Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 9. marz 1978 alþýöu- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjdrnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Augiýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10—-simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu. ■ n rr.rr^ Launamennirnir og „ffnu” mennirnir Viöskiptaglæpir og hverskonar afbrotamál siðustu misseri hafa orðið íslendingum umhugsunar- og áhyggjuefni. Stærsti glæpurinn er þó verð- bólguþjófnaðurinn, stuld- ur á sparifé og útrýming fjármálalegs siðgæðis. Fyrir þann glæp verður erf itt að bæta. En margt fleira hefur komið tii. Gjaldeyrissvik í viðskiptum, — ólögleg gjaldeyriseign erlendis, — tolla- og skattsvik, — bókhaldssvik, — þjófnað- ir og falsanir. Um öil þessi lögbrot hefur mikið verið rætt og menn orðið misjafnlega fyrir barð- inu á f jölmiðlum- og kjaftamyllum hins dag- lega lifs. Og þótt grunur leiki á lögbrotum vegna skipa- kaupa og ýmissa annarra viðskipta (slendinga við útlendinga, sem skipta tugum eða hundruðum milljóna, er enginn gaumur gefinn árlegum milljarðaviðskiptum. Eða hverjir hafa eftirlit með stærstu þáttum íslenzkra utanríkisvið- skipta, viðskiptum við varnarliðið, olíukaupum, fisksölu? Þessi milljarðaviðskipti eru nefnd hér, þar eð telja má fyllilega tima- bært, að opinberir aðilar hafi meira eftirlit með þeim, en gert hef ur verið. Engum getum verður að því leitt, að ekki sé þarna allt með felldu. En fátt er nýtt undir sólinni og full- komlega eðlilegt að hafa strangt eftirlit með þeim aðilum, er fara með lang- mest f jármagn í íslenzku þjóðfélagi. Þessi skrif leiða svo aftur hugann að því hvernig það hefur við- gengizt á íslandi, að ekki virðast allir jafnir fyrir lögunum. „Fínu" menn- irnir geta ástundað svik og pretti, þjófnaði og gjaldþrot svo skiptir tug- um og hundruðum milljóna. Smáþjófunum er stungið inn. fhaldsblöðin hafa kall- að launþega lögbrjóta, er þeir hafa mótmælt ólög- um og gerræði stjórn- valda. En þau þegja, ef einhverjir úr herbúðum þeirra ganga eitthvað á skakk við lögin. Þing- menn samþykkja ólög, er skerða laun verkalýðsins, brjóta nýgerða kjara- samninga, en fjalla af miklum skilningi um eig- in laun. Frammi fyrir lögum verða allir að standa jafnir. Að öðrum kosti er þeirri hættu boðið heim, að fólk hætti að virða lög- in, eins og gerzt hefur á islandi. Rétt er það og satt, að enginn hefur einkarétt á því að gagn- rýna spillingu, eða kref j- ast þess að farið sé að lögum. Hins vegar er öll ærleg umræða um þessi mál af hinu góða. Menn geta velt þeirri spurningu fyrir sér hvort islenzk þjóð eigi skilið að búa í fágæta góðu landi, sem býður óteljandi möguleika til framfara og góðrar afkomu, ef spilling og samsæri þagn- arinnar, er látið grafa undan öllum búskapnum. — Til að koma í veg fyrir, að slíkt verði, þurfa launamennirnir og „fínu" mennirnir að sitja við sama borð. —ÁG UR VIWSUM ÁTTUM _________________ ...alþýdan borgar brúsann... Eins og sjá má á leið- ara Morg unblaðsins þriðjudaginn 7. marz s.l. er jafnvel málgagn Sjálf- stæðisflokksins ekki rétt vel ánægt með þá aðför sem gerð var að launa- fólki í landinu fyrir fáum dögum. Er þá vissulega langt gengið. I leiðara segir: „Slik breyting á gerð- um kjarasamningum er þvi neyðarbrauð og engin ríkisstjórn leikur sér að þvi aö beita sér fyrir slík- um ráðstöfunum, allra sizt rikisstjórn, sem sjálf undirritaði kaupgjalds- samninga við sína starfs- menn fyrir nokkrum mánuðum, sem voru mun hærri en kjarasamningar þeir, sem ASi gerði á síð- astliðnu sumri". Og leiðari heldur áf ram: „En rikisstjórnin átti ekki margra góöra kosta völ”. Nei, það er rétt. Rikisstjórnin átti ekki margra góöra kosta völ.Og hvernig skyldi nú standa á þvi? Við þurfum endilega aö reyna að átta okkur á þvi, vegna þess að þetta er ekki i fyrsta skiptið sem rikisstjórnin á ekki margra góðra kosta völ. Rikis- stjórnin hefur átt i stöðugum útistöðum við vinnandi fólk i landinu allar götur frá þvi að hún komst til valda, og við ligg- ur að allur kraftur og timi stjórnarinnar hafi farið i hat- ursstrið við launþegasamtökin á einn eða annan hátt. Og þegar þess er gætt, hver hugur stjórn- arinnar er til almennra launa- manna, þá er þetta allt i einu ekkert skritið lengur. Þessi rikisstjórn sem nú situr gæti verið samnefnari fyrir gróða- fikniöflin i iandinu, og það er vitaö og meira að segja almennt viöurkennt af spekulöntum stjórnarinnar sjálfrar, að hvergi sé hægt að taka gróöa nema frá alþýðu manna. Það er alþýðan sem stritar fyrir og stendur undir öllum verslunargróðanum, innflutn- ingsvitfirringunni og smásölu- skepnuskapnum. Það er alþýðan sem borgar fyrir braskarana og ævintýra- mennina sem rikisstjórnin gerir allt til þess að halda á floti á meðan mögulegt er. Það er alþýðan sem halda þarf uppi snarvitlausu embættismannakerfi, og skriffinnsku, sem enginn er fær um að skilja lengur og mér þyk- ir næsta liklegt að rikisstjórnin geri ekki frekar en aðrir. Og það er alþýða manna sem borgar með, t.d. rafmagni til út- lendinga sem selt er á niður- greiddu veröi vegna sleikjuhátt- ar ihaldsaflanna á öllu þvi sem útlent er, bara ef þaö kemur ekki frá Rússum. Það er einnig alþýðan i land- inu sem borgar og kemur til meö aö borga erlendu lánin og vextina af þeim, lán sem að minnsta kosti er spurning að við höfum raunverulega þurft að taka á undanförnum árum, a.m.k. sum þeirra. Þvi fyrr sem leiðarahöfundar Morgunblaðsins gera sér þetta ljóst, þvi fyrr eru likur til þess að þeir sömu átti sig á þvi, hvers vegna rikisstjórnin átti ekki margra góðra kosta völ. örn Bjarnason. Pað er alþýöan sem borgar brúsann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.