Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 9. marz 1978
Sendill
óskast til starfa hluta úr degi tvisvar til
þrisvar i viku. Upplýsingar á Skrifstofu
Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu simi 29244.
Starfskraftur óskast
i mötuneyti Hafnarhússins 5 daga vikunn-
ar. Upplýsingar á staðnum og i sima
10577.
Handsetjarar - Pressumenn
Viljum ráða handsetjara og pressumann.
Ennfremur handsetjara sem vildi læra
pappirsumbrot. Mikil aukavinna.
Prentsmiðjan Oddi hf.
Bræðraborgarstig 7,
Simi 20280.
I s Volkswagen löfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok — . Geymslulok á Woikswagen f aiiflestúm litum. Skiptum á: íinum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöið verð. Reynið; b'iðskiptin. ; , —. _ 1 iilasprautun Garðars Sigmundssonar. j íkipholti 25 Simar 19099 og 20988. *
Rannsóknarlögregla
ríkisins
Innanhúsfrágangur
Tilboð óskast i innanhússfrágang hússins
að Auðbrekku 61, Kópavogi. Verktaki skal
sjá um smiði timburveggja, hurða, fastra
innréttinga, gólfefnalögn, málningu inn-
anhúss og utan, raflögn og loftræstilögn.
Verkinu skal að fullu lokið 15. júli 1978.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn
15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud.
29. mars. 1978, kl. 14.00.
Erlendis frá 9
Sovétrikjanna beita”, bætir hann
við. „Vitnað er i hvorn
höfðingjann, sem betur hentar i
það og það skiptið, þegar þeir eru
ekki alveg sammála og þar er að
finna skýringarnar á ýmsum
kollsteypum, sem krafizt var af
kommúnistaflokkum annnarra
landa, meðan hugmyndafræði
Sovétmanna var viðtekin sem
sannindi!
Það, sem gildir fyrir Rússa er
fyrst og fremst hið sovézka riki og
áhugamál þess, hvað sem öðrum
kynni að gagna. Sem risaveldi
telja Sovétrikin sig yfir það hafin
að anza nokkrum vangaveltum
fræðimanna um hinn „stóra
sannleika”, sem stjórnendur
þeirra þykjast hafa höndlað og
séu þær á annað borð ræddar, eru
þær afgreiddar með Marx-Lenin-
istiskum slagorðum eftir þvi sem
henta þykir!
Hin sovézku stjórnvöld eru svo
sannfærö um yfirburðaskilning
sinn, að sérhver andmæli við
honum vekja þeim blátt áfram
hneykslun. Það er skýringin — ef
skýringu skyldi kalla — á
afstöðunni til Carillos á 60 ára
byltingarafmælinu!
Spænski kommúnistaflokk-
urinn er fyrst og fremst Marx-
iskur flokkur, sem byggir á þeirri
staðhæfingu Marx, að byltingar-
sinnuöum öflum eigi að beita, til
þess að sannfæra fólkiö um yfir-
burði sósialismans eftir lýðræðis-
legum leiðum. Hinsvegar hafnar
hann Leninismanum i flestu”,
segja þeir félagar, Azcarate og
Carillo. Þeir eru sammála um, að
hafna fyrst og fremst kenningu og
útfærslu Lenins um alræði öreig-
anna og ennfremur því, að
kommúnistaflokkarnir eigi að
vera einskonar riki i rikinu undir
fámennisstjórn. Slikan klikuskap
fordæma þeir ákveðið. Aftur á
móti aðhyllast þeir allnokkra
niöstýringu i flokknum. En hún
verði að grundvallast á öruggu
meirihlutafylgi við ákvarðanir,
sem teknar eru. Minnihlutanum
beri aö beygja sig undir vilja
meirihlutans, sem þannig sé
fenginn á lýðræðislegan hátt og
klofningssamtök innan flokksins
eru bannfærð.
Þeir benda á, að i 57 ára sögu
flokksins hafi flokkurinn aðeins
verið löglega viðurkenndur i 6 ár.
Þetta hafi þýtt, að þörf hafi verið
meiri miðstýringar en þeim hafi
gott þótt. Nú þegar flokkurinn sé
löglegur, gefist tækifæri til að
snúa inn á lýðræðisbrautir og það
sé stefna þeirra umfram allt.
Héðan af verði allar ákvarðanir
teknar á grundvelli leynilegra
kosninga þar sem meirihlutinn
ráði innan flokksins. „Reynslan
undir einræðisstjórn Francos”,
segir Azkarate, „hefur sannfært
okkur um hvilikt böl einræðið er,
og sizt af öllu vildum við kalla það
yfir okkur og þjóö okkar, þó i öðru
formi væri. Vilji fólksins, sem
fram kemur i frjálsum kosn-
ingum á að ráða, og okkur er ljóst
af kynningu við þjóöir Vestur-
Evrópu, þar sem slikir stjórnar-
hættir eru i heiðri hafðir, hefur
fólkinu hlotnast pólitiskt frelsi,
funda-mál- og prentfrelsi, auk
trúfrelsis. Þetta allt er að finna i
þróuðum lýðræðisrikjum vestan
tjalds. Þessvegna höfum við
sannfærzt um, að sannan sósial-
isma er ékki að finna, nema at-
beini hins breiða grunns þjóð-
félaganna komi til. Þvi myndu
engin vixlspor, sem sósialskir
flokkar i valdaaðstöðu kynnu að
stiga, geta afsakað valdarán
þeirra.
Slikum flokkum ber auðvitað aö
láta völdin i hendur öðrum
lýðræðislega kjörnum meirihluta
alveg hispurslaust. Þetta er engin
innatóm, pólitisk klisja. Þetta er
sú stefna, sem fylgja ber.
Auðvitað höfum við áhuga á, að
koma á margskonar umbótum i
stjórnun og rekstri þjóðfélagsins.
En hann er þó fyrst og fremst
bundinn við, að við höfum byr og
bolmagn frá fólkinu þar til. Okkar
vilji er ekki að þvinga skoðunum
okkar né stefnu upp á einn né
neinn. Óski fólkið ekki eftir okkar
leið, verðum við að vinna betur,
til þess að það sannfærist um rétt-
mæti hennar og á þann hátt, sem
að framan er lýst”, eru lokaorð
þeirra félaga.
HEYRT,
SÉÐ
OG
HLERAÐ
V______________J
Séðd Mogganum): „Til kjör-
inna fulltrúa og embættis-
manna borgarinnar á að gera
þá skýlausu kröfu, að þeir
gæti á allan hátt réttsýni,
samvizkusemi, 0%
heiöarleika i störfum sinum og
séu þess jafnan minnugir að
þeir eru í stöðum sinum fyrir
borgarana og til þess aö gæta
hagsmuna þeirra” (Fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins
til borgarstjórnar).
Tekið eftir: Þegar maöur
heyrir allt það sem sagt er i
stjórnmálabaráttunni, er
erfitt að gera sér i hugarlund
hvernig stjórnmálamennirnir
viöhalda trúnni á sjálfa sig.
Tekið eftir: Að enginn getur i
raun og veru lokaö eyrunum.
En margir eiga mjög erfitt
með að loka munninum, þótt
hann sé lika til þess gerður.
Tekiö eftir: Rétt skal vera rétt.
Margir þingmenn Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks hafa ekki
sagt orö af viti á þingi siðan þeir
komu þangaö.
Séð: (1 grein eftir annan
frambjóðanda Sjálfstæðis-
manna I Mogganum): „Einn-
ig mun ég leggja til að starfs-
mönnum borgarinnar verði
veittur jólaglaðningur árlega i
desember, svo sem siður er
margra góðra fyrirtækja”.
Hlerað (i kennslustund i
barnaskóla): Kennarinn:
Hvað gerðist á föstudaginn
langa, krakkar minir? Rödd
úr bekknum: Jesús var negld-
ur á krossinn. Kennarinn: En
hvað gerðist þá á páskadag-
inn? önnur rödd úr bekknum:
Hann var naglhreinsaður! "
Séð: Þessi visa, sem lögð var
inn á borð hjá okkur:
Taktu mig að þér,
ó góði Geir
ég gleöst yfir
ráðunum þinum,
vertu i völdunum þinum,
veglyndur kjósendum þinum:
ég lifi á lánunum þinum.
Lof mér að greiða ljúfasti
Geir,
með lággengis aurunum
minum,
allt sem er ógert af
óskunum minum.
Heyrt: Að ef fangar ekki fá
launahækkun óttist margir að
þeir snúi sér að hinum frjálsa
vinnumarkaöi.
Tekið eftir: Að hagvisindi á
Islandi er listin að eyða fleiri
krónum en fengnar eru aö
láni!!!
f Útboð
Tilboð óskast i smiði og uppsetningu
veggja, hurða, lofta og handriða ásamt
málun7 dúkalögn o.fl.. Allt innanhúss i
göngudeildaálmu Borgarspitalans.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Frikirkjuveg 3, Reykjavik, gegn 10 þús kr.
skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
sama stað þriðjudaginn 28. mars 1978 kl.
11 f.hád.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
ENDURSKINS-
MERKIERU
! NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
UMFEnÐARRÁÐ
Ert þú félagi i Rauða krossinum?ip
Deildir félagsins jg :
eru um land allt. %' I
RAUÐI KRÖSS iSLANDS
Fundir AA-samtakanna í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Tjarnargata 3c:
Fundir eru á hverju kvöldi kl. 21.
Einnig eru fundir sunnudaga kl.
11 f.h., laugardaga kl. 11 f.h.
(kvennafundir), laugardag kl. 16
e.h. (sporfundir).) — Svarað er i
sima samtakanna, 16373, eina
klukkustund fyrir hvern fund til
upplýsingamiölunar.
Þýttog endursagt