; hafi hann þá komizt hætt, og kveðið vísu: Komist ég þessari kreppu úr og Kristur vilji mig spara, aldrei skalégyfirBúr á æfiminni fara. Sagter, aö hann hafi þá aðgætt Þorsteinshafiö og kveöiö eftir- farandi visu. En þaö mun þó sannara, er Þóröur, sonur Þorsteins, sagöi, aö Pétur prófastur á Viöivöllum hafi fengiö mældan steininn og reiknaö út þunga hans eftir þvi. Má vera að Þórður hafi gert þaö, eöa þá Brynjólfur Evertsson, aðrir segja, aö Björn Gunnlaugsson hafi gert það. En annaöhvort Pétur eöa Þóröur orti þessa visu, er hann kom siðar aö Grettishafi: Afreksmerkin önnur slik ekki sjást nú viöa. Þó eru verkin þessu lik Þorsteins sterka i Krossavik.” Aflraunasteinn á Brú á Jökuldal A Brú á Jökuldal hefur veriö aflraunasteinn lengur en elztu menn muna aö sögn Páls Gisla- sonar á Aöalbóli I Hrafnkelsdal. Ekki veit ég þó neitt nafn á steintakinu eöa annaö markvert um þaö aö svo stöddu. Aflraunasteinn á Egilsstöðum 1 skógarrjóöri um 5 km austur frá Egilsstöðum i Suöur-Múla- sýslu var til skamms tima afl- Kviahellan á Húsafelli. Ljósm.: Páll Jónsson. raunastemn, sem mikið varglimt við. Aö sögn Ragnars Guömunds- sonar, leiösögumanns Farfugla um langtskeiö,var steinninn ekki mjög stór en hnöttóttur og af- sleppur átöku. Þarna var sam- komustaður og oft margt um manninn. Var þá gjarnan glimt viö steintakið. Steinninn mun upphaflega hafaverið úr svoköll- uðum Hálslæk.Hann erekki leng- ur finnanlegur, kynni aö hafa orð- iö Vegageröinni aö bráö. Bessasteinninn að Skriðu-Klaustri 1 Þjóösögum Sigfúsar Sigfús- sonar i þætti af Eiriki Bjarnasyni járnhrygg er getiö um svokallaö- an Bessastein aö Skriöu-Klaustri, og viröist þar vera um aflrauna- stein aö ræöa. Þar segir m.a.: ,,A þessum ttmum bjó i Brekkuseli Jón Sigurðsson. Hann var mikill vexti og talinn allra manna sterkastur, kallaöur Jón sterki. Hann var á hæö við Eirik (Bjarnason járnhrygg), heröa- breiöur og baraxlaöur. Hann var svo sterkur,aö menn sögöu hann hefði jafnhattaö Bessasteininn aö Skriðu-Klaustri, 34 eöa 37 fjóröunga þungan. En þaö geröi enginn annar. En hann var afar latur maöur til vinnu, og var þaö aftur óllkt meö þeim Eiriki, þótt líkt væri meö þeim um afl. Kvaö Eirikur hann mundu hafa verið öllu sterkari.” Þeir Jón og Eirik- ur voru samtimamenn Páls Olafssonar skálds. Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri aö Eiöum, kannast viö Bessastein og hefur sjálfur hand- leikiö hann, svo að þar er ekki um aö villast. Þetta er sem sé afl- raunasteinn hnöttóttur og af- sleppur átöku, ekki mjög þungur, liklega nokkuö á annaö hundraö pund. Steinninn var viö heimreiö- ina á Skriöu-Klaustri, nánar til- tekiö viö hestaréttina, og er þar trúlega enn. Aflraunirnar við Bessastein voru þrjár. 1 fyrsta lagi aö grasa honum, lyfta honum úr grasi, i ööru lagi aö lyfta hon- um i hnéhæö, i þriöja lagi aö lyfta honum upp á réttarvegginn, og var þá aflraunin fullkomnuð. Þórarinn taldi fráleitt aö nokkur heföi getaö jafnhattaö Bessa- stein. Aflraunasteinn á Skógasandi Ekki viröist hafa verið mikiö um steintök á Suöurlandi, þótt nokkuö væri þar um verstöðvar og viöa róiö. Aöeins einn afl- raunasteinn hefur komið I leitirn- ar.Hann er undir Eyjafjöllum. Heimildarmaöur minn um hann er Jón A. Gissurarson, fyrrv. skólastjóri, ættaöur undan Eyja- fjöllum (f. 13. febr. 1906). Jónhef- ur aftur á móti vitneskju um steintakiö frá Hjörleifi Jónssyni i Skaröshliö.en hannfrá afa sinum og nafna, Hjörleifi Jónssyni, svo aö vel er tii heimildanna vandaö. Auk þess man Jón sjálfur eftir steintakinu á sandinum, þegar hann átti þar leið um á ungdóms- árum sinum. Fyrst þegar sögur fara af hon- um er hann viö svokallaða Draugalág á Skógasandi, sem er dæld spölkorn vestan viö Jökulsá, þar sem garnli vegurinn lá yfir sandinn. Þegar bilaumferð jókst kringum 1930 var veginum breytt og hann lagður nokkru sunnar. Steinninn var þá fluttur heim aö samkomuhúsinu i Skaröshliö, og sannar þaö, aö þarna var ekki neinn venjulegur hnullungur á feröinni, heldur steinn sem þótti varðveizlu veröur. Taldi Jón lik- legt að hann væri ennþá I Skarös- huo. Þetta er vatnssorfinn blágrýtis- steinn, hnöttóttur og afsleppur átöku. Aflraunin var I þvi fólgin aö lyfta honum upp á ákveöinn stein, en þaö geröu ekki nema færustu menn. Hjörleif minnir aö steinninn væri kallaöur Full- sterkur, en vill þó ekki fullyröa þaö. KvX Grein þessi birtist f sldasta hefti Farfugisins mt m

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.