Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. marz 1978 3 Þýskir togara- eigendur færa SVFÍ peningagjöf i tilefni 50 ára afmælis Slysavarnafélags Islands hefur Ludwig Siemsen, ræöismaður, umboösmaö- ur V-þýskra togaraeigenda afhent félaginu gjöf frá Verband der deutschen Hochseef ischerein e.v. Bremerhaven aö upphæö DM 8000 eöa jafnvirði ísi. kr. 973.456.00. Við afhendingu gjafarinnar lét Ludwig Siemsen þess getið, að þýzkir togaraeigendur vildu sina þakklæti sitt til SVFI fyrir björg- un manna af strönduðum togur- um auk margháttaðrar annarrar aðstoðar veitta sjúkum og slösuð- um þýzkum sjómönnum. Slysavarnafélag Islands þakk- ar heilshugar hina höfðinglegu gjöf þýzkra togaraeigenda. KJORDÆMISHATIÐ Kjördæmishátíð Alþýðufiokksins i Reykjaneskjördæmi verður haldin i Skiphóli í Hafnarfirði föstudaginn 10. marz n.k. Kl. 7.00 Húsið opnað Hljómsveitin Dóminik leikur fyrir dansi. Kl. 9.30 Hátiðin sett. Stutt ávarp frambjóðanda. Fjöldasöngur Kl. 10.30 Miðnæturverður reiddur fram Stutt ávörp frambjóðenda. Skemmtiatriði. Kl. 2.00 Hátiðinni slitið. Tryggið ykkur miða fejá formönnum félaganna. Verð miða aðeins kr. 3500.- SKEMMTINEFND. Fjölgun á kjörskrá frá 1974: Hlutfallslega minnst fjölgun f Reykjavík Fjöldi kjósenda á kjörskrá við Alþingiskosningarnar á sumri komanda verður eitthvað nálægt 139.000 manns. Til samanburðar má geta þess aö við síðustu Alþingiskosningar, árið 1974, voru á kjörskrá 126.388 manns. Á þessum fjórum árum hefur kjós- endum þvi fjölgað um því sem næst 10%. Þetta kemur fram í frétt sem Hagstofan sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að á árinu 1978 verða is- lendingar, sem orðnir eru 20 ára eða eldri 139.267 talsins. Við kosningarnar í sumar mega hins vegar þeir einir kjósa sem náð hafa 20 ára aldri á kjördag. Því lækkar talan nokkuð vegna þeirra sem ná markinu eftir kjördag og fram að áramótum. Reykjavlk er langstærsta kjör- dæmiö, á kjörskrá þar veröa llk- lega eitthvaö nálægt 56.000 manns. Þá kemur Reykjanes- kjördæmi, síöan Norðurlands- kjördæmi eystra og þar á eftir Suöurlandskjördæmi, Vestur- landskjördæmi, Austurlandskjör- dæmi, Noröurlandskjördæmi- vestra og Vestfjaröakjördæmi. Ef bornar eru saman tölur um fólk á kjörskrá áriö 1974 og þá sem ná 20 ára aldri á þessu ári kemur i ljós aö hlutfallsleg fjölgun hefur oröiö hvaö minnst I Reykjavikurkjör- dæmi, eða 6%. I Norðurlands- kjördæmi vestra varö fjölgunin 6,6%, i Vesturlandskjördæmi 8,1% i Vestfjaröakjördæmi 8,7% og einnig i Suöurlandskjördæmi. I Austurlandskjördæmi varö fjölg- unin 11,1%, i Norðurlandskjör- dæmi eystra 11,7% og i Reykja- neskjördæmi varö fjölgunin mest eða um 20%. Reykjavíkurmótid íbadminton Meistaramót Reykjavik- ur í badminton fer fram helgina 11.-12. marz. TBR mun sjá um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Það verður haldið i Laugardalshöllinni og hefst klukkan 14. báða dagana. Keppt verður i meistaraflokki, A-flokki og öölingaflokki (40 ára og eldri). Þátttökutilkynningar skulu berast félaginu skriflega i siöasta lagi 8. marz. Karl Krist jánsson, alþingismaður, andaðist í Borgarspítalanum þann 7. marz á áttugasta og þriðja aldursári. Karl var fæddur i Kaldbak viö Húsavik 10. mai 1895, sonur Kristjáns Sigfússonar bónda þar og Jakobinu Jósiasdóttur, konu hans. Kristján lauk gagn- fræðaprófi voriö 1916, en stundaöi siöan búskap og kennslu og vann einnig nokkuö aö félagsstörfum I ungmennafélögum. Þá varö hann snemma virkur i starfi Kaup- félags Þingeyinga og var þar deildarstjóri, annar af gæzlu- stjórum, og i stjórn féiagsins og enn forstjóri sparisjóös félagsins. Hann fluttist til Húsavikur 1935 og átti þar löngum þátt i margvis- legu starfi aö bæjarmálefnum. Karl var kjörinn alþingismaður Sviösmynd úr sýningu Þjóðleikhússins. Leikararnir sem þarna sjást eru Flosi Ólafsson, Þóra Frið- riksdóttir og Gisli Alfreösson (sitjandi). Sýningum á ,,Týndu teskeidinni” ad Ijúka Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar: Hið vinsæla leikrit Kjart- ans Ragnarssonar, TÝNDA TESKEIÐIN hef- ur nú verið sýnt i Þjóðleik- húsinu frá því í september Karl Krist- jánsson, fyrrv. alþing ismaður látinn ingar eftir. I leikritinu er á gamansaman en beittan hátt fjallað um tvöfalt sið- gæði, en leikritið gerist í Reykjavík á okkar dögum. Leikstjóri sýningarinnar er Briet Héðinsdóttir og leikmynd og búninga gerði Guðrún Svava Svavars- dÓttÍr' Með stærstu hlut- verkin í „Teskeiðinni" fara: Sigríður Þorvalds- dóttir, Róbert Arnfinns- son, Þóra Friðriksdóttir, Gisli Alf reðsson og Guðrún Stephensen. Suöur-Þingeyinga 1949 og var þingmaöur Noröurlandskjör- dæmis eystra allt til vors 1967, sat á 19 þingum alls, og gegndi mörg- um störfum I þágu þingsins og sat i mörgum nefndum, m.a. fjár- veitinganefnd og fjárhagsnefnd. Var Karls minnzt á fundi á Alþingi i gær. Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar verður haldinn i Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. marz næstkomandi klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Árni Gunnarsson, ritstjóri, flytur ræðu. 3. Önnur mál. Stjórnin. i haust og eru sýningar farnar að nálgast 40. Næsta sýning á leikritinu verður á sunnudagskvöld og eru þá aðeins tvær sýn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.