Alþýðublaðið - 01.02.1978, Side 3

Alþýðublaðið - 01.02.1978, Side 3
Miðvikudagur 1. febrúar 1978 3 I heimsókn hjá blindum körfugerðarmanni í Hamrahiíðinni: „Vil að fólk geri miklar kröfur til framleidslu Jakobi illa að anna eftirspurn. 1 gær voru til dæmis aðeins fá sýnishorn til af framleiðslunni hans og tveimur dögum fyrir jól burfti hann að loka verzlun sinni vegna þess að hvert einasta stykki, sem hann hafði á boð- stólum, seldist upp! — Eg vil ekki að fólk geri aðr- ar kröfur til þess sem ég geri, bara af þvi að ég er blindur, sagði Jakob. Ég vil að fram- leiðsla min sé metin á sama grundvelli og öll önnur fram- leiðsla af þessari gerð, hvort sem hún er komin frá blindum eða sjáandi. Þetta segi ég við- skiptavinum minum oft og bið þá um að leggja fram gagnrýni á körfurnar. Ekkert hjálpar mér eins við að gera góða vöru og félagaleg gagnrýni. Nú og ef fólki likar ekki það sem hér er, þá bendi ég þvi bara á aðra staði i bænum. En oft er það nú svo að sama fólkið kem- ur hér aftur og fer til baka með körfurfrá mér! Ég segi hiklaust að ef fólk rekst á vonda fram- leiðslu eftir blinda, þá á það ekki að lita við henni. Við viljum sitja við sama borð og aðrir! Þá kom það fram i samtalinu við Jakob, að hann hefur komið vinnustofu sinni á fót af -sjálfs- dáðum og greiðir alla skatta og skyldur eins og hver fullsjáandi maður. — Maður er þá tekinn eins og venjulegt fólk á með- an”! sagði hann og hló við. —AHH Mvndir: ATA minnar” I Alþýðublaðinu s.l. föstudag var greint frá heimsókn á vinnustofu Blinra f élagsins við Ingólfsstræti i Reykjavík og kynnt starfsemi sú sem þar fer fram, Á ein- um stað í frásögninni kemur það fram, að gerð tágakarfa sé mikið ná- kvæmisverk — sem og er hverju orði sannara — en hins vegar að þessi vina sé „ekki á færi blindra". Þar sem frásögn sú sem til er vitnað er ekki verk undirritaðs, skal ósagt látið hvernig á fyrr- greindri fullyrðingu stendur, en hins vegar er óhætt að slá því föstu að hún er alröng og ómerk. Um það sannfærðust undirritaðir blaðamenn í heimsókn hjá Jakobi E. Kristjánssyni, eina iðn- aðarmanninum á Islandi sem hefur löggilt réttindi í þeirri iðngrein að flétta körfur úr tágum. Jakob hefur vinnustofu að Hamrahlið 17 i Reykjavik og er algerlega blindur. Þrátt fyrir fötlun sfna stenst framleiðsla hans fyllilega samanburð við aðra framleiðslu af þessu tagi, innlenda sem erlenda og segir það sina sögu, að oft gengur Innflutningur dýrra kádiljáka: Ekki neitt ,abstrakt’ dýrir — segir framkvæmdastjóri véladeildar SÍS Er haft var samband við Jón T. Jóhannsson fram- kvæmdastjóra véladeildar SIS og hann inntur eftir því hvort rétt væri að verið væri að flytja inn bíla nokkra af Cadilacgerð í sérstökum gæða-og verð- flokki, vildi hann sem minnst um það segja. Að vfsu kvað hann einhvers- staðar á leiðinni einhverja bíla af Cadilac-gerð sem ekki væru enn komnir til afgreiðslu. Ekki vildi Jón geta upp neitt fast verð á bifreiðum þessum, enda breyttist gengi dollars dag frá degi, en sagði þá þó ekki vera neitt dýrari en aðra bila i sama gæðaflokki er fluttir væru inn til landsins, sem sagt ekki neitt ,,ab- strakt” dýra. Nefndi hann i þvi sambandi Range Rower. Jón sagði þá amerisku bila er fluttir væru hingað til landsins yf- irleitt vera ódýrari tegundir mið- að við aðrar þarlendar, standard Cadilac þyrfti t.d. ekki að vera neitt dýrari en dýr Buic. I tengslum við þá gjaldeyris- örðugleika er íslendingar hafa löngum átt við að glima og ekki hvað sizt nú, hefur þeirri spurn- ingu oft verið varpað fram, hvort ekki væri þörf á þvi að tak- marka innflutning ýmissa dýrra munaðarvara. Þeim gjaldeyri sem úthlutað er virðist og æði misskipt. Á sama tima og auð- stéttlandsins gefst kostur á kaup- um bifreiða fyrir allt að einum tug milljóna króna er námsmönn- um erlendis ekki talin þörf á gjaldeyri til framfærslu barna sinna. Manns saknað Benedikts Viggóssonar, vist- manns á Kleppsspitala, hefur verið saknað frá þvi á sunnudag. Benedikt sem er 32 ára gamall fór af spitalanum um kl. hálf fimm á sunnudag og hefur ekkert til hans spurzt siðan. Hann er um 170 cm á hæð, með mislitt dökkskolleitt hár, yfirvaraskegg og hökuskegg. Benedikt var klæddur dökkbrúnni úlpu með loðkraga og i brúnum skóm. Venjulega notar hann gler- augu, en var ekki með þau er hann hvarf. Þeir sem einhverjar upplýs- ingar gætu gefið um ferðir Bene- dikts Viggóssonar eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar i Reykjavik. Nýjung: Nónkex með súkkulaði. Nónkex er heilhveitikex hollt og gott, enda Frónkex KEXVE RKSMIÐJAN FRÓN

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.