Alþýðublaðið - 03.02.1978, Qupperneq 2
2
Föstudagur 3. febrúar 1978
Hugmyndasam-
keppni um adal-
skipulag Mosfells-
hrepps í Kjósarsýslu
Á undanförnum árum
hefur þéttbýli í Mosfells-
hreppi aukist mjög og
fólksf jölgun orðið mikil. 1.
des. 1976 mun íbúatalan
hafa verið sem næst 2000
manns/ en var 1970 um 1000
og aukningin því verið ná-
lega 100% á þessum 6 ár-
um.
Gert er ráð fyrir 10,9%
meðaltalsfjölgun á ári frá
1976-1980. Byggðin hefur
þróast að mestu sam-
kvæmt bráðabirgðaskipu-
lagi, en heildarskipulag
ekki legið fyrir. Sveitar-
stjórnin samþykkti á síð-
astliðnu ári að gert skuli
heildarskipulag af hreppn-
um og eins konar landnýt-
ingaráætlun, en Mosfells-
hreppur er nú um 20 þús.
hektarar að stærð. Sam-
þýkkt var á s.l. ári að verk
þetta skýldi boðið út i sam-
keppni.
I tillögum Skipulagsnefndar
hreppsins er gert ráð fyrir að
taka fyrir þann hluta, sem fyrir-
sjáanlega byggist þéttri byggð á
næstu árum, en það er svæðið i
námunda við Vesturlandsveg,
þar sem hann liggur um hrepp-
inn.
Ennfremur er gert ráð fyrir
að gerðar verði tillögur um önnur
byggileg svæði, sem væntanlega
munu risa siðar og hvernig nýta
skuli fellin og heiðina, þ.e. Mos-
fellsheiði. Verðlaunaupphæð er 5
milljónir króna og 1. verðlaun
verða minnst 2.5 milljónir. Auk
þess hefur dómnefndin eina
miiljónkróna til umráða til kaupa
á tiliögum.
Á s.l. hausti var kosin
dómnefnd i samráði við Skipu-
lagsstjórn rikisins og Arkitekta-
félag íslands, sem unnið hefur að
þvi að semja útboðslýsingu fyrir
samkeppnina. Gert er ráð fyrir að
þátttakendur skili tillögum eigi
siðar en 17. mai 1978.
1 dómnefndinni eiga sæti af
hálfu Skipulagsstjórnar rikisins
Aðalsteinn Júliusson, Vita- og
hafnarmálastjóri, formaður, af
hálfu Arkitektafélags Islands
Helgi Hjálmarsson og Gylfi
Guðjónsson, arkitektar, en af
hálfu Mosfellshrepps þeir Jón M.
Guðmundsson, oddviti, og
Magnús Sigsteinsson, formaður
Skipulagsnefndar hreppsins, en
varamenn þeirra eru Sæberg
Þórðarson og Anna S. Gunnars-
dóttir. Þá hafa starfað með
nefndinni þeir Jón Baldvinsson,
sveitarstjóri, Magnús Ólafsson,
byggingafulltrúi, Róbert Péturs-
son, arkitekt, og Zóphanias Páls-
son, skipulagsstjóri, sem er ritari
nefndarinnar.
Trúnaðarmaður dómnefndar-
innar er Ólafur Jensson,
framkvæmdastjóri, Kjartansgötu
2, Rvk., og afhendir hann
samkeppnisgögn gegn 10 þús.
króna skilatryggingu.
Þátttökurétt i keppninni hafa
allir tslendingar og útlendingar,
sem starfa hér á landi.
(Fréttatilkynning)
Frá námskeiði umsjónarmanna safnaöanna i desember si.
Vottar Jehóva þinga
Vottar Jehóva halda nú
um helgina tveggja daga
mót í samkomusal sínum
aö Sogavegi 77, Reýkjavik.
Mót sem þetta eru haldin
tvisvar á ári, auk f jögurra
daga móta sem haldin eru
einu sinni á ári.
Mót þessi eru liður i al-
þjóölegri fræöslustarfsemi
votta Jehóva, sem fram
fer í 216 löndum og eyja-
klösum. Einn liður ialþjóö-
legu starfi votta Jehóva er
námskeið fyrir umsjónar-
menn safnaðanna, sem
haldið var í Reykjavík um
miðjan desember siðastlið-
inn. Sátu það umsjónar-
menn safnaðanna á Akur-
eyri, í Keflavík og Reykja-
vik og voru þeim gefnar
þar leiðbeiningar um
kennslu i söfnuðunum og
leiðir til að veita meðlim-
um þeirra persónulega að-
stoð.
Tilgangur mótsins nú um helg-
ina mun vera að sýna fram á hag-
nýtt gildi bibliunnar i hinu dag-
lega lifi og verða i þvi skyni flutt
fjölmörg erindi ásamt stuttum
samræðu- og viðtalsþáttum. Að
sögn Guðmundar H. Guðmunds-
sonar fundarstjóra mótsins gera
vottar Jehóva sér grein fyrir
þeim margvislegu vandamálum
sem ungt fólk á við að glima og
reyndi söfnuðurinn þess vegna að
hjálpa þvi að yfirstiga þau, svo og
að hjálpa þvi að stefna markvisst
að þvi að verða heiðarlegir og
dugandi þjóðfélagsþegnar. Þann-
ig verður heilu kvöldi á mótinu
varið til að fjalla um málefni ungs
fólks og til að hjálpa þvi að sjá
hvernig Biblian getur mótað lif
þess og framtið.
Aðalræða mótsins verður flutt á
sunnudag klukkan 14:00 og nefn-
ist hún „Gangið veginn til lifs.”
Runebergs-
vaka í Nor-
ræna húsinu
Sunnudaginn 5 febrúar
efnir Suomifélagið til ár-
legrar Runebergsvöku í
Norræna húsinu og hefst
hún kl. 20.30. Þessi dagur
er haldinn hátíðlegur
meðal finna, vegna fæð-
ingar þjóðskálds þeirra, Jo-
hans Ludvigs Runebergs.
Á liðnu ári voru 100 ár
liðin frá dauða Runebergs,
en hann fæddist árið 1804.
Þess má geta að hið fagra
Ijóð hans Vort land, vort
land, hefur verið þjóðsöng-
ur finna i 130 ár.
Ðagskrá kvöldvökunnar er á þá
leið, að i upphafi flytur formaður
félagsins, Barbro Þórðarson,
ávarp, en að þvi loknu flytur
finnski bókaútgefandinn Rauno
Velling hátiðarræðu, en hann er
kominn hingað til lands i boði
Norræna hússins. Þvi næst munu
listamennirnir Sigfús Halldórs-
son og Guðmundur Guðjónsson
óperusöngvari skemmta, en að
loknum leik og söng þeirra félaga
kemur góðskáldið Jón úr Vör og
frumflytur eigin ljóð og þýðingar
sinar á kvæðum finnsku skáld-
konunnar Edith Söndergren.
Loks verður tizkusýning, þar
sem finnskar -konur sýna fatnað
frá heimalandi sinu. m.a. Mokka
kápur.
Áður en vakan hefst verður
aðalfundur félagsins og hefst
hann klukkan 20.00. Stjórn félags-
ins Suomi félagsins skipa Barbro
Þórðarson form, Hjálmar ólafs-
son varaformaður, Sigurjón
Guðjónsson ritari, Benedikt
Bogason gjaldkeri, Christel
Þorsteinsson, Sigurður Thorodd-
sen og Valdimar Helgason.
—GEK.
Þriðja ársrit
Útivistar komið
,,Utivist", ársrit félags-
ins Utivistar, fyrir árið
1977, er komið út.
i blaðinu, sem er áttatíu
síður, auk kápusíðna, er
allfjölbreytt efni, allt að
sjálfsögöu tengt útilifi og
ferðalögum.
Sigurður Lindal ritar þar grein
er nefnist „Útilifsréttur”, þá eru
Brandsrima Jörundssonar, eftir
Hallgrim Jónasson, „Að Hrauns-
vatni”, eftir Sverri Pálsson, „1
löðri hvitra blóma...”, eftir Ólaf ■
B. Guðmundsson, „Látrabjarg',
eftir Andrés Daviðsson og svo
„Vorflóð i Héraðsvötnum, eftir
Hallgrim Jónasson. Auk þess er
svo pistill um félagsmál.
Timarit þetta er selt félags-
mönnum, þannig að það er inni-
falið i ársgjaldi til félagsins, sem
nemur tvö þúsund og fimm
hundruð krónum. Þeir sem gerast
félagsmenn eiga þess ennfremur
kost að eignast tvö fyrri ársrit
félagsins, en þetta er hið þriðja er
kemur út á þess vegum. Kosta
þau tvö saman tvö þúsund og
fimm hundruð krónur.
Ritið er ennfremur selt i bóka-
verzlunum, en þar er verð þess
hærra, þvi söluskattur og álagn-
ing bætast á.
Útivist hefur skrifstofu i
Lækjargötu 6, Reykjavik.
Rausnarlegar gjafir og áheit til
Stokkseyrarkirkju
Áheit til Stokkseyrarkirkju á ár-
inu 1977:
kr.
Sesselja Hróbjartsd. Söndum 1000
Agúst Bjarnason, Sjónarhóli 5000
Jón Eðvaldsson, Ranakoti 1000
Frá gömlum Stokkseyringi 1500
B.G.B. 2000
G.H. 2000
S.I. 2000
Gjafir til kirkjunnar:
Magnús Jiónsson, Deild 2000
S.S. 2100
Þorg. Bjarnas. Hæringsst. 25000
og Helgi Þórarinss. Rvik 25000
til minningar um: Bjarna
Jónsson, föður Þorgeirs, Þórunni
Bjarnadóttur, systur
Þorgeirs og Þórarinn
Bjarnason föður Helga
bróður Þorgeirs.
Þorbjörg Valdimarsd. 400
Marta Kjartansd. Setbergi 5000
Gunnar V. Jónss. Sólvöll-
um ÍÓÓÓ
Börn Bjarna Guðmundssonar
og Jóhönnu Jónsdóttur
frá Aldarminni 30000
Ásta Steinþórsd. Helgast. 30000
Sigurbjörg Helgad. Heiðarhv.2000
Hilmar Guðmundsson
(um ömmuogafa) 5000
Til Stokkseyrarkirkju
fráónefndum 20000
Til minningar um Helga
Sigurðsson Bræðraborg
frá systur hans
og mági: Sigurbjörgu og
Adam Hoffritz, Selfossi 5000
4000
Guðbjörg Jónsdóttir og
Gunnar Sigtryggsson
Sigriður Gislad. og
Guðm. Valdimarss, Sætúni 2000
Seld minningarkort 62000
Samtals kr. 235000
Safnaðarstjórn vill færa öllum
þeim, sem færðu kirkjunni gjafir
eða áheit á liðna árinu, þakkir
sinar.