Alþýðublaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 9
MaSé Fimmtudagur 9. marz 1978
9
Heimtum réttar leikreglur!
Útfyrir pollinn.
Enda þótt heimilisiönaður sé
eflaust jafngamall byggö á
landi okkar er verksmiðjuiön-
aður ung atvinnugrein. En þrátt
fyrir það horfa nú landsmenn
mjög til iðnaðar, sem liklegustu
leiðarinnar til að brauðfæða
siaukna tölulandsinsbarna.
Hvort sem mönnum likar
betur eða verr, er það staðreynd
að hinir fornu aðalatvinnuvegir
— landbúnaður og sjávarútveg-
ur — eruekki þess umkomnir að
taka við öllum vinnandi hönd-
um, sem við eigum brátt völ á i
rikara mæli.
En það er með iðnaðinn eins
og aðra góða hluti, að hann
getur ekki stokkið alvopnaður út
úr höföum einstaklinga eða
félagasamtaka og haslað sér
þar völl fyrir alla framtið.
Það er óhrekjanleg stað-
reynd, að hann verðurað fá sinn
aðlögunartima, til þess að geta
siðar tekið við þvi veigamikla
hlutverki, sem honum er ætlað.
Eitt hið þýðingarmesta, sem
iönaðurinn verður að byggja á,
er hæft starfsfólk. Nú er það á
oröi haft, að Islendingar séu i
fremstu röð um verklagni og
verkhyggni. Það er auðvitað
gaman að tilheyra svo hæfi-
leika rikri þjóð. En allt um það
er heldur grunnt vaðið, að lulla
sig bara i svefn við slikar hug-
dettur.
Hér verður þvi að koma til
skarpt og rösklegt átak, til að
búa þannig i hendur framtiðar-
innar, að iðnverin eigi jafnan
kost á vel menntuðu og hæfu
fólki til þeirra starfa sem hann
beinist að.
Vitanlega er fjarstætt að
rugla saman iðjustörfum i verk-
smiðjum og hinni sérhæfðu stétt
iðnaðarmanna, enda skilur þar
margt á milli.
En það væri fráleitt, að snúa
sér ekki að þvi, að mennta og
þjálfa iðjufólkið, þó það þyrfti ef
til vill ekki að vera jafn tima-
frekt.
Að sjálfsögðu er öllum þörf á
að búa að nokkurskonar grunn-
menntun, en að henni fenginni
er það vitanlega starfsþjálfunin
i iðjuverunum, sem gildir.
Astæða er til að athuga tvennt
i þessu sambandi.
Hið fyrra er, að þess er
naumast að vænta, að iðjuver,
sem eru að stiga fyrstu sporin —
ogeiga ef til vill ekki á að skipa
neinum þjálfuöum starfskröft-
um, vegna nýjunga i störfunum,
munu eiga örðugtuppdráttar að
þurfa i senn aö þjálfa fólkið og
greiða viðvaningum laun, sem
lifvænleg séu.
Hið siðara er, að nú stofnar
fólk heimili á yngra aldri en
áður, og þegar svo er komið
sælast menn auðvitað eftir að
þurfa ekki að biða lengi eftir
fulium launum, þó þeim litist
sæmilega á starfið.
Nauðsynlegt er að brúa þetta
bil, svo verksmiðjuiðnaðurinn
fariekki —af ofantöldum orsök-
um — á mis við efnilegt fólk.
Ýmsar aðrar þjóðirhafa þann
hátt á, að annaðtveggja láta
iðjuverunum ité nokkurn styrk,
til þess að greiða full laun yfir
þjálfunartimann, eða að hið
opinbera styrki fólkið beint.
Þetta er mál, sem ekki verður
dregið lengi að leysa, ef vel á að
fara.
Þegar við, á sinum tima
sömdum við EFTA og EBE um
gagnkvæmar tollalækkanir
milli þeirra og okkar, voru til-
skilin timamörk um gildi niður-
fellingar tollanna, svo aðlögun
að svo breyttu ástandi væri
möguleg. Þvi miður hefur okkur
ekki tekizt að ná æskilegu marki
i þessu efni, enda má segja, að
stjórnvöld hafi verið ótrúlega
tómlát um að hlynna að iðnaðin-
um. Þannig hefur hann sannan-
lega búið viö stórum örðugri
lánamöguleika en aðrir aðalat-
vinnuvegir okkar, og er slík
vöggugjöf vægast sagt heldur
kaldranaleg Hráefnin hafa ver-
ið tolluð um skör fram, svo og
vélakostur, en þó ætlast til að
hin unga og að ýmsu leyti van-
máttuga atvinnugrein, standist
samkeppni hér við lágtollaðar
innfluttar iðnaðarvörur!
Einstaka hrossskinnsbætur
hafa verið settar á þessi sár en
stjórnvöld yfirleitt sett sjónauk*
ann fyrir blinda augaö, þegar
litið var i átt til iðnaðarins.
Ný og alvarleg hætta er nú i
sjónmáli. Þegar svo er komiö að
tollar af innfluttum iðnvarningi
heyra brátt sögunni til,
samkvæmt samningum okkar,
hafa einmitt samningsaðilar
ytra tekið upp þann óyndislega
hátt — fyrir okkur — aö veita
iðjuverum sinum styrki í stór-
um stil, einmitt við framleiðslu
vara, sem siðan eru hingað
fluttar og við eigum að keppa
við!
Þetta er auðvitað hreint bana-
tilræði við islenzka iðnaðinn,
sem hlýtur að hafa fyrirsjáan-
legar, örlagarikar afleiðingar,
ef ekki er við snúizt.
tsjálfu sér skal það ekki last-
að, að stjórnvöld séu treg til að
ganga á gerða samninga um
tollf riðindi. En þá hlýtur um leið
að koma til álita, að ef aðrar
þjóðir breyta forsendunum, sem
samningurinn var reistur á,
hafa þær þar með rofiö samn-
inginn i reynd.
Vissulega hefði mátt vænta
þess, að rikisvaldiö, sem stóð á
sinum tima að þessum samn-
ingum um friverzlun, lægi ekki
geispandi þegar slik vá steöjar
að. En þar er sömu sögu að
segja og i öðru, sem varðar
landshagi.
Félag islenzkra iðnrekenda
hefur hinsvegar hafið rösklega
baráttu fyrir þvi að rækiiega
verði upplýst hvernig þessi mál
standa hjá samkeppnisaðilum
okkar.
Rétt er, að yfirleitt erekki farið
i launkofa með þann hátt, sem
þar er hafður á um styrki. Samt
má gera ráð fyrir að nokkur
ómagaháls verði á, að málið
liggi fyrir i einstökum atriðum.
Þvi styttri, þvi betra. Auðvitað
getum við ekki skorast undan
samkeppni. En þvi aðeins er
hún raunhæf, að menn gangi
jafnir, eða sem jafnastir til
leiks.
Oddur A. Sigurjónsson
í HREINSKILNI SAGT
Næst æðsti maður
kommúnista á Spáni/
Manuel Azcarate, lét svo
ummælt um þá ráðstöfun
Sovétst jórnarinnar, að
leyfa ekki spænska
kommúnistahöf ðingj-
anum, Santiago Carillo, að
flytja ræðu á byltingar-
hátíðinni i liðnum október,
þó honum hefði verið
hátíðlega boðið til hófsins!
„Að mínu mati gerðu
Rússar sig sprenghlægi-
lega i augum alls heimsins
meö þvi að banna Carillo
að flytja ræðu sína.
Auðvitað ættum við ekki að
f jargviðrast neitt út af því,
það er þeirra mál. En hér
er vissulega skotið ræki-
lega yfir markið!
Þessi einstæði dónaskapur
Rússa bendir sannarlega á, að
þeim er heitt i hamsi. Og hvers-
vegna? Reiðin stafar fyrst og
fremst af þvi, að þeir finna veru-
legan hita i iljum sér, þegar
gamlir samherjar taka að gagn-
rýna þann einstefnuakstur, sem
alla tið hefur einkennt
kommúnistaflokk Sovétrikjanna,
eða réttara sagt foringja hans. En
það sýnir einnig, að kommúnistar
Vestur-Evrópu fjarlægjast nú æ
meira hugmyndirnar um skil-
yrðislausa forystu Sovétmanna
og hér á Spáni sauð uppúr við
innrás Rússa i Tékkó-Slóvakiu
1968. Siðan hefur þar ekki gróið
um heilt.”
,,Evrópukommúnisminn” svo-
kallaði hefur vissulega orðið
mörgum ihugunarefni. Menn sjá
auðvitað, að það er eitt að hafna
Sannur sósíalismi er
óframkvæmanlegur, nema
med einlægum atbeina
frjálsra vinnandi manna
alræði öreiganna og annað, að
hafna forræði kommúnistaflokka
i einstökum löndum, ef þeir
kæmust til valda eftir lýðræðis-
legum leiðum. Þessi óvissa situr
einnig um spænska kjósendur,
sem ekki telja það eitt nóg, að for-
ystumenn kommúnista hafa sagt
skilið við Moskvu!
Það gæti þvi verið fróðlegt að
skyggnast ofurlitið i opinberar
yfirlýsingar og ummæli þeirra
félaga, Carillos og Azacarates.
1 bók sinni, „Evrópu-
kommúnisminn og rikið”, sem
kom út i fyrra sumar, gerist
Carillo svo tungulangur, að i
fyrsta lagi séu Sovétrikin alls
ekki sósialisk riki. Þar af leiði að
þau séu óhæf til að vera i farar-
broddi fyrir sókn til sósialisma.
Slikum stjórnarháttum verði ekki
á komið nema með lýðræðis-
legum vinnubrögðum.
Svo langt hafði enginn forystu-
maður kommúnistaflokks i
Vestur-Evrópu áður gengið og nú
var þeim Kremlverjum nóg
boðið. Gripið var til fornra úr-
ræða kaþólsku kirkjunnar, banns
við innflutningi slikra ritverka til
„hins helga lands” og Carillo var
sakaður um sovétf jandskap og að
hann gengi erinda auðvaldsins,
sem þægur þjónn!
Að visu höluðu Sovétmenn litlu
siðar ofurlitið i land og sjáanlega
i von um að geta náð þessum
„glataða syni” aftur inn fyrir
túngarð sinn. En það bar ekki
árangur. Azcarate hefur áréttað
skoðun formannsins og bætt þvi
við, að auk þess að vera ekki
sósialiskt riki, byggist stjórn
Sovétrikjanna á ólýðræðislegri
skriffinnskukliku. Þar sé um að
ræða fámennisstjórn, sem haldi
völdunum i járngreipum hers og
lögreglu. Allt þetta athæfi stefni
þvi i öfuga átt við sannan sósial-
isma, sem byggi á þvi að tök
rikisvaldsins réni smátt og smátt
eftir þvi sem þjóðfélagið þróist á
lýðræðislegan hátt.
Rætur þessara hugmynda er að
rekja til þeirrar staðhæfingar
Karls Marx, að kommúnisminn
eigi að leiða til stéttlauss þjóðfél-
ags og þar af leiðandi hverfi
stéttaátök og hverfandi þörf sé
fyrir „valdboð” öfanfrá. Azcar-
ate bendir á, að menn séu alls
ekki á eitt sáttir um hverskyns
fyrirbæri Sovétrikin séu. Sumir
telji að hér sé um að ræða eins-
konar frumstæðan sósialisma,
aðrir, að stjórnarfarið sé
nokkurskonar millistig milli
kapitalisma og sósialskra til-
burða. Sjálfur segist hann hallast
að fyrrnefndu skýringunni.
Þá ræðir hann nokkuð ástæð-
urnar fyrir þvi, að hin rússneska
tilraun hafi mistekizt, og bendir
á, að þetta sé og hafi verið um
hrið mikið ihugunarefni marxisk-
sinnuðum hugsuðum um viöa
veröld. Þeir hafi velt fyrir sér,
hvort um sé að ræða einhverjar
staðbundnar eða sögulegar
ástæður fyrir ófarnaðinum, eða
hvortMarx-Leninisminn sé i raun
hugmyndafræðileg villa!
Hann bendir og á, að i fyrstu
hafi Sovétrikjunum verið rik þörf
á að hafa sterka miðstýringu
meðan barist var við fjandsam-
lega innrásarheri. Það sé þó ekki
nema önnur hlið á málinu. Ekki
sé þörf endalaust fyrir hina
„sterku stjórnendur” ef þess sé
gætt að láta lýðræði þróast i þá
átt, sem Marx hafi talið að verða
ætti.
Riki sem stöðugt byggi á ein-
hverju allra hæsta valdboði ofan-
frá, geti auðveldlega leiðzt út i
niðurlægingar — jafnvel glæp-
samlegt ástand i ómildra
höndum. Þannig hafi það orðið i
höndum Stalins.
Þrátt fyrir fordæmingu Krúst-
joffs á Stalinismanum á 20. þingi
kommúnistaflokksins 1956og það,
að versta harðræðið var afnumið,
sæki stöðugt i sama far i Sovét-
rikjunum. Carillo segir i
áðurnefndri bók sinni, að
spænsku kommúnistarnir vinni
að endurskoðun á viðhorfum
sinum til Marx-Leninismans.
Azcarate var að þvi spurður,
hvernig þessu miðaði.
Svar hans var á þá leið, að hér
væri um nokkuð ólika hætti að
ræða. Með þvi að hengja, eða
tengja þetta tvennt saman, mætti
næstum heimfæra allskonar
geðþóttaákvarðanir undir það á
vixl! „Þetta er einmitt sú túlk-
unaraðferð, sem stjórnendur
Frh. á 10. siðu
Dúna
Síðumúta 23
/ímí 14900
Stepstfðin Itf
Skrifstofan 33600
Afgreiðslan 36470
Loftpressur og
traktorsgröfur
til leigu.
Véltœkni h/f
Sími ó daginn 84911
ó kvöldin 27-9-24