Alþýðublaðið - 16.02.1978, Síða 7
ssxxr
‘ Fimmtudagur 16. febrúar 1978
7
eftir
Norman Jacobs
„Þar til rétt nýlega hafa
sósíaliskar stjórnir (í Aust-
ur-Evrópu og þarmeð í So-
vétríkjunum) allar verið
sem steyptar i sama móti.
Allar hafa þær verið reist-
ar á eins flokks kerfi/ að
kalla, og hafi einhver af-
brigði verið af því, hafa
smáflokkar, sem sums-
staðar þekkjast, verið ger-
samlega þýðingarlausir.
Engir raunverulegir
andstöðuf lokkar hafa
fengið að starfa þar og
pólitískt frelsi til skoðana-
myndunar, að ekki sé talað
um tjáningarfrelsi í fjöl-
miðlum, er óþekkt. Félaga-
og fundarfrelsi aðeins fyr-
ir þá, sem tilbúnir voru til
aðhrópa hallelúja fyrir að-
gerðum stjórnvalda, verk-
fallsréttur ekki til og kosn-
ingafrelsi aðeins að nafn-
inu til, þar sem einskis
manns rödd utan ríkjandi
flokks gat látið til sin
heyra"!
Menn skyldu nú halda,
að hér talaði einhver land-
flótta andófsmaður úr
„austri", eða einhver sér-
lega f jandsam legur
Bandarikjamaður komm-
únistum og öllu þeirra at-
hæfi. En þetta er orðrétt
tekið úr nýjustu bók Ellein-
steins, sagnfræðings og
félaga í franska kommún-
istaflokknum, sem fram
að þessu hefur verið — og
er enn — metinn sem einn
af helztu hugmynda-
fræðingum flokksins!
Við fyrstu yfirsýn gæti mönnum
dottið i hug, að hér væri Ellein-
stein að túlka sérskoðanir sinar,
en væri ekki lengur málpipa
flokksins, sem fyrr. Þvi er þó alls
ekki til að dreifa. Það þarf alls
ekki að leita lengi i ræðum og rit-
um félaga hans, til þess að finna
álika ummæli, sem snerta einmitt
þær tvær spurningar, sem nú eru
Franska afbrigðið af Evrópukommúnistanum
Hversu „óhádir” eru Marchais
og Co hugmyndafraeöi Rússa?
efst á baugi um franska kommún-
ista. Hin fyrri er: Eru franskir
kommúnistar raunverulega
óháðir Moskvu, hvað sem þeim
annars þóknast að láta i ljós? Hin
spurningin er: Ef þeir kæmust til
valda, væri þeim þá treystandi til
að stjórna eftir lýðræðislegum
leiðum?
Ótvirætt er, að önnur eins af-
staða til Sovét og birtist i umsögn-
um Elleinsteins, myndi aldrei
hafa getað skotið upp kollinum
hjá kommúnistum i Frakklandi
meðan Maurice Thorez var hinn
dáði leiðtogi! Alla sina „hugljóm-
un” leiðsögn og fyrirmæli hlaut
hann beint frá Moskvu.
En ef við vitnum enn i Ellein-
stein birtist eftir hann i Le Monde
grein i minningu 60 ára kommún-
istastjórnar i Sóvét i október s.l.
svohljóðandi álitsgerð!
Stjórnarfyrirkomulagið i Sovét
er sérstaklega óhæft til að rikja á
Vesturlöndum og fjarlægist það
sifellt! Og i viðbót. Á Vesturlönd-
um mun byltingin verða lý&isleg,
friðsöm og lögleg og koma i
áföngum, ella kemur hún alls
ekki!
George Marchais talaði mjög i
sama anda á 22. flokksþinginu i
Frakklandi i febrúar 1976. Þar
sagði hann orðrétt: „Ekkert af-
brigði er til af sósialismanum,
sem hægt er að yfirfæra óbreytt
til annarra þjóða eða frá einu
landi til annars, og getur aldrei
orðið til”!
Fáum árum áður lét Marchais
svo ummælt, aö franskir komm-
únistar yrðu að samhæfa baráttu
sina frönskum aðstæðum og
þjóðarhag Frakka. Hann lýsti þvi
yfir, að nú væri ekki lengur um að
ræða neinn alþjóðlegan kommún-
isma og bætti þvi við, að „óhugs-
andi væri”, að endurreisa neinn
slikan. „Kommúnistaflokkarnir
eru búnir að slita barnsskónum”
Framar verða ekki neinir ráðandi
eða leiðandi kommúnistaflokkar,
eða óæðri flokkar. Aö okkar hluta
munum við ákveöa stefnu okkar
og vinnubrögð. Við munum ekki
þola neinum að blanda sér i þau
mál, frekar en þola það, að önnur
riki blandi sér i frönsk stjórn-
mál.”
1 viðbót við þetta hefur franski
kommúnistaflokkurinn haldið
uppi harðri gagnrýni á Sovétrikin
á þann veg, að slikt hefði verið
óhugsandi á dögum Thorezs.
Þannig létu kommúnistar i ljós
mikla andúð á hinum svokölluöu
Leningrad-réttarhöldum yfir
nokkrum Gyðingum árið 1970, en
þeir höfðu reynt að ná valdi á
flugvél, til að sleppa úr „sælurik-
inu”!
Meðan kosningabaráttan um
forsetann stóð yfir 1974, létu blöð
franskra kommúnista i ljós mikla
vanþóknun og furðu á heimsókn-
um sovézka ambassadorsins i
Paris til vigstöðva hægri flokk-
anna og ýmisskonar fleðulátum
hans við d'Estaing, jafnframt
sem sami valdsmaður hunzaði
kommúnista. Þráfaldlega hafa
verið bornar fram spurningar i
blöðum franskra kommúnista
um, hvort enn séu til i Sovét
þrælkunarbúðir, en án árangurs.
Franskir kommúnistar beittu
sér einnig fast fyrir þvi að chile-
anski kommúnistaflokkurinn,
Luis Corvalán væri leystur úr
haldi og á honum skipt og
Vladimir Bukovsky, sem þá sat i
sovézku fangelsi. Siðast i desem-
ber 1977 sakaði háttsettur fransk-
ur kommúnisti i blaðagrein i Le
Monde, sovétstjórnina um að
hafa engu gleymt og ekkert lært
frá Stalinstimanum! Hér er að-
eins drepið á litið sýnishorn af
skeytum franskra kommúnista til
Moskvumanna. Samkomulag
Brjesnevs og Marchais, sem áður
var einkar innilegt, einkennist nú
af kulda, langt undir frostmarki.
Þetta kom meðal annars fram i
þvi, að Marchais sótti ekki 60 ára
afmælishátið byltingarinnar i
Moskvu, þó bæöi Berlinguer hinn
italski og-Carillo, hinn spanski
gerðu ferð þangað.
En þrátt fyrir þessa framvindu
eru margir nokkuð efagjarnir á,
að hin traustu bönd, sem hafa
tengt franska kommúnista við
Moskvu, sé endanlega slitin. Ef-
inn hefur vaknað og nærzt á hinni
nýju linu, sem Marchais hefur
upptekið gagnvart fyrri banda-
mönnum sinum — sósialdemó-
krötum. Bæði Elleinstein og
Marchais hafa lýst þvi yfir, að
lýöræði sé ekki að finna i Sovét og
Marchais hefur bætt þvi við, að
sósialismi og lýðræði séu óað-
skiljanleg, hefur Marchais nýlega
dásamað hversu Sovétrikin og
fylgihnettir þeirra austantjalds,
hafi unniðgifurlegtstórvirki i þvi
að sanna heiminum yfirburði
sósialismans yfir öll önnur
stjórnarform!
Þá hefur Marchais haldið þvi
fram, að algjör nauðsyn sé á að
rikið eigi allar umtalsverðar
eignir og atvinnutæki, miðstýr-
ingu verði að hafa og ráðandi
flokkur verði að lúta yfirstjórn
hæfra hugmyndafræðinga, til
þess að sósialismi geti þrifist.
Þetta sýnir aðeins, að það er
meira en eintómar slitrur frá
fyrri dögum, sem enn tengir
franska kommúnista við hinn
sovézka hugmyndaheim!
Þetta nær einnig til utanrikis-
mála. Þannig hélt Ann Kriegel,
háttsett blaðakona i franska
kommúnistaflokknum þvi nýlega
fram, að enn um sinn hlyti heim-
urinn að skiptast milli áhrifa
hinna bandarisku heimsveldis- '
sinna og hinna framsæknu og
framfarasinnuðu sovétsinna!
1 þessari grein tindi blaðakonan
upp allar hinar svokölluðu
ávirðingar Bandarikjamanna og
fór um þær hörðustu orðum.
Segja mátti að túlkun hennar
væri tekin beint upp úr Pravda á
timum kalda striðsins.
Hvað svo um einlægni franskra
kommúnista i aðdáun á lýðræði?
Vissulega eru þess dæmi (mætti
nefna Albaniu og Kina) þar sem
tengslin við Moskvu voru slitin og
fullur fjandskapur sýndur i orði
og verki. En samt hefur hvorugt
þessara rikja hafnað stjórnar-
háttum Sovét Rússlands. Enginn
vafi leikur á, að i orði hafa
franskir kommúnistar hafnað og
jafnvel gert gys að kenningum
Marx-Lenins i ýmsum greinum.
Þannig hefur Elleinstein hiklaust
dæmt það villu hjá Lenin, að
frelsi og lýðréttindi i kapitalisk-
um rikjum sé einhver „borgara-
mennska”. Ennfremur hefur
hann haldið þvi fram, að það sé
ekki form framleiðsíuháttanna,
sem sker úr um hina pólitisku
yfirbyggingu. Og Elleinstein
hafnar algerlega kenningunni um
alræði öreiganna, sem nokkru
hjálpræði.
Marchais hefur gefið yfirlýs-
ingar um á hvern hátt franskir
kommúnistar hyggist stjórna, ef
þeir fái völdin. „Við höfum verið
spurðir að þvi”, segir hann,
„hvert viðhorf við hefðum þá til
íýðræðis, hvort við myndum leyfa
aðra flokka til dæmis. Svar okkar
við þvi siðara er auðvitað já, og
um hið fyrra, að við munum ekki
á neinn hátt skerða það frelsi sem
þjóðin þegar hefur, heldur auka
þaö. Réttur minnihlutans mun
verða virtur, svo framarlega sem
minnihlutinn fetar leiðir lýöræðis.
Nái stjórnarandstaða völdum eft-
ir slikum leiðum, væri okkur ljúft
að sleppa völdum við hana. Fjöldi
annarra háttsettra kommúnista i
Frakklandi hefur látið sömu
skoðanir á þessu i ljós og hér eru
hafðar eftir Marchais.
Samt lita menn með nokkurri
efagirni á fullyrðingarnar um að
flokkurinn sé óháður Moskvu.
Ástæðan til þess er einfaldlega,
að orð og gerðir stangast alvar-
lega á i eigin stjórn og uppbygg-
ingu flokksins. Miðstýring flokks-
ins er mjög sterk og likist engu
fremur en stjórn Bolcevika i
reynd. Þar er að finna rótgróna
foringjadýrkun stig af stigi. 1 þvi
likist hegðunin alls ekki flokki,
sem ljúflega léti völdin i hendur
andstæðingum ef svo bæri undir.
Athyglisverðar eru tilraunir
flokksins til að veikja og þurrka
út áhrif bandamanna sinna, sem
glöggt hefur komið i ljós eftir að
kommúnistar fjarlægðust vinstri
fylkinguna, jafnvel þegar nokkur
von var um, að samsteypan gæti
unnið sigur i komandi kosningum.
Ýmsar „kröfur”, sem þeir settu
fram fyrir framhaldi á þátttöku
sinni, voru þess eðlis, að sam-
starfsflokkunum þóttu þær með
öllu óaðgengilegar. Arásirnar á
samstarfsflokkana vegna þess að
þeir vildu halda sig viö gerðan
samning, minntu mjög á afstöðu
kommúnista á dögum Thorezs til
annarra vinstri flokka. Upp á sið-
kastið hefur verið halað talsvert i
landi af hálfu Marchais, en eitir
sitja ógróin sár, sem vafi getur
leikið á að hann sé maður til að
græða.
Þvi spyrja menn nú, innan og
utan Frakklands: Hefur komm-
únistaflokkurinn raunverulega
tekið breytingum, eða er hér um
að ræða herbragð, til þess að geta
klifið i valdastóla upp eftir bakinu
á samherjum, sem áður voru?
Svar við þeirri spurningu kann aö
fást innan tiðar. En það greiðir
ekki fyrir kosningasigrum, að
fólkið þurfi að vera i vafa um,
hvað það hreppir, ef það gefur
kommúnistum færi á að taka við
einhverju af valdataumunum.
ur New Leader.
MAURICE THOREZ
LEONID I. BREZHNEV
GEORGES MARCHAIS