Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. marz 1978 Það eru til fjöldamargar tnyndir af fljúgandi furðuhlutum. Þessi „diskur” var myndaður yfir Chalk Mountain i Colorado i Bandarikjunum i marz 1967. Til skamms tíma var hlegid að öllum þeim, er héldu sig sjá fljúgandi furðuhluti: Af hverju hlær fólk þeg- ar minnst er á ,/fljúgandi diska"? — Hlátur hefur áratug- um saman veriö notaöur sem markvisst vopn gegn fyrirbærinu „fljúgandi diskar", segir Arne Börcke, norskur visinda- maður, sem vinnur aö því að safna saman norskum FFH skýrslum, í samtali viö norska blaöiö Arbeid- erbladet. Þetta hefur fallið stjórn- völdum margra landa ein- staklega vel. I Bandaríkj- unum var upphaflega gert grín aö fyrirbærinu, vegna þess aö menn vissu ekki hvað þaö var. Hlátrinum hefur veriö beitt sem vopni, þar til nú. i spéhræöslu sinni þorðu vísindamenn ekki aö koma fram opinberlega og segja, aö þetta væru fyrirbæri sem vert væri að rannsaka. Rannsóknir á FFH fyrir opnum tjöldum hófust ekki fyrr en upp úr 1970. Eru FFH teknir alvarlega i dag? — Já, margir taka þetta alvar- lega. Þetta er allt á réttri leið. Til dæmis um það má nefna, að innan frönsku geimferðaáætlunarinnar er sérdeild, sem sér um rann- sóknir á fljúgandi furðuhlutum (FFH). Þaö, sem við þurfum að gera núna er að beina hlátrinum i rétta átt, frá þeim sem gefur skýrsluna og að þeim, sem eyðir málinu án þess að koma með aðra skýringu á þvi. En hvað er þetta þá? — Þessi spurning kemur alltaf aftur og aftur og það er alltaf jafn erfittað svara henni. Ég veit ekki hvaö þetta er. Ég veit aðeins, að Nú hlæja menn ekki lengur þetta er fyrirbæri, sem er þess virði að það sé rannsakað nánar. Hvernig fékkst þú áhuga á FFH? — Ahugann fékk ég þegar ég var hermaður i Noregi 1965. Þá gengu margar FFH sögur. Ég las sögu i blaði um börn, sem höfðu verið að leika sér á skautasvelli i Fleknes nóvember-kvöld eitt. Þau sögðu skelfingu lostin frá lýs- andi hlut. Hann hafði stöðvast yfir skautasvellinu og ljósið frá honum var svo sterkt, að dag- bjart varð á svellinu. Og á nó- vember-kvöldi i Fleknes er eins dimmt og i kolanámu. Ég fékk strax áhuga og athugaði hvort hægt væri að komast yfir lesefni, sem byggt væri á staðreyndum, um þessi mál. 1 fyrstunni var það ekki auðvelt, en smám saman komst ég að þvi, að það hefur verið skrifað svo mikið um þetta efni að ég verð að vinza úr það, sem er þess virði að það sé lesið. En hvað heidurðu að þetta sé? — Til að byrja með var auðvelt að leggja trúnað á skemmtileg- ustu kenninguna, þ.e. geimfars- kenninguna. Hún er svo nærtæk. En núna veit ég ekki hverju ég á að trúa. Kennirigarnar eru feiki- margar. Talað hefur verið um að þetta séu hreyfingar eða truflanir i gufuhvolfinu. Aðrir segja að þetta séu fjórðu eða fimmtu vidd- ar fyrirbæri. Enn aðrir halda þvi fram, að jörðin sé hola og þetta séu áður óþekktar vitibornar ver- ur, sem búa dýpra i þessari al- heimsholu. Þessi siðasta kenning jafnast að minu viti á við þá kenn- ingu, að jöröin sé flöt. — Það skiptir'annars litlu máli hvað FFH-áhugamenn álita. Fyrirframákveðið álit þeirra get- ur lika afvegaleitt rannsóknir. Aður en það verður verulega at- hyglisvert og spennandi að ræða hinar ýmsu kenningar, þurfum við að sanna, að fyrirbrigðið sé örugglega fyrir hendi. Það er heldur ekki spurningin, hvort við trúum þvi, að FFH séu til, heldur hvort við trúum þeim sem skýrsluna gefur. Trúir þú þeim sem gefa skýrsl- urnar? — Sumir eru trúverðugri en aðrir. Nokkrir sækjast eftir að auglýsa sjálfa sig og aðrir segja aldrei neinum neitt. Við verðum að skilja hismið frá hveitinu. Við fengum t.d. skýrslu frá Ringerike f fyrra, sem ég myndi skilgreina sem trúverðuga. Tveir heyrnar- lausir 14 ára gamlir drengir sáu ljósgrænan FFH. Þeir sáu mann- veru fyrir innan einn gluggann. Kennari nokkur sá ljósið frá hlutnum, en sá ekki hlutinn sjálf- an. Það fundust einnig för eftir hlutinn. I Bandarikjunum hafa margar frásagnir verið sann- reyndar með dáleiðslu. Þannig er hægt að sanna, að fólkið hefur ekki vísvitandi logið. En við höf- um ekki svarað spurningunni, þvi enn vitum við ekki nema um sé að ræða imyndanir. Hefur þú séð FFH sjálfur? — Nei, það hef ég ekki. Hvernig litur fljúgandi furðu- hlutur út? — Skýrslurnar eru allar ótrú- lega likar, Lýsingarnar eru sam- hljóða. Skiptir þá ekki máli hvort sá, sem sá fyrirbærið býr i Bandarikjunum, Sovétrikjunum eða Madagaskar, hvort hann er flugstjóri, prófessor, verkamaður eða húsmóðir. Allir sjá svipaða hluti. Hvað sjá þeir? — Hluturinn er kringlulaga eða i laginu eins og vindill. Oft er hvolfþak á efri hlutanum. Allar eru hreyfingar snöggar og hraðar og hluturinn kemst á ótrúlega mikinn hraða. Auk þess eru hraðabreytingarnar svo stórkost- legar, að það brýtur i bága viö öll þekkt náttúrulögmál. Hversu hratt fara hlutirnir? — A radarskermum hefur verið skráður hraði allt að 40.000 km á klukkustund, og það mjög nálægt yfirborði jarðar. Einhver fleiri einkenni? — Það er oft sagt frá ljósa- breytingum. Litirnir breytast úr bláu i rautt i gult i grænt. Oftast eru hlutirnir hljóðlausir en stundum er skýrt frá suðandi hljóði. Af hverji Á síðustu árum voru gerðar rannsóknir, á slysum í heimahúsum í fjölmörgum löndum og mörg lönd vinna saman og skiptast á upplýsing- um um slysaorsök Rannsóknir eru gerðar i Japan i austri og Banda- rikjunum i vestri, i Evrópulöndum, sérstak- lega á NorðurlÖndum. ísland hefur tekið þátt i rannsóknum og hefur aðgang að upplýsingum frá öllum löndum. Eru eftirfarandi dæmi tekin frá ýmsum þeirra. Þegar talað er um dauða i eldsvoða hugsa menn fyrst um að við- komandi hafi orðið inn- lyksa i húsum sem brunnu til kaldra kola á svipstundu. Þetta getur verið rétt, sérstaklega í háhýsum þegar eldurinn kemur upp og útilokar að fólk komist niður á götu. í Bandarikjunum er tekið tillit til hættu við eldsvoða og eru járn- brunastigar utan á hús- um, eða sérstaklegar þrunatröppur innan- húss, sem aðgreindar eru frá húsinu með eld- Þvi miöur mun þaö harla oft svo aö langar. Algeng lengd mun vera 120 ! fólk almennt tæki i notkun styttri sni in. Börn ná þá ekki i lausa snúruend: varnarveggjum. Á ís- landi eru þessvegna svalir á flestum ibúðum. Enhættan getur verið allt önn- ur. Eldurinn eyðir upp súrefni i loftinu. Menn geta eWci andað og deyja þvi af reykeitrun. En það er einnig önnur hætta sem litið er talað um: kolmonoxyd eitrun. Kolmonoxyd er gas sem er lyktarlaust og litarlaust. Hvernig myndastþað? Viðskulum athuga eitt dæmi sem gerðist erlendis. Eldri maður kom Ur vinnu heldur þreyttur, borðaði kvöldmat og drakk nokkur glös af bjór án þess þó að verða drukkinn, aðeins þreyttur. Hann settist á sófa með sigarettu i hendinni og sofnaði sitjandi. Sigarettan féll úr hendi A myndinni má sjá möppur nokkrar en 1 þeim mun fyrirkomiö skýrsl- um er allar fjalla um heimilisslys hérlendis. Slys á heimilum eru reyndar mjög algeng, t.d. munu fleiri húsmæður biöa bana viö störf sin i New York en bæöi leigubilstjórar og lögreglumenn. Hér hefur öryggishlifin veriö tekin út úr innstungunni, einfaldlega meö aöstoö klóarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.