Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 5
5 SÍSS" Fimmtudagur 9. marz 1978 Uppsagnir leikara: þeim fáu leikurum fast- ráðnum á þess snærum, án þess að svelta þá og virðist kannski nokkur von til að úr rætist. Nú um skeið hafa leikarah jonin Brynja Benediktsdóttir og Er- lingur Gíslason verið starfsmenn félagsins og veita víst fersku lífi í starfsemina. Það er von allra að Leikfélag Akur- eyrar fái að festa djúpar rætur sem þriðja atvinnu- leikhús landsins. Verkefnið sem LA sýndi sunnan fjalla var Alfa Beta eftir E.A. Whitehead. Leikritið var frumsýnt i Apollo leik- húsinu i Lundúnum árið 1972 og síðar sama ár í Royal Court leikhúsinu og 1973 hóf það göngu sina í New York og viðar. Kristrún Eymundsdótt- ir hefur þýtt það á lipurt og klárt mál, Þráinn Karlsson gerir leikmynd, sem við að visu fáum ekki aö sjá nema leikmuni og búninga, leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Leikurinn gerist á heimili Elliot hjónanna í Liverpool á níu ára tímabili. Þetta er saga af hjónaskútu sem er komin upp í kletta og veltist um i oröabrimi hat- urs og sársauka, ástin er sokkin eða var hún kannski aldrei með i lestinni? Skyn- semi lemur með afbrýði, hjón- in vita ekki hvað er til ráða, eiga ekkeít lengur að gefa nema ögn af gerfimannúð, veik og eigingjörn von lifir með konunni um að hún fái haldið manninum og hjúkrar þessari von þar til hún sjálf er orðin sjúk. Maðurinn þráir frelsi, honum stendur ógn af árum, velgja sækir hann heim i sam- búð við þessa konu, en frelsið sem hann sækist eftir er sjálft i hlekkjum. Hvorugt kann lengur að segja frá upphafi i réttu máli, þau fljúgast á eins og særð dýr. Og inni i svefnherbergi sofa börnin tvö, hver ber ábyrgðina á þeim? En kannski geta þau bara hjólað burt frá öllu sam- an? Þetta verk segir óþægilegan sannleika af veikleika manneskjunnar. Leikarar eru tveir. Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gislason. Sigurveig er einaf traustustuleikurum LA og leikur hennar i hlutverki Normu með ágætum. öll hennar túlkun sönn og samræming orða og athafna góð, hún er ósáttfús eiginkona, duttlungafull, og auðsærð, einmana og sjúk. Erlingur Gislason er góður leikari. Hann leikur erfiðustu hlutverk án sýnilegra átaka, hann hefur einkar gott lag á að gera allt eðlilegt, hatur, gleði, uppgerð, sorg. Hann stillir krafti sinum mjög til samspils við mótleikara sinn, og úr verður góð og menningarleg sýning, þeim báðum til sóma. Leikstjórn Brynju Benedikts- dóttur vönduð og skynsamleg, staðsetningar þægilegar á að horfa, skilningur og framsetn- ing raunsæ. Má ég biðja þau að flytja Leikfélagi Akureyrar allar góðar óskir. 8. mars 1978 sendi okkur sýnishorn í Þjóðleikhúskjallarann, en félagið var stofnað í apríl 1917 og er að ganga sjötugt og berst nú mjög fyrir þvi að fá að halda Það hefur lengi legið i lofti sá grunur, að leik- list væri jafnvel framin hinu megin við Elliðac norðan f jalla allar götui Leikfélag Akureyri IÚR LEIKHÚSINU Jónas Jónasson skrifar: Góðir gestir — segir í bréfi Þjóðleikhússtjóra Alþýðublaðinu hefur borizt bréf undirritað af Sveini Einarssyni Þjóð- leikhússtjóra tengt skrif- um dagblaðanna varðandi uppsagnir leikara Þjóð- leikhússins á B-samningi. Bréfið, í heild sinni, fylgir hér: Vegna blaðaskrifa um uppsögn B-leikara leikhússins þykir eðli- legt að gerð sé grein fyrir nokkr- um staðreyndum i þessu máli. 1. B-samningar eru árs- samningar. Þeim hefur verið sagt upp áður, bæði öllum og eins ein- stökum leikurum, án þess það hafi talist mikil tiðindi, enda var i upphafi ætlast til að einhverjar tilfæringar yrðu öðru hverju um ráðningar leikara samkv. þessum samningi. 2. Undanfarin ár hefur undir- ritaður kallað til sin leikara á B- samningi 1. april og tilkynnt þeim, hvort um endurráðningu yrði að ræða. Við siðustu samningagerð i haust kom hins vegar inn nýtt ákvæði, þar sem settur er inn 6 mánaða uppsagnarfrestur miðað við 1. september. Af leikhússins hálfu var þesw* tkvæði mótmæk, enda er áætlunargerð aldrei það langt komin 1. mars að leikstjórar geti sagt fyrir um óskir sinar i sam- bandi við hlutverkaskipun næsta ár. Raunsæilegri dagsetning væri sem næst 1. mai. 3. Af þessum sökum var haft á orði við samningaborðið i haust, að samningum yrði þá að segja upp 1. mars, ekki vegna þess að leikhússtjórn hyggðist gera neinar stórbreytingar i leikaraliði — flestallir yrðu trúlega endur- ráðnir — heldur af prinsip- ástæðum, sem mótmæli gegn óheppilegum ákvæðum i samningum. '4. Þegar uppsagnarbréfin fóru að berast, var óskaö eftir viðræðufundi milli leikhússtjórn- ar og fulltrúa SFR og leikara, vegna þess að þá voru nýaf- staðnar umdeildar verkfallsað- gerðir og i hita dagsins höfðu ein- hverjir imyndað sér að hér væri um að ræða einhvers konar hefndarráðstafanir af hálfu leik- hússins. Þessi viðræðufundur fór vinsamlega fram. Þar var farið fram á að leikhúsið drægi upp- sagnirnar til baka, ella yrði þetta túlkað sem svar við verkfalls- aðgerðum. Stjórnendur leikhúss- ins höfnuðu þvi og lýstu þvi að hér v*ri um tvöéskyld mál að ræða, dagsetaiwgia 1. nars i samningum ákveðin löngu áður en BSRB ög önnur launþega- samtök ákváðu aðgerðir sinar og vitni að þvi að leikhússtjórnin var með uppsagnaráform, áður en spurðist um aðgerðir BSRB. Fulltrúar SFR og leikara lýstu þá yfir þvf að þeir litu á það sem formgalla á uppsögnunum að hún var stiluð og póststimpluð 1. mars og ekki fyrir miðnætti hinn 28. febr. Leikhúsið leitaði siðan lög- fræðilegs álits á þessu máli og virtist sem um það væri skiptar skoðanir. Hinsvegar kom aldrei til greina af leikhússins hálfu að láta dómstóla kveða upp úr i sliku máli. Uppsögnin var fyrst og fremst formsatriöi af leikhússins hálfu til að þoka til ákvæðum i samningum, en var ekki ætlað að hafa mikla praktiska þýðingu. Þvi var lýst strax að til stæði að endurráða flestalla leikarana og nýta fulla tölu þeirra. 5. Fullyrðingar Einars Ólafs- sonar i Dagblaðinu varðandi þetta mál vekja fremur furðu en traust. 1 hópi B-leikara eru bæöi einstaklingar sem studdu aðgerðir BSRB og lögðu niður vinnu og aðrir sem ekki gerðu það og komu til vinnu. Það væri undarleg lógik, ef uppsagnirnar voru hugsaðar sem refsiaðgerðir, að láta þær bitna jafnt á rttt- látum sem raaglátum. Kannski órökstuddar fnllyrðingar I Wö*. væri ekkl óskynsanlegt að kanua Meðþökk fyrir birtinguna. mát ketnr átknr •• kiaafé* er með gveint Eianreeni ,;Uppsögnin fyrst og fremst formsatriði...”

x

Alþýðublaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
21941
Gefið út:
1919-1998
Myndað til:
02.10.1998
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 49. Tölublað (09.03.1978)
https://timarit.is/issue/236163

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

49. Tölublað (09.03.1978)

Aðgerðir: