Alþýðublaðið - 16.02.1978, Qupperneq 9
9
sssr
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
Rpogress — 1:
Flutningaskip
í geimnum
í fyrsta sinn í sögu geim-
ferða hefur flutninga-
geimfarið Progress — 1
verið tengt á sjálfvirkan
hátt við geimstöðina Saljút
— 6. Einn af hönnuðum
geimfarsins/ dr. Konstant-
in Feoktistof/ sem einnig
er geimfari/ segir hér á
eftir frá helstu einkennum
þess.
Segja má að vinnan við
hönnun flutningaskipa hafi
byrjað um sama leyti og
farið var að hanna geim-
stöðvar. Þá þegar gerðum
við okkur grein fyrir að ef
geimstöðin átti að geta
starfað i langan tíma yrð-
um við að hugsa fyrir ferð-
um mannaðra og
ómannaðra geimfara
þangað og tengingum
þeirra við geimstöðina.
Tilgangur f lutningaskip-
anna er fyrst og. f remst sá,
að birgja stöðina upp af
ef num sem ekki má geyma
þar lengi. Sem dæmi um
slík efni má nefna Ijós-
myndafilmu. Hún skemm- I
ist við geymslu. Sama er I
að segja um ýms lífræn
efni.
Einnig er mögulegt að
við rannsóknarstörf í
geimstöðinni komi upp
skemmtileg hugmund sem
unnt væri að framkvæma
ef einhver ákveðinn hlutur
væri fyrir hendi. Svo getur
alltaf veriðað eitthvað bili.
í stöðinni eru yfir þúsund
tæki af ýmsum gerðum og
sum þeirra eru alltaf í full-
um gangi og geta bilað,
sem þýðir að annað verður
að koma í staðinn. En þetta
er aðeins hluti af því sem
Progress flytur.
Sum efnanna um borð í
Saljút — 6 eru þannig að
þau eyðast, eins og t.d.
eldsneyti. Það er notað til
þess að framkvæma ýms-
ar breytingar á braut og
stefnu stöðvarinnar. Þá er
einnig nauðsynlegt að
endurnýja gasbirgðirnar
sem notaðar eru við loft-
ræstingu stöðvarinnar.
Ýmislegt fleira mætti
nefna sem þarfnast endur-
nýjunar og loks eru hlutir
sem snerta daglegt líf
mannanna um borð, eins
og t.d. vatn i steypuklefann
og sængurföt.
Daglegt meðaltal af
notkun slíkra efna sem
þarfnast endurnýjunar er
u.þ.b. 30 kg á mann. Á
löngu flugi kemst þetta
magn auðveldlega upp i
nokkur tonn, og það eykst i
hlutfalli við stækkun
áhafnarinnar.
Progress-l er hannað á
grundvelli Sojús-stöðvar-
innar, en þar eð fjárhags-
hliðin var mjög mikilvæg í
sambandi við hönnun
þessa reyndum við að gera
það eins létt og rúmgott og
frekast var unnt. Um
hönnunina almennt er það
að segja, að stjórnklefinn
er nær óbreyttur en tækja-
klefinn hefur verið stækk-
aður. Sérstakir geymar
fyrir fljótandi vöru hafa
verið settir upp og enn-
fremur klefar fyrir þurra
vöru. Flutningaklefinn er
einangraður vegna þess að
eftir tengingu munu geim-
fararnir fara inn í hann til
þess að sækja vörurnar og
flytja þær yfir í stöðina.
Spurning: Voru gerðar
tilraunir með geimskipið?
Svar: Þar eð rafkerfi og
hönnun geimskipsins hafa
breyst að verulegu leyti
var skipið prófað af gaum-
gæfni. Við höfum einnig
tekið tillit til skipulagning-
ar við röðun á vörunum i
flutningaklefann vegna
þess að það tekur tiltölu-
lega langan tima að flytja
vörurnar úr flutningaskip-
inu yfir i geimstöðina, og
þessvegna höf um við kapp-
kostað að koma öllu fyrir á
sem haganlegastan hátt.
S P: Hversvegna fór
tenging fram eftir tvo
daga en ekki eftir einn dag
Sv: Þegar um mannað
flug er að ræða er hægt að
hraða þessu meira með þvi
að gefa skipanir frá eftir-
litsstöðinni og nota stjórn-
tækin sem eru um borð. En
í ómönnuðu flugi kemur
það ekki til greina, og það
hefur þótt gefast best að
„flýta sér hægt".
Sp: Hvert er hlutverk
geimfaranna í tenging-
unni?
Sv: Þeir gegndu hlut-
verki „varakerfis". Þegar
skipið nálgast stöðina fá
þeir upplýsingar um hrað-
ann og stefnuna og þeir
fylgjast með ferðum
skipsins. Ef um frávik er
að ræða frá áætlun geta
geimfararnir t.d. tekið
tæki úr sambandi þannig
að tengingunni er frestað.
Auk þess geta þeir sett
geimstöðina á ferð og f lúið
undan geimskipinu sem
nálgast. En i þetta sinn
reyndust slikar ráðstafan-
ir ónauðsynlegar. Tenging-
in gekk vel.
eins og venjulega?
APN
spékonpurinn
Útvarp
Fornar dyggdir
eftir Guðmund G. Hagalín
í kvöld kl. 20.00 verður flutt leikritið „Fornar
•dyggðir" eftir Guðmund Hagalín, gert eftir sam-
nefndri smásögu höfundarins. Leikstjóri er Stein-
dór Hjörleifsson, en með stærstu hlutverk fara Val-
ur Gíslason, Guðmundur Pálsson og Herdís Þor-
valdsdóttir.
I leikritinu segir frá verkalýðsbaráttu á árunum
kringum 1930. Steinn Styrbjörn fyrrum kaupmaður
og útgerðarmaður er fulltrúi gamla tímans. Steinn
sonur hans hefur tekið við fyrirtækinu af honum, og
þegar kemur til verkfalls á staðnum, reynir fyrst
verulega á afstöðu þeirra beggja. Ljóst er, að höf-
undur er með ákveðinn atburð eða atburði í huga,
þegar hann skrifar verk sitt, enda af mörgu að
taka.
Guðmundur Gislason Hagalín er fæddur árið 1898
í Lokinhömrum í Arnarfirði. Hann stundaði nám í
Núpsskóla og viðar, fór siðan í Menntaskólann i
Reykjavík, en lauk ekki námi. Sjómaður í nokkur
ár, fékkst síðan við blaðamennsku .og sitthvað
fleira til 1929, en gerðist þá bókavörður á isafirði og
var það til 1945. Stundaði jafnframt kennslu. Starf-
aði mikið að félagsmálum og stjórnmálum, einkum
á Isafirði. Varð bókafulltrúi ríkisins 1955, og gegndi
því starfi i rúman ára+ug. Guðmundur hefur skrif-
að 30-40 bækur, auk þess þýtt mikið og skrifað
greinar í blöð og tímarit. Af þekktum bókum hans
má nefna „Kristrúnu í Hamravik" 1933, „Virka
daga" 1936 og 1938, „Sögu Eldeyjar-Hjalta" 1939 og
„ Blítt lætur veröldin" 1943, auk sjálfsævisögu i
nokkrum bindum.
Utvarp
Fimmtudagur
16. febrúai 1978
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.00 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7,15 og
9,05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forystugr. dagbl.). 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Guðrún Guðlaugsdótt-
ir les „Sögunaaf þverlynda
Kalla” eftir Ingrid Sjö-
strand (9). Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir' kl. 9.45.
Létt lög m illi atriða. Til um-
hugsunar kl. 10.25: Þáttur
um áféngismál i umsjá
Karls Helgasonar. Kórsöng-
ur kl. 10.40: Kór Söngskól-
ans i Reykjavik syngur:
Garðar Cortes stj. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Yara
Bernette leikur á pianó
Preludiur op. 23 eftir Sergei
Rakhmaninoff/ Evelyn
Lear syngur söngva eftir
Hugo Wolf við ljóð eftir
Eduard Mörike: Erik
Werba leikur með á pianó
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Sigrún Siguröardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.30 Um skóla mál Lýðræði i
skólum og tengsl skólans v iö
atvinnulifið. Umsjón: Karl
Jeppesen.
15.00 Miðdegistónleikar Leo
Berlin og Filharmóniska
kam mersveitin i Stokk-
hólmi leika Fiðlukonsert i
d-moll eftir Jóhan Helmich
Roman. Konunglega fil-
harmoniusveitin i Lundún-
um leikur „Scherazade”,
si'nfóniska svitu op. 35 eftir
Nikolaj Rimsky-Korsakoff.
Sir Thomas Beecham stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar
19.40 íslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.00 Leikrit: „Fornar dyggð-
ir" eftir Guðmund G. Haga
lin. gert eftir samnefndi
smásögu. Leikstjóri Stein-
dór Hjörleifsson, Persónur
og leikendur: Steinn
Styrrbjörn, fyrrum kaup-
maður og útg. maður — Val-
ur Gislaton, Steinn Steins-
son, kaupm. og útg. maður.
— Guömundur Pálsson, Frú
Þorgerður, kona hans —
Herdis Þorvaldsdóttir,
Ossurina Reginbaldsdóttir
— Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Jens Pálsson, óðals-
bóndi — Þorsteinn ö
Stephensen, Jói skósmið
ur — Árni Tryggvason,
Selja-Gvendur, verkamaður
— Valdemar Helgason,
Frissa, ung verkakona —
Þóra Friðriksdóttir. Aðrir
leikendur: Helga Stephen-
sen, Eyvindur Erlendsson.
Guðmundur Klemenzson,
Margrét ólafsdóttir, Gisli
Alfreðsson, Klemenz Jóns-
son, Jón Hjartarson og
Benedikt Arnason.
21.30 Lagaflokkur eftir Atla
Heimi Sveinsson úr leikrit-
inu „Dansleik eftir Odd
BjörnssonGarðar Cortes og
Guðmundur Jónsson
syngja, Jósep Magnússon
leikur á blokkflautu,
Kristján Stephensen á enskt
horn, Eyþór Þorláksson á
gitar, Brian Carlile á viólu
da braccia, Pétur Þorvalds-
son á selló og Reynir
Sveinsson á slagverk. Höf-
undur leikur á sembal og
stjórnar.
21.50 Kjartan Flögstad og
skáldsaga hans „Dalen
Portland” Njörður P.
Njarðvik lektor flytur er-
indi.
22.10 Tónlist eftir Gabriel
Fauré Grant Jóhannessen
leikur á pianó Importu nr. 5
i' fis-moll ogNæturljóö nr. 6 i
Des-dúr.
22.20 Lestur Passíusálma
Hanna Maria Pétursdóttir
nemi i guðfræðideild les 21.
sálm.
22.30 Veöurfregnir og fréttir.
22.35 Fréttir.
22.50 Manntafl Páll Heiðar
Jónsson á Reykjavikurmóti
i skák.
22.35 Fréttir. Dagskrárlok.