Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 5
*' Laugardagur 11. marz 1978 5 STEFNUMIÐ Mannréttindi í stad misréttis Kjördæmamálið og breytingar á kosningalöggjöfinni er eitt þeirra stór- mála sem biður úrlausnar Alþingis. Þrátt fyrir að flestir hafi verið sammála i nokk- ur ár um að úrbóta sé nauðsynlega þörf til að jafná kosningarétt fólksins i landinu þá skortir viljann til verksins. Og á meðan Alþingi sefur djúpum Þyrnirósarsvefni eykst misréttið og fjöldi annarra stórmáia hrannast upp og biður úrlausnar en ekkert gerist annað en að fólkið i landinu líður fyrir misréttið og aðgerð- arleysi Alþingis. Ráðherrar gefa fjálgleg lof- orð en efndirnar eru engar. Kosningarétturinn i lýðræðisþjóðfélagi er ein dýrmætasta eign einstaklingsins. Nú er svo komið að þessari eign er svo misskipt eftir byggðasvæðum að nánast eitt atkvæði i Vestfjarðakjördæmi veg- ur jafn þungt og fimm atkvæði i Reykjanes- kjördæmi. Miðað við eðlilega framvindu is- lenzkra stjórnmála litur út fyrir að átta ár liði þar til jafnaður kosningaréttur hafi áhrif i is- lenzkum stjórnmálum með tilliti til ákvæða um stjórnarskrárbreytingar, ef Alþingi tekst ekki að koma með úrbætur fyrir næstu kosningar sem ekki er útlit fyrir. Þetta er langur timi sem þýðir að misréttið mun enn stórlega aukast. Þess vegna er nauðsynlegt að gerðar verði bráðabirgðaráðstafanir með breytingum á kosningalöggjöfinni. Við misréttið verður ekki unað án þess að að verði gert. Kosningarétturinn á að vera nákvæmlega jafn allstaðar i landinu hvar sem menn búa. Það eru mannréttindi og annað ekki. Með þetta markmið að leiðarljósi verður að gera breyt- ingar á kosningalöggjöf og kjördæmaskipu- lagi. Miðað við óbreytta kjördæmaskipan verð- ur kosningarétturinn ekki jafnaður nema að þingmannafjöldi i hverju kjördæmi verði breytilegur með tilliti til breytilegs mannf jölda fyrir hverjar kosningar. Samhliða ofangreindum breytingum verður að auka persónuvalkosti kjósenda þannig rikj- andi sjálfkjöri fjölda þingmanna heyri sögunni til. Eitt er vist að breytinga er þörf þvi mann- réttindi verður að tryggja i islenzku þjóðfélagi. Núverandi ihaldsmeirihluti hefur sýnt sig sem óhæfan til verksins. Breyta verður þvi valda- hlutföllunum á Alþingi i næstu kosningum og gefa öðrum tækifæri til þess að sýna viljann til verksins. Jafnaðarstefnan er mannréttindastefna. Is- lenzk stjórnmálasaga kennir að mannréttindi verði sjaldnast tryggð án þess að Alþýðuflokk- urinn og jafnaðarstefnan hafi þar úrslitaáhrif. Ringulreið islenzkra stjórnmála siðustu 7 árin er einn sannleiksvottur þess. Gunnlaugur Stefánsson Gunnlaugur Stefánsson, gudfrædinemi: Hjálparstarf eða arðrán Rikisstjórnin er sú stofn- un þjóðfélagsins sem um- ræða manna á meðal snýst einna helst um þessa dag- ana. Eftir að ríkisstjórnin hafði i langan tima verið gagnrýnd fyrir annaðhvort stjórnleysi eða ranga stjórnun tekur ríkisstjórn- in sig til og ætlar sér loks- ins að framkvæma nokkur hin fögru loforð úr fjög- urra ára gömlum loforða- málefnasamningi sinum. En það er nú svo að flest virðist snúast í höndunum á þessari seinheppnu stjórn. Þvi með flutningi og samþykkt á síðasta ef nahagsaðgerðasam- komulagi stjórnarinnar virðast engin vandamál hafa leystst hvorki vanda- mál þeirra hópa sem bjarga átti, né þeirra hópa sem bjarga áttu. Svo virð- ist þvi sem ríkisstjórnin eigi sér hvort tveggja hat- ramma andstæðinga bæði í launþega- og atvinnurek- endastéttum. Er langt síð- an að svo illa er komið fyr- ir íslenskri rikisstjórn. Og enn æðir verðbólgan áfram. Astæðan til þess aö fikisstjórn- in taldi nauðsyn á aðgerðum i efnahagsmálum var, að stjórnar- innar sögn erfiðleikar i fisk- vinnslugreinunum. Frumat- vinnuvegum þjóðarinnar varð að bjarga. Þvi taldi rikisstjórnin nauðsynlegt að lækka gengið um leið og launþegar voru þvingaðir með valdi til að láta af hendi til atvinnurekenda, og athiigum ekki aðeins til atvinnurekenda i sjávarútvegi heldur til allra at- vinnurekenda, rúmlega tólfta hluta af umsömdum launatekjum sinum. Launþegar áttu ekki að- eins að bera gengisfellinguna óbætta heldur láta af hendi rakna umtalsverðar fjárupphæðir. Auk þessara ráðstafana voru gerðar ýmsar frekari hliðarráðstafanir til stuðnings atvinnurekendum. Nú mundi ókunnur án efa telja eftir að hafa kynnt sér þessar ráðstafanir að atvinnurekendur hefðu orðið fyrir einhverjum skyndilegum áföllum t.d. nátt- úruhamförum eða öðru álika. En islenskir launþegar vita að svo er alls ekki heldur þvert á móti. Góðæri hefur rikt i atvinnuvegum Islensku þjððarinnar.Þó að rikis- stjórninni megi likja viö náttúru- hamfarir þá hafa launþegar lagt af mörkum meiri þjóðarverð- mæti en nokkru sinni fyrr. Auk þess sem verðlag útflutningsaf- urðanna hefur aldrei hærra verið. Undrar nokkurn þó spurt sé hvar meinsemdin liggur? Ríkisstjórn gegn launþeg- um öllum er kunnugt um að is- lenzkt þjóðfélag er stéttaþjóðfél- ag. Þar takast á tvær stéttir, launþegar og atvinnurekendur, um skiptingu þjóðarteknanna. Þetta er gert i samningum þess- ara stétta með viðræöum um laun og kjör. En rikisstjórnin leikur einnig umtalsvert hlutverk i þess- ari skiptingu með löggjafarvaldið að vopni. Kosningar til Alþingis fjalla þvi um það hvernig þessu valdi verður beitt. Núverandi rikisstjórn hefur nú enn sýnt og sannað með siöustu aögerðum sinum að hún styður hag og kjarabaráttu atvinnurekenda. Gegn löggjafarvaldinu hafa laun- þegar aðeins eitt ráð, að beina at- kvæði sinu gegn óhliðhollri rikis- stjórn og kjósa ekki samkvæmt vana né hefð heldur skynsemi og hagsmunum sinum. Opinberar skýrslur hafa sýnt að flest fiskvinnslufyrirtækin búa annaðhvort við ágætis afkomu eða eðlilegt jafnvægi. Fáein þeirra hafa átt við nokkra tima- bundna erfiðleika að striða. Eru þau einkum á Suðurnesjum. En eitt er vist að meðaltalsútkoma allra fyrirtækjanna er hagstæð. Þetta er það ástand sem efna- hagsaðgerðum rikisstjórnarinnar var ætlað að bjarga á meðan tölur sanna aö hlutur fiskvinnslunnar af útflutningsafurðunum fer stöð- ugt hækkandi umfram launþega. Viröist þvi um innri vandamál samtaka fiskvinnslunnar að ræöa. Ef þeir aðiljar sýnast ófær- ir um að leysa sin mál sjálfir verður að beita löggjafarvaldinu til þess. Ég tel, að eftirfarandi að- gerðir ættu að koma til gaum- gæfilegrar athugunar. 1. Skipt verði um eigendur eða rekstraraðilja hjá illa stjórnuð- um fyrirtækjum. 2. Að atvinnulýðræði verði komið á með þátttöku launþega i öll- um fiskvinnslufyrirtækjum. 3. Að skilið verði á milli útgerðar og fiskvinnslu þannig að fiski- skipin þjóni fremur hagsmun- um framleiösluheildarinnar heldur en einstökum fram- leiöslufy rirtækjum. 4. Aö komiö veröi á eölilegri dreifingu hráefnisins um landiö allt, en byggðasamkeppninni um hráefnið hætt. Slik skipan kréfst stjórnunar og skipulagn- ingar i stað stjórnleysis og ringulreiðar. 5. Að úthlutun úr fjárfestinga- sjóðum verði beitt með tilliti til þarfa, arðsemi og byggða- sjónarmiða og fáránlegar byggðamerkjareglur upprætt- ar eins og gerist með byggða- sjóð gagnvart Suðurnesjum. Aö unnið verði samkvæmt áætlun til langs tima, en bráðabirgða- ráðstöfun og tilviljunarfjár- festingum verði hætt. 6. Að verðlagi fiskafurða verði háttað þannig að ekki verði hagstæðara að vinna eina teg- und umfram aðra, Þannig má tryggja besta nýtingu alls hrá- efnis. Þvi verður að efla hlut- verk verðjöfnunarsjððs. 7. Að samvinna fiskvinnslufyrir- tækjanna verði stóraukin til hagræðingar og betri nýtingar hráefnisins. Endurreisn Ljóst er að pottur er brotinn i frumatvinnuvegum þjóöarinnar. Til þarf að koma grettistak i þeim efnum. Við það verður ekki unaðlengur að á meöan allar ytri aðstæður eru eins hagstæðar og ýtrasta bjartsýni leyfir, að hlusta á þetta eilifa ramakvein. tJr- ræða er þörf, en sist af öllu af þeim toga sem rikisstjórnin sam- þykkti að gera, heldur ýmsar innri úrbætur og skipulagsbreyt- ingar sem gerir þessa atvinnu- grein arðbærari fyrir þjóöarbúið i heild. Launþegar verða að átta sig á hver eru hin raunverulegu vanda- mál og bregðast viö þeim sam- kvæmt hagsmunum sinum. Markmið atvinnurekendastéttar er það sama og launþega að ná til sin sem stærstum hluta þjóðar- teknanna. En núverandi rikis- stjórn hefur sýnt að hún er öfga- fullur bandamaður atvinnurek- enda með kjaraskerðingarfrum- varpi sinu gegn siskertum hlut launþega i útflutningsverðmæt- um þjóðarinnar samkvæmt opin- berum tölum. Gegn þessu verður að vinna, en sýna um leiö skilning gagnvart þeim vandamálum sem fyrir eru og leggja öll lóð á voga- skálarnar til lausnar þeim. öðru- visi veröur hlutur verkamanna, sjómanna og annars lágtekju- fólks ekki réttur. Gunnlaugur Stefánsson guðfræðinemi. Sendill óskast til starfa hluta úr degi tvisvar til þrisvar i viku. Upplýsingar á Skrifstofu Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu simi 29244. Laus störf Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða starfs- menn i eftirtalin störf: Byggingatækni.til starfa við landmælingar og bygginga- eftirlit. Starfsmann á teiknistofuvið innfærslur lagna á kort og al- menn teiknistörf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 18. marz 1978. RAFMAGNSVHITA REYKJAVÍ KUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.