Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 7
aB2r Laugardagur 11. marz 1978
valdsins, er ekki úr vegi að minnast nokkurra þátta úr verkalýðsbar
ð ná eða halda rétti sfnum gegn óseðjandi auðvaldi
andi, 1. mai 1923. —(Myndbls. 119 i bókinni.)
:a kröfuganga
ifólks á íslandi
im Dagsbrún hefurstigidí kjarabaráttu síðan 1906
arms" verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Það var í öndverðum
aprílmánuði að einn af
fulltrúum Jafnaðar-
mannafélagsins i Reykja-
vík,/ Hendrik Ottóson, bar
fram tillögu um, „að 1.
mai skyldi skoðaður al-
gerður frídagur verka-
manna og að þann dag yrði
farin kröfuganga um bæ-
inn til þess að bera fram
réttarkröfur verkalýðs-
ins." Urðu allsnarpar um-
ræður um tillöguna, héldu
ýmsir því fram, að slik
kröfuganga „myndi skjóta
andstæðingum verkalýðs-
hreyfingarinnar skelk i
bringu og að uppþot myndi
verða". Var samt sam-
þykkt á fundi að kjósa 3ja
manna nefnd til þess að
annast undirbúning. I
nefndina völdust frú Þur-
iður Friðriksdóttir, ólafur
Friðriksson og Hendrik
Ottósson. Undirbúningur-
inn var aðallega fólginn i
því að hafa tal af
trúnaðarmönnum á vinnu-
stöðum og hvetja vinnandi
fólk til þess að ganga frá
vinnu þennan dag. And-
stæðingablöð hafa ýmist
skopast að þessu tiltæki
eða talið fólki trú um, að
með þessu væri hafin til-
raun til blóðugrar bylting-
ar.
Nokkrir danskir og sænskir
smiðir.sem vinna i vélsmiðjunni
Hamri, neituðu afdráttarlaust að
vinna 1. mai, sögðu það væri ekki
siður i löndum þeirra og mættu
allir i kröfugöngunni.
„Kröfugangan
i gær var alþýðunni til sóma og
heppnaðist fullkomlega eins vel
og menn höfðu gert sér vonir um,
þar sem þetta er fyrsta skiptið
sem þetta fer fram hér.
Lagt var af stað frá Báruhúsinu
um kl. 1 1/2. Fyrir fylkingunni fór
merkisberi með hinn rauða fána
jafnaðarmanna og eftir honum
Lúðrasveit Reykjavikur, er lék
fyrir göngunni. í broddi fylkingar
gekk stjórn Alþýðusambands ís-
lands og siðan hverjir af öðrum
tveir og tveir. Leiðin lá um
Vonarstræti, Lækjargötu, Bók-
hlöðustig, Laufásveg, Skálholts-
stig, Bjargarstig, Freyjugötu,
Baldursgötu, Skólavörðustig,
Kárastig, Njálsgötu, Vitastig,
Laugaveg, Bankastræti, Austur-
stræti, Aðalstræti, Vesturgötu,
Bræðraborgarstig, Túngötu,
Kirkjustræti, Pósthússtræti,
Austurstræti, Lækjargötu,
Hverfisgötu, og var numið staðar
við lóð Alþýðuhússins.
Hvarvetna i fylkingunni gat að
lita fána jafnaðarmanna borna og
á meðal þeirra hvit merki, 28 að
tölu, sem á voru letruð rauðum
stöfum ýmis orðtök. Voru sum
áhersluatriði úr stefnuskrá Al-
þýðuflokksins.
Þegar staðar hafði verið numið,
var fánunum stungið niður i
grjóthrúguna fyrir vestan Al-
þýðuhúsgrunninn, en mannfjöld-
inn tók sér stöðu á grasblettinum
vestan við hana og götunni fram-
undan, þvi að hann vænti eftir
ræðum. Stigu þá nokkrir menn
upp á gróthrúguna og töluðu til
mannfjöldans. Fyrstur talaði
Hallgrimur Jónsson kennari. Þá
talaði Héðinn Valdemarsson
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins,
um stefnu hans, og hrópaði
mannfjöldinn að ræðu hans lok-
inni húrra fyrir flokknum og árn-
aðihonum langra lifdaga. Ólafur
Friðriksson talaði um viðgang
jafnaðarstefnunnar. Lauk hann
máli sinu með þessum orðum
skáldsins: „Hér þarf vakandi
önd, hér þarf vinnandi hönd til að
velta i rústir og byggja á ný.”
Galt mannfjöldinn máli hans
samþykki með dynjandi
lófaklappi. Þá mælti Einar Jó-
hannsson búfræðingur nokkur vel
valin hvátningarorð til mann-
fjöldans. Að siðustu talaði Felix
Guðmundsson og þakkaði mann-
fjöldanum undirtektir hans og
þátttöku í kröfugöngunni.Siðan
safnaðist stór hópur manna sam-
an á grasblettinum hjá lúðra-
sveitinni og söng nokkra
jafnaðarmannasöngva, en lúðra-
sveitin lék undir. Við gönguna
hafði hún leikið göngulög
jafnaðarmanna, svo sem lögin við
kvæðin: Sko, roðann i austri og
Alþjóðasönginn (Internationale).
Um kl. 4 skildu menn og héldu
heim.
Ekki er ofmælt, þó sagt sé, að i
kröfugöngunni hafi tekið þátt um
eða yfir fimm hundruð manns,
þótt ekki séu talin með börn og
fólk, sem fram með gekk fyrir
forvitni sakir, og álitið er, að ekki
hafi færri en þrjú til fjögur þús-
und safnast saman að hlusta á
ræðurnar, að börnum frátöldum.
Um undirtektir af hálfu and-
stæðinga má segja, með örfáum
undantekningum, þeim til lofs, að
þær voru langt frá óvinsamlegar
enda höfðu þeir sig litt i frammi.
Enginn efi er á, að kröfuganga
þessi hefur á margan hátt mikil
áhrif haft á almenning i bænum,
ýtt við hugum þeirra i ýmsum
efnum og vakið þá til alvarlegrar
umhugsunar um alvarleg mál og
munu þess bráðum sjást merki.”
Alþýðublaðið 2. mai 1923.
Hendrik Ottósscn, einn af hvata-
mönnum fyrstu kröfugöngunnar.
— (Mynd bls. 115 i bókinni).
rún knýr fram
gu vinnutím-
11 stundum
undir
rætt um nauðsyn þess að
stytta vinnutímann, a.m.k.
10 stundir og ekki hvað sizt
að takmarka yfirvinnuna.
Þessu takmarki hefur þó ekki
verið náð, þótt oft hafi verið reynt
að koma þvi að, við samninga. í
veturhefurverið unnin mikil næt-
urvinna við höfnina, sem hefur
valdið þvi, að verkamenn eru út-
taugaðir af stritinu, og hafa
nokkrir veikzt af lungnabólgu.
A Dagsbrúnarfundi sem hald-
inn var i dag var samþykkt að
banna næturvinnu eftir kl. 10 að
kvöldi. Bann þetta á að gilda frá
18. marz til 18. mai.
10. mai.
Allsherjaratkvæðagreiðsla hef-
ur farið fram i Dagsbrún að und-
anförnu. Samkvæmt úrslitum
hennar var i dag samþykkt á fé-
lagsfundi, að næturvinnubannið
skuli gilda áfram. Þá var einnig
samþykkt á fundinum, að nýjar
Frh. á 10. siðu
Guðjón Bjarnason, formaður
Verkalýðsfélags Bolungavíkur.
Atvinnurekendavald þess tima
vildi aðskilja Guðjón og konu
hans.— (Mynd bls. 149 i bókinni.)
2. júni. (1932).
Formaður Verkalýðsfélags
Bolungavikur, Guðjón Bjarnason,
Fátækraflutn-
ingur vofir yfir
heimili verka-
lýðsforingja
hefur verið veikur og óvinnufær
frá 26. sept. 1931 til 8. april i vor,
og af þeim tima lá hann 9 vikur á
sjúkrahúsi. Eftir þetta atvinnu-
tap neyddist Guðjón til að leita
aðstoðar hreppfélagsins. Hrepps-
nefndin svaraði með bréfi, þar
sem honum er tilkynnt, að ef ekki
sé tryggt að hann þurfi aldrei aft-
ur að þiggja styrk eða neinskon-
ar hjálp, þá verði börn hans taf-
arlaust tekin af honum og þeim
komið fyrir á „góðuin heimil-
um”, og þeim hjónum komið fyrir
i vist sitt á hvorum stað. Þessu
bréfi átti hann að svara næsta
dag. — Astæðan er sú, að heimil-
isfaðirinn hafði dirfst, að staoda
framarlega i samtökum kvalinn.
og kúgaðra stéttarbræðra sinna.
En fyrir mótmæli Guðjóns og
atbeina fleiri manna, hefur fá-
tækraflutningur ekki verið fram-
kvæmdur ennþá.
(Fengið úr bókinniAr og dagar,
eftir Gunnar M. Magnúss. örn
Bjarnason tók saman.)