Alþýðublaðið - 03.02.1978, Page 6

Alþýðublaðið - 03.02.1978, Page 6
6' Föstudagur 3. febrúar 1978 —ANNAI — stutt rabb við Howie Varnarlidsins og ofui rölti um búðir hersin tslensk ullarvara er nokkuð mikiö seld í verzlunum hersins. Þarna þarf aö fara fram þar eins og annars staöar. er veriö aö telja, þvi vörutalning ,,Það er rétt, að i verzlunum okkar hér hjá Varnarliðinu er margt ódýrara en gerist og gengur á íslandi al- mennt. Það er einnig rétt, að við kaupum kindakjötið, það er is- lenzkt kindakjöt, sama verði og verzlanir i Keflavik fá það á, eða mun ódýrara en islenzk- ir neytendur eiga kost á. Hins vegar verður að lita ofurlitið á forsendur þess að þessu er háttað á þennan veg, áður en slembidómar eru felldir. Það getur verið svo vill- andi að skoða aðeins hluta sannleikans, sagði Howie Matson, blaða- fulltrúi Varnarliðsins á Keflavikurflugvelli, i Þaö ægir öllu saman. Húsnæöiö er fremur iftiö og þvi er deildaskipting nánast þannig aö hver deild hefur eitt borö eöa svo. Búsáhöld, veggmyndir og fleira(allt I „skipulegum graut”, ef svo má segja. viðtali við Alþýðublaðið i gær. Undanfarið hafa all- miklar umræður skap- ast um stöðu og dvöl Varnarliðs hér á landi og þá meðal annars það atriði, að Varnarliðs- menn skuli ekki greiða tolla eða önnur opinber gjöld af neyzluvörum sinum. Alþýðublaðið leitaði upplýsinga um nokkur atriði, þessu tengd, hjá Matson og fara svör hans hér á eft- ir. MIÐAÐ VIÐ BANDARÍKIN „Fyrst ber að gæta þess, sagði Matson, að verðlag i verzlunum Navy Exchange hér, eins og alls staðar ann- ars staðar i heiminum, þar sem verzlanir eru reknar i tengslum við herstöðvar, ræðst af verðlagi í Bandarikjun- um sjálfum. Við skulum gera okk- ur grein fyrir þvi, að laun hermanns i banda- riska hernum eru miðuð við meðal afkomu i Bandarikjunum og eru hin sömu, hvar sem hann er staðsettur i ver- öldinni. Okkur reiknast svo til að laun séu að meðaltali rúmlega tiu þúsund dollarar á ári, eða rétt liðlega tvær milljónir islenzkra króna. Af þessu greiðir launþeginn um hálfa milljón i skatta, eða hátt á þriðja þúsund dollara, þvi herþjónusta gerir menn ekki undanþegna sköttum, hvorki rikis- sköttum né fylkisskött- um. Viðkomandi hefur þvi ef til vill eina og hálfa milljón islenzkra króna til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða og hann á þess enga möguleika að drýgja tekjur sínar, þvi þótt það sé auðvelt fyrir her- mann að fá að vinna aukavinnu, fær hann enga sérstaka greiðslu fyrir hana. Hann bara fær að vinna hana. Þar sem launin breyt- ast ekkert eftir þvi hvar maðurinn er staðsettur, verður að fastsetja á einhvern hátt afkomu- kostnað hans, þvi við getum ekki sent mann til lands þar sem verðlag er hátt og sagt honum að lifa þar af launum sem miðast við mun lægra verðlag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.