Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 1
Umdeilt lán til Borgarfjarðarbrúar 350 milljónir flognar, án samráðs við fjárveit- inganefnd og Alþingi í desember sl. var gengiö frá 350 milljón kr. láni til vegamála frá Seðlabanka íslands/ sem mörgum hef- ur sýnzt einkennilega til komið. Samkvæmt upplýs- ingum sem blaðið hefur aflað sér hefur fé þetta# sem er utan þeirrar fjár- veitingar sem ætluð er til vegamála, runniðað mestu til Borgarfjarðarbrúarinn- ar og auk þess til fram- kvæmda á Holtavörðuheiði og við Oddsskarð. Rétt er að minna á að þetta lán mun nú hafa hækkað um 52.5 milljónir/ vegna síð- ustu gengisfellingar. Alþýðublaðið hafði tal af Hösk- uldi Jónssyni, ráðuneytisstjóra i fjármálaráðuneyti og spurðist fyrir um þetta mál og kvað Höskuldur hér um að ræöa lán- töku til Ahaldahússins, og væri lánið tekið samkvæmt heimild i 3 gr. laga nr. 103 frá 1974. Taldi hann að fénu mundi hafa verið varið til tækjakaupa. Skýrzla frá samgöngu- ráðuneyti væntanleg Góðar heimildir eru fyrir þvi að þessi lántaka hafi vakið nokkra ólgu i fjárveitinganefnd og meðal alþingismanna, en fjárveitinga- nefnd og Alþingi sátu að störfum þegargengiðvarfrá láninu og án þess að menn þar væru spurðir álits. Ekki reyndist unnt að fá tal af samgönguráðherra i gær, en Steinþór Gestsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, vildi fátt um málið segja að svo stöddu, en kvað rétt að biða væntanlegrar skýrzlu frá sam- gönguráðuneyti, þar sem þetta og fleiri mál mundu skýraast. A fjárlögum mun ella ekki að finna aðra heimild til lántöku til vega- mála, en 400 milljóna króna láns- heimild hjá verktökum. AM Stöðvast Atlan t shafsflugiö? Flugleiðir gera flugmönnum tilboð vegna Air Bahama Þaö er margt að skoða i stórum heimi. Svo eru fæturnir svolitið stuttir og þá gengur ferðin hægar. Þá þarf kannski aö toga og toga svo eitthvað miði áfram. Það þarf lfka að gæta varúðar í hverju spori, — þessir bilar eru svo hættulegir. Þetta er GEK—sóiskinsmynd — daginn lengir og framtíðin er æskunnar. Nýtt verkalýðsfélag stofnaö' Félag starfsstúlkna hjá tannlæknum Sem kunnugt er hefur Félag Loftleiðaflugmanna boðað til verkfalls þann 16. marz n.k. og af þvi tilefni höfðum við tal af Erni Johnson, forstjóra Flug- leiða og spurðum hann hverjar afleiðingar slík vinnustöðvun mundi hafa á starf Flugleiða. Orn sagði að vissulega yrðu áhrifin mjög tilfinnanleg, ef til verkfalls þessa kæmi. Það væri þó einkum Atlantshafsflugið með DC-8 þotunum milli Luxemborg- ar og Islands, til New York og Chicago sem hnekki biði og hlyti að stöðvast, en alkunna er sú harða samkeppni, sem um er að ræða á þessari flugleið. Evrópu- flugið ætti hins vegar að haldast i réttum skorðum. Félag Loftleiðaflugmanna stendur utan við Félag isl. at- vinnuflugmanna, en samningar beggja félaga eru nú lausir. Samningaviðræður fóru fram fyr- ir nokkrum vikum milli FÍA og Flugleiða,sem liklega verða senn teknar upp að nýju, en eiginlegar samningaviðræður við Félag Loftleiðaflugmanna hafa enn ekki farið fram, en munu hefjast senn. Munur á kröfum félaganna mun sá að FÍA leggur meiri áherzlu á aukin fri flugmanna, en félag Loftleiðaflugmanna gengur nokkru lengra i launakröfum. islenzkir flugmenn fljúgi vélum Air Bahama Eitt það atriði sem Félag Loft- leiðaflugmanna leggur hvað mesta áherzlu á i kröfum sinum snertir störf á flugleiðum Air Ba- hama, en þar hafa til þessa eink- um starfað Bahamamenn og Bandarikjamenn. Orn sagði að með þessari kröfu vildu flugmenn tryggja atvinnumarkað sinn og starfsmöguleika betur en til þessa og væri það sinni hyggju helzta forsenda þess hve mikil áherzla væri á þetta lögð. Þá sagði örn að Flugleiðir hefðu þegar gert Félagi Loftleiðaflug- manna tilboð, þar sem lýst er yfir þeirri stefnu flugfélagsins, að i þau störf sem losna kunna við Air Bahama, verði ráðnir islenzkir flugmenn. Hins vegar verði ekki til þess gripið að segja mönnum upp starfi vegna þess, enda lýst yfir af hálfu isl. flugmanna að sliks sé ekki óskað. Hér yrði þvi sem fyrr segir um framtiðar- markmið að ræða, sem ekki væri létt að segja um hve skjótt verður náð. ) Nýtt verkalýðsfélag var stofnað i Keykjavik i fyrrakvöld. Voru það starfsstúlkur á tannlækna- stofum sem fjölmenntu I fundar- sal Starfsmannafélagsins Sóknar við Freyjugötu aö frumkvæði for- ystu Sóknar til að ræða hugsan- lega stofnun stéttarfélags. Kusu þær bráðabirgðastjórn úr sinum hópi, en siðan verður boðað til framhaldsaðalfundar eftir 3-4 vikur. Ekki reyndist unnt að fá uppgefin nöfn stjórnarmanna i gær, en engin þeirra sem til- nefndar voru til stjórnar skoruð- ust undan og var almennt geysi- mikill áhugi á fundinum. Að sögn Aöalheiðar Bjarnfreðs- dóttur, formanns Sóknar, er fyr- irhugað aö félag þetta verði Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.