Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið _ Útgefandi Alþýðuflokkurinn | ' Ritstjórn Alþýðublaösnins er aö Siöumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, sími 14906 — Askriftarsimi 14900. LAUGARDAGUR 11. MARZ1978 j: Dramatúrgsrimma í Utvarpsráði Stjórnmálaflokkarnir í hráskinnaleik Fyrir nokkru rann út frestur til að skila umsókn- um um stöðu ,,drama- túrgs" við Sjónvarpið, en þetta torkennilega starfs- heiti mun þýða leiklistar- ráðunautur eða eitthvað í þá áttina. Sagan segir, að þessi staða (hálft starf) hafi verið ætluð ákveðnum manni, Hrafni nokkrum Gunnlaugssyni, og njóti hann stuðnings bæði Jóns Þórarinssonar og Péturs Guðf innssonar hjá Sjón- varpinu og með í plottinu séu þeir Ellert Schram, fulltrúi í Útvarpsráði og Matthias Mathíesen, fjár- málaráðherra. Hrafn er meðal umsækjenda um stöðuna, en einnig sóttu um hana valinkunnir menn, sem að sögn eru sumir jafn vel eða betur komnir að stöðunni en Hrafn. Þeir eru: Eyvindur Erlendsson, Ágúst Guðmundsson, Þor- steinn Jónsson og Þráinn Bertelsson. Allir hafa þeir menntast í kvikmyndagerð og leikstjórn, misjafnlega mikið þó. Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri Sjónvarps, og Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, hafa báðir lagt að Útvarpsráði að flýta veitingu stöðunnar og staðfesti sá hinn fyrrnefndi það i samtali við AB i gær. Útvarpsráð hefur tvisvar tekið málið upp á fundum, en i bæði skiptin frestað afgreiðslu þess. Siðari frestun málsins var samþykkt á fundi i gær, en i bæöi skiptin hefur það verið Þórarinn Þórarinsson, formaður Útvarps- ráðs, sem óskað hefur eftir frest- un. Að sögn Þórarins eru ástæður þessa þær, að i fyrra skiptið var málið lagt fram til kynningar út- varpsráðsmönnum, en i siðara skiptið (i gær) vantaði á fundinn einn ráðsmanninn, Ólaf Einars- son. Enginn varamaður mætti i hans staö og var á Þórarni að skilja aö hann myndi ekki af- greiða málið fyrr en hann fengi „fullt hús” á útvarpsráðsfund. Hráskinnaleikur Sumir segja, að þessi málsmeð- ferð útvarpsráðs eigi ekki rætur að rekja til jafn einfaldra hluta og Þórarinn vill vera láta, heldur sé þetta birtingarmynd einhvers konar hráskinnaleiks á milli Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks i Útvarpsráði. Þórarinn sé að tefja málið til að ergja ihaldsmennina dálitið, þar sem þeir hafi farið á bak við hann og ætlað að troða Hrafni Gunnlaugs- syni að Sjónvarpinu hvað sem tautaði og raulaði. Standi málið nú þannig að Þórarinn geri það að skilyrði að ráðnir verði tveir menn en ekki einn, þ.e. Hrafn og Eyvindur Erlendsson. Mun for- maður Útvarpsráðs hafa látið orð falla um það á fundinum i gær að nú þyrfti að fjölga stöðum við stofnunina. Er nú beðiðframhaldsþessarar einstaklega fróðlegu bændaglimu á bak við tjöldin, en i gær vildi Þórarinn ekki segja fyrir um það hvenær vænta mætti ákvörðunar Útvarpsráðs um málið. Hann sagði að Útvarpsráð i heild hefði ekki farið fram á meðmæli Sjón- varps með ei nstaka umsækjend- um, en verið gæti að einhverjir Útvarpsráðsmenn hafi aflað sér upplýsinga um þá. Þá hefur AB aflað sér upplýs- inga um, að i útvarpsráði hefur verið rætt um að gera fram- haldsflokk i þáttaröðinni „Undir sama þaki. Þar var Hrafn Gunn- laugsson pottur og panna og myndi trúlega verða það áfram. Einnig er i undirbúningi taka á kvikmynd eftir sögunni „Silfur- tunglið” eftir Halldór Laxness. Þar er Hrafn Gunnlaugsson leik- stjóri. Má þvi segja að Hrafn standi a.m.k. með annan fótinn innan við Sjónvarpsþröskuldinn, og trúlega eru ekki allir á eitt Frh. á 10. siöu Verðbreytingar á kjöti: Kindakjöt lækkar - nautakjöt hækkar Verðbreytingar hafa nú verið ákveðnar á kjöti, þ.e. kinda- ognautakjöti og taka þær gildi frá og með mánu- deginum. Breytingarnar eru tilkomnar vegna hækk- ana á verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða. Til þess að mæta þessum hækkunum nokkuð, hafa niðurgreiðslur verið hækkaðar á kindakjöti en niðurgreiðslur á nautakjöti standa í stað. Krónutala smásölu- álagningar á kindakjöti hefur hækkað um 10,1% en um 12,5% á nautakjöti Dæmi um verð: Kindakjöt Kjöt i heilum og hálfum skrokk- um kostaði áður 992 krónur kg en kostar nú 909 kr. Þetta er 9,1% lækkun. Læri kostaði áður 1170 kr. pr. kg, nú 1125 kr. Lækkunin er 3.8% . Hryggur kostaði áður 1197 kr. nú 1150 kr. Lækkunin er 3,9%. Frampartur: kostaði áður 1031 kr., nú 925 kr. Lækkunin er 10,3%. Nautakjöt 2. verðflokkur Afturhluti: kostaði 1218, kostar ný 1474 kr. kilógrammið. Hækk- unin nemur 21%. Frampartur: kostaði 689 kr., kostar nú 834 kr. 21% hækkun. Hryggstykki: kostaði 2296 kr. pr. kg. Kostar nú 2670. 16.3%. 'hækkun. Bógstykki: kostaði 1387 kr. Kostar nú 1615 kr. 16.4% hækkun Bazar á Bern höftstorfu i gær opnuðu mynd- listarnemar bazar á Bern- höftstorfunni. Þaðerum 30 manna hópur nema á 3. ári sem að bazarnum stendur, en það fé sem safnast, verður notað til að greiða niður námsferð sem þessi hópur mun fara til útlanda í vor. Á bazarnum fæst ýmiss varningur, sem nemarnir hafa sjálfir útbúið, svo sem grafík, ýmiss fatnað- ur, kerti, leirmunir, að ógleymdu ensku marmel- aði. Þetta enska marmelaði er að sjálf- sögðu islenzk framleiðsla en búið til eftir gamalli og góðri enskri uppskrift. Nemendur eru svo með veitingar á staðnum, kaffi og pönsur með rjóma. Áætlað er að sýningin standi til klukkan 18 í dag, þ.e.a.s. ef vörubirgðir end- ast svo lengi. —ATA Myndir: —GEK 1/4 minni afli fyrstu tvo mánuðina en í fyrra Samkvæmt bráðabirgða- varð botnfiskafli íslenzka tölum Fiskifélags islands fiskiskipaflotans 5.000 lestum minni i febrúar- mánuði en á sama tima í fyrra. I febrúarmánuði 1977 veiddust rúml. 40.000 lestir en sl. febrúarmánuð rúml. 35.000 lestir. Veiðin i janúarmánuði var svipuð og i fyrra og er því botn- fiskaflinn fyrstu tvo mán- uðina um 5.000 lestum minni en á sama tímabili árið áður. Heildarfiskaflinn þaö sem af er árinu nemur I byrjun marzmán- aöar um 328.000 lestum en var á sama tima i fyrra 445.000 lestir. Mismuninn hér á má næstum ein- göngu rekja til minni loðnuafla nú, sem nemur 110.000 lestum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.