Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 11. marz 1978 mSSö
Vegna þeirra átaka sem nú eiga sér stað á íslandi milli launþega og ríkis
áttunni fyrr á árum, þegar launafólk hefur ordid að beita hörðu til þess a<
Fyrsta verkfall
á íslandi (1904)
i sumar hefur veriö unn-
iö að brúargerð við Jökulsá
i Axarfirði. Þetta er hengi-
brú og er unnið að því að
byggja tvo stöpla sinn
hvoru megin árinnar. Þeir
eru hlaðnir úr grásteini.
Verkamenn eru margir úr
Norðurlandi/ en þar vinna
einnig 18 Sunnlendingar.
Meðal verkamanna eru
vanir steinsmiðir. Kaup
hjá almennum verka-
mönnum er kr. 3.00 fyrir
daginn, en kr. 3.50 hjá þeim
sem vanir eru grjótvinnu.
Aðalyfirmaður verksins er
Steinþór Björnsson, stein-
smiðameistari frá Litlu-
Strönd við Mývatn. En
maður að nafni Jónas hef-
ur séð um aðflutninga á
vörum og efni og útborgun
vinnulauna. Var hann
aðalmaður í júní þar til
Steinþór frá Litlu-Strönd
kom.
Felix Guðmundsson. Tók þátt i
fyrsta verkfalli á tsiandi. —
(Mynd bls. 77 i bókinni).
Vinnan hefur verið erfið
og óregluleg, einkum við
aðdrættina. Uppskipun á
sementi var mjög erfið,
aðstaðan slæm, bryggju-
laust i þrjú dægur. Var lof-
að greiðslu tyrír auka-
vinnu, en efndir hafa eng-
ar orðið á þvi.
Reis af þessu ágreining-
ur. Þó þótti verkamönnum
annað verra. Það var
framkoma Jónasar að-
stoðarverkst jóra. Hann
hefur skapað sér mikla
óvild meðal verkamanna
fyrir ógætni i orðum og
undirferli. Hefur hann
borið mönnum á brýn leti
og lítilvirkni, öðrum hefur
hann boðið friindi, ef þeir
vildu herða á mönnum við
störf sin og segja sér ef
einhverjir væru afkasta-
litlir eða héldu sig illa að
vinnu. Enginn hefur þegið
friindi þessi af Jónasi, en
andrúmsloftið á vinnu-
staðnum hefur verið mjög
þvingandi.
Að lokum tóku verkamenn
saman ráð sin og tilkynntu Jón-
asi, að annað hvort yrði hann að
vikja burtu og hætta störfum, eða
aliir verkamennirnir mundu
ganga frá vinnunni. Leitaði Jónas
þá sátta, en verkamennirnir voru
komnir i vigahug. Vinnuflokkar
fóru yfir ána á vixl, réru fast,
brutu árar og sungu söngva. Og
kvöldið, sem ákvörðunin var tek-
in, endaði með þvi, að hleypt var
nokkrum skotum úr byssuhólki
sem einn verkamannanna hafði i
fórum sinum.
Steinþór yfirverkstjóri kom
daginn eftir þennan atburð.
Kvaðst hann ekki blanda sér i
málið, en fór daginn eftir til
Húsavikur og Jónas með honum.
Vinnan hélt nú áfram.
Þegar komið var fram i ágúst,
kom Sigurður Thoroddsen lands-
verkfræðingur á vinnustaðinn og
hafði Jónas með sér. Kvað Sig-
urður hann eiga að verða þar eftir
og vinna sem óbreyttur verka-
maður. Skutu verkamenn þá á
fundi og eftir nokkrar umræður
var sú ákvörðun tekin af miklum
meiri hluta að hætta vinnu næsta
dag, ef landsverkfræðingurinn
héldi fast við ákvörðun sina. Sig-
urður Thoroddsen færði þau rök
fram, að Jónas hefði „ekki sem
verkamaður” fyrirgert rétti sin-
um, en hann væri sviptur um-
sjónarmannsstarfinu. Eftir þessi
málalok hreyfði sig enginn til
vinnu næsta dag eftir matmáls-
tima kl. 20. Seinni hluta dags voru
menn boðaðir til fundar með
landsverkfræðingi. Benti hann
verkamönnum á, að þeir mættu
búast við skaðabótakröfu fyrir töf
á verkinu. Verkamenn sögðust
ekki taka aftur ákvörðun sina.
Lauk fundinum án sátta.
Skömmu siðar hélt landsverk-
fræðingur aftur brott frá vinnu-
staðnum og hafði Jónas með sér.
Frh. á 10. siðu
(1923) i„Blöndalsslagurinn”:
Togarasjómenn og
útgerðarmenn deila
Lögregla og sjómenn í hörðum átökum
20/6. i dag var haldinn
fundur í Sjómannafélagi
Reykjavikur til þess aö
ræöa kjaramál sjómanna.
Tilefniö er það, að útgerð-
armenn auglýstu i gær
kauplækkun á togaraflot-
anum. i vetur höfðu tog-
araeigendur ákveðið að
lækka launin að miklum
mun, en sjómennn neitað
að fallast á kauplækkun.
Nú hafa skipin, eitt af
öðru, verið að hætta veið-
um, en útgerðarfélagið
Sleipnir hefur ákveðið að
gera út togara sína, Glað
og Gulltopp, á sildveiðar í
sumar, og mun fram-
kvæmdastjóri fél. Magnús
Th. Blöndahl, vera búinn
að gera sölusamning um
alla þá sild sem togararnir
veiða í sumar. Á fundinum
var samþykkt að fela
stjórninni að sjá um að
kauplækkun útgerðar-
manna kæmi ekki til fram-
kvæmda. Formaður sjó-
mannafélagsins er Sigur-
jón Á. ólafsson og vara-
formaður Björn Blöndal
Jónsson.
11/7. Undanfarið hefur verið
unnið að þvi að hreinsa Glað og
Gulltopp eftir saltfiskveiðarnar
og búa þá til sildveiða. Viðgerð
hefur einnig farið fram á vélum
og hreinsun á kötlum. Hinn 9.
þ.m. áttí vatnsbáturinn að dæla
vatni i katla togaranna, en sex
manna sveit kom undir stjóra
Björns Blöndals og tók vatnsbát-
inn i sinar hendur og fóru með
hann i legufæri sin.
Daginn eftir var tilraunin end-
urtekin, en allt fór á sömu leið.
Björn Blöndal tók enn að sér
stjórn bátsins oglagði honum sem
fyrr.
Allur togaraflotinn er nú kom-
inn i höfn og sjómenn hafa fjöl-
mennt við höfnina ef til átaka
kæmi.
I dag átti svo að láta til skarar
skriða. Vatnsbáturinn var mann-
aður nýjum mönnum og skyldi
undir lögregluvernd dæla vatninu
i togarana. Kom lögreglustjóri
sjálfur á vettvang og setti lög-
regluþjóna á vörð i Glað, en i
hann átti fyrst aðdæla. Var mikill
vopnabúnaður á báðar hliðar,
sjómenn hópuðust niður að höfn,
enda hafði stjórnin sent til þeirra
hraðboða. Einn maður úr liði sjó-
manna Magnús Jónsson bryti,
kom fyrir rauðum fána yfir vinnu-
palli á bryggjunni, en það var
merki til sjómanna að koma á
vettvang og fylkja móti liði út-
gerðarmanna og lögreglunni.
Eggjuðu nú foringjar beggja
arma lið sitt og sló i harða brýnu.
Sjómenn hlupu niður i nótabáta,
sem voru við hlið togarans, og
hugðu þaðan til uppgöngu á skip-
ið, en þar var lögreglan til varnar
við borðstokkinn, vopnuð kylfum.
En sjómenn sóttu á af harðfylgi
og einbeitni, svo að ekki leið á
löngu, þar til skipið var i höndum
sjómanna, og tókst þeim að koma
i veg fyrir að vatnstakan færi
fram. Sjómenn réðust einnig um
borð i vatnsbátinn og tóku hann i
sinar hendur. Kubbaðist vatns-
slangan sundur, sennilega fyrir
eggjárni. Fengu ýmsir áverka, þó
heldur minni háttar, i viðureign
þessari.Lögreglustjóri kallaði á
Sigurjón, formann sjómannafé-
lagsins, og bað um samkomulag i
málinu. Ræddi hann einnig við
Björn Blöndal. Þegar Björn hafði
komið vatnsbátnum i sitt fyrra
lægi, dreifðist mannfjöldinn, en
varðsveitir voru skipaðar við
höfnina.
13/7. Unnið hefur verið að
málamiðlun i deilunni og árang-
urinn orðið sá, að útgerðarmenn
hafa horfið frá kauplækkunar á-
formum sinum, svo að sjómenn
ráða sig á skipin fyrir sama kaup
og áður. Nokkur eftirmál hafa
orðið og forystumenn sjómanna
fyrir rétti, en mál hafa nú verið
látin niður falla. Hafa menn kall-
að átök þessi „Blöndahlsslag-
inn”, kennt þetta við fram-
kvæmdastjóra Sleipnis.
Sigurjón A. Ólafsson, formaður
sjómannafélagsins þá Blöndahls-
slagurinn var háður. — (Mynd
bis. 205 i bókinni).
Fyrsta kröfuganga verkafólks á tsl
Fyrst
verks
Stærstaskref sc
Fyrsta kröfuganga
verkafólks á Islandi fór
fram í Reykjavik 1. mai
1923, á hinum alþjóðlega
baráttudegi verkalýðsins.
Undanfarið hafa veriö
haldnar innisamkomur í
Reykjavik 1. mai og 7.
nóvember, á byltingaraf-
mæli Ráðstjórnarrikjanna,
undir forystu „vinstri
Dagsbi
styttin
ans úr
í 10 sti
Áður en Dagsbrún var
stofnuð var almennur
vinnutimi i verkamanna-
vinnu 12 stundir, án eftir-
vinnu. I fyrstu kjaraá-
kvæðum félagsins tilkynnti
Dagsbrún, að eftirvinnu-
tíminn yrði stytiur i n
stundir og náði það fram
að ganga. Oft hefur verið